Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 47
47
bömum og bamabömum sýndi
hann jafnan sérstaka ljúfmennsku.
Að leiðarlokum skal góður vinur
kvaddur með virðingu og þökk fyr-
ir gifturíkt starf, sem þó verður
aldrei fullþakkað.
Við fjölskyldan öll vottum Mar-
gréti og fjölskyldu hennar samúð
okkar og biðjum þeim Guðs blessun-
ar.
Blessuð sé minning Þórðar Guð-
mundssonar.
Ebba Hvannberg
Einn af þeim ljúfustu mönnum,
sem ég hefí kynnst, er nú horfinn
af sjónarsviðinu. Þórður Guð-
mundsson var einn af máttarstólp-
um Sundfélagsins Ægis. í þeim
góða félagsskap hefi ég eignast
marga af mínum allra bestu vinum,
sem vom þá og em ennþá „sundvin-
ir“ Helga mannsins míns.
En það vom ekki mín fyrstu
kynni af þessum góða vinalega
manni með ljúfa brosið. Við vomm
nágrannar um langa hríð í vesturbæ
Reykjavíkur. Þau hjón, hann og
elskuleg eiginkona hans, Margrét
Sigurðardóttir, bjuggu við Sólvalla-
götuna, en ég og mín fjölskylda við
Ljósvallagötuna. Mér er það í bams-
minní, hversu fólkið var gott, sem
gekk um götur vesturbæjar. Það
gaf sér oft tíma til þess að tala við
okkur. Þórbergur Þórðarson skáld,
var í heilmiklu uppáhaldi hjá okk-
ur, en hann bjó við Hringbrautina.
Þegar Þórður gekk til vinnu sinnar,
tókum við eftir því, hversu geð-
þekkur maður hann var. Harin lét
ekki eins og við krakkamir væmm
ekki til. Hann brosti til okkar sínu
ljúfa brosi. Eg minnist þess einnig,
að fastur punktur í tilvem okkar
þá vom allar helstu verslanir í mið-
bæ Reykjavíkur. Þar skipaði stóran
sess skóverslun Hvannbergs-
bræðra, sem ég hélt reyndar i mörg
ár, að Þórður ætti, á því var ekki
nokkur vafi í mínum huga, svo
órjúfanlegur hluti var hann af þeirri
verslun, í marga áratugi. Fyrir jólin
var það viðtekin venja hjá okkur,
að fara og skoða jólaskreytingamar
í glugganum hjá Hvannbergsbræðr-
um. Þórður Guðmundsson stjómaði
versluninni eins og honum var ein-
um lagið. Hann var eins og klettur,
svo hægur og rólegur. Ég er viss
um, að hans var sárt saknað, þegar
hann lét af störfum, sem verslunar-
stjóri þar, fyrir ekki svo ýkja mörg-
um ámm.
Síðar kynntumst við Þórður bet-
ur. Ég var þá orðin eiginkona eins
af „strákunum" hans í Sundfélag-
inu Ægi. Þórður var fararstjóri fyr-
ir ferð þeirra félaganna á Norður-
landameistaramót í sundi. Eigin-
konur fóm gjaman með. Þetta var
mín fyrsta utanlandsferð. Hún verð-
Ur mér alltaf ógleymanleg. Þama
vom í för allir fremstu sundmenn
landsins, karlar og konur, frábær
fararstjóri og náttúrlega frábær
sundþjálfari, Jónas Halldórsson, og
eiginkonur þeirra. f þessari ferð
kynntist ég vel þeim hjónum hvor-
umtveggja og hafa þau kynni hald-
ist fram á þennan dag. Þegar heim
kom úr þessari fyrstu utanlandsferð
minni héldu þau Margrét og Þórður
okkur veglegt samkvæmi, sem seint
gleymist. Þarna vom höfðingjar á
ferð.
Elsku Margréti og fjölskyldunni
allri vottum við Helgi okkar dýpstu
samúð.
Edda Sigrún
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
Enn höfum við misst einn af
okkar traustustu Gideonfélögum,
þ.e. Þórð Guðmundsson, fyrrv.
verslunarstjóra, sem Drottinn hefur
nú kallað á sinn fund, eftir dygga
þjónustu að útbreiðslu Guðs ríkis
hér á jörð.
Þórður fæddist í Reykjavík 19.
maí 1908, sonur hjónanna Guð-
mundar Sæmundssonar bónda á
írafelli í Kjós Jónssonar af Fremra-
Háls-ætt, og Kristínar Þórðardóttur
Þorvarðarsonar b. í Kalastaðakoti
á Hvalfjarðarströnd.
Eftir að Þórður útskrifaðist úr
Samvinnuskólanum í Reykjavík
1926, hóf hann verslunarstörf hjá
Skóverslun Hvannbergsbræðra og
var þar síðar um áratugaskeið
verslunarstjóri, virtur bæði af eig-
endum og starfsfólki verslunarinnar
fyrir prúðmennsku og éinstaka trú-
mennsku í starfí. Hann hætti þar
störfum fyrir um það bil þrem ámm
sökum heilsubrests.
A sínum yngri ámm stundaði
Þórður sundíþróttina, einkum var
hann mjög fær bringusundsmaður
átti um margra ára skeið íslenskt
met í 200 metra sundi. Hann var
einn af stofnendum Sundfélagsins
Ægis 1927 og formaður þess frá
1941—öO. Hann sat í stjóm íþrótta-
dómstóls ÍSÍ frá 1940 og í stjóm
íþróttasambands íslands 1952—64.
Hann var 1936 þátttakandi í
Ólympíuleikunum í Berlín, sem
keppandi í sundknattleik. Hann fór
sem fararstjóri sundliðs Islands á
Norðurlandameistaramót í Helsing-
fors 1957. Hann hlaut gullmerki ÍSÍ
og var heiðursfélagi Sundsambands
íslands og sundfélagsins Ægis.
Þessi upptalning sýnir meðal ann-
ars, hversu íþróttahreyfíngin mat
hann mikils, enda einkenndist fram-
koma hans af hógværð og ljúf-
lyndi. Ekki er úr vegi að ætla að
hann hafi tileinkað sér þessi orð
úr Filippí-bréfinu, 4, 4—5: „Verið
ávalt glaðir vegna samfélagsins við
Drottin: eg segi aftur verið glaðir.
Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum
mönnum o.s.frv.“ Enda átti Þórður
lifandi trú á Frelsarann Jesúm
Krist.
Sem ungur maður starfaði Þórð-
ur í KFUM sem sveitarstjóri, sem
var og er fólgið í því að safna sam-
an bömum og æskufólki undir heil-
ög áhrif Guðs Orðs, þ.e. að leitast
við að vinna æskuna fyrir Jesúm
Krist. Margir af drengjunum hans
minnast hans nú og blessa minn-
ingu hans.
Arið 1947 í mars gerðist Þórður
Gídeonfélagi. í starfí Gídeonfélags-
ins fann hann vettvang til að vinna
að því sama sem hann hafði unnið
að í KFUM, en nú á víðari grund-
velli. Þegar Gídeonfélagið var stofn-
að 1945, var það fyrsta Gídeonfé-
lagið utan Ameríku. Nú eru starf-
andi Gídeonfélög ( 137 þjóðlöndum
í mörgum deildum í hveiju landi,
meðal annars í 8 deildum hér á
landi. Hlutverk Gídeonfélagsins er
hið sama og hlutverk kristinnar
kirkju frá upphafi, að leitast við að
ávinna menn fyrir Jesúm Krist,
meðal annars með því að dreifa
Heilagri ritningu sem víðast. Meðal
annars hafa Gídeonfélagar komið
fyrir Biblíum og Nýjatestamentum
á hótelum og á sínum tíma í far-
þegaskipum, flugvélum og fangels-
um, einnig við hvert sjúkrarúm í
sjúkrahúsum landsins, gefíð hjúkr-
unarfólki Nýjatestamenti við skóla-
útskrift. En stærsta verkefnið allt
frá árinu 1954 hefur verið að gefa
öllum skólabömum, sem náð hafa
10 ára aldri, Nýjatestamentið. Á
hveiju hausti um áratugaskeið fór
Þórður ásamt öðrum félagsbræðr-
um í bamaskólana til að afhenda
testamentin og hvatti þá bömin til
að notfæra sér þann ómetanlega
fjársjóð sem þar er að fínna.
Þórður gegndi ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann
var um skeið formaður Félagsdeild-
ar I, ennfremur ritari, svo og gjald-
keri. Öll þessi störf vann hann af
mikilli samviskusemi og trú-
mennsku, eins og vænta mátti. Við
stöndum því í mikilli þakkarskuld
við hann. Mér er kunnugt um það
að hann naut sín vel í þessum sam-
tökum okkar, sem stundum eru
nefnd „framlengda hönd hinnar
kristnu kirkju", þar sem Gídeonfé-
lagið nær með Fagnaðarerindið
langt út fyrir kirkjuveggina, þangað
sem það hittir fyrir fólk, sem ella
aldrei kæmist undir áhrif Guðs
Orðs.
Árið 1936, 20. júní, kvæntist
Þórður sinni ágætu eiginkonu,
Margréti Sigurðardóttur, skóla-
stjóra og stofnanda Hvítárbakka-
skóla í Borgarfírði og síðari konu
hans, Ásdísar Margrétar Þorgríms-
dóttur. í rúm fimmtíu ár lifðu þau
í farsælu hjónabandi og studdu
hvort annað í blíðu og stríðu, eink-
um kom hennar stuðningur við
Þórð best í ljós, eftir að hann missti
heilsuna.
Börn Þórðar og Margrétar eru:
Kristín, fædd 14. september 1937,
íþróttakennari, gift Guðmundi Guð-
mundssyni, rannsóknarlögreglu-
manni, en þau eiga ijórar dætur;
Sigurður, fæddur 21. mars 1939,
verkfræðingur, kvæntur Sigrúnu
Andrésdóttur, tónlistarkennara, en
þau eiga þijú böm, og eitt barna-
barn; Hildigunnur, fædd 13. maí
1945, bankaritari, gift Finnboga
Höskuldssyni, tæknifræðingi, en
þau eiga tvær dætur, langafabörnin
erru tvö.
Systkini Þórðar eru: Valgerður,
fædd 7. september 1906, ekkja eft-
ir Kristin Valdimarsson, pípulagn-
ingamann í Reykjavík; Guðfinna,
fædd 20. júlí 1910, gift Áma Stef-
ánssyni, bifvélavirkja í Reykjavík,
en þau em bæði látin; Theodór,
fæddur 8. ágúst 1912, sem er lát-
inn, vélvirki í Reykjavík, en eftirlif-
andi kona hans er Laufey Þorgeirs-
dóttir; Sigríður fædd 27. október
1915, var gift Max Jeppesen, hús-
gagnasmið í Reykjavík, sem er lát-
inn.
Við Gídeonfélagar söknum þess
að hafa ekki Þórð lengur með á
félagsfundum okkar, en þar var
sæti hans sjaldan autt. Við blessum
minningu hans og biðjum eftirlif-
andi eiginkonu hans, börnum,
bamabömum, bamabarnabömum
og öðrum aðstendum allrar Guðs
blessunar um alla framtíð.
Þorkell G. Sigurbjörnsson
Kveðja frá Sundfélaginu Ægi
Fallinn er frá einn af stofnendum
Sundfélagsins Ægis, Þórður Guð-
mundsson. Hann var einn þeirra er
hvað ötulast starfaði að stofnun og
uppbyggingu félagsins. Þórður var
í stjóm félagsins samfellt í 23 ár,
einnig keppti hann í sundi og sund-
knattleik í fjölda ára og var meðal
þátttakenda á Ólympíuleikunum
1936. Ég kynntist Þórði að vísu
ekki persónulega, þar sem hann var
hættur afskiptum af félaginu er ég
byijaði í því, en engu að síður vissi
ég ávallt hver hann var þessi bjart-
leiti, prúði maður, er ég sá honum
bregða fyrir. Bróðir Þórðar var
Theódór Guðmundsson, en hann er
látinn fyrir nokkrum árum. Þeir
bræður em þeir tveir menn sem
lengur en nokkrir aðrir hafa setið
í stjóm Ægis og hafí þeir þökk
okkar fyrir. Ég vil fyrir hönd Sund-
félagsins Ægis færa eftirlifandi eig-
inkonu Þórðar, Margréti Sigurðar-
dóttur, og bömum þeirra samúðar-
kveðjur.
F.h. Sundfélagsins Ægis,
Hreggviður Þorsteinsson
formaður.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
byrjendanámkeið
Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtiiegt
byrjendanámskeið í notkun einkatölva
Dagskrá:
• Grundvallaratriði við notkun PC-tölva
• Stýrikerfið MS-DOS
• Ritvinnslukerfið WordPerfect
• Töflureiknirinn Multiplan
• Umræður og fyrirspurnir
Tími: 13., 8. og 10. nóvember kl. 20-23.
Innritun í símum 687590 og 686790
Borgartúni 28.
ÞORLAKSSON &
NORÐMANN H.F.
RÉTTARHÁLSI 2
SÍMI 8 38 33
HREINIÆTI
ER OKKAR FAG
#Iaiírsturtuklefi með öllum
fylgihlutum á frábæru verði
Amitsubishi
COLT
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
IhIheklahf VERÐFRÁKR.
J Laugavegi 170-172 Simi 695500 524.000,*
I
i