Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 60
T-Xöföar til
X 1 fólks í öllum
starfsgreinum!
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Gömlu númerin
enn í fiillu gildi
Kaupa bíla til að halda I gömlu númerin
NÚMER á bíla samkvæmt gamla kerfinu eru enn í fullu gildi. í
Reykjavík nálgast nú talan 80.000 eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd. Nýja númerakerfið á hins vegar að taka gildi á næstunni,
en ekki er ljóst ennþá hvenær það verður, að sögn Hauks Ingibergs-
sonar framkvæmdastjóra Bifreiðaeftirlitsins. Haukur sagði lág og
áður eftirsótt númer nú farin að fylgja bílum við eigendaskipti,
en kvaðst þó vita til þess að menn keyptu bíla með tilliti til að
geta haldið góðu númeri enn um sinn.
„Það eru hin ótrúlegustu númer
sem fylgja með bílum í sölu og fór
að bera á því í sumar. Menn hafa
gert sér grein fyrir því að þetta
kerfi er búið og nýtt að taka við,“
sagði Haukur Ingibergsson. Hann
sagði það vera þriggja og fjögurra
stafa R-númer, sem menn eru
hættir að halda upp á. Lægri núm-
er virðast enn halda gildi sínu.
Núgildandi númer má hafa á
bílnum _svo lengi sem hann er á
skrá. „Ég veit um einn mann sem
pantaði sér Benz til þess að geta
haldið númerinu sem lengst og
sagði þann bíl endast bíla lengst
og þess vegna henta best, en hann
heftir kannski verið að færa í
stílinn," sagði Haukur.
Einhveijir erfíðleikar eru enn á
því að taka upp hið nýja númera-
kerfí og óvíst að af því geti orðið
um næstu mánaðamót eins og að
var stefnt. Haukur sagði að reglu-
gerðir væru ekki tilbúnar og ekki
heldur sölukerfi. Enn hefur ekki
verið ákveðið hvemig farið verður
með þinglýstar kvaðir, en þeim er
þinglýst í því umdæmi sem bíll er
skráður í. Ekki er enn búið að
Morgunblaðið/Bj arni
Einn af viðskiptavinum Bifreiðaeftirlitsins að festa nýtt „gamalt“
númer á bil sinn í gær.
ákveða hvemig bifreiðaskattur
verður greiddur af nýjum bílum,
það er hvort gjalddagi hans verður
miðaður við afhendingardag til
eiganda eða innflutningsdag eins
og númerakerfíð býður upp á. „Það
er ekki heldur nákvæmlega á
hreinu hver á að ákveða og útfæra
kerfí til að fara eftir við að smíða
og panta nýju númerin," sagði
Haukur. Hann kvað það vera mjög
bagalegt ef ekki tekst að koma
kerfísbreytingunni á áður en Bif-
reiðaskoðun Islands tekur við af
Bifreiðaeftirlitinu um áramótin,
þar sem öngþveiti gæti hlotist af
tvennum svo viðamiklum breyting-
um samtímis.
Iðnaðarbanki og
V erslunarbanki:
Hugað að
sameininefu
að nýju?
ÓFORMLEGAR viðræður munu
vera hafnar milli einstakra stórra
hluthafa bæði innan Iðnaðarbank-
ans og Verslunarbankans um að
taka upp þráðinn frá því fyrir
tæplega tveimur árum og kanna
raunhæfa möguleika á samein-
ingu þessara tveggja banka.
Viðskiptaráðherra hefur lýst því
yfír að hann vilji selja hlutafé ríkis-
ins í Útvegsbankanum í þrennu lagi,
til fjármálastofnana til sameiningar
banka, á almennum markaði og erld-
is. Væntanlega vakir fyrir þeim for-
svarsmönnum Iðnaðarbankans og
Verslunarbankans sem fyrir þreif-
ingunum nú standa að með samein-
ingu þessara tveggja banka muni
þeim standa til boða að kaupa þann
hluta ríkisins í Útvegsbankanum hf.
sem viðskiptaráðherra hefur lýst
yfír að hann vilji selja á innlenda
fjármálastofnanamarkaðinum.
Sjá nánar B1 í Viðskiptablaði
WSreyting á rafinagnsákvæði í málefiiasamningrium:
Greinar með jafna
notkun fái lækkun
Tel lækkunina samkvæmt þessu ná til frystingar, söltunar
og fiskimjölsverksmiðja, segir Arnar Sigurmundsson
SAMKVÆMT breytingu á málaefnasamningi ríkisstjórnarinnar
mun hún beita sér fyrir Qórðungslækkun á raforkuverði til þess
fiskiðnaðar, þar sem sólarhrings- og ársnotkun er tiltölulega jöfii.
í fyrri útgáfiun málefiiasamningsins er lækkunin einskorðuð við
firystihús. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðvanna, telur að með þessu nái lækkunin til alls fiskiðnaðar
sem kaupir raforku samkvæmt ákveðnum afltaxta, allra frysti-
húsa, flestra saltenda og fiskimjölsverksmiðja. Skilgreining
stjórnvalda á þessari grein málefiiasamningsins var ekki fyllilega
ljós í gær.
Frá fyrstu gerð þessarar greinar
málefnasamningsins hefur málum
verið háttað þannig, að stjórnvöld
óskuðu eftir og fengu ákveðnar
upplýsingar frá Landsvirkjun. Að
. ^því loknu var þess óskað að Lands-
virkjun sæi um framkvæmd máls-
ins. Til þess að það væri mögu-
legt, töldu stjómendur Landsvirkj-
unar nauðsynlegt að fá skilgrein-
ingu stjómvalda á umræddri grein.
Þeirrar skilgreiningar bíða þeir nú,
en væntanlega verður fundað um
málið á allra næstu dögum.
Amar Sigurmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að eftir
að greinin hefði litið dagsins ljós
í upprunalegri mynd hefðu fulltrú-
-~-&r Samtaka fískvinnslustöðvanna
gengið á fund forsætisráðherra og
tjáð honum að þeir teldu lækkun-
ina óframkvæmanlega með þeim
hætti. Hún yrði að ganga jafnt
yfír alla. Hann liti svo á að breyt-
ingin þýddi að gengið hefði verið
til móts við óskir þeirra og hún
þýddi í raun að allir, sem keyptu
raforku samkvæmt ákveðnum afl-
taxta, ættu rétt á henni; frysti-
hús, saltfískverkendur og fiski-
mjölsverksmiðjur. Þetta væri já-
kvæð breyting en nánari útfærslu
væri vissulega þörf.
Til þessa hefur, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, verið
litið á dæmið út frá frystingunni
einni saman. Hún notar raforku
árlega fyrir á ijórða hundrað millj-
ónir króna og er hlutur Landsvirkj-
unar í því rúmar 200 milljónir og
dreifíveitna rúmár 100. Lækkun
um 25% er talin þýða samtals um
94 milljóna króna tekjutap fyrir
raforkufyrirtækin, sem flest eru
rekin merð tapi, en orkukostnaður
er talinn um 1% af heildarútgjöld-
um frystingarinnar.
Morgunblaðið/Nordfoto
Leiðsögumaðurinn íDanmörku
Kvikmyndin Leiðsögumaðurinn var frumsýnd með viðhöfii í Kaup-
mannahöfh í gærkvöldi. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök, World
Wildlife Fund, stóðu fyrir sýningunni og var Henrik prins, sem er
forseti Danmerkurdeildar samtakanna, viðstaddur. Á myndinni er
prinsinn með þeim Niels Gaup leikstjóra og Helga Skúlasyni leikara
og eru þeir síðarnefiidu með pandabirni, sem þeir fengu afhenta
áður en sýningin hófst.
300 unglingar misnota vímueftii
Viðeigandi meðferð fæst ekki
AÆTLAÐ er að rúmlega 300
unglingar á aldrinum 14-19 ára
misnoti áfengi og önnur vímu-
efiii, að sögn Einars Gylfa Jóns-
sonar, forstöðumanns Ungl-
ingaheimilis ríkisins. Þá kveðst
hann skilgreina vandamálið
þröngt og gera ráð fyrir að
þessi hópur neyti vimuefiia,
áfengis og fíkniefiia, tvisvar til
þrisvar í viku eða oftar. Hann
segir neyslu hluta hópsins enn
háskalegri og að hérlendis sé
enga stofiiun að finna sem veitt
geti þessum ungmennum við-
hlítandi meðferð. Þetta kom
fram á ráðstefiiu samstarfs-
nefiida ráðuneyta um ávana-
og fikniefnamál.
Tölur um fjölda þessara ungl-
inga byggir Einar Gylfi meðal
annars á könnun sem gerð var
meðal allra 14 ára unglinga í
Reykjavík árið 1976. Þar kom
fram að fyrrgreint mynstur ætti
við vímuefnanotkun 1,3% þeirra.
Hann gefur sér að vandinn nú,
að 12 árum liðnum, sé hinn sami
og neyslan jafnmikil meðal 14 og
19 ára.
Einar Gylfi Jónsson segir hluta
þess hóps, sem verst er ástatt um,
eiga við gífurleg félagsleg vanda-
mál að stríða. Auk þess sem líf
þeirra sé verulega mótað af og
miðað við vímuefnaneyslu hafí
margir unglinganna flosnað upp
úr grunnskólum, hafí lítinn eða
engan stuðning af fjölskyldum
sínum og séu oft á tíðum heimilis-
lausir útigangsmenn eða skjól-
stæðingar stofnana. Hann segir
að nauðsynlegt sé að veita þessum
hópi sérhæfða og víðtæka með-
ferð. Unglingaheimili ríkisins hafi
boðist til að annast þá meðferð
fáist nauðsynlegar fjárveitingar,
auka þurfi húsakost og fjölga
starfsmönnum. „Við höfum verið
að reyna að taka á þessum málum
án þess að hafa forsendur til þess,
innan ramma sem ekki hentar
þessum krökkum," sagði Einar
Gylfí. Hann sagði að þó að ungl-
ingaheimilinu og meðferðarstofn-
unum SÁÁ hefði á stundum tek-
ist ágætlega upp við meðferð
unglinga væri ekki hægt að hjálpa
þorra þeirra með núverandi leið-
um. „Unglingamir þurfa meira
og annað. Þessi hefðbundna með-
ferð gengur út á að endurhæfa
fullorðinn einstakling að einhveiju
sem hann á og þekkir, til dæmis
starfi og fjölskyldu. En unglingar
sem komnir eru út í mjög mikla
misnotkun vímuefna þurfa endur-
uppeldi," sagði Einar Gylfi Jóns-
son. Hann sagði að til þyrfti V2
til IV2 árs meðferð, allt eftir að-
stæðum hvers einstaklings.