Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 13 Athugasemd vegna æsifréttar Mál og menning hefur óskað eftir að Morgunblaðið birti eftir- farandi athugasemd, þár sem umrædd frétt Tímans var birt í Staksteinum. Þess skal getið að athugasemd Érá dómsmálaráðu- neyti um sama mál birtist í Morg- unblaðinu í gær: Eins og flestum er kunnugt af fréttum hefur nefnd dómsmála- ráðuneytisins um nauðgunarmál nýlega lokið störfum og skilað af sér viðamikilli skýrslu af því til- efni. í tengslum við starf nefndar- innar voru unnar nokkrar rann- sóknarritgerðir um meðferð nauðg- unarmála hérlendis. Það var ljóst frá upphafí að þeir sem þær rann- sóknir ynnu gerðu það á eigin ábyrgð. Því væri þeim líka í sjálfs- vald sett hvemig þeir kæmu þeim á framfæri að öðm leyti en því sem snýr að skýrslu nefndarinnar: Hvort það yrði með blaðagreinum, erind- um eða í bókarformi væri mál höf- undanna sjálfra, enda alvanalegt að rannsóknum sem ríkið hefur styrkt — svo sem rannsóknum há- skólakennara — sé komið á fram- færi í bókarformi, án þess að höf- undar þeirra verði að afsala sér rit- launum. Ein þeirra rannsókna sem gerðar vom var viðtalskönnun um nauðg- unarmál sem Sigrún Julíusdóttir vann. Að sjálfsögðu hvíldi alger nafnleynd yfír viðmælendum henn- ar, og því ógerlegt að þekkja það fólk sem um var að ræða. Fyrir nokkm kom Sigrún að máli við okkur hjá bókaútgáfu Máls og menningar og spurði hvort forlagið viídi stuðla að því að koma þessu efni hennar á framfæri, svo almenn- ingur mætti kynna sér niðurstöður hennar. Málaleitan hennar var vel tekið, enda umræða um meðferð nauðgunarmála mikilsverð fyrir þjóðfélag okkar, og reyndar óhjá- kvæmileg ef einhver viðhorfsbreyt- ing á að verða. Sigrún bjó síðan könnun sína til prentunar, reit inngang, m.a. um aðferð og siðfræði, og listakonan Kristjana Samper var fengin til að gera kápu og myndir. Sigrún vildi að bókin yrði gefin út um svipað leyti og skýrslan yrði kynnt almenn- ingi, og var auðvitað orðið við þeirri ósk. Bók hennar, sem hlaut nafnið Hremmingar, var gefín út sem ódýr kilja, fjölrituð eftir tölvuprentuðu handriti í 500 eintökum. Ritlaun til hennar við útkomu námu 35.000 kónur og geta, seljist upplagið allt, mest orðið 80.000 krónur. Þessar staðreyndir urðu dag- blaðinu Tímanum tilefni til risa- fréttar á baksíðu þann 1. nóvem- ber. Þar segir í yfirfyrirsögn: „Mál og menning hefur fundið „best sell- er“ ársins í ríkisskýrslu" og með stríðsletri í aðalfýrirsögn: „Hluti nauðgunarskýrslu gefínn út í gróðaskyni." Þessi staðhæfing er algerlega út í hött. Menn þurfa ekki annað en að sjá bókina, hvað þá lesa hana, til að fullvissa sig um að útgerð hennar er með þeim hætti, að þessi fjölritaða kilja er fráleit ,jólagjafabók“ eða „best sell- er“. Hún er framlag til þjóðfélags- umræðu, og það er reyndar eitt af markmiðum forlagsins að stuðla að henni. I fréttinni sjálfri er reynt að gera verk Sigrúnar tortryggilegt á allan hátt. Fremst er svæsin tilvitnun innan gæsalappa, en hún er raunar klippt saman úr svörum þriggja mismunandi kvenna, án þess að það sé tekið fram. Nafn Sigrúnar er svert sem kostur er og henni gerð- ar upp lágkúrulegar hvatir: Hún á að vera að reyna að auðgast á nauðgunarmálum, og gefíð er til kynna að hún hafí farið á bak við viðmælendur sína og vinnuveit- anda. Dómsmálaráðuneytið hefur þeg- ar svarað þessum aðdróttunum fyr- ir sitt leyti og sýnt fram á hald- leysi þeirra. Persónuníðið nær há- marki í setningunni: „Forvitnilegt væri að fá upplýst hvort þær konur sem rætt var við þegar skýrslan var gerð, hafi þá né síðar vitað að þær yrðu gerðar að féþúfu félags- ráðgjafans á þennan hátt.“ Um blaðamennsku af þessu tagi þarf ekki að fjölyrða. Það er nóg að bera hana saman við staðreynd- ir málsins hér að ofan, og er athuga- semd þessi rituð til að gefa lesend- um kost á því. Því má bæta við að við hér á forlaginu þekkjum Tímann af velviljaðri umræðu um bækur og bókaútgáfu, og reyndar af góðu samstarfi við ýmsa bókamenn sem þar vinna. Það er vándséð hvað blaðinu gengur til með umfjöllun af þessu tagi um vandmeðfarið málefni. Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar Kvenfélagið Hringurinn heldurbasar Kvenfélagið Hringurinn held- ur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnudaginn 6. nóv- ember kl. 14 i Fóstbræðraheimil- inu Langholtsvegi 109-111. Á basarnum verður mikið úrval af fallegum jólagjöfum. Þá verða einnig til sölu jólakort félagsins. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins og annarra líknarmála. AFSLATTUR RÝMINGARSALA!! Við eigum nokkra MAZDA 626 árgerð 1988, sem við seljum í dag og næstu daga með VERULEGUM AFSLÆTTI: Fullt verð VERÐ NÚ Þú sparar 4 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 826.000 710.000 116.000 4 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 956.000 844.000 112.000 5 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 845.000 725.000 120.000 5 dyra LX 1.8 L sjálfsk./vökvast. 903.000 773.000 130.000 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 989.000 852.000 137.000 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.088.000 945.000 143.000 5 dyra GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.134.000 968.000 168.000 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 959.000 839.000 120.000 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/sóllúgu 999.000 870.000 129.000 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og vindskeiðum 1.100.000 954.000 146.000 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum, vindskeið og sótlúgu 1.170.000 998.000 172.000 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggiö ykkur því bít straxH OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5. BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍM! 6812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.