Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
17
að bæta umferðina hjá okkur.
Tryggingafélögin hafa þó reynt að
leggja sitt af mörkum í því efni
með átakinu Fararheill á sl. ári en
það er ljóst að hér þarf stærra og
sameinað átak þjóðarinnar.
Aðrar greinar eru mjög sveiflu-
kenndar, sum árin eru góð og
stundum koma mörg stórtjón,
skipsskaðar eða brunatjón á stutt-
um tíma. Þetta er sú áhætta sem
tryggingafélögin taka og því stærra
og öflugra sem félag er þeim mun
betur er það í stakk búið til að
mæta þeim áföllum sem við má
búast þegar tjón eru annas vegar
og því verða viðskiptavinir að geta
treyst. Og alhliða tryggingafélag
getur ekki svo auðveldlega hætt að
starfrækja eina tryggingagrein af
því að hún gengur illa — við verðum
bara að finna leiðir til að standa
okkur betur. Ef það tekst og ef
hægt er að draga úr tjónum er það
ekki bara kostur fyrir félagið - við-
skiptavinurinn fínnur það strax í
iðgjöldum sínum.
Eina tryggingagreinin sem við
höfum losað okkur út úr í gegnum
árin eru erlendar endurtryggingar.
Þær komu til á árunum kringum
1960 og gátu gefíð af sér allgóðan
hagnað. Þá var þensla á þessum
markaði víða erlendis og við og
ýmis önnur íslensk tryggingafélög
nýttum okkur það. Eftir 1970 fór
hins vegar að syrta í álinn og nokkr-
um árum síðar sögðum við upp
þessum tryggingum. Það tekur hins
vegar mörg ár að losna alveg við
þessar skuldbindingar og fá endan-
legt uppgjör.
Samkeppni í þjónustunni
Er samkeppni meiri nú en fyrr á
árum?
— Ég held að hún sé svipuð og
hún hefur alltaf verið mikil.
Kannski var hún persónulegri hér
áður fyrr. Þessi árin snýst hún
meira um það að veita ýmsa nýja
þjónustu á sviði fyrirtækjatrygg-
inga og mér sýnist svipað vera að
gerast á sviði einstaklingstrygg-
inga. Nú er verið að bjóða fjöl-
breyttari einstaklings- og flöl-
skyldutryggingar eða pakkatrygg-
ingar og félögin keppast vissulega
um að bjóða sem hagstæðust ið-
gjöld. Við erum nýkomnir á mark-
aðinn með slíka tryggingu sem við
köUum Gullvemd.
Islenskur tryggingamarkaður
stækkar ekki svo mjög úr þessu og
þess vegna beinist samkeppnin nú
meira að þjónustunni og því að
fínna nýjar leiðir.
Þarf að sameina tryggingafélög
eins og sífellt er verið að tala um
varðandi bankana?
— Það kemur vissulega til greina
að einhverju leyti. Það er ljóst að
stór félög eru betur í stakk búin
að ná niður rekstrarkostnaði en lítil
félög. Þetta er lykilatriði í rekstri
í dag. Við tókum við rekstri Hag-
tryggingar hf. fyrir nokkmm árum
og rekum það sem sjálfstætt félag.
Ég geri ráð fyrir því að fyrr eða
síðar verði rekstur þess sameinaður
Sjóvá alveg. Því má alltaf búast við
því að minni tryggingafélögin lendi
hjá þeim stærri með einum eða
öðmm hætti.
Eru tryggingasvik tíð?
— Nei, Jþau em að mínu mati
sjaldgæf. Ég held að í langflestum
tilvikum sé svo um hnúta búið að
erfítt sé að svíkja fé út úr trygging-
um þótt ekki sé kannski hægt að
útiloka þau. Tryggingafélög þurfa
að fylgjast vel með því sem þau em
að tryggja þegar tryggja skal t.d.
nýtt fyrirtæki eða því um líkt, þá
fömm við á staðinn og metum
áhættuna og hvort farið er eftir
reglum um brunavamir óg þar fram
eftir götunum. Svipað má segja um
annars konar stórverkefni á trygg-
ingasviðinu. Þannig reynum við að
tryggja að gáleysi eða vanræksla
valdi ekki óþarfa tjóni.
í stjóm fyrirtækisins sitja nú:
Benedikt Sveinsson hrl. er formað-
ur, Ágúst Pjeldsted hrl. varafor-
maður, Kristinn Bjömsson fram-
kvæmdastjóri, Teitur Finnbogason
fulltrúi og Kristján Loftsson for-
stjóri.
■■
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Síðasti séns!!
Já, ef þú ert kominn með prófskrekk út af haustannarprófunum,
þá færðu nú tækifæri til að bjarga þér fyrir hom. Það getur þú
gert með því að drífa þig á siðasta hraðlestramámskeið ársins sem
hefst miðvikudaginn 26. október nk.
Á námskeiðinu geturðu lært að margfalda lestrarhraðann í öllu
lesefni með betri eftirtekt á innihald þess en þú hefur áður vanist.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 i síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
■EíH
TÚRBÍNUR
Getum boðið aflager
vatnsafístúrbínur til raforkuframleiðslu.
Stærðir:
Teg. 10: 30-600 vött
Teg. 20: 120-2000 vött
Teg. „PELTAX Vertical“: 1-15 kv
Stöðvarnar eru fyrir fallhæð 10-15 mtr
og flæði 0,6-45 Itr/sek.
Hentugar þar sem lækir eru í nágrenni
sumarbústaða eða við minni býli.
VERTU
ÖRUGGUR
NOTAÐU
jDRAY STIGA
EÐA
TRÖPPUR