Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 15

Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 15
Alþjóðlegnr dans- dagur á morgun: Islenskir dansskólar opnir al- menningi ALÞJÓÐLEGUR dansdagur verður haldinn á morgun, sunnu- daginn 6. nóvember, á vegum „International Council of Ball- room Dancing" sem eru alþjóða samtök danskennara. Dansskólar um víða veröld verða opnir þennan dag og kynna starf- semi sína með ýmsu móti. Á íslandi verða skólarnir opnir kl. 13.00—18.00. Hér gefst gott tækifæri öllum þeim Háteigskirkja í Reykjavík. Basar kven- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 15 Ný námskeið hjá Bréfaskólanum HJÁ Bréfaskólanum eru á döf- inni ný námskeið í fjórum grein- um; ensku, þýsku, algebru og siglingafræði. Þá býður Bréfa- skólinn nemendum sínum nú upp á námsráðgjöf í gegn um síma og eru þar gefhar upplýsingar um námsval, námsaðferðir, und- irbúning fyrir störf og aðra skóla og fleira. Þá getur fólk nú innrit- að sig eða beðið um upplýsingar i gegnum símsvara. Byijenda- og framhaldsnámskeið í ensku eru nú í vinnslu og verða sennilega í boði í lok nóvember. Sömu höfundar eru að námskeiðun- um og áður og eru þau sérstaklega hönnuð fyrir fullorðinsfræðslu. Boðið verður upp á tvö námskeið í þýsku. Annað er fyrir byrjendur og samsvarar fyrsta áfanga á fram- haldsskólastigi. í undirbúningi er gerð útvarpsþátta í samvinnu við Fræðsluvarp með þessu kennsluefni Bréfaskólans. Hitt þýskunámskeið- ið er fyrir lengra komna og er beint framhald af Þýsku 1. Algebra á framhaldsskólastigi er gefin út í 5 kennslubréfum, sem verða sennilega undirstöðuefni í fjarkennslu á vegum Fræðsluvarps eftir áramót. Siglingafræði er nú kennd í nýrri og endurbættri útgáfu. Námskeiðið veitir skipstjómarréttindi á bátum allt að 30 tonnum ef nemendur ljúka námskeiðum í verklegum þáttum hjá Slysavamarfélaginu og taka lokapróf. I tilkynningu frá Bréfa- skólanum segir að námsefnið sé gott til undirbúnings fyrir Stýri- mannaskólann. RÝMINGARSALAN Á CITROÉN AX HELDUR ÁFRAM: Enn getur þú sparað meira er> 100.000 kr. ef þú hikar ekki Nú er aðeins örfáum Citroén AX, árgerð 1988, óráðstafað. félags Há- teigssóknar KVENFÉLAG Háteigssóknar heldur árlegan basar sinn á sunnudaginn 6. nóvember kl. 14. Á boðstólum verða kökur, hand- unnir munir, ullarvörur og ýmisleg- ur annar vamingur. Einnig verður kaffisala með ijómavöfflum. Eins og flestum er kunnugt hefir verið unnið að undirbúningi altaris- myndar í mósaík í kór Háteigs- kirkju eftir Benedikt Gunnarsson, listmálara. Hefír kvenfélagið kostað allt, sem gert hefír verið til þessa. Nú er að því komið að altarismynd- in verði 3ett upp. Munu listamenn frá Miinchen í Þýskalandi, sem unnu myndina í mósaík, setja hana á sinn stað í kórinn fyrir jól. Allur ágóði af sölunni á basam- um rennur til þessa verks, en skuld kvenfélagsins vegna þessa er tölu- verð. Væri vel að sem flestir legðu leið sína á basarinn í Tónabæ á sunnudaginn, og styrki með því alt- aristöflusjóðinn um leið og þeir sjálfir afla sér ágætra muna. Prestarnir -< O O > I 8 œ Ódýrasta gerðin er uppseld. Sá ódýrasti sem enn er til kostar 329.500 kr. kominn á götuna. Áætlað verð á árgerð 1989 er frá kr. 439.000, svo ávinningurinn er mikill. Greiðslukjör: Staðgreiðsla eða lánamöguleikartil allt að 12 mánaða á eftirstöðvum. Komdu við í Lágmúlanum, eða hjá söluaðilum okkar, og kynnstu Citroén AX, frönskum og fallegum, á verði sem varla á sinn líka. I Söluaðilar: Bílatorg, Nóatúni 2, Reykjavík Bifreiðaverkstæði Gunnars Jóhannssonar, Óseyri 6, Akureyri Benedikt Jónmundsson, Shellstöðinni, Akranesi Vélsmiðjan Þór, Suðurgötu 9, ísafirði. ÞETTA ER TILBOÐ SEM VARLA VERÐUR ENDURTEKIÐ G/obus? Lágmúla 5, sími 681555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.