Morgunblaðið - 07.10.1988, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
42
„Harm Langari'iL ob uerbcx.dýrulæknir."
Ást er...
o
í-i(
... að bæði séu, vel
klædd.
TM Reg. U.S. Pat Ott.—all rights reserved
© 1988 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Um að gera að sjá allt sem
þeir senda út, áður en þeir
hækka afnotagjaldið ...
Látum trén skýla okkur
TU Velvakanda.
Fyrir skömmu las ég athyglis-
verða frétt í Morgunblaðinu þar sem
fjallað var um áhrif skógræktar í
þéttbýli. Þessi fréttagrein bar fyrir-
sögnina „Yfirbyggingar kotna ekki
í stað náttúrunnar. Þar var vitnað
til Þorvaldar S. Þorvaldssonar for-
stöðumanns borgarskipulags
Reykjavíkur og erlendis sem hann
flutti á ráðstefnu um umhverfismál
sem Félag íslenskra arkitekta stóð
fyrir. Þorvaldur benti á að mikil-
vægt væri að gróðursetja tré sem
víðast í þéttbýli til að draga úr-
roki. Um þetta sagði hann: Það sem
við erum aðalega að slást vð í borg
eins og Reykjavík er vindurinn og
til þess að slást við vindinn, tel ég
að plöntunin sé meginmálið. Við
þurfum að planta svo miklu í kring-
um borgina að gróðurinn fari að
skýla borginni fýrir vindinum. í
fyrsta skipti erum við famir að
vinna með slíkt gróðurplan á
Hólmsheiðinni, sem er austur af
Rauðavatni. Þar í tengslum við að-
alskipulagið, hefvur verið gerð
plöntuáætlun, þar sem plantað er í
svæði sem á ekki aðbyggjast fyrr
en á næstu öld, eða eftir þetta
20—30 ár. Þá vonumst við til að
þama verði kominn skógur svo að
sú kynslóð, sem þá þarf að byggja,
geti byggt hús sín í ijóðrum og
skjólbeltum.
Það hlýtur óneitanlega að teljast
til ókosta við búsetu í Reykjavík,
a.m.k. víðast hvar, að vindgeljand-
inn getur verið þreytandi. Mikill
ávinningur væri fyrir borgarbúa ef
tækist að stemma stigu við þessu
þó ekki væri nema að einhveiju
leyti. Það er ekki ráð nema í tíma
sé tekið því tréin era lengi að vaxa.
Það er því þýðingarmikið að borgar-
yfirvöld gefi þessu máli gaum og
stuðli að því að tijám verði plantað
sem víðast á landi borgarinnar. Þá
kemur upp hjá mér sú hugmynd
sem fyrir löngu var reifuð, að
ógrónu landi í nágrenni borgarinnar
verði skipt niður í sumarbústaðal-
önd sem borgarbúar gætu fengið
til t.d. 50 eða 100 ára leigufrítt
gegn því að rækta skóg á landinu.
Þannig fengist allt land ræktað og
skógi prýtt í nágrenni borgarinnar
án þess að neitt þyrfti að greiða
fyrir. Það erv on mín að þessi mál
verði skoðuð fyrr en seinna því það
er ekki ráð nema í tíma sé tekið
þegar skógrækt er annars vegar.
Jóhann
Víkverji skrifar
Hinn vökuli sjónvarpsgagnrýn-
andi Morgunblaðsins Ólafur
M. Jóhannesson gerði beinar út-
sendingar frá Ólympíuleikunum að
umtalsefni í dálki sínum 28. sept-
ember sl. Víkvetji fjallaði um skrif
hans í sínum pistli 30. september.
Ólafur svaraði strax fyrir sig í blað-
inu daginn eftir og ráðlagði
Víkveija að lesa betur það sem
stæði í Morgunblaðinu.
Ekki ætlar Víkveiji í ritdeilur við
Ólaf M. Jóhannesson. Hann vill
aðeins benda Ólafi á það í vinsemd
að lesa betur það sem stendur í
Morgunblaðinu! Víkveiji hélt því
aldrei fram að Ólafur væri á móti
beinum útsendingum frá Ólympíu-
leikunum heldur sagði að hann hefði
fundið að þeim. Á þessu er mikill
munur. Ólafur fann að því að of
mikið væri sýnt. Hann taldi nóg að
sýna frá markverðustu íþróttaat-
burðum og keppni íslendinga. Hann
gagnrýndi það sem hann kallaði
stefnulausar sjónvarpsútsendingar
frá Sól og sagði að harðskeyttir
hagsmunahópar réðu ef til vill of
miklu um dagskrá ríkissjónvarps-
ins, svo sem íþrótta- og óperu-
áhugamenn. Af þessum orðum var
ekki annað ráðið en hann teldi út-
sendingarnar dekur við íþrótta-
áhugafólk. En nóg um það.
í tilefni af þessum orðaskiptum
við Ólaf vill Víkveiji árétta það sem
hann sagði á dögunum. I fyrsta
sinn síðan íslenzka sjónvarpið tók
til starfa fyrir meira en 20 áram,
sátu íslendingar við sama borð og
aðrar þjóðir hins vestræna heims
og gátu fylgst með mestu íþrótta-
hátíð veraldar í beinni útsendingu.
Forráðamenn sjónvarpsins sýndu
þann stórhug að tryggja sýningar
á öllu því helsta sem fram fór á
leikunum, bæði frá undanúrslitum
og úrslitum. Það var svo áhorfand-
ans að velja og hafna.
Víkveiji hefur orðið þess var í
samtölum við fjölda fólks, að
mjög mikið var fylgst með þessum
beinu útsendingum. Jafnvel fólk,
sem alla jafna fylgist ekki með
íþróttum, horfði á útsendingamar.
Fyrir íþróttaáhugafólk vora útsend-
ingamar samfelld þriggja vikna
veizla! íþróttafréttamenn sjón-
varpsins stóðu sig mjög vel og létu
sig ekki muna um að bijóta lögin
um hvíldartíma í beinni útsendingu
nótt eftir nótt! Þá var vel til fundið
hjá sjónvarpsmönnum að fá sér-
fróða menn sér til aðstoðar. Er á
engan hallað þótt því sé haldið fram
að Jónas Tryggvason fimleikafræð-
ingur hafi verið fremstur sérfræð-
inganna. Áhorfendur öðluðust nýj-
an skilning á fimleikaíþróttinni þeg-
ar Jónas lýsti því sem fyrir augu
bar.
Víkveiji vonar að Ólympíuleikun-
um í Barcelona, sem haldnir verða
1992, verði gerð jafn glæsileg skil
í sjónvarpinu.
XXX
Stöð 2 hefur í sumar sýnt mynd-
ir frá golfmótum atvinnumanna
viðtniklar vinsældir. Umsjónarmað-
ur páttanna er Björgólfur Lúðvíks-
son. Fyrir nokkram vikum hættu
þættimir, golfáhugamönnum til
mikilla vonbrigða. Víkveiji veit að
hann mælir fyrir munn margra er
hann hvetur Stöð 2 til að sýna
fleiri golfþætti.
xxx
Farþegar Flugleiða á leið heim
frá Glasgow fyrir skömmu
lentu i nokkram hrakningum á ferð
sinni því tíu og hálfs tíma seinkun
varð á fluginu. Að fenginni reynslu
þótti einum farþega ástæða til að
athuga hvort vélin yrði á áætlun
áður en hann fór út á flugvöll.
Honum var sagt að svo yrði. Þegar
þangað kom um kl. 16, en vélin
átti að fara kl. 17.30, var tilkynnt
um tveggja tíma seinkun og far-
þegum afhentar ávísanir á kaffi eða
aðra drykki að upphæð 120 kr. Kl.
18 var flugvallarstarfsmaður spurð-
ur um brottfarartíma og sagði hann
að nánari upplýsingar yrðu gefnar
kl. 21. Um kl. 19.30 var tilkynnt
að farþegar fengju kvöldmat kl. 21
og er þeir vora að ljúka við að borða
var þeim sagt að flogið yrði kl. 3
um nóttina. Þegar þeir ætluðu að
fá sér hressingu út á ávísanimar
kom í ljós að þær giltu ekki eftir
miðnætti þótt ekki væri kallað út í
vél fyrr en kl. 3.30. Þar urðu far-
þegar sjálfir að finna sér sæti innan
um sofandi fólk sem var að koma
frá Kaupmannahöfn og virtust flug-
freyjur hafa lítinn áhuga á að að-
stoða fólk. Brottfarartíminn stóðst
ekki því vélin fór ekki í loftið fyrr
en kl. rúmlega 4 en þá birtust flug-
freyjur og sögðu: „Má ekki bjóða
ykkur eitthvað að drekka — það
kostar ekkert!"
XXX
Einn af þessum farþegum flaug
í vor á vegum Tjæreborg með
Tower Air frá Stokkhólmi til New
York. Þegar farþegar komu á völl-
inn var þeim strax tilkynnt um 7
klukkutíma seinkun og þeim af-
hentir kaffí- og matarmiðar. Nokkr-
um vikum seinna fengu þeir sent
afsökunarbréf frá Tjæreborg og
ávísun upp á 495 sænskar krónur
vegna tímataps sem þeir höfðu orð-
ið fyrir. Flugleiðir mætfil taka sér
þessa erlendu kollega sína tilfyrir-
myndar!
j
i'J.lv v