Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
Um kartöflur og hundahald
Til Velvakanda.
Fyrir nokkrum vikum heyrði ég
mann tala um kartöfiur í útvarps-
þætti. Kom þar fram að þegar þær
yrðu grænar myndaðist í þeim viss
tegund af eitri. Nú í haust þegar
nýjar kartöflur komu á markaðinn
voru þær ekki aðeins grænar að
utan heldur jafnvel alveg í gegn.
Og þar að auki eru margar þeirra
hruflaðar eftir verkfæri. Utan á
pokunum stendur annað hvort
Agætis eða Úrvals Þykkvabæjar og
auðvitað allt í fyrsta flokki. Og
verðið litlar 160 krónur kílóið þegar
þær komu á markaðinn. Það er
ekki nema litlar 16.000 gamlar
krónur eins og í gildi voru fyrir
átta árum.
Þá er það hundahaldið. Ég bélt
að eitt aðalatriðið um hundahald
væri að hirða upp skítinn þeirra en
mér virðist oft vera farið út með
þá einmitt til að gera þarfir sínar
og láta svo kyrrt liggja. Þess vegna
dettur mér stundum í hug sagan
af íslendingnum sem fór í heimsókn
til frændfólks síns í öðru landi þar
sem hundur var á heimilinu. Sunnu-
dagsmorgun einn fór hann út að
ganga með hundinn í almennings-
garði. Kom þá að því að hvutti
þurfti að gera þarfír sínar. Vissi
maðurinn að þama mátti hund-
askítur ekki liggja og voru við því
sektir. Voru nú góð ráð dýr og tók
því maðurinn þetta upp og stakk í
vasann.
Villa
*
Ast er...
... að hlusta með að-
dáun á veiðisögur hans.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1988 Los Angeles Times Syndicate
Borgir þú ekki vatnsskatt-
inn núna verður Iokað án
tafar...
Hér er glæsileg kona. En
hvað hún virðist sjá við þig
kem ég ekki auga á ...
HÖGISTI HREKKVlSI
„SEGÐO HÖGhlA AD HANN SÉ NÆSTUR / "
Þýðing dæmisögunnar
Til Velvakanda.
Ekki er gaman að guðspjöllun-
um, þegar enginn er í þeim bardag-
inn. I guðspjallið á sunnudaginn var
vantaði ekki manndráp og meiðing-
ar. Og tók séra Bemharður Guð-*
mundsson það til sérstakrar um-
fjöllunar í útvarpinu við alþingis-
manninn Guðrúnu Helgadóttur. En
var maður nokkru nær?
Eftir húsbmna og manndráp á
báða bóga, sendi konungurinn
þjóna sína út á gatnamót og fól
þeim að smala saman öllum mönn-
um, vondum og góðum, til brúð-
kaupsins. Hvergi kemur fram að
konur hafí átt að vera í hópnum,
enda ekki hátt metnar af gyðingum,
tæpast taldar veisluhæfar. Það
ótrúlegasta í frásögn þessari, er að
allur þessi misjafni mannsöfnuður
hafí verið í veisluklæðum (á göt-
unni). Aðeins einn maður fannst
án veisluklæða, enda fékk hann
fyrir ferðina. Bundin á höndum og
fótum var honum kastað út í ystu
myrkur, þar sem var óp og gnístran
tanna. Hyer skilur þetta?
í húspostillu Helga G. Thorder-
sen biskups, útg. 1883, em í ræðu
hans útaf guðspjallinu tuttugasta
sunnudags eftir trinitatis upplýs-
ingar, sem skýra mál þetta betur
en séra Bemharð og þingmaðurinn,
og em á þessa leið:
„Ekki vil ég með mörgum orðum
útlista þýðingu þessarar dæmisögu,
sem nú var upplesin í guðspjallinu.
Það er venjulegt að líkja guðs vel-
gjömingum við heimboð, og em hér
meintir hinir andlegu velgjömingar
fyrir soninn, sem gyðingar ekki
vildu meðtaka, þess vegna útsendi
konungurinn herlið sitt og lét fyrir-
fara þeim morðingjum og brenna
borg þeirra, urðu síðan heiðingjar
til að þiggja guðs framboðnu náð,
og segir í guðspjallinu, að bæði
vondir og góðir hafí þangað komið
og fyllt veislusalinn um síðir.
En þá er konungurinn kom inn
að líta yfír boðsgestina segir að
þrátt fyrir það, að margir vom þar
vondir, hafí hann þó einungis tekið
einn til hegningar, af því hann ekki
hafði brúðkaupsklæði, og má vera
að einhver ekki skilji hvemig á því
hafi staðið, að þessi eini fremur
öllum öðmm vondum, sem þar vom
samankomnir, skyldi verða fyrir
þungri hegningu.
Hinir ríku hjá gyðingum höfðu
þann vana, þegar þeir buðu til
veislu, að fá sjálfír gestum sínum
kápur á herðamar, áður þeir gengu
inn í gestasalinn. Allar vom yfír-
hafnir þessar eins, en ekki má vita,
til hvers þessi siður var, nema sú
hafí verið meiningin, sem mér þyk-
ir líklegast, að allir skyldu líta eins
út, svo engin ytri munur sæist á
ríkum og fátækum, æðri eða lægri,
og megum við játa, að sigurinn var
einkar fagur. En svo mikið er víst,
að það var talið hveijum gesti til
siðsemi, að taka á móti þessu brúð-
kaupsfati, en var metið eins og fyr-
irlitning við þann, sem bauð ef ein-
hver vildi ekki þiggja. Nú er auðvit-
að, að þessum eina gesti eins og
öðmm mun hafa verið boðið brúð-
kaupsklæði, en hann af einhveiju
drambi heldur hafa viljað ganga í
sínum eigin fötum, annað hvort af
•því honum hafi þótt þau skraut-
legri, eða þá af því að hann kærði
sig lítið um að sýna samkomunni
virðingu. Aðalmeiningin er sú, að
sá eini, sem fyrirlítur, sem ekki
lætur sér neitt fínnast til náðar
þeirrar, sem Guð í sínum syni hefír
framboðið föllnu mannkyni, sá sem
með drambi kastar á bak sér aftur
þeirri náð, sem Kristur hefur afrek-
að syndugum mönnum, sá hefír
enga von um vægð af guði í dómin-
um. Þegar þar aftur á móti vondur
maður getur aftur komist í sátt og
náð, ef hann með sönnu lítillæti og
iðrun gefur sig undir náðarinnar
evangelium, sleppir öllum sjálf-
byrgingsskap, en treystir einungis
guðs náð fyrir Jesúm Krist.“
Siguijón Sigurbjörnsson
Víkveiji skrifar
Um langt árabil hefur ríkisút-
varpið veitt hlustendum sínum
þá þjónustu að lesa fyrir þá útdrátt
úr foiystugreinum dagblaðanna.
Er ekki að efa að ýmsir kunna vel
að meta þetta og telji útdrættina
til þess fallna að auka almennan
skilning á þróun þjóðmála. Víkveiji
undrast oft hvemig þeir sem þenn-
an útdrátt gera vinna störf sín.
Finnst honum að þeim sé ekki allt-
af beint kappsmál að segja hlust-
endum frá því, hvaða stefna er
boðuð í viðkomandi forystugrein.
Jafnvel ekki einu sinni frá því um
hvað hún raunverulega fjallar. Lát-
ið er við það eitt sitja að lesa mis-
langa kafla úr greinunum og þess
ekki einu sinni alltaf getið, hver er
fyrirsögn á greininni. En einmitt
fyrirsögnin ætti þó oftast að gefa
að minnsta kosti einhveija hug-
mynd um efnið.
Astæðan fyrir því að þetta er
gert að umtalsefni hér og nú er að
miðvikudaginn í síðustu viku birtist
hér í blaðinu forystugrein, sem
byggðist á viðtali við Manfred
Wömer, framkvæmdastjóra Atl-
antshafsbandalagsins, er kom hér
í blaðinu sunnudaginn 9. október.
Af fyrirsögn greinarinnar sást að
þar væri fjallað um viðhorf Wöm-
ers til flókinnar stöðu heimsála. í
útdrætti ríkisútvarpsins heyrði
Víkveiji ekki einu orði minnst á
Wömer eða þess getið á einn eða
annan hátt að forystugreinin væri
rituð í tilefni af ummælum hans í
Morgunblaðsviðtali. Höfundur for-
ystugreinarinnar hafði almennan
formála að meginefninu og var
þessi formáli lesinn sem útdráttur!
XXX
egar vel gengur og §ármuni
sýnist ekki skorta halda menn
og fyrirtæki þeirra sínu striki og
sjá ekki alltaf mikla ástæðu til að
líta gagnrýnisaugum í eigin barm.
Þessi afstaða breytist um leið og
harðnar á dalnum. Einmitt þess
vegna berast nú fréttir af því að
mörg einkafyrirtæki séu að endur-
skipuleggja rekstur sinn með það
fyrir augum að spara. Ef mest út-
gjöld era vegna mannahalds hljóta
stjómendur þessara fyrirtælq'a að
leita leiða til að fækka fólki fyrir
utan að draga úr þjónustu eða fram-
leiðslu, sem ekki skilar arði. Þeir
sem hafa reist sér hurðarás um öxl
með því að taka dýrt fjármagn að
láni leitast á hinn bóginn við að
breyta einhveijum eignum í peninga
til að grynna á skuldum. Bylgja af
þessu tagi gengur nú yfir samhliða
því sem mörg fyrirtæki leggja
beinlínis upp laupana eftir að hafa
kiknað undir byriðunum.
XXX
tvinnurekstur er misjafnlega
viðkvæmur fyrir sveiflum af
þessu tagi. Sviptingar hafa til að
mynda verið miklar í smásöluversl-
un í Reykjavík að undanfömu. Þá
sýnist rekstur veitingahúsa vera að
breytast, til dæmis hefur eldhúsinu
í Hótel Borg nú verið lokað. Þeir
sem vilja fá þar að borða í hádeginu
fá mat sem er búinn til í eldhúsi
Hótels íslands, sem stendur inn við
Armúla. Enda er nú mun minna
um að vera í matsal Hótel Borgar
í hádeginu en fyrir fáeinum vikum.
XXX
egna mistaka féllu niður
síðustu línur Víkveija í gær.
Þær vora svona:
Sagði Thor þá með þunga í rödd-
inni: „Þetta var algjört svartnætti
hjá þér!“
lú^iiíiiLaniuO