Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 er nýr gestakokkur Sjanghæ.# Hann er fyrsta flokks kokkur og kemurfrá Kína Hingað er hann kominn til að kitla bragðlauka landans og leiða hann um ófarna vegi austurlenskrar matargerðarlistar á sinn einstaka hátt. Meðal þess sem hann býður uppá má nefna: k Peking-blönduð sjávarréttasúpa/ P Peking-seafood mixed soup. í * 1 „Kau-li-shia" Snöggsteiktur humar/ | Pan fried lobster. v • ’ \ „Yang pai" Kjúklingur með sellery/ ^-vV® Chicken with cellery. Súrsæt önd/ Sweet and sour duck |l Við höfum opnað að nýju í hádeginu á sunnudög Fyrirtak fyrir fjölskylduna. Aétt- OSRAM FULNINGAHURÐIR Fura - greni aO-530 SMIÐJUVEGI6, KÖPAVOGI, S: 45670 - 44544 þarf þá aðeins að vinna 8 tíma á dag, sem þýðir að hann hefur tíma og kraft aflögu til að sinna fjöl- skyldu og áhugamálum. Framboð á þjónustu fer að veru- legu leyti eftir eftirspum, sem aftur fer eftir peningamagni í umferð. Það er því ósköp eðlilegt að þjón- ustustarfsemi dragist saman þar sem fólk vinnur langan vinnudag fyrir lágum launum og hefur hvorki peninga né tíma til að nýta sér þjónustuna, hvort sem hún heitir veitingahús, hárgreiðslustofa eða eitthvað annað. Þetta er hinsvegar ekkert vandamál í sjálfu sér, því ég er sannfærður um að ef launa- kjör einstaklinga og fjárhagur fyrir- tækja batnar á landsbyggðinni og peningaveltan eykst þar með, þá kemur þjónustustarfsemi í kjölfarið án nokkurra stjómvaldsaðgerða. Eitt ákaflega sérstætt fyrirbæri f íslenskri stjómun mætti kalla núll-stefnuna. Hefur hún verið eitt aðal viðmið ríkisstjóma til fjölda ára og byggist á því að reikna út hversu langt megi ganga í ráðstöf- unum t.d. eins og að halda gengi stöðugu þrátt fyrir innlenda verð- bólgu án þess að rekstur fiskvinnsl- unnar fari „niður fyrir núllið". Eða það sem algengara er í seinni tíð; hvaða ráðstafanir þurfi að gera tl að koma fiskvinnslunni „upp á núll- ið“. Þetta hefur valdið langvarandi óhagstæðri gengisþróun fyrir allar greinar útflutnings- og samkeppn- isiðnaðar og næsta reglulegum tap- rekstri og þar með ijármagnstil- færslu/eignaupptöku frá fisk- vinnslufyrirtækjum og starfsfólki þeirra. Næsta víst er nefnilega að fyrirtæki í taprekstri borga lág- marksverð fyrir hráefni og standa ekki í launaskriði starfsmanna held- ur nota bera taxtana meðan þjón- ustu- og innflutningsfyrirtæki geta valið sínu fólki kaup. Nýlega kom maður frá Iðntækni- stofnun fram í sjónvarpsfréttum og lýsti því yfír að framleiðniaukning og aftur framleiðniaukning væri allsherjarlausn á vanda framleiðsu- greinanna á íslandi, en ekki gengis- breytingar, eða aðrar stjómvaldsað- gerðir. Formaður sambands físk- vinnslustöðva tók í sama streng. - Sækið námskeið hjá traustum aðila - Eftirfarandi ritvinnslunámskeið verða haldin á næstunni: - WordPerfect (Orðsnilld)-Byrjendanámskeió.......29.-30. okt. - WordPerfcct(Orósnilld)-Framhaldsnámskeið......5- 6.nóv. Bæði námskeiðin fara fram um helgi, kl. 10.00 og 14.30 laugardaga og sunnudaga. Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400. VERZLUNARSKOLIISLANDS Opið bréf til Byggðastofnunar eftirSigurð Halldórsson Tilefni bréfs þessa er ársskýrsla Byggðastofnunar 1987, sem ég sá nýlega, og umræða kringum stofn- un nýrrar ríkisstjómar og efna- hagsúrræði hennar. Um þau má segja að eflaust em þau nauðsyn- leg, eins og staðan er í dag, en eigi að síður dæmigerð skammtímaúr- ræði gerð til að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslunnar á næstu vikum en hafa trúlega ófullnægj- andi áhrif á hag framleiðsluatvinnu- greina til frambúðar. í inngangi að ársskýrslu Byggðastofnunar er dregin upp heldur svartsýnisleg mynd af framtíð landsbyggðar og ber umræðan fremur keim af skipu- lögðu undanhaldi en úrræðaleysi varðandi framsækni og framþróun í atvinnu- og mannlífí. Hér þarf heldur en ekki breytingu á hugsun- arhætti og sá er tilgangur þessara punkta, að örva skapandi hugsun og umræðu; benda á að ýmislegt sem farið er að líta á nánast sem náttúrulögmál, eru mannanna verk og vel hægt að breyta, ef vilji er fyrir hendi. í ársskýrslunni er látið að því liggja að samsöfnun fólks á Reykjavíkursvæðið sé fyrst og fremst vegna framboðs á þjónustu. Ég tel að þetta sé að verulegu leyti röng skýring og að aðaldrifkraftur fólks til flutninga milli staða/lands- hluta séu mismunandi launakjor, en ekki framboð á þjónustu. Raun- verulegt dæmi sem ég þekki er t.d. smiður sem vanur var að vinna 10—11 tíma á dag í plássi úti á landi. Hann flytur á Reykjavíkur- svæðið og getur valið hvort hann vinnur jafnlangan vinnudag og fyrr, en fyrir 50—75% hærri laun, eða heldur sömu launum og áður, en Sigurður Halldórsson „Raunveruleg byggða- stefha er fyrst og fremst fólgin í því að gera framleiðslufyrir- tækjum kleift að skila hagnaði með góðum rekstri og þannig gera þeim mögulegt að auka eigið fé og minnka skuldir.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.