Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Sveinn Bergsveinsson prófessor erlátinn „Húðir Svigna- skarðsu Ný bók effcir Indriða 6. Þorsteinsson BÓKAÚTGÁFAN Reykholt hf. hefur gefið út bókina „Húðir Svignaskarðs" eftir Indriða G. Þorsteinsson. Hér er um að ræða íslenskt leikrit. Það fjallar um Snorra Sturluson, ritstörf hans og veraldarvafstur, andstæðum- ar milli þess að skrifa og verða að taka þátt I stjómmálum dags- ins. Það Qallar um baráttu um vðld og fyrir sjálfstæði landsins gagnvart erlendum yfirráðum. Inn í þennan söguþráð er fléttað frægum atriðum úr Heimskringlu, sögu'm Noregskonunga. Leikritið kemur út í tilefni þess að 750 ár eru liðin frá Örlygsstaða- bardaga, en þá réðust örlög þessarar þjóðar, miklu frekar en í nokkrum öðrum atburði. Með þessu verki tekst Indriði G. Þorsteinsson á við nýtt form og tekst ekki síður upp en þegar hann beitir Indriði G. Þorsteinsson. öðrum aðferðum. Bókin er myndskreytt af Einari Hákonarsyni, myndlistarmanni. Bókaútgáfan Reykholt hf. færði Ólafi V. Noregskonungi sérinn- bundið eintak bókarinnar að gjöf þegar hann var hér fyrir skömmu í opinberri heimsókn. Indriði G. Þorsteinsson er fæddur 18. apríl 1926 á Gilhaga í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði. Hann hefur skrifað skáldsögur, smásögur, ljóða- bók, skráð ævisögur nokkurra þekktra íslendinga — og nú samið leikrit. Tvær af sögum hans hafa verið kvikmyndaðar og margar sög- ur þýddar á erlend tungumál. / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Verðbætur á frystan físk: Fyrirtækin vísuðu áþetta fé - segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans „Þ ARNA fa fyrirtækin verðuppbætur fyrir afiirðir sínar og standa þá skil á vanskilum sinum við bankann. Þetta er ekkert óeðlilegt og að sjálfsögðu rennur þetta til að borga vanskil sem þau þját undir og eru þeim óskaplega dýr,“ segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, aðspurður um hvort eðlilegt væri að stærstur hluti 300 milljón króna verðbóta á frystan fisk yrði tek- inn upp í ofgreidd afurðaián í viðskiptabönkunum. „Þegar sagt er að peningamir verði eftir í bönkunum hljómar það eins og bankamir hafi tekið þá ófijálsri hendi. Fyrirtæki sem feng- ið hafa fyrirgreiðslu umfram hefð- bundin afurðalán hafa hins vegar sjálf ávísað á þá fjármuni sem þau eiga von á. Þetta er ekkert sem bankamir beita valdi til að ná, held- ur er þetta bara eðlileg skil sem fyrirtækin reyna að standa til að fá greiðsiu í sinn hlut. Landsbankinn er búinn fyrir nokkm að stöðva alla sjálfvirkni umfram afurðalán og hefur hert allt aðhald að fyrirtækjum. Þau hafa samt á undanfömum misser- um fengið meira en þeim bar og á þau hefur hallað að því leyti að það hefur orðið verðlækkun á afurðun- um og afurðalánin farið fram úr þeim 75% sem gert er ráð fyrir. Ég hef sagt það áður að það er alveg hömiulaust að bankar standi undir langvarandi hallarekstri á aðalatvinnuvegi okkar. Landsbank- inn hefur nú tekið fyrir að lána umfram afurðalánin. Það er stórfé sem Landsbankinn á útistandandi umfram afurðalán og verðbætur á frystan fisk em eins og dropi í það haf,“ sagði Sverrir Hermannsson. í skolti Levíatans Ljóðaþýðingar Jó- hanns Hjálmarssonar HJÁ Örlaginu i Reykjavík er ný- lega komin út bókin „í skolti Le- víatans". Er hér um að ræða þýð- ingar á Ijóðum margra virtustu skálda Evrópu, Suður-Ameríku og Tyrklands. Þýðandi Ijóðanna er Jóhann Hjálmarsson og er í skolti Leviatans fiórða þýðinga- bók hans. Fengur er í þessari nýju bók Jóhanns þvi tólf ár eru nú frá þvi síðustu þýðingar hans komu út í bókinni Þrep á sjón- deildarhring. Jóhann hefur á þeim 28 ámm sem liðin em frá útkomu fyrstu þýðinga' hans, verið ötull við að kynna Islend- ingum ljóðagerð flölda skálda sem markað hafa spor sín I sögu heims- bókmenntanna. Má þar nefna César Vallejo, Federico Garcla Lorca, Sal- vatore Quasimodo, Gunnar Ekelöf og Gottftíed Benn. Levíatinn sem fyrir kemur í nafni bókarinnar er skaðræðisskepna nokkur úr Biblíunni og sver sig mjög f ætt Miðgarðsorms sem betur er þekktur hér á norðurslóðum. Titillinn er sóttur í eitt af ljóðum pólska Jóhann Hjálmarsson skáldsins Czeslaws Milosz. Athygli- verður er hlutur tyrkneskra skálda í bókinni en Jóhann Hjálmarsson er að líkindum sá íslendingur sem mest hefur látið sig varða ljóðlist Tyrkja. í skolti Levfatans er 111 sfður að stærð, prentuð og bundin í Prent- stofu G. Benediktssonar. Kápumynd er eftir flæmska málarann Hierony- mus Bosch, ljósnmid á bakhlið tók Páll Stefánsson. Utgáfa bókarinnar er styrkt af Norræna þýðingarsjóðn- um og Þýðingarsjóði Islands. Örlag- ið hefur áður gefið út bækumar Dagbók Lasarusar og Frostmark, báðar eftir Kjartan Árnason. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 20. OKTÓBER YFIRUT f GÆR: Um 450 km vestur af frlandi er 985 mb víðáttumik- il lægð, sem þokast vestnorövestur og grynníst, en 1.025 mb hæðarhryggur yfir Austur-Grænlandi. Hlýtt verður ófram um alit land. 8PÁ: Austanátt, talsverður strekkingur við suðurströndina, en hægari annars staöar. Dálítil rigning á stöku staö, einkum viö suð- austur- og austurströndina. Hlýtt áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Austanótt, Ifklega all- hvöss við suðurströndina, en mun hægari annars staðar. Víða rign- ing á Suður- og Austurlandi, en úrkomulaust að mestu f öðrum landshlutum. Hiti 8—9 stig. TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus * stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir '( \ Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður í' /a * er 2 vindstig. v Él 'Csjhi Lét,sk^a® / / / / / / / Rigning Þoka / / / * / * i Þokumóða Súfd Skýjað / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur j ^ Alskýjað * * * * Snjókoma # #' « K Þrumuveður V i % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl ve&ur Akureyri 7 skýjað Reykjavfk 11 úrkoma Bergen 1B helðskfrt Helslnkl 2 jiokumóða Kaupmannah. 10 Mttskýjað Naraaaraaueq 0.8 léttakýjað Nuuk 6 rigning Oaló 8 alskýjað Stokkhóimur ð þokumóða Þórshðfn 10 alskýjað Algarve 20 skýjeð Amaterdam 12 rigning Barcelona 21 mlatur Chlcago 6 skýjað Feneyjar 18 rignlng Frankfurt 16 mistur Glasgow 14 mistur Hamborg 0 mlatur Las Palmas 25 láttskýjað London 18 skýjað Loa Artgeies 18 alakýjað Lúxemborg 14 rigning Madrid 14 skýjað Maiaga 22 Mttskýjað Mallorca 23 hálfskýjað Montreal 0.8 skýjsð NewYork 11 skýjað Paris 20 akýjað Róm 20 rigning San Diego 18 skruggur Winnlpeg +2 léttakýjað SVEINN Bergsveinsson, prófess- or, andaðist í Austur-Berlín þann 17. október sfðastliðinn, tæplega 81 árs að aldri. Hann var fæddur 23. október 1907 að Aratungu í f Hrófbergshreppi í Strandasýslu. Foreldrar Sveins voru B^rg- sveinn Sveinsson, bóndi í Aratungu í Steingrímsfírði og síðar farkenn- ari og eiginkona hans Sigrfður Guð- rún Friðriksdóttir. Sveinn lauk Cand. mag. prófí I íslenzkum fræð- um frá Háskóla íslands haustið 1936 og fór sem skiptinemi til náms í hljóðfræði við Berlínarháskóla. Síðan lagði hann stund á málfræði við háskólann f Kaupmannahöfn og lauk doktorsprófí þaðan með ritgerð sinni um íslenzka setningahljóð- fræði árið 1941. Framhaldsnám stundaði hann og rannsóknir í hljóð- fræði við Deutsches Spracharchiv í Braunschweig í Þýzkalandi 1940 til 1941 og Berlínarháskóla 1941 til 1944. Til íslands kom hann árið 1945 sjúkur af berklum. Sveinn kenndi þýzku við Mennta- skólann í Reykjavík 1946 til 1948, fslenzku við Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar 1948 til 1951 og starfaði jafnframt við Orðabók Háskóla ís- lands. Hann var gistiprófessor í norrænum málum og bókmenntum við Humboldt-háskólann í Austur- Berlín 1963 til 1963 og var skipað- ur fástur prófessor við sama há- skóla fyrsta maí 1963 og gegndi þvf 8tarfi til ársins 1977, er hann hætti störfum vegna aldurs. Sveinn bjó f Austur-Berlín til dauðadags. Meðal ritverka Sveins Berg- Sveinn Bergsveinsson sveinssonar má nefna doktorsrit- gerð hans Grundfragen der islandischen Satzphonetik 1941, Nýyrði 1.1958, Islandisch-Deutsch- es Wörterbuch 1967, Stuttljóð 1983 og Eylönd, smásagnasafn 1987. Hann annaðist útgáfu Egils sögu Skallagrímssonar 1960 og Ljóð- mæla Stefáns frá Hvítadal. Fyrri eiginkona Sveins var Anne Marie östergaard, Cand. mag f stærðfræði og sú síðari Thea Pet- ersen. Þær voru báðar frá Kaup- mannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.