Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Minning: Ingibjörg Laufey Pálmadóttir Fædd 9. janúar 1961 Dáin 7. október 1988 Þegar ég heyrði að Ingibjörg væri dáin, vildi ég ekki trúa þvf. Ekki hún Ingibjörg sem hafði þrátt fyrir erfíð veikindi barist harðri baráttu fyrir því að fínna þann frið sem hún þráði. Veikindi hennar urðu henni um megn. Kallið var komið. Ingibjörg Laufeý Pálmadóttir fæddist í Reykjavík 9. janúar 1961, dóttir hjónanna Önnu Skaftadóttur og Pálma Sigurðssonar. Ég kynntist henni vel á unglings- árunum, og það voru áhyggjulaus ár, að manni fannst. Hún var allt að því daglegur gestur á heimili mínu, og ætíð aufúsugestur. Dóttír mín og hún voru nánar vinkonur allt til hinsta dags. Ingibjörg var glæsileg stúlka og háttprúð svo af bar. Hún var góðum gáfum gædd og tilfínninganæm. Hún hafði áhuga fyrir mörgu og var mjög félagslynd. Seinni árin hafði hún mikinn áhuga fyrir trúarlegum og andleg- um málum. Hún gekk í ýmis trúar- félög og fór á námskeið hérlendis sem erlendis. Hún hafði brennandi áhuga fyrir hinu óútskýranlega og því sem hulið er mannanna sjónum. Það var sem hún hefði djúpstæð- ari gáfur en flestir, og ef til vill var það ástæðan fyrir að henni fannst samfélagið ekki jákvætt sér. Ég, sem kynntist Ingibjörgu vel, hef það eitt að segja að hún var dásamleg stúlka í hvívetna. Fjölskyldu minni var hún einstak- lega góð og hjálpsöm og er hennar sárt saknað. Að eiga ekki von á Ingibjörgu inn um dymar á ýmsum tímum, spyij- andi hæversklega hvort kaffí væri á könnunni, er þungbært að skilja og sætta sig við. En í trausti þess og von að nú líði henni vel, sefar sárasta tregann. Minning hennar lifír. Hvíli hún í guðs friði. Ég votta ættingjum og vinum hennar mína dýpstu samúð. Hrafíihildur Við kveðjum í dag, I hinsta sinn, Ingibjörgu Pálmadóttur sem lést aðeins 27 að aldri 7. október síðast- liðinn. Eftir áralanga baráttu við erfíðan sjúkdóm þar sem okkur fannst Ingi- björg og lífíð hafa sigrað, kvaddi dauðinn skyndilega dyra og fór með sigur af hólmi. Ingibjörg var ákaflega næmur persónuleiki enda vel greind. Á erf- iðum stundum sem voru margar í seinni tíð leitaði hún oft huggunar í Biblíunni enda var hún leitandi manneskja, trúuð og gátur tilver- unnar henni ákaflega hugleikin við- fangsefni. Hún var mikil áhugamanneskja um dulspeki og í þeim efnum var hún hafsjór af fróðleik. Hún kynnti sér fordómalaust margskonar lífsstefnur og trúarbrögð og fetaði sig áfram eftir þroskabrautinni á margslunginn hátt. Megi hún njóta guðs blessunar í sínum nýju heimkynnum, umvafin ljósi kærleikans. Fjölskyldu hennar og aðstand- endum sendum við okkar einlæ- gustu samúðarkveðjur. Helgi og Linda Þann 7. október síðastliðinn bár- ust mér þau hörmulegu tíðindi að Ingibjörg frænka væri ekki lengur á meðal okkar. Það er erfítt að sætta sig við það. En þegar maður hugsar um þau veikindi sem hún barðist við síðustu árin, þá veit maður að loksins hefur hún fundið frið. Ég kveð elsku Ingibjörgu með söknuði og megi friður og Guðs náð fylgja henni, handan við móðuna miklu sem að skilur þennan heim og þann heim þar sem hún dvelur núna. Guð gefí foreldrum hennar og systkinum styrk á þessari erfíðu stundu. Þórólfur Stefánsson Ingibjörg Laufey Pálmadóttir er við kveðjum nú hér í dag. fæddist 9. janúar 1961. Hún var á unglings- aldri þegar við kynntumst henni fyrst, blíðlynd, viðkvæm og minnti á lítið blóm sem þarf sól og hlýju til að njóta sín. Hún var dul og til- finningar hennar voru mjög marg- þættar. Bækur voru henni mikil nauðsyn og mun hún hafa sótt í þær mikla lífsfyllingu, enda vel greind. Þegar vinir eru burt kallaðir svo snögglega þá sitjum við eftir í spum. Hvers vegna hún svona ung? Tilganginn þekkjum við ekki en við emm þess fullviss að sá sem öllu ræður hefur sinn tilgang í því sem öðm. Nú er hún komin til betri og bjartari heima þar sem ástvinir hennar munu leiða hana á þeim nýju brautum sem bíða hennar þar. Minnumst hennar í bænum okkar og megi guð varðveita sálu hennar. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Berirðu kvöld þér í bijósti blæði í sál þinni undir leitaðu að öðrum sem líða Iétt þeirra þungbæm stundir. Næði nepjan um sál þér nístistu af rokveðursöldum skýldu þá öðrum sem skjálfa skapaðu yl banda köldum. Kijúptu með allt sem þig angrar að annarra þrautabeði þá verður heil sérhver holund og hugurinn þrunginn af gleði. Andý, Gulla og Tóti. í dag kveðjum við elstu systur okkar, Ingibjöigu Laufey Pálma- dóttur. Við fráfall hennar hefur verið höggvið stórt skarð í systkina- hópinn, sem aldrei verður fyllt. Lífíð reyndist elsku systur okkar oft og tíðum erfítt, en þó birti allt- af upp um síðir. Við gátum alltaf komið til Ingi- bjargar með öll okkar vandamál. Hún var góður hlustandi og ráð- lagði vel. Hún átti trúnað okkar allra og var sannur vinur í raun. Ingibjörg lagði ekki mikið upp úr veraldlegum gæðum, en lagði mikla áherslu á að rækta andann. Hún var mikill unnandi lista og hafði næmt auga fyrir fegurð, og þá sérstaklega innri fegurð. Trúin á Guð var sterk, eins og kemur fram í ljóðum þeim sem hún skildi eftir sig. Þau eru dýrmætur sjóður orða, sem við munum lesa á ókomn- um árum, og leita-huggunar í. Ingibjörg var yngstu systur okk- ar, Onnu Höllu, meira en systir. Hún átti mikinn þátt í uppeldi henn- ar, og hafði mikil áhrif á lífsskoðan- ir hennar. Við þökkum elsku systur okkar kærlega fyrir samfylgdina, og Birg- ir stjúpfaðir hennar biður góðan guð að blessa hana. Ingibjörg mun ávallt eiga vissan stað í hjörtum okkar allra og viljum við enda þessa kveðju með hennar eigin orðum: Ljósið í mér, ljósið þama úti. Hver fruma full af ljósi sem knýr líkamann. Ljósið mitt sem stækkar með auknum þroska með auknum skilningi. Ast. Ég er tengd ljósinu þama úti sem miðlar okkur öllurn orku, krafti til að komast í gegnum þennan dimma táradal lífsins. Ég elska mig, ég elska þig, ég eiska ykkur öll. (I.LP.) Anna Halla, Birgir örn, Sigríður Ósk og Iitli systursonurinn Pálmi. t Maðurinn minn, ÞÓRÐURGUÐMUNDSSON fyrrverandl verslunarstjóri, Hvassaleitl 68, lóst 19. október. Margrót Slgurðardóttir. t Föðurbróðir okkar, JENS DAVÍÐSSON trásmiður, Austurgötu 47, HafnarflrAI, verður jarðsunginn fró Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 21. október kl. 15.00. DavfðÁ. Gunnarsson, * Kristján Kristjánsson. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUNNAR SNORRI GUNNARSSON fiskmatsmaður, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði fimmtudaginn 20. október kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Edda Ólafsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÁRUS JÓNSSON, Laugarnesvegi 69, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 21. október kl. 13.30. Signý Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar og bróður minn, DR. PÁLMA MÖLLER K prófessor, sem lóst í Birmingham, Alabama, 19. júní síðastliðinn, verður í Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 24. október,. kl. 13.30. Málfrfður Óskarsdóttir Möller, Pálmi Möller, Óskar Möller, Jóhann Georg Möller, Þorbjörg Möller Leifs. t Eiginmaður minn, fósturfaðir og bróðir okkar, INGVAR GUÐNASON, Ljósheimum 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. október kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta Hjartavernd njóta þess. Valborg Guðmundsdóttir, Eydfs Erna Ólsen og systklni hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ELÍSDÓTTIR, Túngötu 36, Reykjavfk, verður járðsungin föstudaginn 21. október kl. 15.00 fró Fossvogs- kapellu. Vilhelmfna Adolphsdóttlr, Ingi Adolphsson, Konráð Adolphsson, Höröur Adolphsson, Bergur Adolphsson, Elfs Adolphsson, Guðlaug Adolphsdóttlr, Guðmundur Ó. Eggertsson, Svava Kjartansdóttir, Edda Gunnarsdóttlr, Halldóra Pálsdóttir, Hlldigunnur Gestsdóttir, Birna Julfusdóttir, Ólafur Jónsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EYJÓLFUR TÓMASSON, Brekkubyggð 39, Garðabae, verður jarðsunginn fró Fossvogskirkju föstudaginn 21. október kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Krabbameinsfólag fslands. Elfnborg örn Eyjólfsson, Helgi Eyjólfsson, Óll Már Eyjólfsson, Erna Eyjólfsdóttir, Hrefna Eyjólfsdóttir, Tómas Eyjólfsson, Dröfn Eyjólfsdóttir, og Guðmundsdóttir, Bryndfs Steinsson, Svelndfs Sveinsdóttir, Hafdfs Pálsdóttir, Hjalti Þorvarðarson, Ingi Vigfússon, Marfa Hallgrfmsdóttir, Loftur Pátursson barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HREFNU KRISTÍNAR HJARTARDÓTTUR, Grundargötu 18, Grundarfiröl. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á deild 11 -E Landspítalans. Ágúst Breiðfjörð, Marfa Ásgeirsdóttir, Ásgeir Páll, Kristmann Jóhann og Hrefna Krlstfn. t Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, ömmu og tengdamóður, SÓLRÚNAR M. GUÐBJARTSDÓTTUR frá Drangsnesi, Esjuvöllum 14, Akranesl. Guð blessi ykkur. Guðmundur Ragnar Arnason, Sólrún Guðjónsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Mjöll Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Dagný BJörk Þorgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.