Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Ný aðferð við með- ferð á beinbrotum Naglar sem leysast upp í líkamanum Á Borgarspítalanum var i gær framkvæmd fyrsta aðgerðin hér- lendis þar sem notaðir eru naglar sem leysast upp í líkamanum, til að halda saman beinbrotum. Þessi aðferð er fínnsk að upp- runa og hafa farið fram rann- sóknir í fímm ár, en naglarnir eru nýlega komnir á almennan markað. Að sögn Gunnars Þórs Jónsson- ar, bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmdi aðgerðina eru nagl- amir gerðir úr polyglyconsýru, sem framleidd er á þann hátt að efnið verður mjög sterkt og þolir mikinn hliðarþrýsting. Þetta er sama efni og notað er í innri sauma og sagði Gunnar langa reynslu fyrir því að efnið hefði ekki hliðarverkanir, enda leystist það upp í lífræn efni. Naglamir héldu hörku sinni í 6 til 8 vikur og styttu í vissum tilvikum þann tíma sem sjúlingurinn þyrfti að vera í gifsi eða öðrum umbúðum. VEÐUR Gunnar sagði hérlenda lækna hafa fylgst með tilraunum Finnanna undanfarin ár en engin reynsla væri komin á notkun nagl- anna hér. Sér virtist mestur ávinn- ingur að þvi að nota þessa aðferð við brot inni í liðum og vaxtarlínu- brot,' og helsti kosturinn væri sá að ekki þyrfti aðra aðgerð til að Ijarlægja naglann, sem sparaði bæði sjúkrahúslegu og vinnutap, en það væri ókostur hve efnið væri dýrt ennþá. Aðgerðin í gærmorgun fólst í réttingu á stórutá, en þá er beinið tekið í sundur til að rétta skekkj- una. Hingað til hafa ýmist verið settir í beinið pinnar, sem þarf að ijarlægja seinna eða beinið hefur verið saumað saman í gegnum bor- göt. Viðstaddur aðgerðina í gær- morgun var danskur læknir, Allan Peters, sem vinnur að kynningu á nöglunum. Rannsóknaskip Atlantshafsbandalagsins, Alliance, við bryggju á Eskifirði. Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeireson AUiance komið til Eskifjarðar Eskifirði. Hafrannsóknaskipið Alliance, sem er í eigu Atlantshafsbanda- lagsins, kom til EskiQarðar á mánudagskvöld. Sem kunnugt er hafði verið sótt um leyfí fyrir skipið að koma tii Neskaupstaðar en hafharyfirvöld þar neituðu I DAGkl. 12.00: // / / /////// / / Heimild: Veðurstofa íslands i srveðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 9. NOVEMBER YFIRLIT ( GÆR: Milli Vestfjarða og austurstrandar Grænlands er 974 mb lægð sem þokast norðaustur en 1032ja mb hæð yfir Skandinavíu. Um 600 fm suðsuðaustur af Hvarfi er 992ja mb lægð sem þokast austnorðaustur. Veður mun aðeins kólna í bili en tek- ur aftur að hlýna þegar líður á nóttina. SPÁ: Vaxandi suðaustanótt og hlýnandi veður. Um sunnan- og vestanvert landið verður orðið allhvasst og farið að rigna síðdegis og þykknar upp norðaustanlands og austan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss suðaustanátt, einkum vestan- og sunnanlands. Rigning um mest allt land, þó minnst vestan- lands. Hiti 7—9 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt og skýjað en úrkomulítið. Kólnandi veður. Hiti 1—3 stig. x. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða Súld > ■> •> OO Mistur —Skalrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma htti veður Akureyri 4 léttskýjað Reykjavík 3 úrk. í gr. Bergen 8 alskýjað Helsinki +3 heiðskírt Kaupmannah. 2 léttskýjað Narssarssuaq +9 iéttskýjað Nuuk +8 hálfskýjað Osló 1 skýjað Stokkhólmur 0 iéttskýjað Þórshöfn 10 rigning Algarve 20 þrumur Amsterdam 9 mistur Barcelona 16 skúr Chlcago 1 heiðskfrt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 8 léttskýjað Glasgow 7 mistur Hamborg 8 Jéttskýjað Las Palmas vantar London 7 þokumóða Los Angeles 14 léttskýjað . Luxemborg 7 léttskýjað Madrid 15 súld Malaga 19 alskýjað Mallorca 22 háffskýjað Montreal 6 skýjað New York 8 léttskýjað Þarls S þokumóða Róm 14 þokumóða San Diego 16 alskýjað Wlnnipeg 1 alskýjað skipinu um viðlegupláss þar sem að skipið væri í eigu hernaðar- bandalags. Alliance, sem er 3.180 brúttótonn að stærð og 93 m langt, er með 27 manna áhöfn auk þess að um borð starfa 20 vísindamenn. Skipið er smíðað á Ítalíu 1988 og siglir undir vestur-þýskum fána. Hins vegar er það í eigu allra ríkja Atl- antshafsbandalagsins og mun vera eina skipið í sameign bandalags- ríkjanna. Skipið er gert út af neðansjávar- rannsóknastöð Atlantshafsbanda- lagsins sem staðsett er í La Spezia á Italíu. Hlutverk þeirrar stofnunar er að veita Atlantshafsbandalaginu vísindalega og tæknilega ráðgjöf varðandi leit og staðsetningu kaf- báta neðansjávar. Ástæðan fyrir komu Alliance til Eskiíjarðar mun vera áhafnaskipti, auk þess sem skipið tekur olíu og vistir og unnið er að viðgerðum um borð. Áætlað er að skipið fari aftur frá Eskifírði á morgun, fímmtudag. - Ingólfur Útsýnishús í Öskjuhlíð: Sjö tilboð bárust í gerð snúningsgóife LÖGÐ hafa verið fram í borgar- ráði sjö tilboð í gerð snúnings- gólfe fyrir væntanlegt útsýnis- hús á geymum Hitaveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð. Lægsta tilboð á Hagvirki og Garðasmiðjan, 15,9 milljónir króna en í tilboðinu er ekki tekið fram hvort söluskattur er innifalinn í verðinu og tilboðið þvi óljóst að mati Fjarhitunar hf. Tilboðsverð Norska fyrirtækisins Selmer Furu- holmen er 14,6 milljónir en heild- arkostnaður með söluskatti og uppsetningu 18,3 milljónir. V-Þýska fyrirtækið MAN GHH býður 14,3 milljónir en heildar- kostnaður er 19 milljónir. Guðjón Jónsson ásamt V-Þýska fyrirtæk- inu Stader Constructions býður 32,9 milljónir en heildarkostnaður er 42,2 milljónir. Elding Trading Co. ásamt bandaríska fyrirtækinu Peter Albrecht Co. býður 13,5 milljónir fob., en heildarkostnaður er 21,3 milljónir. Héðinn hf. ásamt austurrríska fyrirtækinu Waager Biró býður 17,8 milljónir fob., en heildar- kostnaður er 26,6 milljónir og Páll Jónsson ásamt bandaríska fyrirtækinu Macton býður 12,7 milljónir cif., en heildarkostnaður er 18,6 milljónir. \ Gunnar H. Kristinsson hita- veitustjóri vísar til samanburðar og umsagnar ráðgjafa hitavei- tunnar og leggur til samið verði við Pál Jónsson og Macton. Málinu var vísað til umfjöllunar í borgar- stjóm. Endurskoðun starfs- hátta Sjálfetæðisflokks MIÐSTJÓRN Sjálfetæðisflokks- ins hefur samþykkt að heQa undirbúning að nýju starfs- skipulagi á skrifetofii flokksins og endurskoðUn starfshátta hans. Guðmundur Magnússon, fyrr- verandi aðstoðarmaður mennta- málaráðherra, hefur verið ráðinn til að sinna þessu yerkefni og öðr- um verkefnum. Guðmundur, sem er 32 ára að aldri, lauk BA-prófi í sagnfræði og heimspeki frá Há- skóla íslands árið 1980 og M.Sc.- prófi í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði frá London School of Economics árið 1982. Hann var blaðamaður á Tímanum 1982— 1983 og á Morgunblaðinu frá 1984 til 1988, er hann réðst til starfa í menntamálaráðuneytinu sem að- stoðarmaður ráðherra. (Fréttatilkynnlng) Guðmundur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.