Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 31 Borgarstjórnarfiindur á fímmtudaginn; Stórfelld skattheimta ríkis ins mun valda atvinnuleysi - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudaginn kom fram, að atvinnuleysi hefiir aukist í Reykjavík frá síðasta ári. Davíð Oddson, borgarstjóri, sagði að áform ríkisstjórnarinn- ar um stórfellda skattheimtu muni lama atvinnulífið í landinu. Á fundinum gagnrýndu borgar- fulltrúar minnihlutans verð þjón- ustuíbúða aldraðra að Vestur- götu 7, en sjálfetæðismenn sögðu það eðlilegt. Borgarstjórn sam- þykkti að leggja gúmmihellur á nokkur leiksvæði barna í til- raunaskyni og tillögu um að bæta frágang á skólalóðum var vísað til skólamálaráðs, auk þess sem hún verður tíl meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar. Aukið atvinnuleysi í borginni Á fundinum urðu nokkrar um- ræður um horfur í atvinnumálum. Guðrún Ágústsdóttir (Abl) vakti athygli á upplýsingum frá Ráðning- arstofu Reykjavíkur um fjöida at- vinnulausra í borginni, en þeir eru nú rúmlega 150, eða nær þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Guð- rún lagði áherslu á að bregðast yrði við þessu, til dæmis með því að auka styrki til smáfyrirtækja í iðnaði. Davið Oddson, borgarstjóri sagði greinilegt, að ástand I at- vinnumálum í landinu færi versn- andi. Hann minnti síðan á, að þar til fyrir §órum vikum hefði hávær umræða farið fram um hræðilega þenslu í Reykjavík, sem nauðsyn- legt væri að taka á með afskiptum ríkisins. Þetta sýndi, hve skamm- sýni sumra væri mikil. Davíð bætti við að skammt væri síðan að borg- inni hefði verið vegið af áhrifamikl- um stjómmálamönnum, sem haldið hefðu fram nauðsyn þess að slá á þessa þenslu. „Hver veit nema þetta ástand, sem sumir óskuðu eftir, sé að koma og verði verra en menn höfðu búist við,“ sagði hann. í máli borgarstjóra kom einnig fram, að talsmenn ríkisstjómarinn- ar hefðu sagt að það ætti að vera fyrsta verk nýju stjómarinnar að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Þeim hefði haldist uppi að segja þetta, án þess að þeir aðhefðust nokkuð í þá átt. Davíð Oddsson sagði að fyrirætlanir stjómarinnar um 5 milljarða skattahækkanir væm til þess fallnar að lama atvinn- ulífið og stórfelld skattheimta ríkis- ins myndi valda atvinnuleysi. Dýrar íbúðir fyrir aldraða Sigrún Magnúsdóttir (F) gagn- rýndi verðlag þjónustuíbúða fyrir aldraða að Vesturgötu 7. Sagði hún meðaltalskostnað á fermetrann vera 65.418,00 kr., en aðrir hefðu byggt hliðstæðar íbúðir fyrir næst- um 50% lægra verð. Nefndi hún í því sambandi verkamannabústaði, stúdentagarða og íbúðir aldraðra að Sunnuhlíð í Kópavogi. Sigrún spurði síðan hvort borgin væri að byggja þessar íbúðir fyrir sérstaka forréttindahópa, því fæstir aldraðir réðu við að kaupa þær. Davíð Oddsson sagði að Sigrún væri að bera saman ósambærilegar íbúðir og væri því beinlínis að villa um fyrir fólki. Fuil samstaða hefði verið um að byggja þama vandað hús á viðkvæmum stað í hjarta borgarinnar. Ekkert benti til þess að kostnaðurinn væri óeðlilega hár. Páll Gíslason (S) tók undir orð borgarstjóra um að Sigrún hefði borið saman ósambærilegar íbúðir. Hann sagði ennfremur, að leggja bæri áherslu á að gera öldruðum kleyft að dveljast eins lengi heima hjá sér og nokkur kostur væri. Guðrún Ágústsdóttir (Abl) sagði að alltof lítið væri byggt fyr- ir aldraða í Reykjavík og borgin ætti að ieggja aukna áherslu á byggingu leiguíbúða í stað söluí- búða. Sigrún Magnúsdóttir sagðist ekki efast um að íbúðimar í þjón- ustukjamanum að Vesturgötu væm vandaðar, en sagðist ekki skilja hvers vegna þurft hefði að byggja svo dýrt. Elín G. Ólafsdóttir (Kvl) lýsti þeirri stefnu Kvennalistans, að borginni bæri að byggja leigu- húsnæði fyrir aldraða. Með söluí- búðunum væri verið að mismuna öldruðum Reykvíkingum eftir efna- hag. Blekking að íbúðirnar séu bara fyrir stóreignamenn Árni Sigfússon (S) sagði aldraða vera sjálfstæða borgara, sem flestir hefðu tök á að nýta eigið fjármagn til að sjá sér fyrir húsnæði. Þess vegna ætti borgin að leggja höfuð- áherslu á að bæta heimaþjónustuna við þá. Siguijón Pétursson (Abl) sagði íbúðimar mjög dýrar og að Þjónustuibúðir fyrir aldraða að borgarstjórn á fimmtudaginn. rangt hefði verið að bjóða verkið ekki út. Davíð Oddsson gerði þá athugasemd varðandi verð íbúð- anna. Sagði hann meðalverð þeirra vera 5 til 5,5 milljónir króna auk þess sem framkvæmdalán upp á 2,5 milljónir fylgdi hverri þeirra. Því væri blekking að einungis stór- eignamenn gætu keypt þessar íbúð- ir. Sigrún Magnúsdóttir (F) tók næst til máls til að gera stutta at- hugasemd. Sagði hún meðal ann- ars, að eldra fólk vildi ekki taka lán; það vildi ekki skulda. Hún ítrek- aði þá skoðun sína, að verð þeirra væri hátt. íbúðimar sjálfar væru litlar, þótt sameignin sem fylgdi hverri væri stór. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar bað Sigrúnu þá að ljúka máli sínu. Samkvæmt fundarsköpum Borgar- stjómar mætti hver borgarfulltrúi aðeins tala tvisvar sinnum undir hveijum dagskrárlið og það hefði hún þegar gert. Hefð væri fyrir því að borgarfulltrúar fengju tækifæri til að gera stutta athugasemd, en nokkur brögð hefðu verið að því að þeir misnotuðu sér það og héldu þriðju ræðuna um efnið. Sagðist Magnús neyðast til að koma í veg fyrir slíkt. Fleiri tóku þátt í umræð- unum um þjónustuíbúðimar og deildu fulltrúar minnihlutans á verð jþeirra en sjálfstæðismenn töldu það eðlilegt. Staðsetning hússins hefði til dæmis kallað á dýrar lausnir til að laga það að umhverfinu. Einnig hefði verið valið dýrt efni í bygging- Morgublaðid/Þorkell Vesturgötu 7 vom til umræðu í una, en það myndi draga úr við- haldskostnaði. Samstaða um tilraun með gúmmihellur Elín G. Ólafedóttir (Kvl) mælti fyrir tillögu borgarfulltrúa minni- hlutaflokkanna um að gera tilraun með að leggja gúmmfhellur, sem framleiddar em hér á landi, á nokk- ur leiksvæði dagvista og skóla í borginni. Með því mætti bæði auka öryggi bama og styrkja íslensk'án endurvinnsluiðnað. Guðrún Zoöga (S) sagðist telja rétt að gera tilraun af þessu tagi, annars vegar til að kanna hvort hellumar geta aukið öryggi bama og hins vegar til að sjá hvemig þær þola íslenskt veður- far. Hins vegar væri væntanlega ekki hægt að hefja þessa tilraun strax, þar sem langt væri liðið á árið. Tillagan var síðan samþykkt samhljóða. Elín G. Ólafsdóttir mælti einnig fyrir annarri tillögu minnihlutisr- flokkanna. Fjallaði hún um átak til að lagfæra skólalóðir í borginni og fullbúa þær leiktækjum. Sagði Elln að þótt skólalóðir í Reykjavík væm betur búnar en almennt gerðist á landinu mætti víða gera betur. Margar skólalóðir gætu varla talist viðunandi uppeldisumhverfí fyrir böm og ungiinga. Guðrún Zoega svaraði þessu á þá leið, að stöðugt átak væri í gangi I þessum efnum. Reykvíkingar gætu verið fullsæmd- ir af skólalóðunum í borginni miðað við það sem sem tíðkaðist annars staðar. Margar lóðirnar væm þann- ig að einungis vantaði herslumun- inn á að þær gætu talist fullfráh gengnar. Guðrún lagði til, að tillög- unni yrði vísað til skólamálaráðs borgarinnar og yrði til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar borgar- innar. Var sú málsmeðferð sam- þykkt mótatkvæðalaust. Basar Kvenfélagið Heimaey heldur sinn árlega basar í dag kl. 14.00 á Hallveigar- stöðum v/Túngötu. Margt góðra muna. Stjórnin. Atríði úr Náttbólinu. Sýningar á Náttbólinu Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR K0PAV0GUR LEIKFÉLAG Verslunarskóla íslands, „Allt milli himins og jarðar“, sýnir leikritið Náttbólið eftir rússneska höfimdinn Maxim Gorki undir leik- stjóm Guðjóns Sigvaldasonar. Sýningar verða í nemendakjallara NFVÍ sem hér segir: laugardaginn 5. nóv. kl. 16.00, sunnudaginn 6. nóv. kl.20.00, mánudaginn 7. nóv. kl. 20.00 og miðvikudaginn 9. nóv. kl. 20.00. Oðinsgatao.fl. Sunnubraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.