Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 56

Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER 1988 íuémR FOLK ■ NORSKA knattspyrnusam- bandið gerir ráð fyrir að uppselt verði á aukaúrslitaleik Brann og Rosenborg Frá Sigurjóni Einarssyni i Noregi bikarkeppninni á sunnudaginn eins og var á fyrri leiknum. Hvort lið fær 7.000 miða til ráðstöfunar og 9.000 miðar verða seldir í Osló og nágrenni. Hvort lið fær um 3,5 milljónir íslenskra króna í aukatekjur fyrir báða leikina og kemur það sér vel fyrir liðin, ekki síst fyrir Brann, sem á í nokkrum fjárhagskröggum um þessar mundir. Verði uppselt á leikinn á sunnudaginn fær knatt- spymusambandið um 14 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. ■ TALIÐ er að 20 - 25 þúsund manns komi gagngert til Osló frá Bergen og Þrándheimi til að fylgj- ast gagngert með bikarúrslitunum. Þessum hópi fylgir mikill glaumur og fyrirferð og var síðasta helgi annasöm hjá lögreglunni í Osló, því mikil ölvun var í borginni og um- gengni ekki upp á það besta. En stuðningsmennimir eru friðsamir og heimsóknin setur svip á borg- arlífið, sem fólk er ánægt með. ■ ÞAÐ kostar sitt að fylgja liði sínu langt að í bikarúrslitin og margir fá aukakrónur í vasann vegna aukinna viðskipta. Sem dæmi má nefna að Bergenbúi þarf að borga um 18 þúsund krónur fyrir ferðir, gistingu og miða. Að auki bætist við hár fæðiskostnaður og hlakkar eflaust í mörgum nú, þegar , endurtaka þarf öll herlegheitin. ■ START frá Kristiansand tryggði sér þriðja lausa sætið í 1. deild norsku knattspymunnar. Liðið vann Bryne, bikarmeistara síðasta árs, 3:1 í aukaleik um sætið og féll Bryne þar með í 2. deild. ■ NORSKA kvennalandsliðið í knattspymu vann það hollenska 2:1 í Horten í Noregi, en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúr- slitum Evrópukeppninnar. Sissel Grude og Turid Storhaug skoruðu fyrir norska liðið, en Martha De Bakker minnkaði muninn eftir hlé. Seinni leikurinn fer fram í Hollandi 5. nóvember, en norsku stúlkumar hafa titil að verja. ■ UNDIRBUNINGSNEFND vetrarólympíuleikanna í Lilleham- mer hefur ákveðið að fá listamenn frá öllum Norðurlöndum til aðstoðar við skreytingu mannvirkja og svæða tengdum leikunum. ■ NORÐMENN telja sig hafa lent í sterkasta riðlinum í b-keppn- inni í handknattleik, sem fer fram í Frakklandi í febrúar á næsta ári. Norskir segja að Vestur- Þjóðveijar séu með sterkasta liðið og Hollendingar tefli fram sterk- asta „slakasta" liðinu. Norðmenn höfnuðu í 9. sæti í síðustu b- keppni, en setja nú stefnuna á a- keppnina eins og fleiri. KNATTSPYRNA Breyttar reglur um vítaspymukeppni ÉG hef alltaf álítlð það á viss- an hátt þjóðfélagslega skyldu okkar að vera sífellt á verði gagnvart hverskyns breyting- um á ýmsum þeim athöfnum okkar sem áhrif hafa á mannlífið. Á öllum sviðum samfélagsins ber mönnum að vera vakandi, kynna sér málin og taka afstöðu. í kennslu, veiferðarmálum, list, menn- ingu, íþróttum fylgja breyt- ingar eða lagfæringar allri framþróun, þótt breytingar tákni ekki alltaf framþróun. Mjög algengt er, sérstaklega í stjórnmálum, að breytingum sé komið á til þess eins að halda í horfinu. Sem þátttakandi í knattspyrnu tel ég mig skuldbundinn til að reyna að skýra ástæður þess að ég er andvígur þeim breyting- um á leikreglum knattspyrnunnar sem verið er að koma á í sumum iöndum, svo sem Argentínu og Brasilíu, en samkvæmt þeim breytast stigareglur á yfirstand- andi keppnistímabili. Breyting- amar fela í sér að sigurlið á að hljóta þrjú stig, taplið ekkert. Skilji liðin jöfn skal háð víta- spyrnukeppni, og hlýtur sigurliðið í þeirri keppni tvö stig en tapliðið eitt. Sumir segja að hér sé um til- raun að ræða fyrir heimsmeistara- keppnina í Bandaríkjunum 1994, en þar í landi hafi menn tilhneig- ingu til að breyta reglum eða aðiaga þær þeim hugmyndum sem þeir gera sér um leikinn. Svipaðar tilraunir hafa verið gerðar á liðn- um árum, en þær breyttu engu, heldur þvert á móti. Þetta finnst mér algjör óþarfí. Saga knatt- spymunnar er orðin það löng að ekki ætti að vera nein þörf fyrir tiiraunir. Þótt hér geti verið um góðan ásetning að ræða er tilgangurinn óljós. Og ég er enn síður hrifinn af frekari aðgerðum þegar ekki er haft samráð við þá sem aðgerð- imar bitna á, leikmenn og þjálf- ara, og aðra sem af ýmsum ástæð- um gætu haft og ættu að hafa áhrif á allar ákvarðanatökur, svo sem þegar leikreglum er breytt, Leikreglum knattspyrnunnar hefur verið breytt í Argentínu og Bras- iliu, en samkvæmt þeim breytast stigareglur frá því sem áður var. Breyting- amar fela í sér að sigurlið á að hljóta þijú stig, taplið ekkert. Skilji liðin jöfn skai háð vítaspymukeppni, og hlýtur sigurliðið í þeirri keppni tvö stig en tapliðið eitt. Lið getur gengið til leiks með það í huga að beita brögðum í stað þess að leika knattspymu og neytt mótheijann til aðgerða liðum er raðað niður til keppni, eða varðandi alit annað sem getur orðið knattspymunni til bóta. Vítaspyma er refsing Þeir sem stóðu fyrir síðustu ákvörðuninni, sem gerir ráð fyrir vítaspymukeppni tii að útkijá jafnteflisleiki, ætluðust tii að með þessu væri verið að stuðla að auknum sóknarleilqum - eins og eitt stig geti breytt viðhorfum leikmanna eða leikaðferð. Sú er ekki raunin því sömu hættur em áfram fyrir hendi og þetta getur leitt til bolabragða á leikvelii. Eins og fyrr getur lið gengið til leiks með það í huga að beita brögðum í stað þess að leika knattspymu og neytt mótheijann til aðgerða Cesar Luís Menotti skrifar fyrir Morgun- blaðið sem gefa því einu stigi meira en andstæðingnum - aðeins vegna smá heppni í vítaspymu. Samkvæmt hefðbundnum regl- um knattspyrnunnar er víta- spyrna hámarks refsing. Henni er beitt til hagsbóta fyrir þarin sem með knattleikni sinni kemst í skotfæri við mark mótheijans og til að refsa þeim sem grípur til ólöglegra aðgerða til að koma í veg fyrir að skotið takist. Til skamms tíma var alls ekki gert ráð fyrir því að lið gæti unnið leik með því einu að skora fleiri mörk í vítaspymukeppni. Ogþetta var alveg rétt því svona víta- spymukeppni - sem fyrst komu til sögunnar þar sem naumur keppnistími kom í veg fyrir að úrslit fengjust í hefðbundnum leik - eru engin trygging fyrir því að réttlæti ríki. Ég er ekki að tala máli þeirra sem skara framúr í knattleikni, eins og oft hefur verið haldið fram, né neinna sérstakra leikað- ferða. Þetta er atriði sem áhorf- endur verða að dæma um. Það er eingöngu um það að ræða að beita reglum knattspyrnunnar réttilega í einu og öllu, því einung- is á þann hátt er unnt að stuðla að breyttum viðhorfum og bættri framkomu. Sameigfnleg ákvörðun Ég gengi aldrei svo langt að segja að ekki mætti gera ein- hveijar breytingar á núgildandi ieikreglum, slíkt væri andstætt aimennri skynsemi. En mér fínnst sjálfsagt, þegar hagsmunir knatt- spyrnunnar eru hafðir í huga, að allar ákvarðanir um breytingar verði kannaðar (tarlega og ræddar sameiginiega á fundum ailra hagsmunahópa, og umfram allt ( hópi leikmanna sjálfra. Þegar nið- urstöður þessara kannana og umræðna liggja fyrir og allir hafa komið skoðunum sínum á fram- færi má huga að sameiginlegri ákvarðanatöku. í síðustu fjölþjóða meistara- keppninni - Evrópukeppni lands- liða 1988 sem haldin var í Vestur Þýzkalandi - tryggðu liðin átta, ásamt framúrskarandi skipulagi og gagnkvæmri virðingu áhorf- enda og leikmanna, að úr varð sannkölluð knattspymuhátíð. Þar þurfti engar breytingar á ieikregl- um, aðeins gagnkvæman skilning allra viðstaddra. Leikir sem enda í jafntefli, 5-5, 2-2, eða jafnvel 0-0 geta verið stórleikir, rétt eins og leikur sem endar 1-0 getur verið leiðinda leikur. Metsölublad á hveijum degi! Kynningarfundur verður á vegum íslenskra getrauna með íþróttafélögunum á höfuðborgarsvæðinu fimmtu- daginn 27. október kl. 20.00 í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. FELAGASAMTOK - EINSTAKLINGAR Opnið með okkur dyrnar að betri æfingaaðstöðu og enn betri árangri á næstu Olympíuleikum! Byggið með okkur íþróttahús. íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Gíróreikningur 32000-5. SUND / LANDSLIÐ Cawley þjálfar fram yfir OL1992 Á þriðja tug erlendra þjálfara sóttu um landsliðsþjálfarastöðu í sundi CONRAD Cawley hefur verið ráðinn þjálfari íslenska lands- liðsins í sundi. Cawiey, sem er 35 ára Englendingur, mun þjálfa liðið fram yfir Olympíu- leikana 1992 í Barcelona. Hann tekur við af Guðmundi Harðar- syni, sem lætur af störfum sem landsliðsþjálfari eftir að hafa verið meira eða minna við stjórnvölinn í 20 ár. C awley hefur verið í fullu starfí sem þjálfari í rúm tíu ár og er vel menntaður. Hlutverk hans verður einnig að sjá um fræðslu og aðstoða íslenska þjálfara, auk þess að Jijálfa landsliðið. Hann kemur til Islands í nóvember og verður í fullu starfi. Starf landsliðsþjálfara var aug- lýst og bárust á þriðja tug um- sókna, allar frá erlendum þjálfur- um. Þess má geta að Cawley er kvæntur íslenskri konu og eiga þau þijú börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.