Morgunblaðið - 07.10.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 07.10.1988, Síða 33
 '5Tt7#v TQT/T MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Oí? 33 Sveinsína Narfa- dóttir - Minning hennar, því að verið var að gera því húsi eitthvað til góða, og á meðan var haldið til að einhverju leyti í litlu gömlu húsi sem enn stendur í Firðinum, þ.e. húsinu Kirkjuvegi 6, sem að einstöku sinn- um enn í dag er nefnt Daðakot, og þar var hún fædd. En á Bala átti hún lengst af heima og. var löngum kennd við þann stað. Frá Bala er ekki langt í Góðtemplarahúsið. Og ég hef minnst á það áður að kjami stúk- anna tveggja í Hafnarfirði, a.m.k. st. Morgunstjaman, vom að tiltölu- lega stórum hlut innfæddir Hafn- fírðingar. Sveinsína var búin að vera í þeirri stúku á áttunda áratug því hún gerðist þar félagi árið 1916 og var síðan virk þar alla tíð. Geri aðrir betur! Já, við sem eftir emm þar þökkum henni vingjamlega brosið og hlýja handtakið og allt það mikla og óeigingjama starf sem hún innti af hendi í þessum félags- skap, í sambandi við gestamóttökur og hvað eina. Ég kynntist henni líka á öðmm vettvangi, því að ég vann í fímm ár í Bókasafninu í Hafnarfírði. Þar annaðist hún ræstingar í nítján ár og fór varfæmum höndum um blóm og bollapör. Blóm sem vom í henn- ar umsjá þrifust svo vel að athygli vakti, og engu var líkara en að þar lægi eitthvað sálrænt samband á milli. Einnig var Sveinsína mjög lagin hannyrðakona. Hún giftist árið 1939 Stefáni G. Helgasyni, norðlenskum manni og eignuðust þau son einan bama, Gunnar Helga, framreiðslumann, sem kvæntur er Ólínu Ágústsdóttur og em þeirra böm tvö, Þóra Jenný og Stefán Sveinn. Já, nú hafa öll Balasystkinin kvatt þetta tilvem- stig. Stefán var heilsulítill a.m.k. mörg seinni árin og annaðist kona hans hann af mikilli nærfæmi. Við vottum þeim sem næstir standa samúð okkar. Já, blessuð sé minn- ing „Sveinu á Bala“. Magnús Jónsson Fædd ð.júlí 1900 Dáin 30. september 1988 Föðursystir mín, Sveinsína Narfadóttir, andaðist á Sólvangi í Hafnarfírði, þann 30. september, 88 ára að aldri. Hún kvaddi seinust þeirra systkinanna á Bala, en þann- ig höfum við alltaf talað um húsið Austurgötu 43 í Hafnarfírði. Afí minn, Narfí Jóhannesson stýrimaður, byggði húsið á Bala, og þar fæddust tvö yngstu systkin- in, en Sveina var fædd í svonefndu Daðakoti, þar sem nú er Kirkjuveg- ur 6. Alls urðu bömin átta, en eitt lést í bamæsku. Daginn sem Sveina var kistu- lögð, komum við saman nokkrir nánir ættingjar á heimili Gunnars sonar hennar, og þar heyrðum við segulbandsupptöku frá 1970, en þar sagði Sveina frá bamæsku sinni og lýsti því meðal annars er afí byggði húsið, en þá lá amma, Sigríður Þórðardóttir í taugaveiki. Ekki vora húsakynnin stór, tvö her- bergi og eldhús, og þætti slíkt ekki mikið nú til dags. Seinna var byggt við og vora þá tvær íbúðir f húsinu, og sameiginlegt eldhús. Alltaf virt- ist þó nóg húsrúm, því auk fjöl- skyldunnar dvöldu þar skyldir og vandalausir um lengri og skemmri tíma og gestagangur var mikill. Alltaf var hægt að hýsa næturgesti og ef allt um þraut vora eldri bræð- umir, Jóhannes og Jakob, látnir sofa á lofti í litlum skúr, sem stóð á lóðinni. Þægindin sem við getum ekki án verið núna og teljum sjálfsögð, þekktust ekki um aldamótin. Lífsbaráttan var hörð, eins og hún er reyndar enn, þó á annan veg sé. Bömin fóra að vinna nánast um leið og þau gátu vettlingi valdið. Pabbi fór í sína fyrstu sjóferð ellefu ára gamall. Afí var sístarfandi, bæði á sjó og landi og amma vann í fiski. En lífið var þó ekki eintómt strit. Amma var létt í lund og mjög fé- lagslynd. Hún starfaði mikið í stúku og spilaði oft á harmoniku á böllum og elskaði dansinn fram á efri ár. Það var líka dansað í litla húsinu á Bala. Sveina tók í arf létta lund ömmu, eins og fleiri af systkinunum. Hún naut ekki skólagöngu umfram bamaskólanám, en ekki efa ég að hún hefði átt létt með að læra. Ekki vissi ég fyrr en nú nýlega að hún var vel ritfær, þegar ég las bráðskemmtilega frásögn hennar af því þegar hún 18 ára gömul fór í kaupavinnu austur að Efra-Lang- holti í Hranamannahreppi, ásamt annarri hafnfírskri stúlku. Eiginmaður Sveinu var Stefán Hélgason, ættaður úr Húnavatns- sýslu. Þau eignuðust einn son, Gunnar Helga, sem er búsettur í Reykjavík. Hann er kvæntur Ólínu Ágústsdóttur og eiga þau tvö böm, Þóra Jenný og Stefán Svein. Afí dó 1943, en eftir lát ömmu, 1948, keyptu þau Sveina og Stefán húsið á Bala og bjuggu þar síðan. Stefán var vænn maður og mikið prúðmenni en heilsuveill. Hann lést 29. júlí 1968. Síðan bjó Sveina ein á Bala en alltaf hafði hún þó leigj- anda í hluta af húsinu. Hún fluttist á Sólvang 1986 og var þar uns yfír lauk. >- Gunnar Helgi var óskabam og augasteinn þeirra hjóna og endur- galt þeim ást og umhyggju þríkum mæli. Samband þeirra mæðgínanna var hlýtt og innilegt, og mörg spor- in hefur hann átt að Bala, hlúð að gamla húsinu og fegrað það. Það er ekki sársaukalaust að hugsa til þess að einhver annar gangi þar um en Sveina og að nú fari maður ekki fleiri ferðir í Fjörðinn til að heimsækja hana og Betu systir hennar. Og nú er komið haust. Fjöllin falda hvítu og landið skiptir litum. Löngum og starfsömum degi er lok- ið og hvíldin góð að kvöldi. Lögmál lífsins verður ekki breytt. Við systk- inin, böm Jakobs Narfasonar og fjölskyldur okkar sendum frænda okkar, Gunnari Helga, konu hans, bömum og öðram vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim öllum minningamar um Sveinu og systkinin öll frá Bala. Arndís G. Jakobsdóttir Þeir eru ekki margir lengur ofar moldu sem hafa mjólkað kvíaæm- ar. Það gerði Sveinsína a.m.k. í einni kaupavinnudvöl austur í Flóa og var það eitt af fjölmörgu sem hún bar við og átti hún ekki langt að sækja athafnasemi og vinnu- gleði, eins orðlagður iðjumaður og faðir hennar var. Frá móður sinni hafði hún létta lund og löngun til umgengni við aðra, félagsstarfa og þessháttar. Hún var innfæddur Hafnfírðingur, ekki þó fædd á Baia, Austurgötu 43, eins og systkini / tilefni sýningar Gríniojunnar á S.O.R.D. býdurÁRNARHOLL sérstakan matsedil á fósrudags og laugardagskvöldum - fyrir og eftir svtúngu. REGXBOGAKÆFA CLORU kr. 32S.- IRegnbogakœfa með hunangssosu) W.ALDGRAVE SÚPA kr.275 iSúpa kvöldsins) XÆR ÖLDl SGIS GÓMSÆTT HREKKJUSVÍN í POKA kr. 99. Ilnnbakadur grisavöðvi með osti, sveppum og kryddjurtasósu) RISTI Ð SMÁLÚÐA HJÁ RICK OG R.\SSÝ kr. 795,- iRisrnð smálúðuflök með pösw, hrísgrjónum og kneklingasósu} KOMDi 0G F.ÁDU PÉR RI GLUKOLLUÁ BARSUM opinn á kröldin frá kl. 18:00, þriðjud, lil laugard. pantanasími 18833 Hrerfisgötu 8-10 Ingibjörg Sigurðar dóttir — Minning Fæddll.júlí 1913 Dáin 2. október 1988 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu fríðinn og allt er orðið rótt Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Þessar ljóðlínur koma mér í hug er ég í fáum orðum vil minnast Ingibjargar, móðursystur minnar. Við systkinin voram heimagangar hjá Ingu og Guðjóni í leik og starfí með frændsystkinunum. Inga, eins og hún var kölluð af gestum og gangandi, var lífsglöð og kát í eðli sínu. Brosið var kátt og smástríðið þrátt fyrir allt sem á móti blés og heilsuleysi. Þá áttu þau Guðjón saman gott heimili sem þau höfðu búið bömunum, og þangað vora allir velkomnir hvort sem var á nótt eða degi. Öllum var þeim lið- sinnt eins og hægt var. Góðan guð bið ég að styrkja eiginmann, böm, bamaböm og aðra ættingja. Far þú í friði fríður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Hólm ÍÞRÓTTASTARF Ráðstefna haldin á vegum íþróttabanda- lags Reykjavíkur í Kristalssal Hótels Loft- leiða, laugardaginn 8. október kl. 9-17. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um: • Núverandi stöðu íþróttamála • Markaðsmál • íþróttir og íjölmiðla • Framtíðina • Sálfræðilegu hliðina • Rekstrar- og stjórnunarþáttinn • Einstaklinginn og liðsheildina Dagskrá: 9:00 Opnun - Júlíus Hafstein, formaður ÍBR 9:10 „Velgengni - Liðinu minu gengur illa" - Jóhann I. Gunnarsson 9:45 „Einstaklingsíþróttir og hópíþróttir" - Einar Vilhjálmsson 10:20 Kaffihlé 10:35 „Slökun gegn streitu" - Sæmundur Hafsteinsson 11:10 „Uppbygging TBR" - Sigfús ÆgirÁmason 11:40Umræður 12:15 Hádegisverður 13:15 „Markaðsmál íþróttahreyfingarinnar" - Magnús Pálsson 13:45 „Rekstur fyrirtækja og iþróttafélaga" - Porgils Óttar Mathiesen 14:20 „íþróttirog Pmiðlar" - Ingólfur Hannesson 14:55 Kaffihlé 15:10 „Hvað er til bóta í rekstri íþróttahreyfingarinnar?" - Ellen Ingvadóttir 15:45 „íþróttir og framtíðin - Baldvin Jónsson 16:20 Umraeður 18:00 Móttaka Þátttaka tilkynnist til ÍBR í síma 91-35850 Innifalið í ráðstefnugjaldi kr. 2000,- er hádegisverður og kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.