Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 36
Akureyri - Reykjavík: Lj ósleiðarasambandi komið á næsta sumar Lagning ljósleiðarastrengs frá Sauðárkróki til Akureyrar er nú á lokastigi á vegum Póst- og símamálasto&iunarinnar. Framkvæmdir . hófust í lok júlímánaðar og heflir nú verið lagður strengur í um !> 113 km leið. Heildarkostnaður við verkið mun vera tæpar 65 milljón- ir króna sem skiptist þannig að rúmar 48 miljjónir eru áætlaðar í strengi og Iagnir og rúmar 16 milljónir í búnað. Lögnin er hluti af þeirri áætlun sambandi á milli Akureyrar og stofnunarinnar að koma á stafrænu Reykjavíkur. Nú þegar er búið að ganga frá ljósleiðurum i gær á mótum Strandgötu og Glerárgötu. Hér eru þeir við tengiholu, þar sem um fara strengir í Sjallann og Samver. leggja ljósleiðara milli Akraness og Borgamess, milli Blönduóss og Sauðárkróks, frá Reykjavík til Sel- foss og Hvolsvallar og frá Egils- stöðum til Réyðarfjarðar, Eskifjarð- ar og Neskaupstaðar. Ennfremur er stafrænt samband á milli Reykjavíkur og Akraness og lokið er lagningu ljósleiðara milli allra símstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa starfsmenn Pósts og síma unnjð við lagningu ljósleiðara í Sjallann og Samver í vikunni svo auðvelda megi beinar sjónvarps- sendingar þaðan. Næsta sumar standa vonir til að hægt verði að ljúka tengingu á staf- rænum samböndum milli Akureyrar og Reykjavíkur með lagningu ljós- leiðara milli Borgamess og Blöndu- óss í gegnum Búðardal. Vegalengd- in nemur alls 169 km. Með tilkomu ljósleiðaranna fjölgar samböndum milli landshluta. Þeir auka á þann möguleika að senda sjónvarps- og útvarpsefni milli landshluta, annað- hvort fyrir almenning eða milli einkaaðila til dæmis í sambandi við fjarkennslu og sjónvarpsfundi svo dæmi séu tekin. Leiðin, sem nú er nýlokið við, liggur frá Akureyri í átt að Björgum og þaðan f norður til Dalvíkur. Frá Dalvík var strengurinn lagður fram Svarfaðardal og yfír Heljardalsheiði og Kolbeinsdal, Viðvíkursveit og yfír Hegranes til Sauðárkróks. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Þorsteinn Konráðsson og Ingimar Eydal félagar í Kiwanisklúbb- num Kaldbak ásamt deildarstjóranum á Seli, Antoniu Lýðsdótt- ur. Eftir afhendinguna var nýja kaffíbollastellið vigt og mun kaffíð hafa smakkast afbragðs vel, að sögn Ingimars Eydal. Hjúkrunarheimilið Sel: Vistmenn fá kaffibolla- sett frá kiwanismönnum Kiwanismenn á Akureyri gáfu um síðustu helgi vistmönnum á hjúkrunarheimilinu Seli 50 manna kaffíbollasett. Ingimar Eydal félagi í kiwanisklúbbnum sagði að þeim félögunum hefði þótt við hæfí að gefli heimilinu svona sparisett til nota við hátíðlegri tækifæri. „Kiwanisklúbburinn er nú að verða 20 ára og eiga félagsmenn ef til vill eftir að gista þama ein- hvem tímann svo við emm líka að búa í haginn og vonum svo sannarlega að eitthvað af stellinu verði óbrotið þegar að okkur kem- ur,“ sagði Ingimar. Á næstunni ætla félagsmenn í Kaldbak að minnast 20 ára af- mælis klúbbsins með fagnaði og ennfremur er meiningin að styðja við bakið á Geðvemdarfélaginu á Akureyri með því m.a. að mála eitt af athvörfum þess í bænum. Kaupþing Norðurlands hf.: Hádegisverðar- fundur með dr. Þor- valdi Gylfasyni Kaupþing Norðurlands hf. gengst fyrir hádegisverðarfundi á morgun, fostudag, með dr. Þorvaldi Gylfasyni. Þorvaldur ætlar að ræða þá stöðu, sem íslenskt þjóðarbú er í dag, hver séu vandamálin sem við er að etja og hvaða leiðir séu vænlegar til árangurs. Þorvaldur hefur víðtæka þekk- ton DC á árunum 1976-1981. Hann ingu og reynslu á sviði þjóðhag- fræði og hefur ákveðnar skoðanir um stjómun efnahagsmála. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um það efíii í blöð og tímarit, innlend sem erlend, segir í fréttatilkynningu. Þorvaldur lauk BA Econ-prófí í hagfræði frá University of Manc- hester í Englandi árið 1973 og varði doktorsritgerð í þjóðhagfræði þrem- ur árum síðar við Princeton Uni- versity í Bandaríkjunum. Þorvaldur starfaði sem hagfræðingur hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum i Washing- hefur verið rannsóknarfélagi við Institute for Intemational Ec- onomic Studies við Stokkhólms- háskóla í Svíþjóð 1978-1979 og frá 1981. Frá árinu 1983 hefur hann gegnt stöðu prófessors í þjóðhag- fræði við Háskóla íslands. Þátttaka í hádegisverðarfundin- um er öllum opin sem vilja fylgjast með og taka þátt í umræðum um efnahagsmál. Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu, 4. hæð, og hefst klukkan 12.15. Þátttaka tilkynnist til Kaupþings Norðurlands hf. Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið við útskipun brotajárns á Akureyri um borð í Dettifoss. Brotajárn frá Akureyri á markað í Hollandi ÚTSKIPUN um borð f Dettifoss á um 1.200 tonnum af brotajárni Iðnlánasjóður: Uppbygging iðnaðar í dreifbýli Iðnlánasjóður gengst á næstunni fyrir ftindum um uppbygg- ingu iðnaðar í dreifbýli og fer fyrsti fundurinn fram á Akureyri f dag. Hann hefst á Hótel KEA kl. 15.30. Jón Magnússon formað- ur stjórnar Iðnlánasjóðs verður fundarstjóri og mun Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra flytja ávarp á fyrsta fundinum í dag. Markmið fundanna er að kynna dreifileiðir og samstarf við önnur starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjómendum fyrirtækja og fulltrú- um atvinnulífs í dreifbýli. Einnig að vekja áhuga sljómenda fyrir- tækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfí þeirra. Lögð verður áhersla á lánafyrir- greiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, fyrirtæki. Bragi Hannesson bankastjóri kynnir starfsemi sjóðsins og þá fyrirgreiðslu sem hann veitir fyrir- tælq'um. Þá flytur Þráinn Þor- valdsson framkvæmdastjóri fyrir- lestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Páll Kr. Páls- son framkvæmdastjóri ræðir um vöruþróun. Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri fjallar um samstarf og samruna fyrirtækja og Jafet S. Ólafsson útibússtjóri flytur fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Næsti fundur fer fram á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki á morgun, föstudag, kl. 15.30 og síðar verða haldnir sams konar fundir á Akra- nesi, ísafírði, Egilsstöðum, Vest- mannaeyjum, Selfossi og Keflavík. lauk í gær á Akureyrí og verður það flutt til Hollands. Það er endurvinnsludeild Sindrastáls sem séð hefur um að búta brota- járnið niður og koma þvi um borð í skipið. Búast má við að um 700 tonnum til viðbótar verði skipað um borð í annað skip á næstu vikum. Annað brotajárn, sem liggur við Glerárósa, verður urðað á vegum Akureyrarbæjar. Þess má geta að um 2.000 tonn af brotajámi falla árlega til á Eyja- flarðarsvæðinu og búast má við að haugamir fari nú fyrst fyrir alvöru að safnast upp í bænum þar sem Sindrastál hefur í hyggju að hætta brotajámsvinnslu nema til komi samstarf sveitarfélaga. Á landsvísu falla árlega til 16 til 18 þúsund tonn af brotajáni. Sindrast- álsmenn hafa bent á að verktökum víða um land sé greitt fyrir að urða brotajámið í landi sveitarfé- laganna. Það hlyti hinsvegar að vera sveitarfélögum í hag ef þetta rusl yrði einfaldlega endumnnið og verktökum greitt fyrir það í stað þess að greiða verktökum fyr- ir urðun, sem tæki bæði mikið landrými og væri auk þess meng- unarvaldur ef til lengri tíma er lit- ið. Sindrastálsmenn segjast hafa talað fyrir daufum eymm sveitar- stjómarmanna til þessa, en ef þessi vandi yrði viðurkenndur í eitt skipti fyrir öll, væri hægt að standa mjög myndarlega að þessum brotajáms- málum. Einnig má geta þess, að allt það lélega brotajám, sem fallið hefur til frá því að Sindrastál hætti móttöku þess, hefði verið hægt að vinna með þeim tækja- kosti sem þegar er til í landinu. í staðinn hafa tækin staðið nær ónotuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.