Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 5

Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 5 Um 6000 liafa séðIskugga hraftisins i í skugga hrafnsins, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, hefur nú verið sýnd í Laugarásbíói í 12 daga og hafa rösklega 6.000 manns séð myndina. Myndin er sýnd þrisvar á dag og er því áhorfendafjöldinn á dag rúm- lega 500 manns. Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbíós, sagði að- sóknina vera nokkuð jafna, yfirleitt væri fullt hús á föstudags- laugar- dags- og sunnudagskvöldum en minna aðra daga. ^ ^ ^ Búið að salta í 85.000 tumiur SALTAÐ hafði verið í 78.000 tunnur í fyrrakvöld og reiknað var með að saltað yrði í um 7.000 tunnur í gær, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og söltun- arstjóra síldarútvegsnefiidar. í fyrrakvöld var búið að salta í 15.410 tunnur á Eskifirði, 11.722 tunnur á Seyðisfirði og 11.570 tunnur á Homafirði. Þá hafði verið saltað í 6.836 tunnur í Fiskimjöls- verksmiðju Hornafjarðar, 6.149 tunnur í Strandarsfld á Seyðisfirði og 5.992 tunnur í Pólarsíld á Fá- skrúðsfirði. Töluverð veiði var í Stöðvarfirði í gær, að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar. Þorlákshöfn. ÞEGAR Meitillinn hætti starf- semi um mánaðamótin myndaðist biðröð á skrifstofu Ölfushrepps vegna atvinnuleysisskráningar. Á þriðjudagskvöld var búið að skrá 73, þar af 17 karlmenn og 53 konur. Einn hafði verið á skrá áður. Þótt samningar um 150 þúsund tunnur af sfld hafi verið gerðir við Sovétmenn, reikna sfldarsaltendur hér ekki með því að mikið verði saltað á næstunni, eða að þeir geti bætt við sig fólki í neinum mæli. Guðmundur Hermannsson sveitar- stjóri sagðist ekki sjá fram á-að hægt væri að útvega nema litlum hluta af því fólki, sem væri búið að skrá sig atvinnulaust, vinnu hér. Lítið væri farið að huga að þessum málum en eitthvað yrði að gera og það fljótt. Jón BRUNAÐU MEÐ Tll, AUSTURRIKIS OG FRAKKUNDs Úrvals skíðaferðir í bestu skíðalönd Evrópu! Eddukvæði og fomsögur á ensku „EDDAS and Sagas“ nefiiist bók eftir dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumann Árnastofhunar, sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út á ensku. Bókin er að stofhi til þættir sem birtast í ritinu Saga íslands en Jónas hef- ur gert á þeim ýmsar breytingar og aukið við. Þýðandi bókarinnar er Peter Foote. Jónas sagði, í samtali við Morg- unblaðið, að ritið ijallaði um bók- menntir okkar frá upphafi til siða- skipta og endaði á Jóni Arasyni. Hann sagðist binda vonir við að bókin yrði notuð við íslensku- kennslu í erlendum háskólum, en annars væri hún ætluð öllum sem áhuga hefðu á íslenskum fom- bókmenntum. Jónas sagði bókina bæta úr brýnni þörf, því ekkert sambærilegt rit væri til á erlendum málum. Hann teldi það mjög heppi- legt að svona rit væru skrifuð af íslendingum, svo sjónarmið íslend- inga og viðhorf til þessara bók- mennta kæmi fram. Einnig væri ánægjulegt að svona rit skyldi koma frá íslandi, en bókinni verður dreift héðan og hefur Víkingafélagið breska þegar tekið að sér dreifingu í Bretlandi. Jónas kvaðst einnig mjög ham- ingjusamur að hafa fengið þennan þýðanda. Peter Foote væri fyrrver- andi prófessor í íslensku við há- skóla í London, rithöfundur á enska tungu, hefði mjög gott vald á íslensku og væri vel að sér í þeim efnum sem bókin fjallaði um. Aðspurður hvort bókin væri væntanleg á íslensku sagðist Jónas hafa fullan hug á því, að sú gerð sem lögð var til grundvallar þýðing- unni kæmi út sérprentuð, en óvíst væri ennþá hvort af því yrði. Dr. Jónas Kristjánsson 73áatvinnu- leysisskrá Um 70.000 tonn veidd af loðnu TILKYNNT hafði verið um veið- ar á 69.600 tonnum af loðnu í gær, föstudag. Albert GK hætti við að fara með 720 tonn til Færeyja á þriðjudaginn og fór til Neskaupstaðar. í gær tilkynnti Keflvíkingur KE um 530 tonn, óákveðið hvert, og Sunnuberg GK 500 tonn til Grindavíkur. Á fímmtudaginn tilkynnti Hilmir SU um 1.100 tonn til Reykjavíkur, Helga II RE 1.000 tonn til Siglu- flarðar, Guðmundur Ólafur ÓF 600 tonn til Færeyja, Víkurberg GK 500 tonn til Bolungarvíkur, Björg Jóns- dóttir ÞH 350 tonn til Þórshafnar, Fífill GK 640 tonn til Reykjavíkur, Örn KE 750 tonn til Krossaness og ísleifur VE 720 tonn til Bolung- arvíkur. Á miðvikudaginn tilkynnti Hólmaborg SU um 1.430 tonn til Eskifjarðar, Sigurður RE 1.400 tonn til Vestmannaeyja og VíRingur AK 1.250 tonn til Ákraness. Á þriðjudaginn tilkynnti Hilmir II SU um 570 tonn til Siglufjarðar, Skarðsvík SH 670 tonn til Siglu- fjarðar, Bergur VE 470 tonn til Sigluíjarðar, Sighvatur Bjamason VE 670 tonn til Vestmannaeyja, Beitir NK 1.230 tonn til Neskaup- staðar, Jón Kjartansson SU 870 tonn til Eskifjarðar og Grindvíking- ur GK 850 tonn til Færeyja. SAALBACH - HINTERGLEMM 75.300 Hálft fœði innifalið. Brottför 18. febrúar. Flogið til og frá Salzburg. Innifalið i verði: Flug, gisting og flutn- ingur til og frá flugvelli erlendis. Staðgreiðsluverð, miðað við gengi 6. október 1988. FRAKKUND Dalirnir þrír, eitt besta skíða- svœði Evrópu. VAL THORENS 50.100 Brottför 25. febrúar. Flogið til og frá Genf. Innifalið í verði: Flug, gisting og flutn- ingur til og frá flugvelli erlendis. Staðgreiðsluverð, miðað við gpngi 6. október 1988. FERÐASKRIFSTOFAN - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. AUSTURRÍKI BADGASTEIN 38.600 Brottför 4. og 18. febrúar. FLACHAU 68.600 *, Hálft fœði innifalið. Brottför 11. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.