Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS 70 ÁRA Merki félagsins hefur tekið breytingum eins og sjá má. Fyrsti trygginga- samningnrinn enn í fullu gildi Rætt við Einar Sveinsson framkvæmdastjóra SJÖTÍU ÁR eru í dag liðin frá því Sjóvá- tryggingarfélag Islands hf. var stofnað. Stofnfundur var haldinn 20. október 1918 en starfsemi félagsins hófst 15. janúar 1919. Eins og nafhið bendir til var aðalmarkmið þess fyrst í stað sjótryggingar, bæði farm- og skipatryggingar. Stóðu 24 atvinnurekend- ur, flestir í Reykjavík, að stofiiun félagsins og höfðu margir þeirra einnig átt þátt í stofii- un Eimskipafélags íslands árið 1914. Sjóvá, eins og félagið er nefiit í daglegu tali, er því elsta alhliða tryggingahlutafélag lands- ins. Brunabótafélag íslands var þó stofiiað áður en annaðist eingöngu brunatryggingar húseigna fyrst í stað. Einar Sveinsson er framkvæmdastjóri félagsins og í tilefiii dags- ins var rætt við hann um starfsemina í dag en fyrst rekur hann stuttlega nokkur atriði úr sögu Sjóvátryggingarfélagsins: Morgunblaðið/Emilía Einar Sveinsson framkvæmdastjóri og Siguijón Pétursson aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjóvátryggingarfélags íslands. Tryggingarnar til Islendinga — Sá hópur manna sem stofnaði Sjóvá hafði nokkrum árum áður tekið þátt í stofnun Eimskipafélags- ins og á sama hátt og Eimskip var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar má segja að Sjóvá hafi líka ver- ið liður í þessari baráttu. Tiygging- ar Islendinga voru að meira eða minna leyti í höndum umboðsskrif- stofa erlendra félaga og stofnend- umir vom að stíga fyrstu skrefin í að reka sjálfstætt innlent trygg- ingafélag í hlutafélagsformi. Skipa- og farmtryggingar vom aðalverkefni félagsins framan af en fljótlega var farið að taka upp • annars konar tryggingar einnig. Þannig vom bmnatryggingar tekn- ar upp árið 1925 er lögð vom niður umboð fyrir dönsk tryggingafélög, árið 1934 var stofnuð sérstök líftryggingadeild, árið 1937 hófust bílatryggingar, 1953 svonefndar fijálsar ábyrgðartryggingar og síðan bætist hver greinin af ann- arri við; allt miðað við þörf við- skiptavina og þróun vegna breyttra atvinnuhátta. Þannig má segja að félagið hafi vaxið og dafnað allt frá fyrstu tíð. Auðvitað kom ákveðið bakslag á kreppuámnum þegar all- ur atvinnurekstur í landinu barðist í bökkum en síðan hefur lengst af gengið vel. Á sjötíu ámm em þeir ekki marg- ir sem gegnt hafa starfi fram- kvæmdastjóra félagsins. Sá fyrsti var Axel V. Tulinius, síðan Brynjólf- ur Stefánsson frá árinu 1933 til 1957 er Stefán G. Bjömsson tók við. Sigurður Jónsson varð fram- kvæmdastjóri árið 1971 og með honum starfaði Axel Kaaber til árs- loka 1976. Einar Sveinsson tók síðan við af Sigurði í ársbyijun 1984 eftir að hafa starfað hjá félag- inu frá árinu 1972. — Sigurði tókst að byggja upp trausta fjárhagsstöðu félagsins og tek ég því við góðu búi árið 1984. Starf mitt hefur einkum beinst að markaðsmálum og fjármálum. Helstu samstarfsmenn mínir em Siguijón Pétursson aðstoðarfram- kvæmdastjóri sem hefur á sinni könnu skrifstofuhald, þar með talið tölvumál, innheimtu og bókhald, og Bmno Hjaltested, Bjami Pétursson, Hannes Þ. Sigurðsson og Reynir Þórðarson sem sjá um markaðs- hliðina. Um tjónahliðina sjá þeir Ólafur Bergsson, Jóhannes Proppé og Valgarður Zophaníasson. Það er óhætt að segja að þakka má tryggð ágæts starfsfólks við félagið vöxt þess og viðgang gegnum árin. Langflestir starfsmenn eiga hér langan starfsaldur og það er mikils virði í fyrirtæki sem þessu. Þá hafa margir viðskiptamanna okkar ekki síður verið tryggir. Til marks um það má nefna fyrsta Úr söludeild fyrirtækisins. tryggingasamninginn. Hann var gerður við Jóhann Ólafsson & Ca þann 15. febrúar 1919 og er í fullu gildi enn í dag. Sjóvá tók að sér að tryggja allar vömr sem Jóhann Ólafsson & Co. flutti til landsins og út um landið „með fyrsta flokks segl-, mótor- eða gufuskipum". Þessi fyrsti samningur er enn gmndvöllurinn þótt við þurfum vissulega alltaf að endurskoða töl- ur. Nýtt hús á næsta ári Sjóvá var fyrst til húsa hjá Nat- han og Olsen þar sem nú er Reykjavíkur Apótek. Síðar flutti fyrirtækið í hús Eimskipafélagsins og árið 1957 í eigið húsnæði við Ingólfsstræti 5. Bílatiyggingarnar vom þó til húsa í Borgartúni og síðar við Laugaveg 176 en árið 1974 var öll starfsemin flutt í nú- verandi húsnæði við Suðurlands- braut 4. Á síðasta ári var keypt viðbótarhúsnæði í sambyggðri ný- byggingu til að rýmka um starfsem- ina en það dugir þó ekki til. — Við emm um þessar mundir að reisa skrifstofubyggingu í Kringlunni og þangað ráðgemm við að flytja seint á næsta ári. Hér við Suðurlandsbraut emm við á 1.500 fermetrum en í nýja húsnæðinu verða þeir kringum 2.800. Annars höfum við beitt miklu aðhaldi varð- andi rekstrarkostnað félagsins á liðnum ámm. Skrifstofu- og stjórn- unarkostnaður vegur þungt hjá svona fyrirtæki og ef við fylgjumst ekki vandlega með em slíkir liðir fljótir að fara úr böndunum. í þessu sambandi hefur til dæm- is tölvuvæðingin skipt vemlegu máli. Allt frá árinu 1963 hefur fé- lagið notað tölvur og á hveijum tíma orðið sér úti um þann vélbún- að sem best hentar. Hugbúnaður er að mestu þróaður af eigin starfs- mönnum. Starfsmenn em núna 64 og fjölgaði þeim um fjóra á síðasta ári. En hvað segir Einar um rekstur- inn um þessar mundir? — Almennt má segja að hann gangi best þegar verðbólgan er minnst — árin sem hún var mest vom tryggingafélögunum erfið. Reksturinn í heild gengur vel og Sjóvá hefur góða hlutdeild í trygg- ingamarkaðinum í dag. Ef við lítum hins vegar á hveija tryggingagrein sérstaklega em þær mjög misjafn- ar. Þannig standa bílatryggingarnar mjög illa og iðgjöldin duga hvergi nærri fyrir tjónagreiðslum. Síauk- inn tjónafjöldi verður með aukinni bílaeign og það virðist ganga hægt Morgunblaðið/Emilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.