Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 36
B«ÉJb*fc€P**W' 36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 I t l! i Sovéskir dagar MÍR1988 Tónleikar og danssýning í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 6. nóvember kl. 20. Listafólk frá Kirgizíu skemmtir með hljóðfæraleik, söng og dansi. Fjölbreytt efnisskrá. Aðgöngumiðar seldir í miðasölu Þjóðleikhússins. MÍR. Fjölmiðlakennsla á íslandi Blaðamannafélag íslands boðar til opinnar ráðstefnu um uppbyggingu fjöl- miðlakennslu á íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu, ráðstefnusal A, sunnudaginn 6. nóvember og hef st kl. 13.30 Illl fj ti Svavar Sigrún Sigurjón Vilborg Íi^ f, Örn Lúðvík Guðmundur Jóhanna Dagskrá: 1) Setning - Formaður BÍ. 2) Ávarp menntamálaráðherra, Svavars Gests- sonar. 3) Stutt fframsöguerindi: a) Sigrún Stefánsdóttir doktor í fjölmiðla- fræðum: Fjölmiðlanám í Háskóla íslands. b) Sigurjón Jóhannsson, blaðamaður og kenn- ari: Fjölmiðlanám í fjölbrautaskólum. c) Vilborg Harðardóttir, blaðamaður og skóla- stjóri: Fjölmiðlanám í Tómstundaskólanum. d) Örn Jóhannsson, formaður FÍP: Viðhorf útgef- enda. e) Lúðvík Geirsson, formaður BÍ: Viðhorf Bl. - Kaffihlé - 4) Pallborðsumræður: Umræður og fyrirspurnir úr sal. Stjórnandi umræðna: Guðmundur Hermannsson vara- formaður BÍ. Fundarstjóri: Jóhanna Harðardóttir stjórnarmaður Bl. Stefnt er að því að ráðstefnunni Ijúki 17.30-18.00. Allir félagsmenn og annað áhuga- fólk um fjölmiðlun og menntamál er hvatt til að mæta á ráðstefnuna. Stjórn BÍ Minning: Egill Guðjónsson frá Súgandafírði Fæddur 11. desember 1917 Dáinn 31. október 1988 Egill Guðjónsson lézt aðfaranótt mánudags, þ. 31. október sl. í Landspítalanum, eftir stutta en að lokum harða sjúkdómslegu. Þar hneig góður drengur í gras, sann- kallað valmenni og prúðmenni hið mesta til orðs og æðis. Við fráfall hans er nú skarð fyrir skyldi í hin- um fjölmenna frændgarði hans. Egill átti til góðra að telja. For- eldrar hans voru heiðurshjónin Re- bekka Kristín Guðnadóttir (f. 8. sept. 1892, d. 14. sept. 1964) og Guðjón Halldórsson, járn- og vél- smiður (f. 16. apríl 1882, d. 24. febr. 1960). Þeim Rebekku og Guð- jóni varð 6 bama auðið. Elztur var Egill, sem hér er minnzt. Næstur var Halldór, sem dó komungur. Hin eru öll á lífi, en þau em: Guðríður, gift Halldóri Guð- bjartssyni, vélstjóra, sem er látinn. Jóhanna, gift Antoni Nikulássyni, vélstj., sem er látinn. Guðrún, gift Agli Kristjánssyni, vélstj. og sjó- manni. Guðni, rennismiður, kvænt- ur Sigríði Jónsdóttur. Þau Rebekka og Guðjón voru einkar samhent hjón og með af- brigðum vinsæl í þorpinu. Þar var oft setinn bekkurinn í húsi þeirra á fjörukambinum. Þótt húsakynnin væm lítil var hjartahlýjan því meiri. Okkur þorpsstrákunum, sem vomm á sama reki og Egill, fannst oft gott að skjótast inn í hlýjuiia í smiðju Guðjóns föður hans, á vet- uma eftir ærsl og leiki í snjósköfl- unum, alsnjóugir eins og snjókóng- ar á að líta. Aldrei var þar amast við okkur, en glettnin og góðsemin geislaði af ásjónu Guðjóns, þar sem hann stóð við aflinn og sló til gló- andi járnið og gneistaflug í allar áttir. Nei, hann var nú aldeilis ekki að amast við okkur maðurinn sá, alltaf sama ljúfmennið, taldi okkur aldrei vera í vegi fyrir sér við vinn- una, hversu annríkt, sem hann átti, og það jafnvel þótt strákahópurinn væri oft æðistór, sem fylgdist með því af forvitni og mikíum áhuga, sem hann hafði fyrir stafni í smiðju sinni. Hið sama gegndi um Rebekku og mann hennar, hjartahlýja hennar var mikil í garð okkar leikfélaga Egils, þótt hún hefði í nógu að snú- ast og ómegðin mikil á hennar heimili, gaf hún sér ætíð tíma til að sinna brekum okkar strákanna og uppátækjum. Hún var líka syst- ir hetjunar okkar, Guðna „kónga- bana“, sem 'felldi og lagði að velli glímukóngana í „Íslandsglímunni" 1920, eða var það 1921? Ég man það ekki gjörla. En aldrei þreytt- umst við strákamir á að heyra sög- una um það, þegar Guðni lagði sjálf- an Sigurjón á Álafossi og aðra glímukappa í þessari frægu glímu. Eftir að við strákarnir vorum famir að ganga í bamaskóla þorpsins, var áhugi okkar á glímu svo mikill um skeið, að við gengum með glímu- beltin spennt á okkur frá morgni til kvölds, tilbúnir í hveijum frímínútum að heija glímuna. Elzti bróðir Rebekku var Veturliði, bóndi í Vatnadal, en hann var um skeið sameignarmaður afa míns og föður að litlum vélbáti, „Sigurvoninni", mikilli happafleytu, var með fyrstu vélbátunum í Súgandafírði. Systir Rebekku var Jóna, sem varð tengdamóðir Kristjáns Ibsens, bróð- ur míns, þegar hann kvæntist Lilju dóttur hennar. Yngsti bróðir Re- bekku var Guðmundur, bátsformað- ur í Súgandafírði. Oll vom þessi systkini, 5 að tölu, valmenni og mikið mannkostafólk. Þau voru inn- an við tólf ára aldur, þegar þau misstu föður sinn, Guðna Egilsson, sem fórst í sjóróðri fyrir aldamótin. Þetta var mikill örlagadómur og þungur harmur kveðinn að þeim og móður þeirra, Guðrúnu Sigurð- ardóttur, sem stóð ein uppi með þau, öll í ómegð. Um Guðjón Halldórsson og nokk- ur systkina hans segir svo í Súgfírð- ingabók, m.a.: „Þau komu vestan frá Hóli í Önundarfírði þijú systkin á fyrsta tug aldarinnar og settust að í Súgandafírði, Guðmundur Ágúst, Guðjón og Júlíana Halldórs- böm. Þau voru full af andlegum hæfíleikum og svo listilega hög að allt lék í höndunum á þeim, sem þau snertu á. Guðmundur varð bóndi í Botni, Júlíána vann á heim- ili hans, en Guðjón varð ólærður jámsmíðameistari á Suðureyri. Júlíana var á léttum aldri, þegar hún fluttist að Botni. Hún var þar síðan alla tíð, þar til Guðmundur bróðir hennar fluttist með fjölskyldu sína til Suðureyrar 1927, en þá fór Júlíana vestur að Kirkjubóli í Bjamadal, til Bessabe, systur sinnar, og lézt þar. Bessabe_ var móðir hinna kunnu bræðra, Ólafs ____________ ■ 1___________________ Hesta- og jeppakerrur Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Burðargeta frá 500 kg - 6 tonna. Seljum alla hluti í kerrur og vagna. Áratugareynsla í vagna- og kerrusmíði. Gerum verðtilboð í alla sérsmíði. Öryggi og þjónusta. Víkurvagnar, Laufbrekku 24, Dalbrekkumegin. Símar 45270 og 72087. Sýning íbúða Laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. nóvember verða íbúðir í verkamannabústöðum við Svarthamra 28-36 í Grafarvogi almenningi til sýnis milli kl. 13 og 19. , Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.