Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 52

Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 52
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Fyrstu jólasveinarnir komnir Morgunblaðið/Emilía Jólasveinamir í Rammagerðinni í Hafnarstræti eru komnir í búðar- | Yngsta kynslóðin flykkist með foreldmm sínum í Hafnarstræti til þess gluggana. Það er óbrigðult að þeir birtist fyrstu daga nóvember. | að heilsa upp á þá og myndast gjaman umferðaröngþveiti um helgar. Framkvæmdum fyrir 420 millj. frestað við Blöndu Bátur fékk á sig brot BÁTAR frá Sandgerði og Keflavík lentu í erfiðleikum vegna -i ^jrreðurs undir kvöld í gær. Þor- steinn KE 10 fékk á sig brot út af Garðskaga. Blotnuðu öll tæki i stýrishúsi hans og báturinn varð sambandslaus við land. Engan mann sakaði. Bátar alit niður í 8 tonn voru á sjó og reru í þokka- legu veðri og að því er formenn þeirra töldu góðri veðurspá. Skipvetjar á Þorsteini gerðu vart við sig með neyðarblysi. Bátamir Sandvík GK og Jóhannes Jónsson KE komu til aðstoðar og fylgdu bátn- um inn til Keflavikur, þar sem ekki var fært inn til Sandgerðis. Smærri bátar lentu einnig í erfið- leikum, slitu linu og urðu sumir að skilja eftir ódregið. Bátamir vom ___yestur og norðvestur af Garðskaga. ísfisksala umfram leyfi: Óákveðið hvort menn verða kærðir "^„ÞAÐ VAR selt meira magn af óunnum þorski og ýsu í Bret- landi í þessari viku en Ieyfilegt var og það voru nokkrir sem brutu af sér. Magnið var hins vegar minna en í fyrstu var tal- ið,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, deildarsijóri í utanríkisráðuneyt- inu, í samtali við Morgunblaðið. „Við reynum að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort þessir aðilar verða kærðir og ég get ekki sagt meira um þetta mál að sinni," sagði Stefán. Leyft var í gær að selja 822 tonn af óunnum þorski og ýsu úr gámum og 600 tonn úr skipum í Bretlandi ' vikuna 13. til 19. nóvember næst- komandi. Einnig var leyft að selja 600 tonn af óunnum fiski úr skipum og 100 tonn úr gámum í Vestur- Þýskalandi og Frakklandi ofan- greinda viku, að sögn Stefáns Gunnlaugssonar. LANDSVIRKJUN hefiir ákveðið að draga saman framkvæmdir á næsta ári um 540 milljónir króna, fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar. Langstærstur hluti þessa sam- dráttar er í framkvæmdum við Blönduvirkjun, en í byggingu hennar fara 908 milljónir króna á næsta ári í stað 1.328 milljóna eins og Landsvirkjun hafði áformað. Ekki stendur þó til að fresta gangsetningu virkjunar- innar, að sögn Halldórs Jónatans- sonar, forstjóra Landsvirkjunar, en auka þess í stað framkvæmd- ir á árinu 1990. Alls verða veittar 1.420 milljónir króna til framkvæmda á vegum Landsvirkjunar á næsta ári, en í framkvæmdaáætlunum Landsvirkj- unar var gert ráð fyrir að sú upp- hæð yrði 1.960 milljónir. Halldór sagði að framkvæmdum yrði annað- hvort dreift yfir lengri tíma eða frestað fram til 1990 vegna þessa. Enn væri þó stefnt að verklokum árið 1991. Það yrði hins vegar kostnaðarsamara fyrir Landsvirkj- un að hliðra til framkvæmdum á þennan hátt, vegna mannþurftar og stærri vinnubúða. Allar slíkar sveiflur væru óheppilegar. Fyrir utan Blöndu verður fram- kvæmdum fyrir 120 milljónir króna frestað, en þar er um að ræða að bora eina 60 milljóna króna holu við Kröflu og framkvæmdir við vörugeymslu og aðveitustöðvar við stjórnstöðina á Geithálsi. Hins veg- ar verður áfram unnið við byggingu nýrrar stjórnstöðvar í Öskjuhlíð, sem á að komast í gagnið í septem- ber á næsta ári. Hún er nú fok- held, en það mun kosta um 227 milljónir króna að ljúka við hana og kaupa háþróaðan tölvubúnað, en núverandi stjórnstöð á Geithálsi er orðin of lítil og gömul til að anna sínu hlutverki eins og sannað- ist þegar rafmagnið fór af sunnu- daginn 16. október, sagði Halldór. Þá er fyrirhugað að ljúka við að- veitustöðvar við Hamranes í Hafn- arfirði og Búrfell. Fjármagna á framkvæmdir Landsvirkjunar á næsta ári með erlendu láni að upphæð einn millj- arður króna, en að öðru leyti með innlendum lánum og fé af rekstri fyrirtækisins. Halldór sagði að eftir væri að sjá hversu raunhæfir þessir möguleikar væru, því ef Landsvirkj- un tekur lán innanlands á næsta ári yrði það í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Akureyri: ‘ Varð fyrir bíl og kastaðist gegnum rúðu EKIÐ var á gangandi vegfar- anda á bílastæði við Byggingar- vöruverslun KEA um sexleytið í gær. Maðurinn fótbrotnaði og mun hafa skorist eitthvað á höfði. Slysið vildi þannig til að maður- inn hugðist setjast inn í bíl, sem stóð kyrr á bílastæðinu. Ökumaður- inn tók hins vegar af stað í þann mund er maðurinn ætlaði að setjast inn í bílinn. Maðurinn kastaðist á rúðu verslunarinnar með þeim af- leiðingum að hún brotnaði og hann féll hálfur inn um hana. Um leið þrengdi bíllinn að fæti hans og braut hann og einnig skarst n)áður- inn á höfði við rúðubrotið. Lítil flugvél villtist iy Leiðbeint til lendingar á Rifí LÍTIL einshreyfils flugvél frá Bandaríkjunum villtist af leið vestur af landinu í fyrrinótt. Flugmaðurinn var á leið til Reykjavíkur, en fannst loks yfir Snæfellsnesi. Flugvél Flugmála- stjórnar beindi vélinni til lend- ingar á Rifi. Talið er að rafmagnsleysi hafi valdið því að vélin hvarf af ratsjá flugstjórnar í Reykjavík þar sem slokknaði á ratsjársvara hennar. Þegar flugtuminn á Reykjavíkur- flugvelli hafði ekki heyrt frá vél- inni á tilsettum tíma var leitað til flugstjómarinnar í Keflavík um aðstoð og sást vélin á ratsjánni Keflavík. Síðar náðist samband við vélina á neyðarbylgju og hafði hana þá þegar borið mikið af leið. Leiðsögu- tækin voru óvirk og leiðbeiningar flugstjórnarmanna í Reykjavík virtust falla í grýttan jarðveg hjá flugmanninum, sem áfram hélt kolrangri stefnu. Flugvél Flug- málastjómar var þá send til móts við hann og fann vélina með að- stoð ratsjárinnar í Keflavík. Flugvélinni var flogið til Reykjavíkur í gærmorgun. Flugmenn Flugmálastjórnar voru þeir Ingvar Valdimarsson (t.v.) og Snæbjörn Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.