Morgunblaðið - 27.10.1988, Qupperneq 54
'54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
WfÍMW
„pú ekki abrcx. dóttur
þú mfssir son■ "
Hættuleg-
ur skattur
Til Velvakanda.
í blöðum undanfarið hefur ríkis-
stjómin boðað hækkun innflutn-
ingsgjalda á bílum. Látið hefur ver-
ið að því liggja að þessi skattur
verði enn meir stighækkandi en nú
er og er hér átt við þau áform að
skattleggja stóra og þunga fólksbfla
og jeppa alveg sérstaklega. Þessi
stefna er sögð hafa það sér til ágæt-
is að bensíneyðsla verði minni og
sjálfsagt sé að skattleggja hina ríku
sérstaklega, þar sem þeir kaupi
gjaman bfla af þeirri gerð sem lýst
er hér að ofan.
En er þessi stefnumörkun í
skattamálum eins ágæt og kannski
virðist í fljótu bragði? í því sam-
bandi getum við litið til frænda
okkar í Danmörku. Þar í landi eru
bflaskattar mjög háir og stighækk-
andi eftir stærð og þunga bílsins.
Á götum Kaupmannahafnar sér
aðkomumaður fljótt að meginhluti
bflaflotans er smábflar og oft gaml-
ir smábflar. Leigubflstjórar aka hins
vegar gjaman á Mercedes Benz-
bflum. Þeir borga minni skatta og
mega svo selja bflana almenningi
eftir ákveðinn §ölda kflómetra í
leiguakstri. í dönskum fjölmiðlum
er talsverð umræða um að bflar á
vegum þar séu of litlir og gamlir
og þess vegna verði meira um stór
slys og dauðsföll í umférðinni en
þyrfti að vera ef menn ækju um í
sæmilega traustum bflum. Það er
ljóst að ein besta líftrygging öku-
manns er að aka um í stómm sterk-
byggðum bíl. Á það sérstaklega við
um umferð á íslenskum vegum þar
sem hún er bæði hröð og vægðar-
laus og oft í engu samræmi við
gæði vegakerfísins.
Núverandi ríkisstjóm kennir sig
gjaman við alþýðu manna. Ef sú
skattastefna sem hér er lýst verður
lögfest á launamaður á íslandi þess
engan kost að kaupa sér þessa teg-
und líftryggingar. Ráðherramir
munu hins vegar sjá til þess að
þeir komist í laxveiðitúrana á stóru
jeppunum sínum næsta sumar.
Ingimundur Gislason
Oheilindi og sýndarmennska
Til Velvakanda.
Ég hlustaði á þáttinn í Ríkissjón-
varpinu sunnudagskvöldið 23. októ-
ber þar sem Bogi og Ingimar,
starfsmenn sjónvarpsins, vom að
tala við kommúnistann Ólaf Ragnar
Grímsson. Fannst mér hann koma
einkennilega fyrir. Hann var svo
viðskotaillur við spyijendur þegar
þeir vom að tala við hann. Hann
þóttist vera að taka hanskann upp
fyrir Stefán Valgeirsson, ég held
að það hafí verið sýndarmennska.
Ég spyr, er þessi maður hæfur til
að koma fram í sjónvarpi ef hann
ætlar að verða svona illur þegar
talað er við hann?
Félagsstarf aldraðra:
••
Oldruðum mismunað
Til Velvakanda.
Fjölbreytt vetrarstarf er nú aug-
lýst hjá félags- og þjónustumið-
stöðvum Reykjavíkurborgar, sem
era nú orðnar níu talsins og em
opnar fyrir alla Reykvíkinga 67 ára
og eldri. Það munar miklu fyrir
fólk sem hætt er að vinna að fá
hárgreiðslu, fótsnyrtingu, mat og
m.fl. fyrir hálfvirði.
En vill félagsmálastofnun borg-
arinnar svara því, hvers vegna aldr-
aðir Reykvíkingar sitja ekki við
sama borð hvað þessa þjónustu
snertir.
Þeir sem hafa haft nægilega
mikil fjárráð til þess að kaupa sér
íbúðir í húsum þeim sem þjónustu-
miðstöðvar borgarinnar em stað-
settar í, þurfa ekki að hlíta sömu
reglum og aðrir ellilífeyrisþegar.
Þeir sem em 60 ára og eldri fá
þessa þjónustu niðurgreidda, ef
þeir eiga íbúðir í sama húsi og þjón-
ustumiðstöðin er rekin.
Þetta þykir mörgum furðulegt
og er það nauðsynlegt að borgar-
yfírvöld upplýsi á hvaða forsendum
þessi mismunun er byggð.
Ellilífeyrisþegi
Ég var steinhissa og sár þegar
ég heyrði að nú vildi Ólafur Ragnar
fara að skerða laun ellilífeyrisþega
og öryrkja ef þeir fá úr lífeyrissjóði
líka. Ég spyr og tek vægt til orða,
er ekki verið að skerða lífeyrissjóði
sem fólk er búið að borga í ámm
saman með sínu vinnuálagi og striti.
Mér finnst þessi tillaga koma úr
hörðustu átt. Ólafur Ragnar hefur
láð fráfarandi ríkisstjóm að setja
matarskatt á og skerða laun. Ann-
ars hef ég alltaf séð í gegn um
þessa menn. Þeir em ekki fyrr
komnir til valda en þeir gleyma öll-
um sínum ásökunum í garð fyrri
ríkisstjómar. Svo vil ég koma hval-
veiðum á sem þjóðaríþrótt eins og
Spánveijar gera þegar þeir em að
murka lífið úr nautunum.
S.J.
HÖGNI HREKKVÍSI
t
Víkverji skrifar
Víkveiji sá sem hér skrifar átti
þess kost fyrir skömmu að aka
hitaveituveginn nýja frá Reykjavík
til Nesjavalla. Vegurinn hefur ekki
verið opnaður fyrir almenna um-
ferð, en það verður gert, þegar
framkvæmdum við hitaveituna lýk-
ur. Verður þá sett á veginn bundið
slitlag.
Víkveiji hafði ekki farið þarna
um fyrr og kom satt að segja á
óvart, hversu skemmtileg leiðin er
og þá sérstaklega landslagið, þegar
ekið er í gegn um Dyrafjöll. Á því
leikur enginn vafi, að þetta verður
ijölfarin leið, þegar hún verður al-
menn.
X X X
Vonandi eiga ökumenn eftir að
gæta að sér á Nesjavallaleið-
inni nýju sem öðmm leiðum. Þvf
setur Víkveiji þetta fram, að í
Víkurfréttum sagði nýlega frá
manni, sem sofnaði undir stýri á
leið til Grindavíkur. Ökumaður þessi
vaknaði heldur betur upp við vond-
an draum, þegar bíllinn fór yfír
fyrstu umferðareyjuna í Grindavík
og braut niður umferðarskilti.
Þessi ökumaður slapp sem betur
fer við meiðsli. En það em ekki
allir svo heppnir.
í samtali við blaðið Dagskrá á
Selfossi segir Tómas Jónsson að-
stoðaryfírlögregluþjónn: „Fólk trúir
því ekki að það lendi í slysum, en
trúir því frekar að það vinni í happa-
drætti, þó mun fleiri lendi í slysum."
XXX
að er hreint ótrúlegt hvað
skemmdarfysnin virðist rík í
okkur. Stöðugt berast fréttir af
skemmdarverkum, sem menn vinna
á eigum einstaklinga og almenn-
ings.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Blönduósi sendi frétt um skemmd-
arverk á símaklefa þar. Og í blaðinu
Eystra-homi segir nýlega með fyr-
irsögninni: „Enn um skemmdar-
verk“, frá því, að þar hafi verið
unnin skemmdarverk á símaklefa
flórar undanfamar helgar. Og því
til viðbótar hafi tvær síðustu helgar
verið brotinn upp lás á leiktæki á
skólalóð Hafnarskóla og síðan
þjösnast á leiktækinu.
Það er svo ekki síður sorglegt
en'meðferðin á símaklefunum og
leiktækinu, að frásögn Eystra-hom
er þannig samin, að Víkveiji dags-
ins getur ekki annað en flokkað
hana undir skemmdarverk á
íslenzkri tungu. Frásögnin byijar
svona: Það er hreint ótrúlegt, enn
er verið að eyðileggja hluti í kring-
um- sig... Og endirinn: Einhveijir
sjá sér ófært að láta leíktæki bam-
anna í friði, með þessum afleiðing-
um, í staðinn fyrir að klifra eða
róta í sandkassanum þarf að bijóta
upp eina lásinn á svæðinu og þjösn-
ast á „trambólíninu". 7aöna öiv