Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
400 starfsmenn í
lagmetisiðnaði
Á ÍSLANDI eru 13 fyrirtæki í
lagmetisiðnaði og hjá þeim starfh
420-450 manns. Að sögn Theó-
dórs S. Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Sölustofiiunar
lagmetis, myndu mörg þessara
fyrirtækja leggja upp laupana
og íslenskur lagmetisiðnaður
færast mörg ár aftur í tímann
ef Þýskalandsmarkaðurinn lok-
aðist að miklu eða öllu leyti
vegna mótmæla við hvalveiðar
íslendinga. Rúmlega 40% af
íslensku lagmeti fer til Vestur-
Þýskalands. Fulltrúar utanríkis-
og sjávarútvegsráðuneyta fara
til Þýskalands í dag og hitta fiill-
trúa Aldi á morgun.
Tíu verksmiðjur standa að Sölu-
stofnun lagmetis en þijú lagmetis-
fyrirtæki eru fyrir utan stofnunina.
Tvö fyrirtækjanna eru á höfuð-
borgarsvæðinu, §ögur á Norður-
landi eystra og hin eru víðs vegar
á landinu. Stærsta verksmiðjan
mun vera K. Jónsson á Akureyri,
þar sem um 60-70 manns vinna.
Sævar Frímannsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar á Ak-
Kristinn Sigmundsson í hlut-
verki Don Giovannis á liðnum
vetri.
Kristinn
Sigmunds-
son til
Wiesbaden
KRISTINN Sigmundsson
óperusöngvari hefiir verið
ráðinn að óperuhúsinu í Wies-
baden f Vestur-Þýskalandi frá
og með 1. september 1989
næstkomandi. Samningur
Kristins gildir til tveggja ára
og mun hann syngja stærstu
barítónhlutverk f uppfærslum
óperunnar, meðal annars hlut-
verk Don Giovannis f frum-
uppfærslu á samnefndu verki
Mozarts næsta vetur.
Þá mun Kristinn syngja næsta
vetur hlutverk Renato í Grímu-
dansleik Verdis og Tonio í II
Pagliachi eftir Leon Cavallo í
frumuppfærslum næsta vetur og
einnig ganga inn í aðalbarítón-
hlutverk í Astardrykknum, Brúð-
kaupi Fígarós og fleiri óperum.
„Ég geri ráð fyrir að verða tals-
vert mikið notaður þarna," sagði
Kristinn í samtali við Morgun-
blaðið. Hann flyst utan með fjöl-
skyldu sinni næsta sumar.
Kristinn sagði þennan samn-
ing vera þannig til kominn að
hann fór til Þýskalands í síðasta
mánuði. Þar söng hann fyrir for-
ráðamenn fjögurra óperuhúsa og
fékk tilboð frá þremur, þeirra á
meðal Wiesbaden, sem að sögn
Kristins er eitt af betri óperuhús-
um þar í landi. Þar verða settar
upp 23 óperur í vetur.
ureyri, sagði að ekki væri farið að
ræða um hugsanlegar uppsagnir
starfsfólks í lagmetisiðnaðinum inn-
an félagsins, þar sem málið væri
svo nýtilkomið. Það virtist þó ljóst
að það mjmdi koma sér illa fyrir
K. Jónsson ef þýska fyrirtækið Aldi
hætti að kaupa íslenskt lagmeti, en
það hefur óskað eftir upplýsingum
um hvalveiðar íslendinga. Sævar
sagði að ef verkalýðshreyfíngin léti
þetta mái til sín taka teldi hann
réttast að það yrði gert í gegn um
heildarsamtökin.
Kjartan Júlíusson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, og Guð-
mundur Eiríksson, þjóðréttarfræð-
ingur í utanríkisráðuneytinu, ræða
væntanlega við fulltrúa fyrirtækis-
ins Aldi á morgun.
. Aldi hefur óskað eftir upplýsing-
um varðandi ummæli Grænfriðunga
í Þýskalandi um hvalveiðar íslend-
inga, en fyrirtækið hefur keypt
íslenskar sjávarafurðir fyrir um 400
fnilljónir árlega.
Að sögn Hermanns Sveinbjöms-
sonar, aðstoðarmanns sjávarút-
vegsráðherra, er hugsanlegt að
íslensku fulltrúamir hitti fulltrúa
Tengelmann í leiðinni en það er þó
ekki ákveðið.
Sjá frétt á bls. 33.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Landsliðsþjálfari og tenniskappi
Marina Spasskij, eiginkona skákmeistarans Boris, kom til landsins i gær ásamt syni þeirra hjóna,
Boris yngri, sem er 8 ára gamall. Strákur sýndi föður sínum stoltur bikar, sem hann vann fyrir
nokkrum dögum í tenniskeppni. Marina hefiu* ekki komið hingað til lands síðan 1977, þegar
Spasskij og Hort háðu hér skákeinvigi. Þau hjón munu dvelja hér í rúma viku, en Spasskij mun
sem kunnugt er þjálfa islenzka skáklandsliðið fyrir komandi Ólympíumót, sem haldið verður I
Grikklandi.
Heildaiijón kröfuhafa vegna gjaldþrota:
Sýnist milljarðurinn
vera kominn í augsýn
- segir Arni Reynisson framkvæmdastjóri félags stórkaupmanna
„MÉR SÝNIST að milljarðurinn sé kominn í augsýn. En það er ekki
niðurstaða af neinni rannsókn. Það er heildarskuldatap allra, innflytj-
enda og framleiðenda, allra sem selja þjónustu til þessara fyrirtækja,
það er stór þáttur líka, og svo eru auðvitað opinberu gjöldin,“ sagði
Arni Reynisson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna i
gær. Hann var spurður um tjón stórkaupmanna vegna bágrar fjár-
hagsstöðu og gjaldþrota fyrirtækja. Tjón innflytjenda sagði hann vera
yfir 200 milljónir og að þeir væru nú að einbeita sér að fyrirbyggj-
andi aðgerðum, að fyrirtækjum sem fyrirsjáanlega muni ienda í erfið-
leikum.
umar eins og þær eru í öðrum löndum
eru að menn eigi að hætta miklu
fyrr og gefa sig upp. Við viljum hugsa
í þessa áttina. Hvemig Féiag
íslenskra stórkaupmanna getur stuðl-
að að því að þeir sem stefna í gjald-
þrot reyni að átta sig á því heldur
fyrr en þeir gera að dæmið gengur
ekki upp og þeir verði að fá opinbera
aðstoð til þess að leysa sín mál,“
sagði Ámi Reynisson. Hann sagði
þessa viðleitni vera á algjöm byijun-
arstigi, en nóg væri af dæmum um
verkefni.
Sjá ennfremur forystu-
grein á miðopnu.
„Það em tvenns konar heildsalar
í landinu, iðnrekendur og innflytjend-
ur. Staða þessara beggja aðila gagn-
vart gjaldþrota fyrirtækjum er ná-
kvæmlega sú hin sama í öllum aðalat-
riðum. Einhver hugmynd um hlutfall
á milli þessara hópa gæti verið, að
innflutningurinn sé álíka og iðnaður-
inn,“ sagði Ámi. Iðnrekendur hafa
nefnt töluna 200 milljónir um tjón
sem þeir verða fyrir vegna gjaldþrota
og fjárhagserfíðleika viðskiptavina.
Er tjón stórkaupmanna I líkingu við
það? „Ég er viss um að sú tala er
of lág,“ sagði Ámi.
Vinnan hjá Félagi íslenskra stór-
kaupmanna hefur ekki snúist um að
telja saman tapað fé, að sögn Áma.
„Við emm meira að horfa á það hvort
einhveiju sé hægt að bjarga einhvers
staðar. Stefnan hér er í raun og vem
að vita á lengra færi um fyrirtæki
þar sem stefnir í óefiii og reyna að
nálgast þau á fyrri stigum. Leikregl-
Ragnar Kjartansson
myndhöggvari látinn
RAGNAR Kjartansson mynd-
höggvari lést í Borgarspítalanum
I Reykjavík í fyrrinótt. Hann var
65 áira að aldri.
Ragnar fæddist 17. ágúst 1923
á Staðastað á Snæfellsnesi. Foreldr-
ar hans vom hjónin Kjartan Kjart-
ansson prestur á Staðastað og Ing-
veldur Olafsdóttir frá Sogni í Olfusi.
Ragnar lærði leirkerasmíði hjá
Guðmundi Einarssyni frá Miðdal
og stundaði listnám í Handíðaskól-
anum í Reykjavfk, hjá Ásmundi
Sveinssyni myndhöggvara í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík og í
Svíþjóð. Hann var sjómaður um
tíma og kenndi myndlist. Hann var
einn af frumkvöðlum leirmunagerð-
ar hér á landi, stofnaði ásamt fleir-
um Funa keramik og síðar Glit
keramik og starfaði í þessum fyrir-
tækjum.
í rúma tvo áratugi hefur hann
starfað sem myndhöggvari og var
einn af þekktustu myndlistarmönn-
um landsins. Verk hans skreyta
útisvæði víða um land, og má þar
nefna: Stóðið við Hringbraut í
Reykjavík, Mjaltakonan á Akureyri,
Sjómemjimir á ísafírði, Bárður
Snæfellsás á Amarstapa á Snæ-
fellsnesi og Sjómannskona f
Grindavík. Hann hélt fjölda einka-
sýninga og tók þátt í samsýningum.
Ragnar var um tíma í stjóm
Félags íslenskra myndlistamanna.
Hann var einn af aðalhvatamönnum
að stofnun Myndhöggvarafélags
Íslands árið 1977, formaður um
árabil og síðustu árin heiðursfélagi.
Ráðsteftia um ferðaþjónustu í þágri friðar:
Þingheimur fagn-
aði forseta Islands
Vancouver f Kanada. Frá Oddnýju Björgvins, blaðamanni Morgunbladains.
ursforseti næstu heimsráð-
stefiiu." Þetta sagði Patrick
Reid, framkvæmdastjóri heims-
sýningarinnar 1986, þegar
hann flutti kveðjuorð til forseta
íslands, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, fyrir hönd ráð-
stefhugesta á fyrstu alheims-
ráðstefiiu um ferðaþjónustu í
þágu friðar. Allur þingheimur
reis þegar úr sætum og tók
undir þau orð með dynjandi
lófataki.
„ÞAÐ leikur enginn vafi á hver
beðinn verður um að vera heið-
Ragnar Kjartansson
Eftirlifandi eiginkona Ragnars
er Katrfn Guðmundsdóttir bankarit-
ari frá Skaftafelli í Öræfum og eiga
þau 4 uppkomin böm.
Reed er Kanadamaður af írsku
bergi brotinn og þau Vigdís áttu
glettin orðaskipti um sameiginleg
þjóðareinkenni íra og íslendinga
sem vöktu kátínu ráðstefnugesta.
Vigdísi vom færðar margar góðar
gjafír, meðal annars höggmynd
eftir eina þekktustu listakonu
Kanada, sem afhenti henni lista-
verkið í eigin persónu.
Á hádegisverðarfundi tendraði
Vigdís friðarljós sem hún afhenti
ferðamálaráðherra Tansaníu, frú
Madise Ngororo, sem flutti ræðu
um ýmis vandamál Afríkuríkja.
Ráðstefnunni lauk í gærkvöldi.