Morgunblaðið - 20.10.1988, Side 62

Morgunblaðið - 20.10.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Katanec tryggði Júgóslövum stig í Glasgow BRUNO Katanec, félagi Ás- geirs Sigurvinssonar hjá VfB Stuttgart í Þýskalandi, skoraði fyrir Júgóslava gegn Skotum á Hampden Park í Glasgow í gærkvöldi, og tryggði þeim þar með jafntefli. Úrslitin urðu 1:1, en áður hafði Maurice Jo- hnston tekið forystuna fyrir Skota. Góð byrjun Skota Skotar byrjuðu betur og Steve Nicol frá Liverpool fékk fljótlega gott færi eftir mjög góða sendingu frá Brian McClair, leikmanni Manc- hester United. Tomislav Ivkovic, . markvörður Júgóslavíu, varði skot Nicols vel. Mark Skota kom svo eftir aðra mjög góða sókn. Bakvörðurinn Maurice Malpas þrumaði að marki, Ivkovic varði en hélt ekki knettin- um. Johnston var fyrstur að átta sig, renndi sér að knettinum og potaði honum yfir marklínuna. Skotar fengu fleiri færi en náðu ekki að skora — en það gerði hins vegar Katanec sem fyrr segir. Hann þrumaði knettinum í netið af stuttu færi eftir homspymu. Dæmlð snýst vlð Skotar vom sterkari í fyrri hálf- leiknum en dæmið snérist við í þeim sfðari. Júgóslavar sóttu meira og fengu ágæt tækifæri. Þeir náðu þó ekki að bæta við marki og deildu liðin því með sér stigunum. Áhorfendur í Glasgow vom 42.771. Liðin voru þannig skipuð: Skotland: Andy Goram, Richard Gough, Mauríce Malpas, Steve Nicol, Alex McLeish, Willie Miller, Paul McStay, Roy Aitken (David Speedie vm. á 70.), Mo Johnston, Brían McCla- ir, Jim Bett (Aily McCoist vm. á 55.). Júgóslaviæ Ivkovic, Stanojkovic, Spasic, Jozic, Hadzibegic, Radanovic, Stojkovic, Kat- anec, Cvetkovic, Bazdarevic, Vujovic. Johnston skoraði á 17. mín. við mikinn fögnuð áhorfenda á Hampden Park, en Katanec jafnaði á 36. mín. Reuter Skotlnn Steve Nlcol f baráttu við Júgóslavann Spasic á Hampden Park f gærkvöldi. Yfirburð- ir Belgíu - enaðeinseins marks sigur BELGÍA sigraði Sviss 1:0 í 7. riðli HM á Heysel leikvanginum í Brussel í gærkvöldi. Frá Bjama Markússyni ÍBelgiu Það var Patrick Vervoort sem skoraði með skalla á 29. mínútu, eftir góða fyrigjöf félaga síns hjá Anderlecht, George Griin. Belgar höfðu gífurlega yfirburði í leiknum og hefðu úrslitin allt eins get- að orðið 7:0. Þeir sóttu stanslaust og fengu fyrirliðinn Jan Ceulemans og Enzo Scifo báðir mjög góð tækifæri til að skora. Scifo var annars besti maður vallar- ins, átti frábæran leik. Undir lokin munaði ekki miklu að Svisslendingar næðu að stela sigrinum. Framheiji þeirra Kua- bilay Turkyilmaz komst í gegn en Gilberg Bodart í marki Belga varði mjög vel. Hann lék í markinu í stað Michel Preud’homme, sem nef- brotnaði í vináttuleik gegn Brasilíu f síðustu viku. Áhorfendur á Heysel-leikvangin- um voru 14.450. Sovétmenn sannfærandi ^Sigruðu Austurríkismenn 2:0 í Moskvu og eru þar með komnir í efsta sæti þriðja riðils ALEXEI Mikhailichenko og Alexander Zavarov tryggöu Sovétmönnum sannfærandi sigur, 2:0, á Austurríkismönn- um f 3. riöli heimsmeistara- keppninnar f Kiev í gær. Þeir skoruðu hvor sitt markið — bæði í sfðari hálfleik — og Sov- ótmenn eru þar meö komnir á topp riðilsins. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleiknum; Sovétmenn sóttu linnulítið en náðu ekki að bijóta niður sterka vöm gestanna sem pökkuðu í vöm. Mikhailichenko kom Austurríkis- mönnum svo í opna skjöldu með því að skora þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af sfðari hálf- leik. Hann skallaði knöttinn glæsi- lega efst í vinstra markhomið. Knötturinn var á vallarhelmingi Austurríkismanna mest allan sfðari hálfleikinn, eins og f þeim fyrri. Sovétmenn sóttu látlaust og það var Alexander Zavarov sem var maðurinn á bak við flestar sóknir þeirra. Hann kom knettinum einu sinni í net Austurríkismanna í fyrri hálfieik — á 36. mín. — en var rang- stæður og mark var ekki dæmt. Hann gerði síðan löglegt mark á 69. mín. og gulltryggði Sovétmönn- um sigur. Manfred Zsak fékk það erfiða að passa Zavarov í leiknum, en hann var einfaldlega ekki nógu góður. Sovétmaðurinn snjalii, sem f vetur leikur með Juventus á ít- alíu, var miklu fljótari og knattmeð- ferð hans er frábær, þannig að hvað eftir annað hreinlega skildi hann Austurríkismanninn — og byfTgði upp sókn. Reiknað hafði verið með sovésku leikmönnum þreyttum eftir erfítt tímabil. Deildarkeppninni þar í landi er nú að Ijúka og nokkrir úr hópnum voru í gullverðlaunaliði þeirra á Óiympíuleikunum, þar á meðal markakóngurinn Mikhailichenko. En þeir léku vel, voru mjög sann- færandi og eru nú á toppi riðilsins. Hafa þijú stig, fengu eitt á Laugar- dalsvelli í ágúst og tvö í gær. Liðin voru þannig skipuð ( gœr. Sovétríkin: Rinat Dasayev, Valdas Ivanausk- as, Vagiz Khidiatullin, Andrei Zygmantovich, Anatoly Demyanenko, Vasily Rats, Sergei Aleinikov, Gennady Litovchenko, Alexander Zavarov, Oleg Protasov, Alexei Mikhailic- henko. Austurríki: Klaus Linderberger, Kurt Russ, Josef Degeorgi, Anton Pfeffer, Herbert We- ber, Manfred Zsak, Christian Kegelevits, Pet- er Artner, Anton Polster, Walter Hoermann, Gerald Wilfurt. VHM 1. RIÐILL GRIKKLAND- DANMÖRK............1:1 BÚLGARiA - RÚMENlA............3:1 F). lelkja u J T Mörk Stlg BÚLGARlA 1 1 0 0 3: 1 2 DANMÖRK 1 0 1 0 1: 1 1 GRIKKLAND 1 0 1 0 1: 1 í rúmenIa 1 0 0 1 /1:3 0 HM 2. RIÐILL PÓLLAND - ALBANlA...........1:0 ENGLAND- SVÍPJÓÐ ...........0:0 FJ. lelkja U J T Mörk Stlg PÓLLAND 1 1 0 0 1:0 2 ENGLAND 1 0 1 0 0:0 1 SV/ÞJÓÐ 1 0 1 0 0:0 1 ALBANÍA 1 0 0 1 0: 1 0 HM 3. RIÐILL fSLAND- SOVÉTRlKIN ....1:1 TVRXIANO- ISLAND ....1:1 A-bÝSKAI AMD - SLAND ....2:0 SOVÉTRlKIN - AUSTURRlKI.. ....2:0 FJ. leikja U J T Mörk Stlg SOVÉTRlKIN 2 1 1 0 3: 1 3 A-ÞÝSKAL. 1 1 0 0 2:0 2 /SLAND 3 0 2 1 2:4 2 TYRKLAND 1 0 1 0 1: 1 1 AUSTURRÍKI 1 0 0 1 0: 2 0 HM 4. RIÐILL FINNLAND- V-ÞÝSKALAND.........0:4 HOLLAND- WALES................1:0 WALES - FINNLAND..............2:2 V-ÞÝSKALAND- HOLLAND .........0:0 'FJ. Mkja U j T Mðrk Stlg V-ÞÝSKAL 2 1 1 0 4: 0 3 HOLLAND 2 1 1 0 1: 0 3 WALES 2 0 1 1 2: 3 1 FINNLAND 2 0 1 1 2: 6 1 HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Atli Hilmarsson skoraði sex möric gegn Barcelona Mikill fögnuður hjá Granolles, sem vann Katalóníubikarinn ATLI Hilmarsson, landsliös- maður í handknattleik, náði að falla vel inn I leik Granol- les, þegar hann lék með með llðinu í Katalónfumeistara- keppninni um sl. helgi. Atli skoraði sex mörk þegar Gran- olles vann Spánarmelstarana Barcelona, 24:19, f úrslitaieik mótsins. Geysilegur fögnuður var í Granolles, sem er borg rétt við Barcelona, þegar fregnir um sigurinn bárust þangað. Atlf skor- aði tvö mörk með langskotum, tvö eftir gegnumbrot og tvö úr vfta- köstum. Þá átti hann línusending- ar á spænska landsiiðsmanninn Puig, sem gáfu mörk. Puig skor- aði átta mörk í leiknum. Þess má geta að sænski landsliðsmaðurinn Per Carlen leikur með Granolles. Hann Ieikur bæði sem línumaður og sem útileikmaður hægra meg- inn. Þess má geta að Júgóslavinn Vujovic leikur með Barcelona. HM 5. RIÐILL NOREGUR- SKOTLAND FRAKKLAND- NOREGUR ....1:2 ....1:0 SKOTLAND- JÚGÓSLAVlA ....1:1 FJ.IelkJa U J T Mörk Stig SKOTLAND 2 1 1 0 3: 2 3 FRAKKLAND 1 1 0 0 1:0 2 JÚGÚSLAVÍA 1 0 1 0 1: 1 1 KÝPUR 0 0 0 0 0: 0 0 NOREGUR 2 0 0 2 1: 3 0 HM 6. RIÐILL N-ÍRLAND- MALTA ....3:0 N-ÍRLAND- ÍRLAND ....0:0 UNGVERJALAND N-lRLAND ....1:0 FJ.IeikJa U J T Mörk Stlg N-lRLAND 3 1 1 1 3: 1 3 UNGVERJAL. 1 1 0 0 1:0 2 IRLAND 1 0 1 0 0:0 1 SPÁNN 0 0 0 0 0:0 0 MALTA 1 0 0 1 0: 3 0 HM 7. RIÐILL LUXEMBURG - SVISS LUXEMBURG- TÉKKÓSLÓVAKlA ...0:2 BELGlA- SVISS . ...1:0 FJ. lelkja U J T Mörk Stlg SVISS 2 1 0 1 4: 2 2 TÉKKÓSL. 1 1 0 0 2: 0 2 BELGlA 1 1 0 0 1: 0 2 PORTÚGAL 0 0 0 0 0:0 0 LUXEMBURG 2 0 0 2 1: 6 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.