Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 13 LÍTILS VIRÐIN G VIÐ ÞINGRÆÐIÐ eftir GeirH. Haarde Fyrir skömmu birtist í dagblöð- unum auglýsing frá nýstofnuðum Atvinnutryggingarsjóði útflutn- ingsgreina, sem gegna á lykilhlut- verki í efnahagsstefnu nýrrar ríkis- stjómar. í auglýsingunni er þeim fyrirtækjum sem óska eftir lánum úr sjóðnum bent á að snúa sér til hans og fá sendar nauðsynlegar upplýsingar um þessi lán. Eftir stjómarformanni hefur verið haft að lánveitingar úr sjóðnum geti hafíst um miðjan nóvember. Sjóður þessi byggir tilveru sína á nokkmm greinum í bráðabirgða- lögum ríkisstjómar Steingríms Her- mannssonar frá 28. september sl. Hann fær einn milljarð króna í vöggugjöf frá ríkisstjóminni, en til að afla þess fjár er m.a. ætlunin að leggja 400 milljóna króna tekju- skattsauka á almenning á ámnum 1989 og 1990. Að auki á sjóðurinn að taka milljarð króna að láni er- lendis til starfsemi sinnar og hafa milligöngu um að skuldbreyta 5 milljörðum af lausaskuldum út- flutningsfyrirtækj a. Auglýsingin frá sjóðnum birtist í blöðunum nokkmm dögum áður en fmmvarp til laga til staðfesting- ar bráðabirgðalögunum kom til umræðu í efri deild Alþingis. Þar á fmmvarpið eftir að vera til með- ferðar við þijár umræður og hjá nefnd áður en það hlýtur af- greiðslu. Ætla má að meirihluti sé fyrir þessu framvarpi í efri deild. Hins vegar er alkunn sú óvissa sem ríkir um það, hvort ríkisstjóm- in hefur meirihluta í neðri deild fyrir þessum bráðabirgðalögum. Á það mun væntanlega reyna eftir nokkrar vikur að lokinni meðferð málsins í efri deild. Hitt er ljóst að miðað við úrslit í nefndakjöri í neðri deild hefur ríkisstjómin ekki meiri- hluta í deildinni og fmmvörp henn- ar geta því fallið þar á jöfnum at- kvæðum. Þetta atriði skiptir gmnd- vallarmáli. En þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um afdrif málsins hefur verið rokið af stað með að koma hinum nýja sjóði á laggimar. Ef svo fer fram sem horfír, má ætla að byijað verði að lána úr sjóðnum áður en í ljós kemur hvort lagaákvæði um hann njóta meirihlutastuðnings á Alþingi. Geir H. Haarde Þessi vinnubrögð em fáheyrð og hrein storkun við þingræðið í landinu. Auðvitað er siðlaust að setja bráðabirgðalög, sem ekki er fullvíst að njóti meirihlutafylgis á Alþingi, en þá tekur steininn úr, þegar byijað er að gera fjármála- ráðstafanir er skipt geta milljörðum á gmndvelli slíkra laga. Hvað ætla stjómarherramir að gera ef ákvæðin um sjóðinn í bráða- birgðalögunum verða felld? Hvers konar framkoma er það gagnvart þeim aðilum sem hyggjast leita fyr- irgreiðslu hjá sjóðnum að bjóða upp á slíka óvissu? Hafa ráðherramir hugleitt hver staða lántakenda yrði við slíkar aðstæður? Hér er um aðferðir að ræða sem mjög vafasamt er að standist stjóm- arfarslega, hvað svo sem líður til- gangi sjóðsins. En þær geta einnig haft alvarlegar fjárhagslegar afleið- ingar fyrir þá aðila sem ieita fyrir- LAGANEMAR veita ókeypis lög- fræðiaðstoð fyrir almenning yfír vetrarmánuðina, eins og gert hef- ur verið undanfarin ár. Aðstoðin fer þannig fram að eitt kvöld í viku veita laganemar, á siðari hluta námsins, lögfræðilega ráð- gjöf í gegnum sima. Markmið þessarar þjónustu er að almenningur eigi þess kost að geta á skjótan og ódýran hátt fengið upp- „Þessi vinnubrögð eru fáheyrð og hrein stork- un við þingræðið í landinu. Auðvitað er siðlaust að setja bráða- birgðalög, sem ekki er fullvíst að njóti meiri- hlutafylgis á Alþingi, en þá tekur steininn úr, þegar byijað er að gera fjármálaráðstafanir er skipt geta milljörðum á grundvelli slíkra laga.“ greiðslu sjóðsins, ef í ljós kemur, að hann reynist ekki megnugur að standa við skuldbindingar sínar, vegna þess að ákvæði um hann njóta ekki stuðnings meirihluta þingsins. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa, að sjóður þessi gangist ekki undir neinar skuldbindingar né gefí nein lánsijárfyrirheit fyrr en í ljós er komið, hvort fyrir þessari starf- semi er meirihlutafylgi á Alþingi eða ekki. Ríkisstjómin gat látið á þetta reyna nú við upphaf þings með því að leggja málið fyrst fyrir neðri deild. Hún kaus að fresta úrslitum með því að fara með mál- ið fyrst fyrir efri deild. í samræmi við þá ákvörðun ætti að skjóta allri starfsemi sjóðsins á frest þar til vilji Alþingis liggur fyrir. Höfundur er einn afalþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. lýsingar um réttarstöðu sína ef eitt- hvað kemur upp á, s.s. andlát, skiln- aður, flársvik o.s.frv. Fólk fær einnig upplýsingar um hvert það getur snú- ið sér til að fá úrlausn mála sinna, en laganemar hafa ekki leyfí til málflutnings og geta því ekki fylgt málum eftir í dómskerfinu. Lögfræðiaðstoðin er opin á fimmtudögum kl. 19.30 til 22.00 og símanúmerið er 11012. Aðstoðin er einungis veitt í formi símaráðgjafar. Lögfi’æðiaðsthð Orators Veldu HITACHI Iog þú hefur tæknina í hendi þér Utborgun aöeins 10.000 kr. og eftirstöðvar á 12 mánuðum! KRINGLl Holl f rá AEG Kæliskápur Santo 2600 DT • H144x54x58 cm • Eyðslugrannur • 204 lítra kælir • 48 lítra kælir • Sjálfvirk afþýðing á kæli Verð kr. 34.782,- stgr. B R Æ Ð U R N R DJ ORMSSON HF OTRULEGT satt SKÓLAFÓLK - FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR - HEIMILI É/ÖL 12 gerðir og verðflokkar af AMSTRAD PC-tölvum á tilboði sem ekki er hægt að hafna. "dÆMI 1: AMSTRAD PC 1512/20MB harður diskur 14“ sv.hv.’\ skjár. Fjöldi fylgihluta og forrita t.d. MÚS, GEM, RITV.ÁÆTLG., LEIKIR O.FL. O.FL. Stór ísl. handbók og 30% afsl. á 12 tíma PC-nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. ^OKTÓBERTILBOÐ 104.900,- 79.800,’ ' ...................— ■> DÆMI 2: AMSTRAD PC 1640/20 MB harður diskur 14“ sv.hv. hágæða skjár. Innbyggt EGA, HERCULES OG CGA kort, fjöldi fylgi- hluta og forrita. Stór (sl. handbók og 30% afsláttur á 12 tima nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. ' OKTÓBERTILBOO 121.800,' 99.800,’ -----——-..-— .......... ...........- .... ^ ÓDÝRASTA AMSTRAD PC: 1 drif 14" skjár aðeins 49.800,- DÆMI 3: AMSTRAD PPC 512 ferðatðlva/1 drif, 10“ skjár, AT-^ lyklaborð, 5,4 kg. 0KTÓBERTILB0Ð: 59.900,’ 49.900,’ Kynntu þér AMSTRAD - Það er ekki að ástæðu- lausu að AMSTRAD PC-tölvur eru mest seldu tölvur í Evrópu í ár. Ástæðurnar eru meðal annars: Fullkomlega IBM samhæföar + ríkulega útbúnar af fylgihlutum og for- ritum + ótrúlega lágt verð= Lang bestu tölvukaupin. GREIÐSLUKJÓR VIÐ ALLRA HÆFI/ RAÐGREIÐSLUR, Allt verö miöað við gengi 30. september og staögreiöslu. ÍTÖUfULHND - HLEMMI LAUGAVEGI 116 V/HLEMM S.621122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.