Morgunblaðið - 27.10.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.10.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Hreggviður Jónsson mælir fyrir frumvarpi um hvalveiðibann: „Minni hagsmun- ir víki fyrir meiri“ Sjálfsákvörðunarréttur um nýtingn eigin auðlinda, segir sjávarútvegsráðherra Hreggviður Jónsson (B/Rn) mælti í gær í neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi til laga um hvalveiðibann. Frumvarpið flytur hann ásamt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur (B/Rvk). Samkvæmt frumvarpinu skulu hvalveiðar bannaðar í fískveiðilögsðgu íslands næstu flögur ár, eða til ársins 1993, þar með taldar visindaveiðar. talinn í hættu. íslendingar hafa og breytt í samræmi við stofnskrá og Minni hagsmunir víki fyrir meiri Hreggviður Jónsson minnti á þingsályktun frá 2. febrúar 1982, þess efnis, að Alþingi mótmæli ekki samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um takmörkun hvalveiða. Þar með hefur Alþingi ákveðið að fara eftir samþykktum ráðsins. í nefndaráliti hafi hinsvegar verið „innleiddur sá tvískinnungur, sem hinar svoköll- uðu vísindalegu hvalveiðar eru byggðar á“. Hreggviður lagði áherzlu á að í frumvarpi hans felist ekki viður- kenning á sjónarmiðum hörðustu andmælenda hvalveiða né stefnu- mörkun um hvalveiðar lengra fram í tímann en til ársins 1993. Það væri hinsvegar óhjákvæmilegt að taka tillit til breyttra viðhorfa til hvalveiða, sem tengdust mikilvæg- ustu viðskiptahagsmunum þjóðar- innar. Þetta ætti við um helztu markaðssvæði okkar, bæði austan hafs og vestan, sem og afkomu undirstöðuatvinnuvegar okkar, sjávarútvegsins, og vinnuöryggi íjölda fólks víðs vegar um landið. Með frumvarpinu væri „horfst í augu við blákaldar staðreyndir og minni hagsmunir lagðir til hliðar fyrir meiri". Hreggviður vitnaði til ummæla ýmissa frammámanna í sjávarút- vegi, fiskvinnslu og samtökum um útflutning sjávarvöru, sem og ræðu dr. Sigmundar Guðbjamasonar, háskólarekstors, sem hann taldi öll falla í einn farveg; viðvörun við afleiðingum áframhaldandi vísinda- veiða á hvölum. Hreggviður sagði að viðskipta- hagsmunir okkar á helztu mörkuð- um sjávarvöru, bæði í ríkjum Ev- rópubandalagsins og ríkjum N-Ameríku, væru í hættu. Sjónar- mið umhverfísvemdarmanna, sem einnig tengdust friðun hvala, settu í æ vaxandi mæli mót sitt á almenn- ingsálitið í þessum ríkjum. Þetta kæmi m.a. fram í því að stórir kaup- endur íslenzks útflutnings hefðu hætt við vörukaup héðan, aðrir væm í biðstöðu. Nauðsynlegt væri að Alþingi tæki af skarið í þessu efni áður en meiri skaði væri skeð- ur. Sjálfsákvörðunarréttur — nýting’ auðlinda við landið Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði m.a. að Ís- lendingar hefðu aldrei tekið hval úr stofni, sem væri friðaður eða samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, allt frá upphafi til dagsins í dag. Það sé í samræmi við stefnu- mörkun ráðsins að nú sé fram fylgt rannsóknaráætlun á hvalastofnum í íslenzkri lögsögu, m.a. til þess að hægt sé að byggja skoðanir og af- stöðu á vísindalegum niðurstöðum fremur en tilfínningum. Sjávarútvegsráðherra sagðist hafa þungar áhyggjur af áróðurs- stríði öflugra samtaka gegn íslenzk- um viðskiptahagsmunum. Annað mál væri að það sé okkar sjálfra en ekki annarra að fara með íslenzkan sjálfsákvörðunarrétt um nýtingu auðlinda sjávar í fiskveiði- lögsögu okkar. Ekkert bendi til þess að hvalir, sem veiddir em hér við land í tengslum við sérstaka rannsóknaráætlun, væm í útrým- ingarhættu. Þvert á móti. Þingsályktun- artillaga: Endurskoð- un hvalveiði- stefinunnar „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar I stað endurskoðun á hval- veiðistefnu íslendinga með það fyrir augum að stöðva vísindahvalveiðar um a.m.k. þriggja ára skeið. Sá tími verði notaður til að ljúka nauðsynlegum vísindarann- sóknum, án veiða, og til auk- innar kynningar á málstað íslendinga. Fulltrúum um- hverfisverndarsamtaka verði gefinn kostur á að fylgjast með og taka þátt í þessum rannsóknum." Þannig hljóðar tillaga sem Ámi Gunnarsson (A/Ne.) hefur lagt fram á Alþingi. „Með þess- um tillöguflutningi er réttur íslendinga til hvalveiða ekki vefengdur," segir í greinargerð. Þar segir ennfremur að „hinar svonefndu vísindahvalveiðar hafi þegar stórskaðað hags- muni íslenzkra útflutningsfyr- irtækja og þjóðarinnar í heild vegna áróðurs umhverfísvemd- armanna gegn hvalveiðum". Halldór sagðist sammála græn- friðungum um sitthvað, m.a. í bar- áttu þeirra gegn mengun hafsins. Þar ættu hinsvegar hinar stærri þjóðir í hlut: Sovétríkin, Bandaríkin og mörg iðnríki Evrópu. Tvískinn- ugur þessara þjóða í afstöðu til lífríkis sjávar væri raunar til stórrar skammar. Barátta grænfriðunga beindist og í ríkara mæli gegn smá- þjóðinni íslendingum, vegna vísindaveiða þeirra, en gegn þeim mengunarhættum sjávar margvís- legum, sem rekja mætti til hinna stærri iðnaðarþjóða. Sjávarútvegsráðherra sagði að um þessi mál hefði jafnan verið góð samstaða, bæði í utanríkismála- nefnd og á Alþingi. Lét hann í ljósi þá von að svo yrði áfram, nú þegar þau kæmu til skoðunar að gefnu tilefni. Ráðherra sagði að hann myndi leggja fyrir sjávarútvegs- nefnd þingdeildarinnar margvísleg gögn þetta mál varðandi. Eina leiðin að hætta hvalveiðum Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) ræddi í löngu máli um mikilvægi náttúrverndar, bæði á láði og legi. Það væri hinsvegar erfitt að vera íslendingur í umræðu á alþjóðavett- vangi um umhverfismál. Ástæðan væri hvalveiðar íslendinga, sem sýndust vera komnar í illleysanleg- an hnút. Guðrún sagði hvalveiðideiluna þegar tapaða fyrir íslendinga. Eng- in leið væri til út úr þeim vanda, sem þjóðin væri komin í vegna hennar, önnur en sú að hætta hval- veiðum meðan hvalveiðibann Al- þjóðahvalveiðiráðsins væri í gildi. Þingsályktun hyggilegri en lagasetning Árni Gunnarsson (A/Ne) sagði málið tvíþætt. Annarsvegar væru viðskiptalegir hagsmunir, sem vörð- uðu sjálfa undirstöðugrein þjóðar- Háhymingar leika listir sinar. búskaparins. Hinsvegar væru efa- semdir vísindamanna, þess efnis, að vísindaveiðar væru eftir allt sam- an vefengjanlegar. Ámi sagði hinsvegar að hann teldi rangt að samþykkja lög af því tagi, sem frumvarp Hreggviðs gerði ráð fyrir. Ekki mætti binda hendur stjómvalda um of. Þau þyrftu að hafa nauðsynlegan sveigjanleika. Hyggilegra væri að vilji Alþingis kæmi fram í þingsályktun um end- urskoðun á hvalveiðistefnu Islend- inga. En Ámi hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að stöðva vísindahvalveiðar a.m.k. um þriggja ára skeið. Ámi sagði sýnt að umhverfis- vemdarsinnar réðu ferð í mótun almenningsálitsins að þessu leyti, bæði vestan hafs og austan. Hyggi- legt væri að leita samstarfs við þá um ýmsa þætti mála. Við ættum og samleið með þeim um margt, m.a. í baráttu gegn mengun hafs- ins. Hvað myndi ske, spurði Ámi, ef kjamorkuskipi hlekktist á og mengaði sjó á uppeldisstöðvum þorskins? Þá yrði íslenzka ríkið gjaldþrota. Að ræðu Árna lokinni var gert hlé á umræðunni, vegna þingflokks- funda. Umræðan hélt síðan áfram síðdegis, þó ekki verði frekar rakið hér að sinni, en lauk ekki. Stjórnarsáttmálinn og öryggismálin: „Skiptin við Varnarliðið verða endurskipulögð“ Fyrirspurn fram borin um merkingu þessa ákvæðis f gær var lögð fram á Alþingi fyrirspurn frá Geir Haarde (S/Rvk.) varðandi þann kafla stjórnarsáttmálans er varðar öryggis- og ut- anrikismál. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvernig ber að skilja ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjómarinnar að „skipti íslendinga við vamarliðið verði endurskipulögð". Fyrirspuminni er beint til Jóns „Ríkisstjómin mun ekki gera Baldvins Hannibalssonar, utanríkis- nýja samninga um meiri háttar ráðherra. Hún varðar síðustu setn- ingu stjómarsáttmálans um ut- anríkismál, en hún er svohljóðandi: hemaðarframkvæmdir og skipti ís- lendinga við Vamarliðið verða end- urskipulögð." Þingmaður skrifar forseta Sameinaðs þings: „Ríkisendurskoðun vinni skýrslu um stöðu ríkissjóðs" Matthías Á. Mathiesen, þing- maður Reyknesinga, hefur ritað Guðrúnu Helgadóttur, forseta Sameinaðs þings, bréf þess efiiis, að hún „feli Ríkisendurskoðun að gera skýrslu um stöðu A-hluta ríkissjóðs þann 30. september 1988 og horfiir um afkomu í árs- lok þess árs“. Beiðni þingmannsins er fram sett í „framhaldi af skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá því í ágúst um fram- kvæmd fjárlaga fyrri helming árs- ins 1988 og með skírskotun til yfir- lýsinga um afkomu ríkissjóðs á þessu ári“. í skýrslunni verði m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi: 1) Hvaða tekju- stofnar hafa gefið minni tekjur en áætlun fjárlaga 1988 gerði ráð fyr- ir og orsakir þeirra breytinga. 2) Hvaða útgjaldaliðir hafa helst hækkað frá áætlun fjárlaga 1988 og gerð grein fyrir ástæðum þeirra hækkana. 3) Yfirlit yfir aukafjár- veitingar samþykktar til september- loka 1988. 4) Yfirlit yfir starfs- mannahald hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum (A-hluta) til 30. september samanborið við sl. ár. 5) Hvaða áhrif efnahagsaðgerðir núverandi ríkisstjómar hafi á af- komu ríkissjóðs á þessu ári. Öræfí: Fórútafviðræsi Hnappavöllum, Öræfum. LITLTJ munaði að illa færi þegar bíll lenti útaf við ræsi nálægt Hnappavöllum í A- Skaftafellssýslu. Sem betur fer stöðvaðist bíllinn áður en hann fór alveg útaf og ekki urðu nein meiðsl á fólki. Þetta ræsi sker sig mjög úr á þjóðvegi 1 þar sem vegurinn ofan á því er ekki nema rúmir þrír metrar á breidd, miklu mjórri en vegurinn í kring. - S.G. Morgunblaðið/Sigurður Gunnareson Bifreiðin var dregin upp með dráttarvél. Fyrirlestrar um þekking- arkerfí og sjálfvirkni TVEIR þekktir erlendir vísinda- menn halda fyrirlestra fimmtu- daginn 27. október kl. 16.15 og 17.15 í stofii 158 í VR-II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda Háskóla íslands við Hjarðarhaga 2-6. Charles E. Hutchinson, forseti Thayer-verkfræðiskólans við Dartmouth College í New Hamps- hire, heldur fyrirlestur um þekking- arkerfi fyrir tölvuvædda hönnun kl. 16.15. Fyrirlesturinn fjallar um þró- un þekkingarkerfis, sem nota má við hönnun flókinna kerfa, þar sem mögulegar lausnir eru of margar til að finna þær og greina á hefð- bundinn hátt. Fjallað er um hagnýt- ingu slíks kerfis til að hanna hluta af rafeindakerfum á sjálfvirkan hátt og lýst frumgerð, sem þróuð hefur verið í Dartmouth í þessu skyni. Dr.Ing. Hans-Jiirgen Wamacke frá Tækniháskólanum í Stuttgart heldur fyrirlestur um stöðu sjálf- virkni og væntanlega þróun kl. 17.15. Hann er framkvæmdastjóri Fraunhofer Institue, eins af stærstu rannsóknar- og þróunarfyrirtækj- um á sviði sjálfvirkni í Evrópu í dag. Þar starfa 250 manns. Báðir fyrirlestramir em á ensku og em öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.