Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 25

Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 25 Morgunblaðið/Bjami George Walker (tU hægri) tekur við heiðursdoktorsskjali af próf- essor Arnþóri Garðarssyni í Háskólabíói á laugardag. Heiðursdoktorsnafii- bót við Háskólann VIÐ útskrift kandídata frá Háskóla íslands á laugardag var George P. L. Walker, prófessor í eldQallafræði við Hawaii- háskóla, sæmdur heiðursdoktorsnafnbót. Walker kortlagði og rannsakaði blágrýtismyndunina á Austurlandi í tíu sumur og í fréttatilkynningu frá Háskólanum segir að varla sé ofsagt að hann hafi lagt stærri skerf til íslenskra jarðvisinda en nokkur annar erlendur maður. Walker er fæddur í London árið 1926 og lauk doktorsprófi í jarðfræði frá Leeds-háskóla árið 1955. Hann hefur verið „G.A. Macdonald prófessor“ í eldfjalla- fræði við Hawaii-háskóla síðan 1981, en sú staða þykir sú virðing- armesta í þeirri fræðigrein. Hon- um var veitt íslenska fálkaorðan árið 1980, Lyell-orða breska jarð- fræðafélagsins árið 1982 og nýve- rið var hann kosinn „vísindamað- ur ársins" á Hawaii. Walker hefur ritað rúmar 30 vísindagreinar um jarðfræði ís- lands og stýrt vinnu fjölda dokt- orsefna sem komu til jarðfræði- rannsókna hingað til lands á hans vegum á meðan hann kenndi við Imperial College of Science .and Technology við Lundúnaháskóla. í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist á laugardag, sagði Walker að ísland hefði verið staðurinn þar sem hann hafi lært mest í jarð- fræði og hann hefði ákveðið að snúa sér að eldijallafræði eftir að hann sá Surtseyjargosið 1963. Athafiiasvæði Norðursíldar á Seyðisfirði. Norðursíld á Seyðisfirði seld heimamönnum Rögnvaldur Siguijónsson vígir Steinway-flygilinn. Morgunblaðið/Bjami Nýr Stelnway-flyg- ill í Gamla bíói Á íslenska tónlistardeginum sl. laugardag var vígður nýr Stein- way-flygill í Gamla bíói. Það var Rögnvaldur Sigurjóns- son sem sló fyrstu hljómana á hinn nýja flygil, en Rögnvaldur varð sjö- HRAÐFRYSTIHÚS og síldarsöltunarstöð Norðursíldar hf á Seyðis- firði var fyrir nokkru seld Fiskvinnslunni hf á sama stað. Fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar byrjaði að kanna möguleika á kaupum á Norðursíld fyrir tæpu ári að sögn Hreiðars Valtýssonar, fram- kvæmdasljóra og aðaleiganda Norðursíldar, og lauk viðræðum með kauptilboði og undirritun kaupsamnings fjórða október síðastliðinn. Starfsemi fyrirtækisins verður lítið breytt fyrst um sinn og með sama starfsfólki og áður. tugur fyrir skömmu og hefur ekki komið fram opinberlega um langt skeið. Flygillinn var keyptur af Styrkt- arfélagi íslensku óperunnar og Tón- listarfélaginu í Reykjavík. Hlutafélagið Norðursíld hf var stofnað á Raufarhöfn 12. september 1951 fyrir forgöngu Valtýs Þor- steinssonar, útgerðarmanns á AK- ureyri. Árið 1960 hófst starfsemin á Seyðisfírði, fyrst á leiguaðstöðu en tveimur árum í eigin nýbyggðu húsnæði. Nýtt hraðfrystihús var tekið í notkun 1968 og uppbygging stöðvarinnar hefur staðið yfir lengst af síðan. Á síðustu vertíð var saltað í um 14.000 tunnur af sfld hjá Norðursíld. Hreiðar Valtýsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að eigendur Norðursíldar hefðu ekki talið rétt að hafna kauptilboði Fiskvinnslunn- ar og því selt öll hlutbréf fyrirtækis- ins. „Nú, þegar við hjónin kveðjum þennan stað eftir langt starf, er okkur efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu Seyðfirðinga og aðkomu- manna, sem starfað hafa með okk- ur og ekki síður sjómanna á bátum okkar og öðrum bátum, sem fært hafa okkur hráefni til vinnslunnar, svo og öðrum viðskiptavinum. Við óskum nýjum eigendum til ham- ingju og óskum Norðursíld velfam- aðar framvegis sem hingað til,“ sagði Hreiðar. Hreiðar Valtýsson Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Sovétmenn reiðubúnir að draga úr kafbátaferðum - segja Guðrún Agnarsdóttir og Páll Pétursson SOVÉTMENN eru reiðubúnir að draga úr kjamorkuvígbúnaði sínum á Kólaskaga, í Eystrasalti og í Norðurhöfúm í tengslum við yfirlýs- ingu um lgamorkuvopnalaus Norðurlönd, að sögn þeirra Guðrúnar Agnarsdóttur og Páls Péturssonar, sem áttu nýlega í viðræðum við ráðamenn í Sovétríkjunum ásamt félögmn sínum í norrænni þing- mannanefiid. Guðrún sagði að fyrir okkur íslendinga væri nauðsyn- legt að koma á eftirliti með ferðum bæði sovéskra og bandarískra kafbáta hér við land, en nú fengju íslendingar ekki einu sinni upp- lýsingar um ferðir sovéskra kafbáta frá eftir litsstö ð vum Atlantshafs- bandalagsins hér á landi. Fulltrúar frá norrænu þing- mannanefndinni fóru til Washing- ton 26.-29. september, en enginn íslenskur fulltrúi komst þá vegna stjómarmyndunarviðræðna. Þau Guðrún og Páll fóru í ferð til Moskvu í boði æðsta ráðs Sovétríkj- anna frá 30. september til 4. októ- ber ásamt 12 þingmönnum frá hin- um Norðurlöndunum. Alls taka 21 stjórnamálasamtök á Norðurlönd- um þátt í viðræðunum, en flestir hægriflokkar standa utan þeirra. Allir íslenskir stjómmálaflokkar utan Sjálfstæðisflokkur og Borg- araflokkur taka þátt i störfum þing- mannanefndarinnar. Páll Pétursson sagði að sér virt- ist sem Sovétmenn væm reiðubúnir að leggja nokkuð á sig til að hrinda hugmyndinni um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd í framkvæmd. Þeir væru reiðubúnir að draga úr vígbúnaði á Kólaskaga, Leníngrad- svæðinu og Eystrasaltsríkjunum, fjarlægja alla kjarnorkukafbáta úr Eystrasalti og senda engin skip með kjamorkuvopn innanborðs til hafna( í öðmm ríkjum. Þá væm þeir tilbún- ir að samþykkja fullkomnasta eftir- lit sem völ er á, en það yrði að vera gagnkvæmt. Páll sagði að þeir Besta sumarið í sveitagisting’unni ÞRÁTT fyrir margföldun á framboði sveitagistingar var nýtingin mjög góð í sumar. Páll Richardson framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda segir að ekki liggi fyrir tölur um Qölda gistinótta en af sam- tölum við ferðaþjónustubændur mætti ráða að þetta væri besta suma- rið frá upphafi, Um lOO bændurbjóðaferðaþjón- ustu af ýmsu tagi og fá bændurnir meirihluta allra pantana beint. Ferðaþjónustan hefur því enn ekki yfirlit yfír sumarið. Páll gat þess að í vor hefðu verið um 1.600 gisti- pláss í boði hjá bændum, en árið 1986 hefðu þau verið 500. Aukning- in væri því mikil en þrátt fyrir 'það létu bændur mjög vel af sumrinu. Páll sagði að sölukerfi sem kynnt var á þessu ári, Flakkari og Veiði- flakkari, hefðu reynst vel. Ferða- skrifstofur erlendis notuðu kerfín mikið. Á vegum Ferðaþjónustunnar er hafin vinna við staðal fyrir ferða- þjónustu í sveitum með tilheyrandi flokkun þjónustuaðila eftir gæðum. Sagði Páll að unnið væri að þessu í vetur. Hann nefndi einnig að áhugi væri fyrir að útbúa upplýsingabækl- ing fýrir þjónustu ferðaþjónustu- bænda við hestamenn. Það gæti verið liður í því að auka hestaferðir í byggð og létta á hálendinu. Þá væri verið að kanna möguleika á útgáfu upplýsingabæklings um gönguleiðir í byggð. „A þessu ári eykst sá óhagstæði mismunur sem er á ferðalögum Is- lendinga til útlanda og komum er- lendra ferðamanna. Við reynum að leggja okkar af mörkum við að snúa við þessari öfugþróun. Nauð- synlegt er að bregðast við með markvissum aðgerðum, vöruþróun og sölustarfsemi og ekki síst breyta þeirri ímynd að ísland sé fokdýrt, því auðvitað er ekki allt dýrt hér,“ sagði Páll. sem farið hefðu í báðar ferðimar hefðu verið ánægðari með viðtök- umar í Moskvu en í Washington. Guðrún Agnarsdóttir sagði að alþjóðlegu þingmannasamtökin Global Action væru reiðubúin að leggja fram tillögur um eftirlits- kerfí með kafbátaferðum og að hafa umsjón með því. Hún sagði að ísland vildi stundum gleymast í umræðunni og spurði Zagladin, formann utanríkismálanefndar æðsta ráðsins, hvort Sovétmenn væru reiðubúnir að draga úr um- ferð kjamorkukafbáta. Hann sagði að Sovétmenn hefðu lagt fram til- lögur um að draga úr flotastyrk, en Bandaríkjamenn hefðu tekið fá- lega tillögum um að draga úr stýri- flaugum sem skotið er af hafi. Guðrún sagði að Norðurlönd væm nú kjamorkuvopnalaus, en yfírlýs- ing þess efnis væri táknrænt skref til frekari afvopnunar í heiminum. Þá hlyti það að vera jákvætt að dregið yrði úr vígbúnaði á jöðmm svæðisins. Guðrún sagði aðspurð að yfirlýs- ing um kjamorkuvopnalaus Norð- urlönd myndi þýða að þau myndu öll fara að fordæmi Dana og banna herskipum að koma í höfn nema gegn yfírlýsingu um að þau væm ekki með kjamorkuvopn um borð. Kjamorkuvopnalaus Norðurlönd væm ekki í samræmi við stefnu Atlantshafsbandalagsins um „sveigjanleg viðbrögð", þar sem beiting kjamavopna að fyrra bragði er ekki útilokuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.