Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 4 Jóq Gunnar Arnason: „Blómið", 1967. Nýlistasafnið tíu ára: Safiiið fyllir upp í gat í myndlistarsögunni - segja þeir Kristján Steingrímur og Tumi Magnússon, stjórnarmenn í Nýlistasafiiinu Kristján Guðmundsson: „Het heerlijke kofferte", 1968. Nýlistasafiiið er tíu ára um þessar mundir og af því tilefiii hefur verið opnuð sýning á verk- um í eigu safiisins, bæði í Nýlista- safiúnu við Vatnsstíg- og í Lista- safiú íslands. Sýningin er fyrsta samvinna þessara tveggja safiia og er hún tvískipt. Verk íslenskra listamanna eru sýnd í Listasafn- inu en verk þeirra erlendu í Nýlistasafiúnu. Á sýningunni eru 59 sýningar- númer; 28 í Listasafiú íslands og 31 í Nýlistasafiúnu. Þeir íslensku listamenn sem eiga verk í Lista- safiúnu eru Amar Herbertsson, Hildur Hákonardóttir, Hreinn Friðfinnsson, Hörður Ágústsson, Jón Gunnar Áraason, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Róska og Sigurð- ur Guðmundsson. I Nýlistasafh- inu er verk eftir Gabor Attalai, Douwe Jan Bakker, Joseph Beuys, Robert Filliou, Richard Hamilton, Pieter Holstein, Dor- othy Iannone, Wolfgang Kliege, Ferdinand Kriwet, Pieter Laur- ens Mol, Dieter Rot, Jan Voss og Wolf Vostell. Nýlistasafnið var stofnað 5. jan- úar 1978 og var markmið þess að skrá og varðveita verk yngri lista- manna. Flestir frumkvöðlamir tengdust SÚM-hópnum, sem stofn- aður var árið 1965. Guðbergur Bergsson, rithöfund- ur, var nátengdur „Súmmurunum" og í sýningaskrá að afmælissýning- unni segir hann frá forsendum safnsins: „Safninu var upphaflega ætlað það hlutverk að vera safn nýrrar framsækinnar listar, um leið og það átti að freistast til að safna saman og varðveita „hið týnda" eða reyna að koma í veg fyrir að hið misvirta í myndlist þess SÚM-sam- tíma, sem var að líða, týndist fyrir fullt og allt eða grotnaði í þeirri fúlu kompu sem núna er hin bjarta gry^a safnsins. Hér á ég við það, að því bar að reyna að safna til sín þeirri list sem Listasafn íslands vildi ekki fá inn fyrir sínar dyr, hvað þá á veggina, og hafði litið í langan tíma fram hjá og látið eins og hún væri ekki til í annarri mynd en asnaskaparins." Um þetta segir Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafns íslands: „Aðstandendur Nýlistasafns höfðu margt til síns máls. Vissulega hafði Listasafnið lítt sinnt þessu tímabili í íslenskri myndlist. En fyrir þessu afskiptaleysi voru nokkrar augljós- ar ástæður sem kannski er ekki úr vegi að rifja upp hér. Fjárframlög til listaverkakaupa á þessum tíma lækkuðu mjög í hlutfalli við það aukna framboð listaverka og Qöl- breytni f liststefnum sem hér varð á sjöunda áratugnum. Á sama tíma þurfti að bæta eldra safnið, fylgja eftir þróun þeirrar formbyltingar sem hér hófst í lok fimmta áratug- arins, og enn var í hávegum höfð, en einnig hefði það þurft að sinna þessum nýja vaxtarbroddi. Safninu hefur af mörgum verið legið á hálsi fyrir að kaupa ekki verk ungra listamanna og þá eink- um frá þessum umrædda SÚM- tímabili. úað hefði þótt hneyksli ef Listasafnið hefði keypt heysátu Sig- urðar Guðmundssonar þegar hún var sýnd, en í dag er það talið hneyksli að það eigi hana ekki. Hreinn Friðfinnsson: „Soldið loð- in mynd“, 1967. Þetta er kannski ýkt dæmi en lýsir í hnotskum þeim vanda sem þeir eiga við að glíma sem kaupa verk líðandi stundar fyrir listasöfn." ínmnmHHiHHmHHmmmuHmiiMM u 11 mn Nýlistasafnið var því stofnað árið 1978, en til að bytja með hafði það ekkert húsnæði til að koma verkum sínum á framfæri; þau voru öll í geymsluhúsnæði uppi' í Brautar- holti. En árið 1980 vænkaðist hag- ur safnsins, þegar Alþýðubankinn bauð þeim til afnota húsnæði við Vatnsstíg. í þessu húsnæði hafði lengi verið kaffíbrennsla á neðri hæðinni og trésmíðaverkstæði á þeirri efri. „Það var mikið verk að taka húsnæðið í gegn, þannig að hægt væri að geyma safriið þar og sýna verkin. Fyrst fengum við bara kaffibrennsluna og eyddum ómæld- um tíma í að skafa upp af gólfínu, bæði kaffi og olíu," segir Kristján Steingrímur, núverandi stjómar- formaður Nýlistasafnsins. „Seinna fengum við svo trésmíðaverkstæðið og þá boruðum við gat í gólfíð og smíðuðum stiga milli hæðanna og í dag fínnst okkur þetta tvímæla- laust besti sýningarsalurinn í bæn- um.“ í dag eru félagar Nýlistasafnins um áttatíu og um eitt þúsund verk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.