Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 30

Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 31 30 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Afleiðingar gialdþrota að hefur stundum verið haft á orði, að of lítið væri um gjaldþrot fyrirtækja á íslandi vegna þess, að stjómvöld hefðu of ríka til- hneigingu til þess að bjarga atvinnufyrirtækjum, sem komin væru í erfiðleika. Slík afskipti opinberra aðila væru engum til góðs en gætu stuðl- að að því, að ekki væri nægi- lega vel staðið að rekstri fyr- irtækja. Stjómendur þeirra gætu treyst því, að hið opin- bera kæmi til sögunnar, ef eitthvað bjátaði á. Nú er svo komið, að gjald- þrot em orðin tíð í íslenzku atvinnulífi. Raunar hefur varla liðið sú vika í marga mánuði, að ekki hafi borizt fregnir um ný gjaldþrot eða beiðni frá stómm fyrirtækj- um um greiðslustöðvun til þess að endurskipUleggja rekstur. Ekki leikur nokkur vafí á því, að vaxtastefnan hefur ráðið mestu um þessa þróun. A örfáum ámm hefur orðið sú gmndvallarbreyting í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar, að í stað þess að lánsfé kostaði minna en ekki neitt kostar það nú vem- lega fjármuni. Vextir hafa verið svo háir í nokkur miss- eri, að einungis hagkvæm- asta fjárfesting hefur staðið undir þeim. Þetta stuðlar auðvitað að heilbrigðara at- yinnulífi, þegar til lengri tíma er litið, en aðlögun að breytt- um aðstæðum reynist mörg- um erfið. Hin tíðu gjaldþrot em m.a. afleiðing þess, að menn hafa ekki gert sér nægilega vel grein fyrir áhrifum breyttra aðstæðna. Óneitanlega vekja sum þeirra gjaldþrotamála, sem upp hafa komið á undanföm- um mánuðum, spurningu um það hvort eftirlit lánastofn- ana er nægilega mikið og athugun á rekstraráætlunum fyrirtækja nægilega góð. Ljóst er, að í mörgum tilvik- um hafa opinberir fjárfest- ingarlánasjóðir lánað mikið fé til fyrirtækja, sem ýmist hafa lent í gjaldþroti eða greiðslustöðvun og spyija má hvort rækileg athugun hafi farið fram á rekstri viðkom- andi fyrirtækja eða þeim áformum, sem uppi voru, áður en lán voru veitt. Getur það verið, að pólitískur þrýst- ingur hafi stundum meiri áhrif á ákvarðanir slíkra að- ila um lánveitingar en ná- kvæm skoðun á rekstri og áætlunum? í kjölfar gjaldþrotanna hefur athyglin beinzt í vax- andi mæli að þeim} sem tapa á gjaldþrotum. I fréttum Morgunblaðsins í gær kom fram, að bændur og afurða- stöðvar geta hugsanlega tap- að rúmlega 200 milljónum króna á viðskiptum við verzl- anir og veitingahús, sem orð- ið hafa gjaldþrota að undanf- ömu. Aður hefur komið fram, að iðnfyrirtæki geti tapað svipuðum upphæðum og ljóst er, að innflutningsfyrirtæki tapa verulegum fjármunum á gjaldþrotum. Slík töp geta auðvitað haft keðjuverkandi áhrif, sem enginn getur séð fyrir hver verða, vegna þess, að þeir sem tapa á gjald- þrotum annarra eru misjafn- lega í stakk búnir til þess að taka á sig slík töp. Þá er ástæða til að varpa fram þeirri spumingu, hvort viðskiptabankar og sparisjóð- ir standi frammi fyrir því, að einhver hluti útlána þeirra sé í raun tapaður, þótt það hafí ekki verið staðfest í raun. Ef um slík töp er að ræða er auðvitað óhjákvæmilegt fyrir þessar lánastofnanir að horfast í augu við töpin, þótt það kunni að hafa neikvæð áhrif á stöðu þeirra. Þorvald- ur Gylfason, prófessor, varp- aði því t.d. fram í grein hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu hvort tímabært væri orðið fyrir bankana að af- skrifa eitthvað af skuldum sj ávarútvegsfyrirtækj anna og stuðla á þann hátt að því, að rekstur þeirra komist á réttan kjöl. ' Líklegt má telja, að sú alda gjaldþrota, sem nú sýnist standa yfir, haldi áfram enn um skeið. Þótt í því felist viss hreingeming í atvinn- ulífínu er ljóst, að afleiðing- amar geta orðið margvísleg- ar og komið víðar fram, en menn kunna að halda við fyrstu sýn. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Kirkjuþing: Rætt um þjóðmála- ráð kirkjunnar A KIRKJUÞINGI í gær voru til umræðu mál sem varða fyrir- hugað þjóðmálaráð kirkjunnar, safiiaðaruppbyggingu og viðbót við sálmabókina. Þessi mál voru tekin til umQöIlunar eftir að skýrsla kirkjuráðs og reikningar kristnisjóðs höfðu verið af- greiddir og lögð fram greinar- gerð um úthlutun úr jöfiiunar- sjóði sókna. Tillaga um þjóðmálaráð kirkj- unnar var unnin af þriggja manna nefnd. Gert er ráð fyrir að koma á fót 11 manna starfshópi, sem fjalli um afstöðu kirkjunnar til þjóðmála og efli umræðu um þjóðmál út frá kristnum forsendum, bæði í söfnuð- um landsins og á opinberum vett- vangi. Þjóðmálaráð! er ætlað að vera ráðgefandi fyrir biskup íslands og gefa út álit sitt í prentuðu máli. Þessu næst ræddi kirkjuþing um safnaðaruppbyggingu. Þriggja manna nefnd vann að tillögu, þar sem gert er ráð fyrir að skipuð verði sjö manna stjórn til að hafa yfírumsjón með markvissri safnað- aruppbygginu um allt land. Stjóm- inni er ætlað að gera áætlanir til að vinna eftir, að útvega og útbúa efni, sjá um þýðingar á erlendu efni og koma því til útgáfu og sjá um þjálfun á starfsliði til að koma áætlununum í framkvæmd. í gær lögðu fjórar konur, stuðn- ingsmenn sr. Gunnars Bjömssonar fyrrverandi Fríkirkjuprests, fram bréf á Kirkjuþingi, þar sem óskað er eftir að þingið taki afstöðu til deilunnar innan Fríkirkjusafnaðar- ins. Listasafn íslands: Kyrra líf — sýning- á verk- um Kristínar Jónsdóttur Líkur taldar á of háum greiðsl- um til nokkurra sveitarfélaga fram í janúar Leikbrúðuland tvítugt Kristín Jónsdóttir í vinnuherbergi sínu í Kaupmannahöfii árið 1917. gefur góða mynd af þessum hluta ævistarfs Kristínar, þróun listar hennar og þeim breytingum sem á henni verða. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vegleg sýningar- skrá, þar sem mynd er af hvetju verki á sýningunni, annað hvort í lit eða svart/hvítu. í sýningar- skrána skrifar Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur um þetta af- markaða svið myndlistar Kristín- ar, sem hann nefnir Kyrra líf, og dregur sýningin nafn þar af. Aðalsteinn segir m.a. „í bestu uppstillingum sínum dregur Kristín fram innsta eðli sérhvers forms, gerir það trúverðugt og gæðir það sjónrænu seiðmagni. Að því leyti á hún samleið með helstu afstraktmálumm okkar, ekki síður en málurum fyrri tíma." Sýningin Kyrra líf verður opin í Listasafni íslands til 27. nóvem- ber. ur, er byggð á meðaltali upplýsinga um innheimtu hjá um þaö bil tuttugu sveitarfélögum á síðasta ári. Þetta fyrirkomulag átti aðeins að vera við líði fyrstu fjóra mánuði ársins, þar sem reiknað var með að niðurstöður úr tölvuvinnslu ættu að geta legið fyrir strax í apríl. Páll Guðjónsson, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að talið væri að einhver sveitarfélög væru þegar búin að fá of háar greiðslur, og ætti það fyrst og fremst við um fámennari sveitar- félög. Þetti þýddi þó ekki endilega að þau væru búin að fá of mikið miðað við heildarniðurstöðu ársins, heldur einungis miðað við innheimt- una fram að þessu. „Það ríkir mikil óvissa á milli sveitarfélaganna innbyrðis vegna þessa ástands, og það hefur valdið ákveðnum óþægindum að búa við hana. Menn eru jafnframt vissulega orðnir óþolinmóðir að átta sig á því hvemig fjárhagsáætlunum sveitar- félaganna hefur reitt af, og hvort tekjur fáist í samræmi við gerðar áætlanir," sagði Páll Guðjónsson. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að samkvæmt því bráðabirgðafyrirkomulagi, sem ákveðið var um síðustu áramót, væri gert ráð fyrir að þegar kæmi að uppgjöri í hveiju einstöku sveitar- félagi ef upp kæmi sú staða að sum sveitarfélög ættu þá inni, en önnur hefðu fengið ofgreitt. Það yrði síðan jafnað út þegar endanlegt uppgjör lægi fyrir. Hann sagði að fyrir lægi að öllu fé, sem innheimt hefði verið í staðgreiðslu, hefði í heild verið skilað út til sveitarfélaganna, en uppgjör miðað við hvað raunveru- lega innheimtist í hveiju sveitarfé- lagi lægi ekki fyrir ennþá. Viðræðum frestað Morgunblaðið/Sverrir Aðstandendur sýningarinnar á Mjallhvíti. Fyrir aftan eru Þórhallur Sigurðsson og Erna Guðmarsdóttir, standandi Bryndís Gunnars- dóttir og sitjandi f.v. Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. VIÐRÆÐUM íslendinga, Norð- manna og Grænlendinga um loðnuveiðar hefúr verið frestað fram í janúar næstkomandi en í ágúst siðastliðnum var stefiit að því að viðræðurnar yrðu í næsta mánuði, að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofústjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. „Við- ræðurnar verða ekki fyrr en í janúar meðal annars vegna þess að menn vilja bera betur saman bækur sinar, auk þess sem ríkis- stjórnarskipti hafa orðið,“ sagði Jón B. Jónasson í samtali við Morgunblaðið. Ámi Friðriksson kom úr loðnu- leiðangri á þriðjudaginn og Bjami Sæmundsson er væntanlegur úr leiðangrinum á morgun, fímmtu- dag, og þegar niðurstöður leiðang- ursins liggja fyrir verður ákveðið hvort loðnukvóti íslendinga og Norðmanna verður aukinn á þess- ari vertíð. „Niðurstöður leiðang- ursins verða sendar á fund síldar- og loðnuvinnunefndar Alþjoða haf- rannsóknaráðsins í Kaupmanna- höfn í þessari viku,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, en hann var leiðangursstjóri á Áma Friðrikssyni. Sýnir Mjallhvíti að Fríkirkjuvegi 11 Leikbrúðuland heldur upp á tuttugu ára afinæli sitt um þessar mundir og er afinælissýning leik- hússins ævintýrið um Mjallhvíti í leikstjórn Petr Matáseks frá Tékkóslóvakíu. Hann bjó einnig til brúðurnar og hannaði leik- mynd. í sýningunni á Mjallhvíti er blandað saman leikurum og brúð- um. Sögumenn eru Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen, sem einnig stjórna brúðunum ásamt Bryndísi Gunnarsdóttur. Erna Guðmarsdóttir stjómar hljóðinu og Margrét . Guttormsdóttir ljósum. Jónas Þórir samdi tónlistina sér- staklega fyrir Mjallhvíti og er hún snar þáttur í sýningunni. Hún er flutt af Jónasi Þóri. Lýsinguna hannaði Petr Matásek ásamt Áma Baldvinssyni. Leikmyndin er smíðuð í Sviðsmyndum h.f. og tjöld og búninga saumaði Bryndís Gunn- arsdóttir. Þórhallur Sigurðsson að- stoðaði við enduruppfærslu. Leikbrúðuland varð til upp úr námskeiði í leikbrúðugerð sem Kurt Zier var fenginn gagngert til lands- ins til að stjórna á vegum Sjón- varpsins og Myndlistarskólans 1968. Allt frá þeim tíma hefur það starfað nánast óslitið og hefur síðan 1972 haft aðstöðu til sýninga að Fríkirkjuvegi 11. Þrátt fyrir ótryggan fjárhag hef- ur starfsemi Leikbrúðulands borið margvíslegan ávöxt undanfarin 20 ár. Fyrst ber að nefna sýningamar sem hópurinn stendur að sameigin- lega. Það eru sjálfsagt fáir sem gera sér grein fyrir allri þeirri vinnu sem býr að baki brúðuleiksýningar. Fyrst þarf að búa til alla leikarana; móta þá, mála, sauma og smíða. Samt hafa fæðst yfír 40 leikþættir í Leikbrúðulandi þessi 20 ár. Flest- ir hafa verið sýndir að Fríkirkjuvegi 11, en nokkrir í Iðnó og Þjóðleik- húsinu. Meðlimir Leikbrúðulands hafa jafnframt starfað hver fyrir sig. Má nefna umsjón með Stundinni okkar, starfsemi brúðubílsins í 11 ár, ferðaleikhúsið Sögusvuntuna sem heimsækir skóla og dagheimili um land allt. Leikbrúður henta líka vel til fræðslu og hafa verið gerð myndbönd og fræðslusýningar, t.d. um fötlun, ofbeldi gegn börnum og nú í vetur verður leiksýning tengd safnakennslu í Þjóðminjasafninu. Leikbrúðiland hefur ferðast mik- ið með sýningar sínar, bæði heima og erlendis. Fyrsta utanlandsferðin var farin til Chicago 1976 og aftur var farið þangað ári síðar. Síðan má nefna ferðir til Luxemburgar, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Júgó- slavíu, Ítalíu, Frakklands, Aust- urríkis, Póllands og Spánar. Jón Baldvin Hannibalsson SVS og Varðberg: Fundur með utanríkis- ráðherra Utanríkisráðherra, Jón Bald- vin Hannibalsson, Qallar um ut- anríkisstefiiu íslands á hádegis- fiindi, sem félögin Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu (SVS) halda með honum í Átt- hagasal Hótels Sögu laugardag- inn 29. október. Fundurinn er aðeins ætlaður fé- lagsmönnum í samtökunum tveim- ur, svo og gestum, sem þeir kunna að vilja taka með sér. Salurinn verður opnaður klukkan tólf á há- degi. Utanríkisráðherra svarar fyrir- spumum og tekur þátt í almennum umræðum, þegar hann hefur flutt framsöguerindi sitt. (Fréttatilkynning) Sýning til minningar um Valtý Pétursson Myndlistarsýningin Septem 1988 verður á Kjarvalsstöðum dagana 29. október til 6. nóvem- ber næstkomandi. Sýningin er haldin til minningar um Valtý Pétursson sem var einn af stofti- endum Septem-hópsins árið 1974. Hann lést í sumar. Á sýningunni verða verk eftir Valtý Pétursson, Kristján Daví- ðsson, Guðmundu Andrésdóttur, Hafstein Austmann, Jóhannes Jó- hannesson og Guðmund Bene- diktsson. Valtýr Pétursson var í stjóm íslandsdeildar Norræna myndlist- arbandalagsins frá árinu 1951 og formaður þess frá 1969 til 1973. Þá var hann gjaldkeri Félags íslenskra myndlistarmanna og myndlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins um árabil. LÍKLEGT er talið að útsvars- greiðslur til nokkurra sveitarfé- Iaga það sem af er þessu ári séu þegar orðnar of háar, en um van- greiðslur sé að ræða til annarra. Að sögn Magnúsar E. Guðjóns- sonsar, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenskra sveitarfélaga verður greiðslunum jafiiað út þegar endanlegt uppgjör frá sveitarfélögunum í heild liggur fyrir. Allar greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna á þessu ári eru inntar af hendi samkvæmt áætl- un, sem gerð var áður en stað- greiðsla skatta var tekin upp, en þessa dagana er unnið að tölvu- skráningu upplýsinga um skipt- ingu útsvarsgreiðslna og úr- vinnslu á þeim. Ættu endanlegar niðurstöður varðandi skipting-. una að liggja fyrir innan skamms. Sú áætlun, sem stuðst hefur verið við fram að þessu varðandi greiðsl- Morgunblaðið/Júlíus Talið frá vinstri: Jóhannes Jóhannesson, Guðmundur Benediktsson, Guðmunda Andrésdóttir og Hafsteinn Austmann við eitt af 14 verkum Valtýs Péturssonar sem verða á sýningunni Septem 1988 á Kjarvals- stöðum. Septem 1988 á Kjarvalsstöðum: í ÁR eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Kristínar Jónsdóttur, list- málara, og af því tilefni efiiir Listasafii Islands til þemasýn- ingar á merkum þætti í list- ferli hennar, sem eru uppstill- ingar og blómamyndir. Sýning- in nefiiist Kyrra líf og verður opnuð laugardaginn 29. októ- ber. Kristín Jónsdóttir fæddist að Arnamesi við Eyjafjörð 25. janúar 1888 og lést í Reykjavík 1959. Uppstilling, olíumálverk 1942. Dómur Hæstaréttar: Heimilt að kreflast innheimtu- kostnaðar þrátt fyrir lögtaksrétt HÆSTIRÉTTUR hefúr komist að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að krefjast innheimtuþóknunar lögmanns vegna kröfú sem lögtaksréttur fylgir. Málið Qallaði um greiðslur í sjúkra- og orlofssjóð. Dómur þessi tekur af nokkurn vafa í málum varðandi slíkar kröfúr. Hæstiréttur komst að þessari nið- urstöðu í dómi í máli Verkalýðsfé- lagsins Jökuls gegn Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Forsaga málsins er sú, að frystihúsið skuldaði verkalýðs- félaginu gjöld í sjúkrasjóð og orlofs- sjóð. Verkalýðsfélagið fékk kröfur sínar greiddar, en hafði þá látið lög- fræðing um að innheimta þær. Frystihúsið féllst ekki á að greiða innheimtukostnaðinn og benti á að greiðslur í sjúkra- og orlofssjóði njóti lögtaksréttar. Með því að veita kröf- um lögtaksrétt sé beinlínis ætlast til þess að kröfuhafí snúi sér beint til fógeta með beiðni um lögtak, sem fógeti framkvæmi og þurfi ekki frek- ari atbeina kröfuhafa þar um. Kröfu- hafa sé auðvitað frjálst að fela lög- manni innheimtuna, en kostnað af því verði hann þá sjálfur að bera. Af hálfu verkalýðsfélagsins var því m.a. haldið fram, að það sé al- menn regla að sá sem eigi lögmæta kröfu á annan aðila eigi að vera skaðlaus af því að knýja fram fulln- ustu hennar. Allur kostnaður við inn- heimtuna eigi því að falla á skuld- ara. Þá sé í lögum hvergi gerður greinarmunur að þessu leyti á al- mennum kröfum og kröfum, sem lögtaksréttur fylgir. Innheimtuhag- ræði það sem fylgi lögtaksrétti nýt- ist ekki kröfueiganda á þann hátt að innheimtunni sé lokið um leið og lögtaksbeiðni komi til viðkomandi fógeta og lögtak sé gert. Þá sé t.d. eftir að knýja fram greiðslu. Loks vísaði verkalýðsfélagið til langrar venju varðandi töku innheimtukostn- aðar af lögtakskröfum. Meirihluti dómsins, hæstaréttar- dómaramir Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason, komust að þeirri niðurstöðu að kröfuhafa væri heimilt að kreíjast innheimtukostnaðar, þrátt fyrir lögtaksrétt. Hvorki í lög- um um lögtak og íjámám án undan- farins dóms eða sáttar né í öðrum lögum sé sett sérstök regla um þókn- un lögmanns fyrir innheimtu krafna, sem njóti lögtaksréttar. Óumdeilt sé að samkvæmt venju beri skuldari innheimtulaun við ijámám sam- kvæmt lögunum. Til þess beri að líta að í upphafí hafí verið að finna í lögunum mun færri lögtaksheimildir en nú finnast þar og í sérlögum. Mestur hluti þeirra hafí verið inn- heimtur af innheimtumönnum ríkis- ins, sem þá voru handhafar fógeta- valds. Nú séu lögtaksheimildir orðnar miklu fleiri og misjafnari og ijarri fari að fógeti geti tekið að sér hlut- verk innheimtumanns kröfunnar, nema þar sem það er sérstaklega boðið. Meirihluti réttarins taldi því að ekki yrði séð að laga- eða eðlisrök ættu að leiða til þeirrar niðurstöðu, að skuldari greiði ekki innheimtulaun af lögtakshæfri kröfu. Guðmundur Skaftason.hæstarétt- ardómari, skilaði sératkvæði í mál- inu. Hann benti á að afskipti lög- manns af innheimtu hefðu verið þau, að hann ritaði frystihúsinu inn- heimtubréf og sýslumanni og bæjar- fógeta lögtaksbeiðni. Til lögtaks hefði ekki komið þar sem fiystihúsið greiddi skuld sína, að undanskilinni innheimtuþóknun. Væri þá með talið gjald fyrir ritun lögtaksbeiðninnar. Sýslumaður hefði endursent lög- manninum lögtaksbeiðnina ásamt upgjöri á kröfunni. Hefði lögmaður- inn því ekki haft afskipti af inn- heimtunni. Ritun innheimtubréfsins og lögtaksbeiðninnar þætti því, eins og hér stæði á, ekki þvílík störf að þau veittu verkalýðsfélaginu rétt til að krefjast innheimtuþóknunar. Vildi Guðmundur því að úrskurður héraðs- dóms um að frystihúsinu bæri ekki að greiða þóknunina, yrði staðfestur. Kristín nam við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911 — 1916 og varð, ásamt Júlíönu Sveins- dóttur, fyrst íslenskra kvenna til að gera myndlist að ævistarfi. Viðfangsefni Kristínar var fyrst og fremst náttúra íslands, en blóm og uppstillingar voru henni einnig mjög kært myndefni og eru það trúlega þær myndir sem munu halda nafni hennar á lofti. Á sýningunni eru 25 olíumynd- ir, flestar úr einkaeign. Sýningin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.