Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Óbærilegur léttleiki í Prag Daniel Day-Lewis og Juliette Binoche í „Léttleikanum"; ást og kynlíf, þungt og Iétt. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Óbærilegur léttleiki tilverunn- ar(„The Unbearable Lightriess of Being“). Sýnd í Bíóborginni. Bandarísk. Leikstjóri: Philip Kaufrnan. Handrit: Jean-Claude Carriere og Philip Kaufman eftir samnefndri sögu Milan Kundera (Mál ogmenning, 1986). Framleið- andi: Saul Zaentz. Kvikmynda- taka: Sven Nykvist. Helstu hlut- verk: Daniel Day-Lewis, Juliette Binoche, Lena Olin, Derek de Lint, Donald Moffat og Erland Josephson. The Saul Zaentz Company. 1988. „Klæddu þig úr fötunum" er uppáhaldssetning Tómasar (Daniel Day-Lewis) í bandarísku myndinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar („The Unbearable Lightness of Being"), sem gerð er eftir sam- nefndri bók tékkneska rithöfundar- ins Milan Kunderas og sýnd er í Bíóborginni. Tómas er heilaskurðlæknir í Prag árið 1968 og óforbetranlegur kvennabósi. Hann ræktar mjög kyn- ferðislega vináttu en það þýðir að engri ást er leyft að trufla sambönd- in. Nakin kona er hans mesti unaður og hans mesti munaður er að bind- ast ekki neinni þeirra. Tómas leitar alltaf léttleikans í tilverunni. Kynlíf er létt, ástin er þung. Málarinn Sab- ina (Lena Olin), sem hann sefur oft hjá, skilur hann kannski best. „Mér líkar svo vel við þig af því í heimi ónýtisins værir þú skrýmsli." Kannski er það refslegt augnaráð Tómasar sem konur heillast af, kannski liggur erótíkin í loftinu, partur af fijálsræðinu í Prag 1968, þetta fræga vor, sem er bakgrunnur myndarinnar og markar djúp spor í líf persónanna. Það má segja allt og skrifa allt, skoða fortíðina gagn- rýnum augum, deila á gömlu foringj- ana, mannlífíð er fjölbreytilegt, tón- list er leikin á götum úti, bítlalög ryðja burt ættjarðarlögum. En hvað með Rússa? Þeir geta ekkert gert segir skælbrosandi útgefandi við Tómas. Bjartsýni er partur af vímunni. Teresa (Juliette Binoche), litla, ljúfa, sæta Teresa er það sem Tóm- as aldrei vildi; stóra ástin í lífi hans, sífellt afbrýðisöm útí hjákonurnar sem Tómas hefur þó einhvemveginn misst áhugann á. Hann er farinn að koma sér hjá ástarfundum og lítur á klukkuna þegar hann er með Sab- inu. Tómas, sjálfsöryggi Tómas sem Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA þarf aðeins að segja Klæddu þig úr fötunum og þær gegna, hefur litla hugmynd um hvemig hann á helst að snúa sér. Létt eða þungt. Ef hann ætti tvö líf gæti hann prófað sig áfram en hann hefur aðeins úr einu að spila og það er eins og hann ætli að klúðra því. En þá hristast húsin og titra og háværar vélardrunur skriðdreka ber- ast utan af götunni. Rússum fínnst nóg komið af málfrelsi og prent- frelsi og umbótakjaftæði í þessu landi Dubceks. Teresa, sem orðin er ljósmyndari, hleypur út á götu með myndavél og tekur myndir af innrásarhernum, niðurlægingunni, svívirðingunni, reiðinni. Ekkert verð- ur aftur eins og það var. Bók Kunderas virðist við fyrstu sýn ekki auðveldust allra til kvik- myndunar. Hún fer fram og aftur í tíma í frásögn sinni af Tómasi, Ter- esu, Sabínu og fleimm og er upp- full af heimspekilegum vandamálum sem höfundur veltir fyrir sér með tilvísanir í Nietzsche, Kafka, Freud og jafnvel Beethoven, sjónarhorn sögunnar er á sífelldum þönum milli [>ersóna, Kundera kemur stuttlega inná merkingarfræði og leikur sér með tvíræðni orða til að lýsa sam- bandi Sabínu og Franz (elskhugi hennar í Genf) — og allt tengist það vorinu í Prag, innrás Rússa og hvemig það er að vera Tékki. Hvernig fer bandaríski leikstjór- inn Kaufman, sem áður filmaði með áhrifaríkum hætti m.a. endurgerð geimvísindahrollvekju („The Invasi- on of the Body Snatchers") og raun- vemlegt geimvísindaæfintýri („The Right Stuff“), að því að fílma „Létt- Ieika“ Kunderas? Því er auðvelt að svara. Hann gerir það sem verður að gera þegar hvaða bók sem er, er sett á filmu; hann einfaldar. I ágætu handritinu, sem hann gerir með Jean-Claude Carriere, gömlum samverkamanni Bunuels, heggur hann frá flestar vangaveltur og heimspekilegar þenkingar Kunder- as, slípar af forgmnn persónanna, minnkar vægi sumra og aðrar hverfa algerlega þangað til eftir stendur ljóslifandi fyrir framan okkur falleg, falleg ástarsaga Tómasar og Teresu. Kaufman og Carriere hafa gert unaðslega mynd úr bókinni, fyndna og sorglega, ljósa og myrka, létta og þunga eins og Parmenídus mundi segja. Þriggja tíma kvikmyndaverk getur varla verið án sinna teygðu stunda en maður fínnur sjaldnast fyrir tímanum hér. Erótískar menntamannamyndir eins og „Létt- leikinn" em sjaldséðar nú á dögum. Hið erótíska andrúmsloft er mjög magnað í myndatöku og lýsingu Sven Nykvist og frábæmm samleik Daniel Day-Lewis, Lenu Olin og Juliette Binoche og nær hámarki þegar Sabina og Teresa taka nektar- myndir hvor af annarri í vinnustofu Sabinu. Þá hefur Kaufman tekist frábærlega vel að blanda saman sinni mynd og sínu fólki í raun- vemlegar fréttamyndir, hvort sem er í svart/hvítu eða lit, af innrás Rússanna í Tékkóslóvakíu. Eftir hana fær myndin á sig annan blæ, lýsing og myndataka breytist, verður myrkari og þunglamalegri, von- lausari þegar nýju valdhafamir hafa gripið fólk heljartökum með eftirliti og rannsóknum, gert alla undirgefna og hrakið hina úr störfum, meira að segja Tómas sem alltaf hugsaði þó meira um erótík en pólitík. Eng- inn hreyfír legg eða lið; með hinum nýju hermm verður„hugleysi lífsstíll fólksins". En það er fyrst og fremst ástar- saga Tómasar og Teresu sem Kauf- man hefur hoggið útúr sögu Kunder- as, sem snertir mann mest í lokin. Það er ekki síst snilldarleik og seið- andi persónutöfmm Daniel Day-Lewis, sem kemur enn á óvart í hlutverki Tómasar er axlar ham- ingjusamur um síðir þunga tilver- unnar, ogfrönsku leikkonunnar Juli- ette Binoche, sem leikur Teresu, að þakka. Leikarar myndarinnar koma hvaðanæva að, frá Bretlandi, Svíþjóð, Frakklandi og Bandaríkjun- um svo eitthvað sé nefnt, svo„tékk- neski hreimurinn" er mjög mismun- andi en allur leikurinn er með mikl- um ágætum. Kaufrhan hefur leikstýrt óvenju fallegum, óvenju sterkum, óvenju áhrifamiklum kvikmyndaviðburði. Farðu og sjáðu. SIEMENS Kæliskápur á kostaverdi! KS 2648 • 144x60x60 sm (hxbxd). • 189 I kælirými. • 67 I fjögurra stjörnu frystihólf. Verð: 39.900 kr. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 ^ 26okí, Ttl Trier.... 4ra daga ferð á fínu verði hjá Faranda Trier er heillandi borg sem býður allt það sem íslenskur ferðalangur leitar eftir. Trier er í Móseldalnum þeim eina sanna. Nú getur þú heimsótt Trier, farið að versla, og skoðað gamlar minjar, snætt á góðu veitinga- húsi, slakað á, bitte... danke... Trier er þýsk og sjálfri sér lík. Ferðatilhögun: Flogið er til Lux frá Keflavík þaðan er síðan klukkustundar akstur í rútu til Trier, gist er á fyrsta flokks hóteli. Verð: 21.300.- Innifalið í verði flug, gisting og morgunverður. Fá sæti laus Pantaðu strax. Ifarandi Vesturgötu 5, sími 622420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.