Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 64
fltofgnnfrlftfetto FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Stálvík leitar til Alþjóða- bankans FORRÁÐAMENN Stálvíkur leita nú allra ráða til að halda í skipa- smíðasamning sinn við Marokkó- menn. í þessu skyni hafa þeir leitað til Alþjóðabankans i Wash- ington um fyrirgreiðslu. Þetta kom fram í máli Júliusar Sólnes i umræðum um málið utan dag- skrár í Alþingi i gærdag. í máli Júlíusar kom fram að Al- þjóðabankinn væri nú að fjármagna tvo áþekka skipasmíðasamninga f Marokkó. Jón Gauti Jónsson fram- kvæmdastjóri Stálvíkur segir að Alþjóðabankinn hafi tekið jákvætt í beiðni fyrirtækisins og beðið um að fá öll gögn málsins til athugunar. Sjá nánar þingfréttir á bls. 37. Lokað vegna vanskila á söluskatti INNHEIMTA söluskatts hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið og hefúr ijölda fyrirtækja verið lokað vegna ógreidds söluskatts. Langflestir greiða söluskattinn án þess að til vandræða komi, en við aðra verður að viðhafa ákveðnar aðgerðir. Innheimtan er sérstaklega þung núna og hefur verið það í nókkra mánuði. Það hefur jafnvel þurft að loka 5—10 fýrirtækjum á dag vegna ógreidds söluskatts, en það er lögreglan sem lokar • Styrkjum til einkadag- heimilabreytt? TILLAGA um breyttar reglur varðandi stuðning borgarinnar við einkadagheimili verður lögð fyrir borgarstjórnarfund i dag. I tillög- unni er gert ráð fyrir þvf að styrk- ur til einkarekinna dagheimila nemi 40% af kostnaði við að reka fimm tíma leikskóla en áður var miðað við 50% af kostnaði við rekstur dagheimilis. Að sögn Bergs Felixsonar, for- stöðumanns Dagvistunar, er mark- miðið með tillögunni að allir sitji við sama borð hvað varðar kostnað við vistun bama, hvort heldur þau eru á dagheimilum, leikskólum eða hjá dagmæðrum. Þessi tillaga er flutt af meirihlut- anum í borgarstjóm, en fyrir liggur einnig tillaga minnihlutans, þar sem gert er ráð fyrir því að styrkur til einkadagheimila verði aukinn í 60% af kostnaði við rekstur dagheimilis. Morgunblaðið/RAX Upplýstir í umferðinni VONANDI taka allir gangandi vegfarendur þessa stráka sér tíl fyrirmyndar og næla í sig end- urskinsmerki nú þegar skammdegið fer að taka völdin. A laugardag, fyrsta vetrardag, lýkur sérstakri endurskinsviku Umferðarráðs. Henni er ætlað að minna vegfarendur á mikilvægi þessara fyrirferðarlitlu merkja fyrir öryggi þeirra sem eru á ferð í umferðinni. Fullyrðir Umferðarráð að notkun endurskinsmerkja geti forðað mörgum vegfarendum frá slysum næstu mánuði, jafiivel skilið milli lífs og dauða. Tilboði Hót- els Arkar hf. hafnað Selfosai. TILBOÐI Hótels Arkar hf. í Hótel Örk, sem gert var á uppboði á hótelinu 6. október, var hafiiað í gær af Þorgeiri Inga Njálssyni fulltrúa sýslumanns sem sá um uppboðið. Gengið hefur verið að tilboði Framkvæmdasjóðs íslands i hótelið sem hljóðaði upp á 200 milljónir króna. Á uppboðinu 6. október komu fram þrjú tilboð í hótelið, frá Hótel Örk hf. 230 milljónir króna, frá Framkvæmdasjóði Islands 200 millj- ónir og frá ÓOK hf. 199 milljónir. Hróbjartur Jónatansson lögfræðing- ur Framkvæmdasjóðs fslands sagði að framhald málsins réðist nokkuð af viðbrögðum Helga Þórs Jonsson- ar, hvort hann áfrýjaði uppboðsmál- inu eða ekki, áfrýjun gæti tafið málið. Hann sagði þó ljóst að reynt yrði að selja hótelið. Hótel Örk hf. var stofnað í febrú- ar á þessu ári og er Helgi Þór Jóns- son aðaleigandi þess. Hlutafélagið er eigandi að öllu innbúi hótelsins sem talið er 60-70 milljóna króna virði. 1. mars tók Hótel Örk hf. á leigu alla aðstöðu til veitingarekst- urs á hótelinu og hefur síðan fram- leigt aðstöðuna til nýrra aðila fram til loka ársins 1993. Hróbjartur Jónatansson sagði að þessum samningi hefði verið mót- mælt í uppboðsréttinum. Alveg eins væri líklegt að honum yrði rift. Á uppboðinu 6. október námu upp- boðskröfur um 305 milljónum króna. Aðrar kröfur á hendur Helga Þór Jónssyni voru taldar rúmar 97 millj- ónir um miðjan september, frá 209 aðilum. Helgi hefur fengið leyfi til að leita nauðarsamninga til lúkning- ar á þeim skuldum. — Sig. Jóns. 0 Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Brást að koma réttum upp- lýsingum á framfæri ytra Á ekki von á steftiubreytingn á ríkisstjórnarfundi í dag, segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra HALLDÓR Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að engin ástæða sé til að vera með æsing vegna andófe hvalfriðunarsinna og áhrifa þess á sölu sjávarafúrða héðan. Staðan sé ekkert verri en hún hafi verið og hann sjái enga ástæðu til að breyta hvalveiði- stefiiu stjórnvalda. Hvað varði þýzka fyrirtækið Tengelmann og ákvörðun þess að hætta að kaupa íslenzkt lagmeti, segir hann að þar hafi brugizt að koma réttum upp- lýsingum á framfæri við við- skiptavini erlendis. Málið verði tekið upp að nýju innan fyrirtæk- isins. Theodór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis, segir að Tengelmann muni ekki kaupa íslenzkar afurðir nema gegn staðfestri ákvörðun íslenzkra stjómvalda um að hætta hvalveiðum. Hvalamálið verður rætt á ríkis- 131 þúsund laxar á metári TÆPLEGA 48 þúsund laxar veiddust á stöng í sumar samkvæmt bráðabirgðatölum Veiðimálastofnunar. Er það liðlega 40% aukn- ing firá síðasta ári er um 34 þúsund laxar náðust á land. Er þetta næstbesta stangveiðiárið, aðeins árið 1978 var betra, en þá veidd- ust um 53 þúsund laxar. Árið 1986 var þriðja besta stangveiðiá- rið, með um 47 þúsund laxa. Um 23 þúsund laxar veiddust í net í sumar sem er 64% aukning frá fyrra ári og met frá 1978. I fyrra veiddust 14 þúsund laxar í netin. Þá komu 60 þúsund laxar í hafbeitarstöðvamar í sumar, þannig að heildarveiðin í sumar var 131 þúsund laxar. Er heildar- veiðin tvöfalt meiri en f fyrra og má fullyrða að aldrei áður hafí veiðst jafn margir laxar hér á landi. Mesta aukning í stangveiðinni var á Suðvestur- og Vesturlandi, um 50% aukning að meðaltali frá fyrra ári. Á þessu svæði veiddist helmingur af öllum stangveiddum laxi. Á Suðurlandi og Norðurlandi vestra jókst stangveiðin um 20% og 5% á Norðurlandi eystra. Aftur á móti varð heldur minni veiði á Austurlandi í sumar miðað við 1987, en þá var metveiðisumar þar. Fiskifræðingar Veiðimálastofn- unar segja að þar sem smálaxa- göngumar hafi aukist mest sé eðlilegt að veiðin hafi aukist mest á Vesturlandi, þar sem smálax sé ríkjandi, en minna á Norðaustur- landi þar sem mest veiðist af eldri laxi. Laxá í Kjós var besta veiðiá ársins með um 3.400 laxa. Hún er dæmigerð smálaxaá og veiðin fljót að aukast þegar mikið er um smálaxagöngur. Mesta netaveiðin var í Borgar- firði, þar sem 14 þúsund laxar veiddust í sumar. Voru borgfirsk- ir netabændur því með um 60% af netaveiðinni og er þetta met- veiði hjá þeim. Netaveiði á Suður- landi var um 9 þúsund laxar. stjómarfundi í dag, en Steingrímur Hermannsson, forsáetisráðherra, sagðist ekki eiga von á að þar yrðu teknar neinar ákvarðanir um stefnu- breytingu. Hann sagðist hafa rætt ítarlega um hvalamálið við utanríkis- ráðherra og væri fullur skilningur þeirra á milli. Ákvarðanir um málið yrðu teknar fyrr eða seinna, en fréttaflutningur um málið væri orð- inn mjög ruglandi. Jón Baldvin átti fund með George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í gær, þar sem hann sagði að fréttaflutningur undanfarinna daga þýddi ekki að ríkisstjóm íslands hefði breytt um afstöðu f hvalamálinu. Frumvarp þeirra Hreggviðs Jóns- sonar og Aðalheiðar Bjamfreðsdótt- ur um stöðvun hvalveiða í flögur ár var lagt fram í neðri deild Alþingis f gær, en ekki er ljóst hvenær umræð- ur um það hefjast. Þingsályktunartil- lögu Áma Gunnarssonar, sem einnig gerir ráð fyrir stöðvun hvalveiða, var frestað fram yfir ríkisstjómarfund- inn í dag, og sagðist Ámi ekki vera viss um hvort hann legði hana fram eftir að frumvarp þeirra Hreggviðs og Aðalheiðar hefði komið fram. Sjá fréttir og forystugrein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.