Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Vefir og útbygging Myndlist Bragi Ásgeirsson Þau virðast vera mörg vandamál- in, sem verða á vegi nútíma veflistar- kvenna, sem vilja vera virkar í tíman- um. Þetta kemur greinlega fram í vefj- um Guðrúnar Gunnarsdóttur i hálfum vestursal Kjarvalsstaða, en þar sýnir hún á móti Sigrúnu Eldjám fram til 23. október. Guðrún er tvímælalaust slyngur og hugmjmdaríkur vefari enda út- skrifuð úr verkstæði hinnar ágætu listakonu Kim Naver í Kaupmanna- höfn, sem er ein fremsta listakona Norðurlanda á þessu sviði. Ekki sé ég þó bein áhrif frá lærimeistaranum nema í ákaflega vönduðum vinnu- brögðum og hreinni og skýrri tilfinn- ingu fyrir einfaldleikanum í lit og formi. Guðrún hefur tekið þátt í miklum Qölda samsýninga heima og erlendis og verið mjög virk í félagsmálum veflistarkvenna, var m.a. einn af stofnendum Gallerís Langbrókar á sinum tíma. Að þessu sinni færist Guðrún meira í fang en nokkru sinni áður, vefir hennar eru stórir og miklir vilji til átaka á bak við þá. Henni nægir og ekki hið sígilda form, heldur ræðst hún á útbyggingar ýmis konar, sem á stundum ganga beint út úr aðal- forminu, en í öðrum tilvikum virka líkast sjálfstæðum einingum, er eiga að styrkja og styðja aðaiformið. Leikurinn er mjög áhugaverður, en um leið vandasamur og þannig er ijarri því, að gangi alltaf upp. A stundum tekur aukaformið hreinlega völdin af aðalformunum eða virkar sem óþarfa aðskotahlutur, svo sem í teppinu „Umbrot" (1). Hugmyndin er hér mjög athyglisverð, en eitthvað vantar í útfærsluna — sjálft teppið er svo prýðilegur vefur. Annað dæmi en af öðrum toga er hið stóra teppi „Brák“ (6), þar sem hinir þrír sterk- litu femingar, er ganga út frá því til hægri hliðar (rautt, blátt og gult), draga athyglina frá annars mjög mögnuðu teppi. Hið einfalda og magnaða teppi „Ljós í myrkri" (10), sem stendur eitt og sér og sækir allar lífeindir sínar í sjálfa sígilda umgjörðina er ekki aðeins einn af hápunktum sýn- ingarinnar heldur einnig í sjálfu sér nútímalegast. Við hlið þess er annað svart teppi, sem er engu síðra, ef ekki kæmi til ankannaleg útbygging. En hins vegar er ég einna sáttastur við teppið þar við hliðina og út- byggingu þess „Sólarlag" (12) fyrir það, hve einfalt og formhreint það er. Það sem hreif mig annars mest á þessari sýningu var, hve vel Guðrún Gunnarsdóttir fer með svart, — hreint afbragðsvel... Sverrir Ólafsson myndhöggvari við málaða lágmynd. Drósir og svartigaldur Háspekileg alvara er góð og gild í mjmdlistinni, að ekki sé minnst á þurrpumpuleg leiðindi, sem mörg- um þykir sjálfur gimsteinninn í túrban listarinnar. En þar fyrir skal ekki með öllu fortekið, að sprell og spé eigi ekki erindi inn á gróðurvin lifandi listar og af þeim meiði spretti ekki einnig lifandi blóm. Fremstur í flokki þeirra íslenskra mótunar- listamanna, er vilja gera hlé á þrúg- andi alvörunni og bregða á óhaminn náttúruleik með lífsgleðina og ólg- andi blóð í skrokknum að leiðar- ljósi, er óefað Sverrir Ólafsson. Fyrir fáum árum sýndi hann í austurgangi Kjarvalsstaða og þótti það framtak nýstárlegt, og höfðu margir gaman af, enda var það hressilegt framtak. Nú er Sverrir aftur kominn með myndverk sín á Kjarvalsstaði, en hefur flutt sig eina alin austar og sýnir í sjálfum virðu- legum Kjarvalssal. A sýningunni eru 16 mótunar- verk (skúlptúrar), og kennir þar ýmissa grasa, — listamaðurinn hef- ur aukið við tæknisvið sitt, auk þess sem hann vinnur nú í fjöl- breyttari efnum eða jámi, stáli, tré, kopar og bronsi. A sýningunni eru gamalkunn myndefni skrýtinna andlita, furðu- dýra og lostafullra drósa, en einnig eru á sýningunni myndir, þar sem kveður við nýjan tón og meira er mótað beint í formið, og þykja mér þau verk hvað athyglisverðust. Nefni ég hér verk eins og „Pfla“ (3), sem unnin er í jám, „Einn tveir og þrír“ (4), í olíu og stáli, „I kröpp- um dansi" (7) í kopar og tré, „Svartigaldur" (10) í kopar og tré og sem er sennilega listrænust mjmda á sýningunni, og loks „Fjör- fés“ (14), sem unnin er í jám. Öll þessi verk bera það með sér, að Sverrir lætur ekki deigan síga í listsköpun sinni þrátt fyrir ýmsa til- fallandi erfiðleika og er að auki í mikilli sókn. Verkin á sýningunni vísa til frumstæðra og upprunalegra kennda, sem sveija sig í ætt við sjálft iðandi mannlífíð, og hér er ekki verið að klæða hlutina í neinar fræðilegar umbúðir, heldur gengið beint til verks — allt látið gossa á fullu í allsheijar fílingu líkt og ung- ir mæla og ekki hugsað um afleið- ingamar né hvað brúnaþungir fræð- ingamir né við misvitrir listrýnend- umir segjum. Og slíkur óhaminn leikur, sem er í ætt við höfuðskepn- umar, er líklegur til að skila ár- angri, fái hann óhindraður og eðlis- bundið að þróast og æsast... Kínverskur einleikari á sinfóníutónleikum eftir Rafh Jónsson Á ÖÐRUM reglulegum tónleik- um Sinfóníuhlj ómsveitar islands í kvöld verða þijú verk flutt; Sinfónía nr. 29 eftir Mozart, Fiðlukonsert í D-dúr K. 218 eft- ir Mozart og að Iokum Sinfónfa nr. 4 eftir Carl Nielsen. Stjóm- andi á tónleikunum verður bandaríski hljómsveitarstjórinn George Cleve. Upphaflega átti að frumffytja Flautukonsert eftir Þorkel Sigur- bjömsson á þessum tónleikum, en af því getur ekki orðið af óviðráð- anlegum ástæðum. Fyrirhugað er að frumfljdja þetta verk á tónleik- um hijómsveitarinnar 2. mars nk. í stað flautukonsertsins verður Fiðlukonsertinn eftir Mozart flutt- ur og ungur, kínverskur flðluleik- ari, Hu Kun að nafni, leikur einleik. Frábær fíðluleikari Hu Kun er aðeins 25 ára, fædd- ur í Kína 1963. Hann hóf nám í fiðluleik hjá föður sínum, sem er prófessor í Tónlistarháskólanum í Szechuan í Kfna. Aðeins 14 ára að aldri hélt hann tónleika víða i Kína og lék inn á hljómplötur og i útvarps- og sjónvarpsupptökum. 1979 vann hann fyrstu verðlaun í undankeppni í Kína fyrir Alþjóð- legu Sibelíusarkeppnina. í henni vann hann flmmtu verðlaun, aðeins 17 ára að aldri og var um leið fyrsti Kínveijinn sem vann alþjóð- leg verðlaun í alþjóðlegri fíðlu- keppni. Við þetta tækifæri lék hann fyrir flnnska útvarpið og sjónvarpið. 1981 hóf hann nám í Aðaltón- listarháskólanum í Peking, undir Hu Kun, fiðluleikari. handleiðslu Lin Yiaoji, sem hafði áður kennt honum. Næsta ár lék hann í óperu- og ballethljómsveit- unum og einnig í aðalfflharmóníu- hljómsveitinni ýmis verk eftir Moz- art, Síbelíus, Tsjajkovskíj og Khat- sjatúijan. Næst lá leiðin til Sviss, en hann hlaut styrk til náms þar í Alþjóða Menuhin-tónlistarháskólanum. Þegar þangað var komið opnuðust leiðir fyrir hann á alþjóðavett- vangi, oft í samvinnu við Yeduhi Menuhin, þar sem hann hefur hlot- ið flölmörg verðlaun og viðurkenn- ingar, sem of langt mál yrði að telja upp. Hann hefur leikið víða í Evrópu á tónleikum og við út- varps-, sjónvarps- og hljómplötu- upptökur. í fyrra hélt Hu Kun í tónleikaferðalag til Japans, Sin- gapore og Kanada. George Cleve, hljómsveitar- stjóri. Tónlistargagnrýnendur hafa hælt Hu Kun á hvert reipi fyrir frábæra túlkun á þeirri tónlist sem hann ieikur hveiju sinni og full- komið vald hans yflr flðlunni. Það verður því gaman að hlusta á túlk- un þessa unga manns, sem kemur úr rótgróinni austrænni menningu, túlka tónlist Mozarts í Fiðlukon- sertinum. Mozart Allir vita að Mozart var einstak- lega afkastamikið tónskáld, en það er erfitt að ímjmda sér að hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann hafði skrifað á þriðja tug sinfónia og nokkra einleikskon- serta auk fjölda annarra verka. Stfll hans átti eftir að hafa afger- andi áhrif á tónskáld seinni tíma. Sinfónía nr. 29 eftir Mozart kemur í staðinn fyrir Sinfóníu nr. 93 eft- ir Haydn, sem upphaflega var á efnisskránni. Þetta verk skrifaði Mozart aðeins 18 ára að aldri. Fiðlukonsertinn í D-dúr K. 218 skrifaði hann 1775, þá 19 ára. Bæði þessi verk einkenna léttleika æskumannsins og hrífa áheyrend- ur með undurfögrum laglínum. Dönsk sinfónía Lokaverkið á tónleikunum verð- ur Sinfónía nr. 4 eftir danska tón- skáldið Carl Nielsen. Carl Nielsen fæddist á Fjóni, rétt hjá Óðinsvéum 1865 og í æsku lék hann á fiðlu og trompet. Á þessum árum vann hann einnig nokkuð við tónsmíðar, sem nægðu til þess að hann fékk aðgang að Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn, þar sem hann nam tónsmíðar, flðluleik og tónlist- arsögu. Hann vann sem hljóm- sveitarstjóri, t.d. stjómaði hann í Konunglegu Óperunni í Kaup- mannahöfn og einnig stjómaði hann hljómsveitum á meginl- andinu. Hann var einnig í forsvari fyrir Tónlistarfélagið í Kaup- mannahöfn um árabil. Ifyrstu tónverk Carls vom skrif- uð með rómantísku ívafi undir áhrifum frá Gade, Grieg, Brahms og Liszt en er fram liðu stundir tók hann æ meiri þátt í framgangi nútímatónlistar. Carl Nielsen hefur stundum verið kallaður Síbelíus Danmerkur. Þessi tvö tónskáld eiga þó fátt sameiginlegt, annað en að vera með þekktustu tón- skáldum þjóða sinna. Síbelíus sótti efnivið sinn í finnsk þjóðlög en tónlist Carls Nielsens hefur enga tilvísun í danska tónlistarhefð. Sin- fónía nr. 4 nefndi hann Det Uuds- lukkelige, Hið óslökkvandi, og var hún skrifuð í hringiðu fyrri heims- styijaldarinnar á árunum 1915- 1916. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30 eins og venjulega. Höfundur er bl&ðafulltrúi Sin- fóniuhfjómaveitarinnar. Nýr sam- starfssátt- máli ríkis og sveitarfélaga GENGIÐ hefúr verið frá þriðja samstarfssáttinála ríkis og sveit- arfélaga, sem gildir sinni til árs- loka 1990. I samningnum em m.a. ákvæði um að ríki og sveitarfélög sam- ræmi, eftir því sem kostur er, stefnu sína í opinberum rekstri, með það fyrir augum, að unnt verði að ná þeim efnahagsmarkmiðum, sem ríkisstjómin og Alþingi ákvarða á hveijum tíma. Þá er fyrirhugað að koma á formlegu samstarfí aðila, með það fyrir augum að ná þessari samræmingu. Reglulega- samráðs- fundi skal halda tvisvar á ári, í lok apríl og október. Af hálfu ríkisins taka þátt í þeim ráðherrar félags- mála, fjármála, menntamála og heilbrigðismála og staðgenglar þeirra, ásamt fulltrúum frá Þjóð- hagsstofnun. Af hálfu sveitarfélaga situr stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga fundina. Síðasti samstarfssáttmáli aðila rann út um áramótin 1987-1988 og var þá frá hendi Sambands íslenskra sveitarsveitarfélaga ekki áhugi á endumýjun á þeim tíma. Kom þar m.a. til skerðing Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga, skert álagning útsvara og verkaskiptamál. í sumar samþykkti stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga að taka á ný þátt í því samstarfí sem gert er ráð fyrir í sáttmálanum og rejma þannig að þoka fram hagsmuna- málum sveitarfélaga, að því er seg- ir í frétt frá sambandinu. Þar kem- ur einnig fram, að nú fer í hönd haustfundur ríkis og sveitarfélaga, þar sem m.a. verður fjallað um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum, svo og fjármál næsta árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.