Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 14
1A 14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Ný vinnubrögð eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Hvers vegna mistekst svo iðulega að stjóma þjóðfélaginu á farsælan hátt? Meginskýringuna tel ég liggja annars vegar í vinnubrögðum og starfsháttum lykilstofnana í þjóð- félaginu, stofnana eins og Alþingis, ríkisstjóma og Seðlabanka, og hins vegar í virðingarleysi gagnvart lýð- ræðinu, eða lýðræðislegum vinnu- brögðum. í þessari grein verður Ieitast við að renna stoðum undir þessa skoðun. Vinnubrög'ð og starfshættir 1. Alþingi Er Alþingi sá vettvangur sem því er ætlað? Samkvæmt mínum skiln- ingi er Alþingi æðsta stofnun lýð- veldisins, sjálfetæður starfsvett- vangur þar sem tekist er á um flest þjóðmál og undirstöðuatriði þeirra, og þar sem framtíðarsýn er í fyrir- rúmi. Alþingi er höfuðvettvangur skoðanaskipta í landinu, þar sem stjómmálaöfl viðra skoðanir sínar og vinna að framgangi þeirra. Þar er horft langt fram á veginn og hugað að velferð þjóðfélagsins, spurt áleitinna spuminga varðandi stjómarhætti sem við lýði eru, og varðandi breytt skilyrði sem upp geta komið í framtíðinni. Alþingi setur landinu lög, sem bæði þegnar og stofnanir þess eiga að starfa eftir, ekki síst ríkisstjórnir. A Alþingi eiga að fara fram ýtar- legar umræður um málefni eins og fiskveiðistefnu, landbúnaðar- stefnu, ferðamálastefnu, at- vinnuvegastefinu, byggðastefhu, stefiiu í lífeyrismálum og stefnu i peningamálum1 svo eitthvað sé nefnt, af nógu er að taka. Það er í verkahring Alþingis að draga upp línur varðandi sérhvem þátt slíkra mála. Til þess getur það að sjálf- sögðu nýtt sér kunnáttu sérfræð- inga. En slík umræða er ekki gerð með neinu áhlaupi, heldur með hægri og bítandi vinnu. Það er því nauðsynlegt að Alþingi starfi minnst 9 mánuði á ári eins og aðr- ir vinnustaðir. Þar á að vinna mál- efnalega útfrá hveiju máli og sann- færingu þingmanna, en ekki útfrá skammtíma lýðhylli og pólitískri valdaaðstöðu. Hvemig hefur störfum Alþingis verið háttað? Þau vinnubrögð sem tíðkast hafa þar undanfarin miss- eri, þar sem stór og mikilvæg mál hafa verið keyrð.í gegn án þess að fá ýtarlega umfjöllun og án þess að gefist hafi kostur á að velta öll- um hliðum þeirra upp, em forkast- anleg, og ekki líkleg til að leiða til farsældar. í þessum vinnubrögðum felst mikið virðingarleysi gagnvart Alþingi og lýðræðinu. Það er hættu- legt að tefla á tæpasta vað með leikreglur lýðræðisins. Aður en menn vita af er sá leikur orðinn venja og næsti leikur auðveldari i niðurlægingu þess. Málin virðast hafa snúist þannig að framkvæmdavaldið hefur allt í hendi sér. Mikilvæg fmmvörp em mótuð fyrir tilstilli þess án vemlegr- ar þátttöku Alþingis og síðan keyrð í gegnum þingið án ýtarlegrar um- Qöllunar2. Eða þá að landinu sé stjómað að meira eða minna leyti með bráðabirgðalögum. Virðing Alþingis hefur dvínað, það hefur engan sjálfstæðan „profil", og æ oftar er talað um það sem af- greiðslustofnun, þar sem hinar mik- ilvægu ákvarðanir em teknar á öðmm stöðum. Það er fyllsta ástæða til að við stöldmm við og íhugum á hvaða leið við emm, þeg- ar horft er til þessara starfshátta sem viðteknir em á Alþingi og við stjóm þessa lands, þar sem bráða- birgðalögum er beitt í svo ríkum mæli sem raun ber vitni. Ég er sannfærður um að bæði skynsamlegri og agaðri vinnubrögð af hálfu alþingismanna og meiri virðing gagnvart Alþingi myndu kalla fram agaðri vinnubrögð af hálfu stjómmálaflokkanna, sem lýstu sér m.a. í því að þeir ynnu betur að stefnumiðum sínum í sem flestum þjóðmálum og kæmu þeim sömuleiðis betur á framfæri. Þeir koma því einnig betur undirbúnir inn á Alþingi, sem yki til muna gæði þeirrar vinnu sem þar færi fram. Slík þróun ætti sömuleiðis að vera kjósendum mjög í hag, þar sem hún gerir þeim betur kleift að átta sig á stjómmálaflokkunum og fyrir hveiju þeir standa, sem aftur veitir stjómmálaflokkunum betra aðhald. 2. Rikisstjórn Þau vinnubrögð ríkisstjómar, sem tíðkast hafa undanfarin miss- eri, að grípa fyrst til efnahagsað- gerða þegar í eindaga er komið, og þá oft á tíðum eftir maraþonfundi nótt sem dag, em ekki líkleg til árangurs. Mun vænlegra er að slík málefni sem efnhagsmál séu í stöð- ugri greiningu, vinnslu og úrlausn. Og að þau séu skoðuð í stærra sam- hengi en oft er gert og þá í sam- vinnu við Alþingi. Þau em of flókin og samtvinnuð til að hægt sé að leysa þau með einum aðgerða- pakka. Vel getur verið að mönnum finn- ist lýðræðisleg vinnubrögð stundum seinvirk, en það réttlætir ekki að Jóhann Rúnar Björgvinsson A „I þessum vinnubrögð- um felst mikið virðing- arleysi gagnvart Al- þingi og lýðræðinu. Það er hættulegt að tefla á tæpasta vað með leik- reglur lýðræðisins. Að- ur en menn vita af er sá leikur orðinn venja og næsti leikur auð- veldari í niðurlægingu þess.“ þeim sé misboðið. Vænlegra er að vinna að liprari vinnubrögðum sem uppfylla kröfur lýðræðisins. Þótt fomstumenn stjómmálaflokka þekki vel til skoðana sinna flokks- manna þá er það ekki sjálfsagðir starfshættir að stjóma með bráða- birgðalögum, sem ekki koma til kasta Alþingis fyrr en seint og um síðir. Hinn venjulegi þingmaður gæti t.d. lent í erfiðri stöðu gagn- vart sannfæringu sinni. Virðing Alþingis er ekki aðeins virðing þeirra þingmanna sem þar sitja nú. Alþingi á mikla og merka sögu, og á eftir að eiga mikla og merka sögu. Vanvirðing við Alþingi og lýðræðis- leg vinnubrögð beinist því ekki að- eins að þeim sem þar sitja nú held- ur einnig að alit öðm og meim. Það að lykilákvarðanir er snerta framtíð þessarar þjóðar séu teknar á fámennum lokuðum fundum flarri sölum Alþingis er mikið áhyggju- efni. Lykilákvörðun eins og hvort breyta eigi lánskjaravísitölunni eða afnema hana er t.d. stórmál sem krefst ýtarlegrar um§öllunar Al- þingis, þar sem hveijum þingmanni gefst kostur á að færa fram sín rök og hlusta á rök annarra og að taka ákvörðun útfrá sannfæringu sinni. Slík vinnubrögð em heiðarleg og lýðræðisleg, og líkleg til að leiða til árangurs. Hin aðferðin er óheið- arleg og stillir mönnum upp við vegg, auk þess sem hún margfaldar líkumar á yfirsjónum. 3. Seðlabanki Meginhlutverk Seðlabanka er að stjóma peningamagni hagkerfisins í takt við vöxt raunverðmæta eða þjóðarframleiðstu. Til þess að sinna slíku hlutverki þarf Seðlabanki í fyrsta lagi að hafa til þess vald, í öðm lagi að hafa nauðsynleg stjóm- tæki, og í þriðja lagi að afla nauð- synlegra upplýsinga fyrir slíka stjómsýslu. Én staðreyndin er sú að Seðlabanki uppfyllir ekkert af þessum atriðum og getur því ekki stjómað peningamagninu svo við- unandi sé. Vinnubrögð og starfs- hættir hans taka mið af öðm en þessu meginhlutverki. Afleiðingamar em að markviss hagstjóm hér á landi er með minnsta móti, sem aftur endur- speglast í þenslu og samdrætti á víxl með tilheyrandi verðbólgu, of- fjárfestingu, viðskiptahalla og er- lendri skuldasöfnun. Hér væri verð- ugt verkefni fyrir Alþingi að vinna að, en mótun stefnu í peningamál- um krefðist heildarúttektar á öllum þáttum peningakerfisins og sam- spili þeirra. Bráðabírgðalögín brióta jafnræðisregluna eftirSigurð Helgason Ein af gmndvallarreglum í stjómarskrám lýðræðisríkja bygg- ist á því að stjómskipunin sé lýð- ræðisleg. Slíka meginreglu má leiða af einstökum ákvæðum stjómar- skrár okkar enda þótt enga al- menna yfirlýsingu um það sé að finna í henni. Á sama hátt er eitt mikilvægasta atriði mannréttinda í stjómarskrám að allir séu jafnir fyrir lögum, enda þótt ekkert beint ákvæði sé um það heldur í stjómarskrá okkar. Það er þó ljóst af langri venju og hefð að öll ákvæði í lögum sem fela í sér ákveðin sérréttindi vissum hluta íbúa landsins á kostnað annarra em marklaus, þar sem það bryti gegn grundvallarreglum lýðræðisins. Við athugun á bráðabirgðalögum um efnahagsmál kemur í ljós, að þar er að finna ákvæði sem telst útilokað að viðhafa í lýðræðisríki og fæst ekki staðist. Val í stjórn Atvinnu- tryggingarsjóðs Samkvæmt 4. gr. nefndra bráða- birgðalaga skal forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, velja formann og valinn var Gunnar Hilmarsson. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, váldi Kristján Skarphéðinsson. Fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson valdi Jó- hann Antonsson. Viðskiptaráð- herra, sem einnig er iðnaðarráð- herra, Jón Sigurðsson, valdi þá Pétur Sigurðsson og Bjöm Bjöms- son. Sömu aðilar velja varamenn. Hér er ekki verið að setja út á nefnda stjómarmenn persónulega, enda eflaust gagnmerkir menn. Það sem er fráleitt og andstætt því að stjómskipun geti talist lýðræðisleg er að allir stjómarmenn em yfirlýst- ir stuðningsmenn þriggja stjóm- málaflokka með tæp 50% kjósenda á bak við sig. Stjómarandstaðan fær engan mann kosinn í stjóm enda þótt hún hafi yfir 50% fylgi hjá þjóðinni. Þetta sjá allir að fæst ekki staðist og verður að fella í meðfömm Alþingis. Stofnfé sjóðs- ins skal vera 1000 milljónir, sem er hluti framlags til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs kr. 600 milljónir, sem var þó samningsbundið fram- lag og jafnframt skal ríkissjóður leggja kr. 400 milljónir sem aflað skal með tekjuskattsauka, þ.e. væntanlega lögum sem em ekki enn samþykkt. Á næsta ári_ er heimil lántaka hjá Seðlabanka íslands kr. 1000 milljónir. Síðan er stjóminni heimiluð skuldbreyting allt að 5000 millir af lausaskuldum útflutnings- fyrirtækja og sjóðurinn ábyrgist skuldabréfin með eignum sínum. Það verður ekki sagt að öll sagan séð sögð með þessu því einhveijir verða skyldaðir til þess að kaupa bréfin væntanlega með „handafli", sem er vinsælt orð hjá stjómmála- mönnum í dag. Getum gert fyrirtækin rekstrarhæf Nú nýlega hóf nefnd stjóm störf eða um svipað leyti og Alþingi kom saman. Formaður Gunnar Hilmars- son sagði f blaðaviðtali við Morgun- blaðið, að sjóðurinn hefði aðstöðu í húsakynnum Byggðastofnunar og síðan segir hann. „Eg held að regla númer eitt sé að fyrirtæki þurfi að vera rekstrarhæft eftir að hafa fengið fyrirgreiðslu úr sjóðnum. Hér er ekki lítið vald sem stjómarmenn hafa, enda' þótt gert sé ráð fyrir svokallaðri samstarfsnefnd frá bönkum og stofnunum. Það er al- kunna að útflutningsfyrirtæki em ýmist í einkaeign eða rekin á gmnd- velli samvinnureksturs. Óneitan- lega nýtur sá rekstur sem rekinn er á samvinnugrundvelli meiri hylli hjá núverandi valdhöfum, sem oft hefur komið fram í málflutningi þeirra. Standa þá þessar rekstrar- einingar jafnfætis gagnvart al- mennri fyrirgreiðslu? Hér verða svörin misjöfn, en samsetning stjómarinnar fæst ekki staðist og kallar á tortryggni og gömul reynsla segir okkur að hún sé ekki ástæðulaus. Gmndvallarreglan um að allir séu jafnir fyrir lögum er miðuð við framangreindar aðstæður í hættu og ekkert í nefndum lögum gefur lántakendum rétt til að skjóta afgreiðslum til æðra stjómvalds, ef þeir telja sig órétti beitta. Að leita réttar gegoum dómstóla er of sein- virkt. Jafitræðið milli framkvæmdavalds o g Alþingis er skert Alþingi fer með æðstu stjóm fjár- mála sbr. 41. grein stjónarskrárinn- ar. „Ekkert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum." Nefnd bráða- birgðalög ganga gegn þessu og öðmm meginreglum, sem fela Al- þingi æðstu stjóm Qármála lands- ins. Alþingi velur stjómendur helstu lánastofnana og á þann hátt á að vera ömggt að stjómskipunin sé lýðræðisleg. Um það er ekki deilt „Af framanrituðu er ljóst að hér er verið að seija á stofii ríkisstjórn, sem hefurþað m.a. að markmiði að úthluta þegnunum gæðum að eigfin geðþótta og gera þá á þann hátt sér háða. En slíkt er auðvitað gagnstætt jafiiræðis- hugsjón lýðræðisins.“ að grípa þurfti til stórfelldra úrbóta fyrir atvinnulífið í landinu og þá sérstaklega til útflutningsgreina, en eðlilegast virðist að sniðganga ekki Alþingi í þeirri ákvörðunar- töku, enda ber alþingismönnum að vera á verði gagnvart því að völd þess séu ekki skert. Bráðabirgðalög 12 dögum áður en reglulegt Alþingi skal koma saman fást ekki staðist nema á mjög takmörkuðu sviði eins og t.d. ákvörðunin um verðlags- og kjaramál, svo og hugsanlegar vaxtaákvarðanir. Öll ákvæði nefndra laga um stofnun nefnds sjóðs vom ekki svo aðkallandi að réttlætti setningu bráðabirgðalaga þar að lútandi. Fyrst eftir að Al- þingi kom saman var raunhæft að tala um að sjóðurinn tæki til starfa. Hefði annað legið til gmndvallar en löngun ákveðinna ráðherra til þess að hafa einir með höndum yfirstjóm sjóðsins mætti vænta þess að vinnubrögð hefðu orðið önnur. Að sjálfsögðu hefði verið eðlilegra að fela Byggðastofnun úthlutun á nefndum íjármunum, enda þar þjálfað starfslið til þeirra starfa. Uppsafiiaðir dráttarvextir skulu lækkaðir Í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um fyrstu aðgerðir segir orðrétt: „Þá er íjármálaráðherra heimilt að setja almennar reglur um uppgjör vangoldinna tekju- og eignaskatta, sem lagðir vom á áður en stað- greiðslukerfið kom til fram- kvæmda.“ Nú hefur íjármálaráð- herra lýst því yfir að hann ætli að kanna sjálfur eða hans ráðuneyti einstök tilfelli, þar sem margir sökudólgar séu fyrir hendi. Hér sér enn á kollinn á ofstjóm og samfara henni er hætta á því að þegnamir séu ekki jafnir fyrir lögum. Að sjálf- sögðu er hér eðlilegast að fjármála- ráðherra setji almennar reglur og síðan verði innheimtumönnum ríkis- sjóðs falið að framkvæma þær. Af framanrituðu er ljóst að hef er verið að setja á stofn ríkissjóm, sem hefur það m.a. að markmiði að útluta þegnunum gæðum að eig- in geðþótta og gera þá á þann hátt sér háða. En slíkt er auðvitað gagn- stætt jafnræðishugsjón lýðræðisins. Höfundur er bæjnrfógetí á Seyðis- Grði og sýslumaður Norður-Múla- sýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.