Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Katanec tryggði Júgóslövum stig í Glasgow BRUNO Katanec, félagi Ás- geirs Sigurvinssonar hjá VfB Stuttgart í Þýskalandi, skoraði fyrir Júgóslava gegn Skotum á Hampden Park í Glasgow í gærkvöldi, og tryggði þeim þar með jafntefli. Úrslitin urðu 1:1, en áður hafði Maurice Jo- hnston tekið forystuna fyrir Skota. Góð byrjun Skota Skotar byrjuðu betur og Steve Nicol frá Liverpool fékk fljótlega gott færi eftir mjög góða sendingu frá Brian McClair, leikmanni Manc- hester United. Tomislav Ivkovic, . markvörður Júgóslavíu, varði skot Nicols vel. Mark Skota kom svo eftir aðra mjög góða sókn. Bakvörðurinn Maurice Malpas þrumaði að marki, Ivkovic varði en hélt ekki knettin- um. Johnston var fyrstur að átta sig, renndi sér að knettinum og potaði honum yfir marklínuna. Skotar fengu fleiri færi en náðu ekki að skora — en það gerði hins vegar Katanec sem fyrr segir. Hann þrumaði knettinum í netið af stuttu færi eftir homspymu. Dæmlð snýst vlð Skotar vom sterkari í fyrri hálf- leiknum en dæmið snérist við í þeim sfðari. Júgóslavar sóttu meira og fengu ágæt tækifæri. Þeir náðu þó ekki að bæta við marki og deildu liðin því með sér stigunum. Áhorfendur í Glasgow vom 42.771. Liðin voru þannig skipuð: Skotland: Andy Goram, Richard Gough, Mauríce Malpas, Steve Nicol, Alex McLeish, Willie Miller, Paul McStay, Roy Aitken (David Speedie vm. á 70.), Mo Johnston, Brían McCla- ir, Jim Bett (Aily McCoist vm. á 55.). Júgóslaviæ Ivkovic, Stanojkovic, Spasic, Jozic, Hadzibegic, Radanovic, Stojkovic, Kat- anec, Cvetkovic, Bazdarevic, Vujovic. Johnston skoraði á 17. mín. við mikinn fögnuð áhorfenda á Hampden Park, en Katanec jafnaði á 36. mín. Reuter Skotlnn Steve Nlcol f baráttu við Júgóslavann Spasic á Hampden Park f gærkvöldi. Yfirburð- ir Belgíu - enaðeinseins marks sigur BELGÍA sigraði Sviss 1:0 í 7. riðli HM á Heysel leikvanginum í Brussel í gærkvöldi. Frá Bjama Markússyni ÍBelgiu Það var Patrick Vervoort sem skoraði með skalla á 29. mínútu, eftir góða fyrigjöf félaga síns hjá Anderlecht, George Griin. Belgar höfðu gífurlega yfirburði í leiknum og hefðu úrslitin allt eins get- að orðið 7:0. Þeir sóttu stanslaust og fengu fyrirliðinn Jan Ceulemans og Enzo Scifo báðir mjög góð tækifæri til að skora. Scifo var annars besti maður vallar- ins, átti frábæran leik. Undir lokin munaði ekki miklu að Svisslendingar næðu að stela sigrinum. Framheiji þeirra Kua- bilay Turkyilmaz komst í gegn en Gilberg Bodart í marki Belga varði mjög vel. Hann lék í markinu í stað Michel Preud’homme, sem nef- brotnaði í vináttuleik gegn Brasilíu f síðustu viku. Áhorfendur á Heysel-leikvangin- um voru 14.450. Sovétmenn sannfærandi ^Sigruðu Austurríkismenn 2:0 í Moskvu og eru þar með komnir í efsta sæti þriðja riðils ALEXEI Mikhailichenko og Alexander Zavarov tryggöu Sovétmönnum sannfærandi sigur, 2:0, á Austurríkismönn- um f 3. riöli heimsmeistara- keppninnar f Kiev í gær. Þeir skoruðu hvor sitt markið — bæði í sfðari hálfleik — og Sov- ótmenn eru þar meö komnir á topp riðilsins. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleiknum; Sovétmenn sóttu linnulítið en náðu ekki að bijóta niður sterka vöm gestanna sem pökkuðu í vöm. Mikhailichenko kom Austurríkis- mönnum svo í opna skjöldu með því að skora þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af sfðari hálf- leik. Hann skallaði knöttinn glæsi- lega efst í vinstra markhomið. Knötturinn var á vallarhelmingi Austurríkismanna mest allan sfðari hálfleikinn, eins og f þeim fyrri. Sovétmenn sóttu látlaust og það var Alexander Zavarov sem var maðurinn á bak við flestar sóknir þeirra. Hann kom knettinum einu sinni í net Austurríkismanna í fyrri hálfieik — á 36. mín. — en var rang- stæður og mark var ekki dæmt. Hann gerði síðan löglegt mark á 69. mín. og gulltryggði Sovétmönn- um sigur. Manfred Zsak fékk það erfiða að passa Zavarov í leiknum, en hann var einfaldlega ekki nógu góður. Sovétmaðurinn snjalii, sem f vetur leikur með Juventus á ít- alíu, var miklu fljótari og knattmeð- ferð hans er frábær, þannig að hvað eftir annað hreinlega skildi hann Austurríkismanninn — og byfTgði upp sókn. Reiknað hafði verið með sovésku leikmönnum þreyttum eftir erfítt tímabil. Deildarkeppninni þar í landi er nú að Ijúka og nokkrir úr hópnum voru í gullverðlaunaliði þeirra á Óiympíuleikunum, þar á meðal markakóngurinn Mikhailichenko. En þeir léku vel, voru mjög sann- færandi og eru nú á toppi riðilsins. Hafa þijú stig, fengu eitt á Laugar- dalsvelli í ágúst og tvö í gær. Liðin voru þannig skipuð ( gœr. Sovétríkin: Rinat Dasayev, Valdas Ivanausk- as, Vagiz Khidiatullin, Andrei Zygmantovich, Anatoly Demyanenko, Vasily Rats, Sergei Aleinikov, Gennady Litovchenko, Alexander Zavarov, Oleg Protasov, Alexei Mikhailic- henko. Austurríki: Klaus Linderberger, Kurt Russ, Josef Degeorgi, Anton Pfeffer, Herbert We- ber, Manfred Zsak, Christian Kegelevits, Pet- er Artner, Anton Polster, Walter Hoermann, Gerald Wilfurt. VHM 1. RIÐILL GRIKKLAND- DANMÖRK............1:1 BÚLGARiA - RÚMENlA............3:1 F). lelkja u J T Mörk Stlg BÚLGARlA 1 1 0 0 3: 1 2 DANMÖRK 1 0 1 0 1: 1 1 GRIKKLAND 1 0 1 0 1: 1 í rúmenIa 1 0 0 1 /1:3 0 HM 2. RIÐILL PÓLLAND - ALBANlA...........1:0 ENGLAND- SVÍPJÓÐ ...........0:0 FJ. lelkja U J T Mörk Stlg PÓLLAND 1 1 0 0 1:0 2 ENGLAND 1 0 1 0 0:0 1 SV/ÞJÓÐ 1 0 1 0 0:0 1 ALBANÍA 1 0 0 1 0: 1 0 HM 3. RIÐILL fSLAND- SOVÉTRlKIN ....1:1 TVRXIANO- ISLAND ....1:1 A-bÝSKAI AMD - SLAND ....2:0 SOVÉTRlKIN - AUSTURRlKI.. ....2:0 FJ. leikja U J T Mörk Stlg SOVÉTRlKIN 2 1 1 0 3: 1 3 A-ÞÝSKAL. 1 1 0 0 2:0 2 /SLAND 3 0 2 1 2:4 2 TYRKLAND 1 0 1 0 1: 1 1 AUSTURRÍKI 1 0 0 1 0: 2 0 HM 4. RIÐILL FINNLAND- V-ÞÝSKALAND.........0:4 HOLLAND- WALES................1:0 WALES - FINNLAND..............2:2 V-ÞÝSKALAND- HOLLAND .........0:0 'FJ. Mkja U j T Mðrk Stlg V-ÞÝSKAL 2 1 1 0 4: 0 3 HOLLAND 2 1 1 0 1: 0 3 WALES 2 0 1 1 2: 3 1 FINNLAND 2 0 1 1 2: 6 1 HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Atli Hilmarsson skoraði sex möric gegn Barcelona Mikill fögnuður hjá Granolles, sem vann Katalóníubikarinn ATLI Hilmarsson, landsliös- maður í handknattleik, náði að falla vel inn I leik Granol- les, þegar hann lék með með llðinu í Katalónfumeistara- keppninni um sl. helgi. Atli skoraði sex mörk þegar Gran- olles vann Spánarmelstarana Barcelona, 24:19, f úrslitaieik mótsins. Geysilegur fögnuður var í Granolles, sem er borg rétt við Barcelona, þegar fregnir um sigurinn bárust þangað. Atlf skor- aði tvö mörk með langskotum, tvö eftir gegnumbrot og tvö úr vfta- köstum. Þá átti hann línusending- ar á spænska landsiiðsmanninn Puig, sem gáfu mörk. Puig skor- aði átta mörk í leiknum. Þess má geta að sænski landsliðsmaðurinn Per Carlen leikur með Granolles. Hann Ieikur bæði sem línumaður og sem útileikmaður hægra meg- inn. Þess má geta að Júgóslavinn Vujovic leikur með Barcelona. HM 5. RIÐILL NOREGUR- SKOTLAND FRAKKLAND- NOREGUR ....1:2 ....1:0 SKOTLAND- JÚGÓSLAVlA ....1:1 FJ.IelkJa U J T Mörk Stig SKOTLAND 2 1 1 0 3: 2 3 FRAKKLAND 1 1 0 0 1:0 2 JÚGÚSLAVÍA 1 0 1 0 1: 1 1 KÝPUR 0 0 0 0 0: 0 0 NOREGUR 2 0 0 2 1: 3 0 HM 6. RIÐILL N-ÍRLAND- MALTA ....3:0 N-ÍRLAND- ÍRLAND ....0:0 UNGVERJALAND N-lRLAND ....1:0 FJ.IeikJa U J T Mörk Stlg N-lRLAND 3 1 1 1 3: 1 3 UNGVERJAL. 1 1 0 0 1:0 2 IRLAND 1 0 1 0 0:0 1 SPÁNN 0 0 0 0 0:0 0 MALTA 1 0 0 1 0: 3 0 HM 7. RIÐILL LUXEMBURG - SVISS LUXEMBURG- TÉKKÓSLÓVAKlA ...0:2 BELGlA- SVISS . ...1:0 FJ. lelkja U J T Mörk Stlg SVISS 2 1 0 1 4: 2 2 TÉKKÓSL. 1 1 0 0 2: 0 2 BELGlA 1 1 0 0 1: 0 2 PORTÚGAL 0 0 0 0 0:0 0 LUXEMBURG 2 0 0 2 1: 6 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.