Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
■ JÓNAS Hallgrímsson,
Húsvíkingur og leikmaður Leift-
urs í knattspymu, er mikill veiði-
maður. Hann hefur nú þegar veitt
326 ijúpur í sex veiðiferðum sem
þykir ótrúlega gott. Á sunnudaginn
fór hann til ijúpna en fann til t
öðrum fætinum um miðjan daginn.
Hann hélt þó veiðiferðinni áfraip^ .
og kom með 60 ijúpur heim. Hann
fór svo í læknisskoðun og þá kom
í ljós að hann var ökklabrotinn.
Jónas verður því að sitja heima
næstu vikur en hefur a.m.k. nóg
að borða!
■ SIR Athur Gold, sem hefur
barist gegn lyfjaneyslu í íþróttum,
var í gær kjörinn formaður bresku
ólympíunefndarinnar. Gold, sem er
71 árs, tekur við af Charles Pal-
mer sem hefur verið formaður
nefndarinnar síðan 1983.
■ MÁGKONUKNAR Florence
Griffith Joyner og Jackie Joyn-
er-Kersee þykja líklegastar til að
fá Jesse Owens verðlaunin í ár.
Joyner-Kersee hefur reyndar
fengið verðlaunin tvö undanfarin
ár og gæti jafnað met Edwin Mos-
es, en hann hefur þrisvar hlotið
þessa viðurkenningu. Aðrir sem til-
nefndir hafa verið eru : Carl Lew-
is, Joe DeLoach, Roger Kingdom,
Andre Phillips, Butch Reynolds,
Steve Lewis og Louise Ritter.
Slavko Bamblr
■ FORMSATRIÐI fyrir leikinn
settu íslensku stúlkumar út af lag-
inu. Vegabréf þeirra voru nákvæm-
lega skoðuð, nafn, mynd og kyn.
Sem venja er var búið að ákveða
með búninga og átti íslenska liðið
að vera í albláum búningum, en það
gríska í hvltum. Gríáku stúlkumar
mættu hins vegar bláar til leiks,
en urðu að sjálfsögðu að skipta.
Þá var sett út á staðsetningu aug-
lýsinga á búningunum,
■ BAMBIR, þjálfari stúlknanna,
hefur oft vakið athygli fyrir fram-
komu sína á bekknum, þar sem
hann hefur látið vel í sér heyra. í
gærkvöldi var hann hins vegar
kveðinn í kútinn — af gríska þjálfar-
anum, sem lét öllum illum látum.
■ MEÐAN & leiknum stóð
glumdi kammertónlist í eyrum við-
staddra. Nokkrir krakkar mættu
með hljóðfæri sín og spiluðu án
afláts — nokkuð sem íslenska liðið
hafði ekki upplifað.
■ ÍSLENSKI hópurinn er allt
annað en ánægður með hótelaðstöð-
una og bar fram kvörtun í gær
vegna lítilla herbergja — vildi fara
á betri stað. Um annað er hins veg-
ar ekki að ræða í Dreux, en þegar
liðið kom á hótelið í gærkvöldi eftir
leikinn gegn Grikkjum, var tekið
á móti fararstjórunum og nuddara
með stórum og fögrum blómvönd-
um!
■ ÍSLENSKA liðið situr hjá í
kvöld og ætlar að nota daginn til
að breyta um umhverfi og fara í
skoðunarferð. Annað kvöld leikur
það gegn því spænska, sem hefur
tapað í síðustu fjórum innbyrðis
viðureignum.
■ FRAKKLAND vann Portú-
gal 22:13 (13:5) í hinum leiknum
í a-riðli í gærkvöldi. Spánn sat hjá.
Rautt spjald á 2. mínútu
Tíu leikmenn Anderlecht töpuðu tyrir Mechelen
ANDERLECHT tapaöi fyrri leik
sínum gegn Mechelen í upp-
gjöri belgísku liðanna Evrópu-
keppni bikarhafa í gœr, 1:0.
Það voru reyndar aðeins tíu
leikmenn Anderlecht sem léku
lengst af því Steffen Keski var
vikið af leikvelli á 2. mínútu
fyrir að slá frá sér. Þetta hafði
að sjálfsgöðu slæm áhrif á leik
Anderlecht og Mechelen sótti
mun meira. Það var þó ekki
fyrr en á 88. mínútu að sigur-
markið kom.
Leikurinn.sem fór fram á heima-
velli Mechelen, þótti reyndar
nokkuð slakur og mjög harður.
Mechelen sótti stíft en án árangurs
allt þar til tvær
mínútur voru til
leiksloka. Þá tókst
Wilmots að tryggja
Mechelen sigur.
Anderlehct átti aðeins tvö færi í
leiknum. í fyrra skiptið komst Am-
ór Guðjohnsen í gegnum vöm Mec-
helen en náði ekki að skjóta. Amór
fór svo útaf á 70. mínútu vegna
meiðsla, eftir góðan leik.
Frá Bjama
Markússyni
ÍBelgíu
Það var einnig rautt spjald á lof
er Brugge sigraði Mónakó fr
Frakklandi, 1:0. Marcel Dip var vih
ið af leikvelli rétt fyrir leikslok e
það var M’buyu sem skoraði sigui
mark Bmgge á fyrstu mínútu síðai
hálfleiks.
Liege gekk einnig mjög vel o;
sigraði Benfíca, 2:1. Það var reynd
ar Chalana sem náði forystunr
fyrir Benfíca úr vítaspymu á 47
mínútu en Varga jafnaði tíu mínút
um síðar. Á 68. mínútu gerði Mal
basa svo sigurmark Liege beint ú
aukaspymu.
„Hræddur
umað
vöðvisé
slftinii"
- sagði Amór Guð-
johnsen, sem varð að
fara af leikvelli
„ÉG er hræddur um að vöðví
f hægra lærinu sé slitinn eða
jafnvel rifinn. Ég sit hér á
ísmolum," sagði Arnór
Guðjohnsen í stuttu spjalli við
Morgunblaðið f gærkvöldi.
Amór varð að fara af leikvelli
á 75. mínútu. „Ég gat ekki
gengið," sagði Amór, sem mun
fara í læknisskoðun á fostudags-
Amór Guðjohnsen meiddist f gærkvöidi.
Reuter
morgun. „Ef vöðvinn er slitinn
þá mun ég verða frá keppni í fjór-
ar vikur.“
„Það var mjög svekkjandi að
tapa leiknum gegn Mechelen. Við
misstum leikmann af leikvelli eft-
ir aðeins tvær mínútur og síðan
skoruðu leikmenn sigur-
markið þegar aðeins tvær mfn.
vom til leiksloka," sagði Arnór.
Öruggt gegn
Gríkkjum
Stúlkurnar unnu með þrettán marka
mun, 24:11, í Dreux í gærkvöldi
„STELPURNAR voru tauga-
óstyrkar og fátt gekk upp í byrj-
un, en yfirburðirnir komu ber-
lega í Ijós f seinni hálfleik,"
sagði Helga Magnúsdóttir,
annar fararstjóri fslenska
kvennalandsliðsins í hand-
knattleik, við Morgunblaðið
eftir fyrsta leik c-keppninnar í
Frakklandi í gærkvöldi. Þá vann
ísland Grikkland 24:11 í a-riðli
eftir að hafa verið fimm mörk-
um yfir í hálfleik, 11:6.
ÍÞRÚflIR
FOLK
Fyrir fram var gert ráð fyrir
auðveldum sigri enda hefur
Grikkland ekki sterku liði á að
skipa. íslenska liðið lét samt utan-
aðkomandi atriði hafa of mikil áhrif
á sig og fór illa með mörg góð
marktækifæri, einkum í fyrri hálf-
leik. „Einbeitnin var ekki til staðar
og sérstaklega gekk illa maður
gegn markmanni," sagði Helga.
Leikurinn small hins vegar sam-
an hjá liðinu eftir hlé og 13 marka
sigur var síst of stór.
Helga sagði að gríska liðið léki
frumstæðan handbolta „og þær
voru grófar, en skoruðu allt of
mörg mörk. Hins vegar er ólíklegt
að leikurinn telji, því 25% reglan
gildir og sennilegt er að gríska lið-
ið vermi botnsætið í riðlinum án
stiga, þegar upp verður staðið,“
sagði Helga.
Vamarleikur íslenska liðsins var
mjög góður lengst af, en markvarsl-
an hefur oft verið betri. Kolbrún
Jóhannsdóttir varði fimm skot, en
Halla Geirsdóttir þijú.
Mörk íslands: Margrét Theodórsdóttir
6/4, Ama Steinsen 6, Guðríður Guðjónsdóttir
4/1, Svava Baldvinsdóttir 2, Rut Baldurs-
dóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Katrfn
Friðriksen 1, Ema Lúðvíksdóttir 1, Erla Rafns-
dóttir 1.
Dómaramir vom tökkneskir og dæmdu vel,
flautuðu mikið og visuðu leikmönnum óspart
útaf I tvser mlnútur.
Eria
skorar
Erla Rafnsdóttir |
sést hér stökkva inn ]
í vítateig og skora |
eina mark sitt gegn |
Grikklandi i gær-
kvöldi í Dreux í í
Frakklandi.
HANDKNATTLEIKUR / C-KEPPNI KVENNA I FRAKKLANDI
BELGIA / EVRÓPUKEPPNIN í KNATTSPYRNU