Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 33 „Geysilega ör þróun er í hafrannsóknum“ „TÆKNIÞRÓUN í hafrannsókn- um er geysilega ör. Til dæmis eru rannsóknadufl og neðansjáv- armyndavélar mun fullkomnari nú en fyrir nokkrum árum,“ sagði Richard J. Bowen, skip- stjóri á rannsóknaskipinu Knorr, í samtali við Morgunblaðið. „Við fundum Titanic með neðansjáv- armyndavél á 3.700 metra dýpi 640 kílómetrum undan strönd Nýfundnalands árið 1985,“ sagði 3 vera lálinu velli. Ætluðu fyrirtæki almennt að haga viðskiptum á annan hátt, hlýt- ur það að vera alvarlegt mál fyrir þau sjálf, þegar til lengri tíma er litið," sagði Halldór Ásgrímsson. Bowen. Titanic var stærsta far- þegaskip í heimi þegar það sökk árið 1912. Knorr fór frá Reykjavík til heimahafiiar í Bandarikjunum í gær, en eitt ár er liðið siðan það fór þaðan í rannsóknarleiðangur. „Á síðastliðnu ári höfum við til dæmis leitað með neðansjávar- myndavél að sokknum rómverskum skipum í Miðjarðarhafínu, rannsak- að hitakærar örverur við neðansjáv- arhveri hjá Sikiley og geislavirkni í Svartahafínu," sagði Bowen. „Með neðansjávarmyndavélum opnast margir möguleikar. Til dæmis er hægt að fínna njósnadufl með þeim. Síðasta verkefni okkar var að athuga um rannsóknadufl við Sval- barða en þau mæla til dæmis hita og seltu sjávar. Nú er hægt að láta slík dufl koma upp á yfírborðið einu sinni á sólarhring til að gefa gervi- tunglum upplýsingar. Einnig er hægt að gefa duflunum nýjar „skip- anir“ í gegnum gervitunglin," sagði Richard J. Bowen. Knorr er í eigu bandaríska sjó- hersins en hafrannsóknastofnunin Woods Hole í Massachusetts í Bandaríkunum sér um rekstur skipsins. í áhöfn þess eru 25 menn og 24 vísindamenn geta farið í hvem rannsóknarleiðangur. Knorr var smíðað árið 1969. Það er 74,6 metra langt og ristir 16 fet. Aðal- vél skipsins er 2.500 hestöfl. fcækjasamsteypan Tengelmann: /arafiirðir að nýju stingn um lok hvalveiða réti Elfasabetu Ólafsdóttur. veiðanna og fulltrúi Tengelmann sagði frá þeirri eindregnu afstöðu fyrirtækisins, að kaupa ekki sjávar- afurðir af íslendingum, héldu þeir hvalveiðum áfram," sagði Theodór Halldórsson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis í samtali við Morgunblaðið. „Yfirmenn fyrirtæk- isins em miklir umhverfísvemdar- sinnar og eitt af baráttumálum þeirra er að stöðva hvalveiðar ís- lendinga." Theodór sagði að málin hefðu síðan verið rædd fram og til baka, en Halldór hefði haldið fast við þá afstöðu, sem hann hefði haft til hvalveiða okkars íslendinga fram til þessa. Ríkisstjómarfundur er í dag og má þar búast við að tekin verði afstaða til hvalveiðanna. „Ég ræddi sjálfur við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, í síma nú áðan og hann sagði að ríkisstjómin ætl- aði að vega og meta öll rök með og á móti hvalveiðunum áður en tekin yrði ákvörðun í lok fundarins." Theodór sagðist vonast til að ríkis- stjómin ákvæði að hætta við hval- veiðamar. „Þýzkir fjölmiðlar hafa verið að reyna að ná í mig vegna þessa máls og ef farið verður að fjalla um það í þarlendum fjölmiðlum, má alveg eins búast við því, að það fari að hafa áhrif á fleiri fyrirtæki, sem kaupa íslenzkan físk. Ástæðan fyrir því, að við höfum verið teknir fyrir, en ekki einhveijir aðrir selj- endur, er sú, að við emm þeir einu, sem seljum vörar undir íslenzkum vöramerkjum," sagði Theodór. Að- spurður hvort hann héldi að Tengel- mann væri tilbúinn til að hefja að nýju viðskipti við Sölustofnun lag- metis yrði fallið frá hvalveiðum, sagði hann að þeir teldu sig reiðu- búna til þess, strax og slík ákvörð- un lægi fyrir. og George Shultz: Jið og fríverslun gert með sér í þessu máli í fram- haldi af fundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins á Nýja-Sjálandi. Jón Baldvin Hannibalsson ræddi mengun vatnsbóla á Suðumesjum í tengslum við vamarliðið. Georg P. Shultz kvaðst mundu stuðla að því að mál þetta yrði leyst hið fyrsta. Utanríkisráðherramir fjölluðu einnig um alþjóðamál, sérstaklega alþjóðaviðskipti. Jón Baldvin Hannibalsson gerði grein fyrir sér- stöðu íslendinga gagnvart Evrópu- bandalaginu og stefnu okkar í þeim málum. Islendingar gerðu þær meg- inkröfur að gagnkvæmni gilti í toll- frjálsum aðgangi að mörkuðum, en það hefði ekki náðst fram vegna kröfu Evrópubandalagsins um að- gang að fískveiðiauðlindum íslend- inga sem ekki kæmi til greina að ganga að. Rætt var um nýgerðan fríverslunarsamning milli Banda- ríkjanna og Kanada og óskaði Jón Baldvin Hannibalsson upplýsinga um það mál frá Bandaríkjamönn- um. Kom fram að Bandaríkin fylgja þeirri meginstefnu að viðskipta- samningar séu gerðir innan ramma GATT. Þó væri ekki útilokað að gera tvíhliða samning ef óskir kæmu fram um slíkt. Ýmis mál er varða Atlantshafs- bandalagið og væntanlegan ut- anríkisráðherrafund bandalagsins í Brassel í desember bar einnig á góma. Ráðherramir ræddu mann- réttindi og mannréttindabrot víða um heim svo sem í Suður-Afríku og Namibíu. Vora ráðherramir sammála um að þær umræður sem nú fara fram um slökun og af- vopnun hlytu einnig að taka mið af stöðu mannréttindamála." AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEINGRÍM SIGURGEIRSSON Frönsk stjórnmál: Leikflétturnar verða sífellt flóknari L’ouverture, eða biðlun Michels Rocards, forsætisráðherra Frakklands, til hægri eftir sigur sósíalista í þingkosningunum fyrr i sumar hefur valdið vandamálum bæði á hægri og vinstri væng franskra stjóramála. Nú, nokkrum mánuðum eftir að Roc- ard tókst að fá handfylli miðjumanna til liðs við ríkisstjóm sína, virðast fáir vita hvert framhaldið eigi að vera. Hinar hefðbundnu fylkingar franskra stjórnmála eru enn til staðar og virðast lítið hafa riðlast. Miðjumennimir, sem tóku sæti í ríkisstjórn Roc- ards, eru gagnrýndir af skoðanabræðrum sinum og sagðir „svikar- ar“ en vinstrimenn telja þá hinsvegar vera „hentistefiiumenn". Franskir kjósendur, sem al- mennt hafa hjartað til vinstri en veskið til hægri og era lítið fyrir átök, era upp til hópa mjög ánægðir með þessa tilraun. Það var líka mikill persónulegur pólitískur sigur fyrir Michel Roc- ard að leysa hina hatrömmu deilu um Nýju-Kaledóníu á friðsamleg- an hátt eftir blóðsúthellingamar þar í apríl og maí. Ósk um miðjustjórn Úrslit þingkosninganna í júní vora ótvíræð um að kjósendur vildu miðjustjóm. Eftir yfírburðasigur sósíalistans Francois Mitterrands í forsetakosningunum í maí, hlaut Sósíalistaflokkurinn aðeins 275 þingsæti af 577, eða fjórtán þing- sætum færra en hann hefði þurft til að ná hreinum meirihluta einn og sér. Þessi úrslit ættu ekki að hafa verið Mitterrand á móti skapi því fyrir kosningamar hafði hann sagt í ræðu að það væri ekki hollt fyrir einn flokk að vera einn við stjóm. Þá hafði hann talað um samstjóm vinstri- og hægrimanna eftir kosningamar. Skipun Roc- ards í embætti forsætisráðherra var líka skref í þá átt þar sem hann hafði á síðustu áram skipað sér á hægri væng Sósíalista- flokksins og átt gott samstarf við miðjumenn. Honum gekk þó erfíð- lega að fá miðjumenn til liðs við sig og einungis fímm slíkir tóku sæti í ríkisstjóm hans í óþökk flokksbræðra sinna. Jean-Pierre Soisson er líklega sá miðjumanna sem hvað mest kveður að. Soisson stofnaði á sínum tíma Repúblikanaflokkinn (Parti Republicain) ásamtValgery Giscard d’Estaing og gegndi ráð- herraembættum í forsetatíð hans. Eftir ósigur Giscards árið 1981 gegn Mitterrand hefur Soisson verið einn af nánustu stuðnings- mönnum Raymonds Barres, miðjumannsins og fyrram forsæt- isráðherra, sem beið ósigur í fyrri umferð forsetakosninganna í apríl. Þegar Soisson er spurður af hveiju hann hafí tekið sæti sem atvinnumálaráðherra í ríkisstjóm Rocards svarar hann sem svo að hefði maður á borð við hann ekki gert það hefði enginn gert það. í nýlegu viðtali við tímaritið París-Match segir Soisson l’ou- verture hafa átt náðuga daga hingað til en stjómmálamenn til hægri hafi ekki kunnað að nýta sér þetta tækifæri. Sumir þeirra, sem nú gagnrýndu að opnun Roc- ards til hægri hefði ekki verið nógu mikil, hefðu á sama tíma neitað að taka sæti í ríkisstjóm hans þegar þeir áttu þess kost. Deilur meðal sósíalista Meðal sósíalista era mjög skipt- ar skoðanir um hvert næsta skref í opnuninni eigi að vera. Rocard telur starf sitt varðandi l’ouvert- ure rétt að hefjast en Francois Mitterrand er þeirrar skoðunar að opnuninni sé lokið og nú sé kominn tími til að heQast handa við stjóm landsins. Harðlínumenn í Sósíalistaflokknum era loks þeirrar skoðunar að allt of langt hafi verið gengið til hægri. Næ- stæðsti maður Sósíalistaflokksins, Henri Emmannuelli, sagði nýlega að þó Rocard hefði sagt á lands- fundi sósíalista að þeir ættu að vera þeir sjálfír þá hætti hann ekki að hitta Barre, Pierre Méha- ignerie og aðra „fulltrúa atvinnu- rekenda". Þó Rocard hafi ekki svarað Emmannuelli fullum hálsi opinberlega, heldur talað um ágæti þess að málfrelsi ríkti innan flokksins, á hann á lokuðum fundi að hafa gagnrýnt hann harðlega og talað um „rýtingsstungu" í bakið á sér og ríkisstjóminni. Aðrir forystumenn flokksins era klofnir í afstöðu sinni til ummæla Emmannuellis. Lionel Jospin, fyrrum framkvæmdastjóri flokks- ins, og sá núverandi, Pierre Mauroy, veija sjónarmið Em- manuellis, en Pierre Joxe, inn- anríkisráðherra, og Jean-Pierre Chevenement, vamarmálaráð- herra, era í hópi þeirra sem veija Rocard. Leiðtogar hægrimanna eru fæstir alltof hrifnir af opnuninni og „liðhlaupi" sinna manna en hafa þó kosið að spara stóra orð- in og bíða og sjá. Slæm útkoma Þjóðarfylkingar Le Pens í svæðis- kosningunum í september (5,24%) var hægrimönnum mikill léttir og skoðanakannanir benda líka tii að fylgi þessa hægriöfgaflokks fari nú þverrandi. Sósíalistar þurftu aftur á móti að horfa upp á mun betri útkomu Kommúnista- flokksins (13,39%) en í þingkosn- ingunum í vor, fyrst og fremst vegna þess að þeir vora í banda- lagi við sósíalista í mörgum kjör- dæmum. Þessi „opnun til vinstri" mæltist illa fyrir hjá hófsömum sósíalistum og veikir stöðu Roc- ards hjá þeim. Nýjar leiðir En á meðan menn velta fyrir sér stöðunni reyna aðrir stjóm- málamenn en Rocard að opna áður lokaðar dyr. Pierre Méhaign- erie, formaður miðjuflokksins CDS, sem ásamt Repúblikana- flokknum myndar flokkabanda- lagið UDF, tilkynnti nýlega, að hann myndi hafa sósíalista á framboðslista sínum í næstu borg- arstjómarkosningum í borginni Vitré, j)ar sem hann er borgar- stjóri. I Marseille hefur annar for- ystumaður UDF, Jean-Claude Gaudin, boðið hinum sósíalíska borgarstjóra, Robert Vigouroux, að vera með sér á framboðslista. En ekki nóg með það. Gaudin stakk upp á því að ekkja sósíalist- ans Gastons Deferres, sem eitt sinn var borgarstjóri Marseille, yrði einnig á ffamboðslistanum og myndi fara með menningarmál borgarinnar. Ekkjan, Edmonde Charles-Roux, sem er þekktur rit- höfundur og menningarviti, sagði hins vegar nei. Gamli draumurinn um sam- stjóm vinstri- og hægrimanna virðist því vera úr sögunni í bili. I næstu kosningum munu hinar hefðbundnu fylkingar takast á. Sósíalistar bjóða þó fram klofnir þar sem harðlínumenn þar á bæ gátu ekki sætt sig við Vigouroux sem frambjóðanda og völdu sinn eiginn — harðlínumanninn Michel Pezet — sem telur Vigouroux vera alltof bleikan. Pezet nýtur stuðn- ings Pierre Mauroy en Mitterrand styður Vigouroux. Rocard hefur aftur á móti ekki enn tekið af- stöðu í þessari deilu — svo vitað sé. Francois Mitterrand, forseti Frakldands, og Michel Rocard, for- sætisráðherra, leiðtogar franskra sósialista stinga saman neQum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.