Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
35
Stykkishólmur:
Hætt við að loka
lögreglustöðinni
Húsið talið ónothæft af heilbrigðiseftirliti
Stykkishólml.
Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti sýslumanni og yfirlögregluþjóni
á Stykkishólmi á þriðjudag að það hygðiat loka lögreglustöðinni
þar, en það varð hins vegar að samkomulagi á milli aðila að
fresta framkvæmd þessa, meðal annars vegna þess að nýr dóms-
málaráðherra vœri tekinn við og hann vœri erlendis í erindum
landsins. Menn myndu vinna að málinu á meðan og finna lausn.
Fyrir rúmum mánuði kom tilkynning frá heilbrigðiseftirlitinu þar
sem krafist var bráðra endurbóta á lögreglustöðinni og hótað
stöðvun rekstrar og innsiglun ef þar væri ekki sköpuð vinnuskil-
yrði fyrir lögregluna.
Það hefur legið í loftinu að eitt-
hvað þyrfti að gera í húsnæðismál-
um lögreglunnar í Stykkishólmi.
Þetta hús er yfír 35 ára gamalt.
Það er um 30-40 fermetra stein-
hús. í því eru tveir fangaklefar og
varðstofa, byggt á þeim tíma sem
Hafnarfjörður:
Fundur um
áfengismál
„HVAÐ leyfir heilsan mikla
neyslu á áfengi og öðrum vfmu-
efhum?“ er yfirskrift borgara-
fundar sem haldinn verður f
Hafnarborg, nýju menningar-
miðstöðinni f Hafiiarfirði f kvöld,
fimmtudag, klukkan 20.30. Þar
mun Þórarinn Tyrfingsson,
læknir, halda fyrirlestur, þar
sem hann ræðir meðal annars
um bjómeyslu.
Það eru áfengisvamarráð,
fræðslunefnd og æskulýðsnefnd
Hafnarflarðar sem standa fyrir
fundinum, en þetta er í fyrsta sinn
sem fundur af þessu tagi er haldinn
í bænum. Allir eru velkomnir, en
kennarar, skólafólk og foreldrar eru
sérstakiega hvattir til að mæta.
engin lögregla var starfandi hér í
sýslunni og þótti þá vel nothæft.
Síðan hefur starfsemin aukist og
eru nú nokkur ár síðan séð var fram
á að endurbætur þyrfti að gera í
húsnæðismálum lögreglunnar.
Ifyrir þremur árum skrifaði heil-
brigðiseftirlit ríkisins sýslumanni
um nauðsyn þess að gera þama
miklar endurbætur og taldi þær upp
í tíu liðum: Húsnæðið of lítið, vinnu-
stofa lögreglunnar léleg, loftræst-
ing engin, viðhald lélegt, og yfír-
leitt ekki nokkur leið að nýta húsið
f því ásigkomulagi sem það er.
Sýslumaður sendi bréf þetta strax
til dómsmálaráðherra.
Fréttaritari átti tal um þetta við
Jóhannes Ámason sýslumann, sem
kvaðst hafa í hverri fjárhagsáætlun
til dómsmálaráðherra bent á ástand
húsnæðisins og óskað eftir fjár-
magni til endurbóta. Sýslumaður
sagði einnig að fleiri bréf hefðu
borist. Þau hefði hann jafnan sent
dómsmálaráðuneytinu, sem hann
Leiðrétting
í UMSÖGN Jóhönnu Krisfjóns-
dóttur um sýningu Nemendaleik-
hússins misritaðist foðurnafii
eins leikarans, Elvu Óskar Ólafe-
dóttur. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Fiskverð á uppboðsmörkuAum 19. október.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hassta Lssgsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 53,00 30,00 48,64 8,581 417.445
Ýsa 87,00 60,00 69,16 12,003 830.205
Ýsa(ósl.) 65,00 64,00 64,56 0,260 16.785
Undirmólsýsa 30,00 30,00 30,00 0,244 7.320
Ufsi 27,00 20,00 25,82 6,094 157.379
Karfi 31,00 28,00 29,83 38,774 1.156.817
Steinbítur 29,00 29,00 29,00 2,550 73.969
Koli 30,00 30,00 30,00 0,223 6.692
Langa 31,00 30,00 30,63 1,155 35.383
Lúóa 219,00 115,00 180,51 0,495 89.353
Keila 18,00 14,00 16,93 0,617 10.445
Skötuselur 145,00 145,00 145,00 0,108 15.660
Háfur 10,00 10,00 10,00 0,090 900
Samtals 39,58 71,198 2.818.353
Selt var aðallega úr Otri HF. 1 dag verður selt óókveðið magn
af blönduðum afla úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 40,00 33,00 33,02 4,764 157.331
Ýsa 75,00 35,00 61,63 4,391 270.175
Ufsl 15,00 15,00 15,00 0,066 0,990
Samtals 46,47 9,221 428.496
Selt var úr bátum. 1 dag verður einnig selt úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 51,00 45,00 48,08 0,717 34.474
Ý88 65,00 26,00 62,43 11,909 624.410
Ufsi 20,00 16,00 19,67 1,285 25.275
Karfi 28,00 7,00 18,88 0,636 12.008
Steinbítur 21,50 21,60 21,60 0,900 19.360
Langa 27,50 20,00 22,96 0,162 3.490
Langlúra 20,00 20,00 20,00 0,030 600
Skarkoli 35,00 36,00 36,00 0,075 2.625
Lúða 100,00 95,00 98,75 0,160 16.810
Skata 40,00 40,00 40,00 0,080 3.200
öfugkjafta 18,00 18,00 18,00 0,060 1.080
Samtals 46,38 16,005 742.322
Sett var aðallega úr Aöalvlk KE. I dag verður selt úr dagróðrabát-
um ef ó sjó gefur.
telur að við sé að sakast um þessi
mál.
Á þriðjudag kom svo hingað Gísli
Guðmundsson, yfírlögregluþjónn í
dómsmálaráðuneytinu, og er hann
nú ásamt yfirlögregluþjóni að fara
yfír málið og lögreglumál sýslunnar
í heild og sjá hvað er hægt að gera
til að koma húsnæðismálum lög-
reglunnar f heilbrigt horf, en eins
og áður er sagt er húsið alls ekki
nothæft í dag.
Húsið stendur uppi í hól og þang-
að upp liggur stigi sem er ónothæf-
ur enda hefur verið á döfínni og
talið vænlegra að fá annað húsnæði
fyrir lögregluna, hvort sem það
yrði keypt eða byggt, og því hefur
viðhald og annað verið mihna en
efni standa til. Segir sýslumaður
að nú hafí hann trú á að þetta mál
muni leysast farsællega og sérstak-
lega með það f huga hvemig um-
ræðan hefði verið síðastliðin ár og
kvaðst hann viss um skilning dóms-
málaráðuneytis, sem hefði haft hug
á þessu en fjármagn ekki verið fyr-
ir hendi.
— Árni
Hyómsveitin Stiftamtmannsvalzinn leikur i Zeppelin i kvöld.
Ný hljómsveit
í Zeppelin
NÝ rokkhy ómsveit spilar i fyrsta sinn i rokkklúbbnum Zeppel-
in í kvöld. Ber hún nafioið StiftnmtmnnnavnlTÍnn
Rekaáfram
Tölvuland
FYRRVERANDI eigendur Bóka-
búðar Braga, þau Guðmundur
Örn Sigurðsson og og Ragnhild-
ur Bender, munu halda áfram
að reka verslunina Tölvuland á
Laugavegi 116 og sjá um innkaup
á erlendum tímaritum þó að Ið-
unn hafi nú keypt Bókabúð
Braga.
Guðmundur segir að vegna frétt-
ar í Morgunblaðinu hafí margir
haldið að Iðunn hafí keypt alla þá
starfsemi sem hann og kona hans
reki, en svo sé þó ekki. Erlenda
blaðadeildin í Bókabúð Braga hafí
nú verið sameinuð Innkaupasam-
bandi bóksala, sem þau hjónin eigi
til helminga á móti öðrum bóksölum
landsins.
Liðsmenn hljómsveitarinnar
eru fjórir, Aðalsteinn Bjamþórs-
son, sem leikur á gftar, Bjami
Tryggvason, sem syngur, Flosi
Þorgeirsson á bassa og Hallur
Ingólfsson og trommur.
Hljómsveitin var stofnuð í júlí
og hefur verið við æfingar síðan.
Hún leikur aðallega tónlist eftir
liðsmenn en bregður einnig göml-
um glitkomum f nýjan búning.
(Fréttatilkynning:)
Sýning á skiss-
um FAT-félaga
Leiðrétting
í frétt í Morgunblaðinu á þriðju-
dag var farið rangt með bæjamafn-
ið Efri-Völl f Gaulveijabæjarhreppi.
Hið rétta er Vallarhjáleiga og er
beðist velvirðingar á mistökunum.
SÝNING á skissum nokkurra
félaga í FAT hefur veríð opnuð
í Hafnargalleríi. Skissurnar eru
hugmyndir fyrír veturinn
1988-89.
FAT er félag 30 fata- og textíl-
hönnuða. Það var stofnað 19. júnf
1986 og hefur m.a. staðið fyrir
einni samsýningu/tískusýningu
félaga sinna f íslensku óperunni
veturinn 1987. Meðlimir í FAT eru
allir með sérmenntun, annaðhvort
fatahönnuðir eða textfllistamenn
úr hinum ýmsu skólum hér heima
eða erlendis frá.
Hafnargallerí er fyrir ofan
bókaverslun Snæbjamar í Hafnar-
stræti og er sýningin þar opin á
verslunartíma. Henni lýkur 28.
október. (Frétt&tilkynninji)
Duushús:
Gildran í kvöld
HLJÓMSVEITIN GUdran heldur
tónleika í Duushúsi f kvöld
fimmtudaginn 20. október.
Á efiiisskránni verður m.a. kynn-
ing á nýjustu hljómplötu hljómsveit-
arinnar „Hugarfóstri". Hljómsveit-
ina skipa Þórhallur Ámason, sem
leikur á bassa, Karl Tómasson á
trommur og Birgir Haraldsson, sem
syngur og leikur á gítar.
Húsið opnar kl. 22.
(Fréttatilkynnina)
ITC á íslandi, áður Málfreyjur:
Fundir á Akranesi
og í Mývatnssveit
FYRSTU fundir II og III ráðs ITC á íslandi verða haldnir næst-
komandi laugardag. ITC nefndust áður Málfreyjur, en hafa nú
skipt um nafii og eru þessir fiindir hinir fyrstu eftir breytinguna.
Annað ráð ITC heldur fund sinn
á Hótel Reynihlíð f Mývatnssveit. Á
dagskrá eru félagsmál og margví-
sleg fræðsla, auk almenns umrseðu-
fundar um efiiið: „Hveiju hefur
jafnréttisbaráttan skilað íslending-
um?“ Gert er ráð fyrir að félagar
af sunnanverðu landinu komi með
flugi til Húsavfkur kl. 17.10 á föstu-
dag. í öðru ráði ITC á íslandi eru
átta deildin Fluga í Mývatnssveit,
Gerður í Garðabæ, íris f Hafnar-
firði, Irpa og Kvistur í Reykjavík,
Korpa f Mosfellsbæ og Mjöll og Rún
á Akureyri.
Þrifpa ráð ITC á Islandi heldur
fund sinn á Akranesi og er fundar-
staður Hótel Akranes. Stef fundar-
ins verður: „Lifandi tré fjölgar lenp
Merki ITC á íslandi.
greinum." Auk hefðbundinna fé-
lagsmála verða pallborðsumræður
um ITC og samfélagið og Halldór
Jónsson læknir mun fræða fundar-
gesti um streitu.
Fundurinn í Mývatnssveitinni
hefst klukan 10.30 og á Akranesi
klukkan 10.00 og em báðir næst-
komandi laugardag.