Morgunblaðið - 09.11.1988, Page 38

Morgunblaðið - 09.11.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 fclk f fréttum NANCY REAGAN Forsetafrú í lánsflíkum Nancy Reagan, forsetafrú Bandarílq'anna hefur síðustu sjö ár fengið „lánuð" föt að verðmæti 70 milljónir ísl. króna, eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu áður. Það hefur lengi verið vitað að forsetafrúin hafi dýran smekk og hafa landar hennar ætíð verið stoltir yfir hve glæsilega hún klæðist. En það er annað hljóð í mörgum eftir að ljóst varð að deila má um eignarréttinn á fatnaðinum. Mörgum framleiðendum þykir mikið til þess koma að forsetafrúin gangi í kjólum frá þeim eða noti skartgripi þeirra. Finnst þeim það í sjálfu sér lítill fómarkostnaður, þótt frúin skili flíkunum ekki aftur. En eftir að það komst í hámæli, að forsetafrúin eignaði sér lánsflíkur hafa menn velt fyrir sér ýmsum hliðum þess máls, svo sem skattahliðinni. Þannig kann frú- in að hafa fengið að láni kjóla og skartgripi fyrir allt að 10 milljónum króna á ári. Til saman- burðar má nefna að Reagan, bóndi henhar, hefur tæpar níu milljónir í árslaun. Ef litið er á þetta sem gjafir til forsetafrúar- innar ætti hún að hafa gefið þær upp til skatts. Þetta hefur ekki verið gert og telja sumir, að það kunni að koma Reagan-hjónunum í koll eftir að þau taka að njóta elliáranna íjarri Hvfta húsinu. Sagt er að Nancy Reagan fái „lánuð“ föt fyrir milljónir króna ár hvert. Placido Domingo í Mexíkó Sumar stjömur eru jú stærri en um sjónvarpsskermi og fyrir neðan píramídana. Yfir 20.000 manns aðrar. Spænski söngvarinn hann má sjá hljómsveitina og kórinn hlýddu á tónleikana sem voru í lok Placido Domingo sést hér á risastór- á tónleikum í borg fomu Azteka- október. Jagger í Indónesíu Rokksöngvarinn Mick Jagger, átrúnaðargoð margra víða um heim, er þessa dagana á hljómleikaferðalagi um Asíu, Astralíu og Nýja Sjá- land. A mypdinni má sjá söngvarann í essinu sínu í Jakarta höfiiðborg Indónesíu. Áhorfendur tóku honum fagnandi en um 25.000 manns hlýddu á Jagger. CHER Leikkonan Cher sást nýlega laumast inn á stofu til fegrunarlækn- isins Harrys Glassmanns (eiginmanns Vikt- oríu Principal) en hann oft kenndur við þá Dr. Jekyll og Hyde. Eitthvert smáræði átti hann að finslípa af kropp hennar. Heyrst hefiir að mikill daga- munur sé á handbragði Glass- manns, suma daga takist honum vel upp en aðra verði hann að svara til saka fyrir að hafa af- myndað viðskiptavini sina. Ekki fékk hann það verkefiii að slípa Cher; hún sást daginn eftir hjá öðrum lækni i sömu grein, svo það er aldrei að vita nema hún hafí mætt einu fórnarlambi Glassmans á biðstofúnni og áUtið það vænlegri kost að leita annað. JACKSON Hver veit nema Mic- hael Jackson, poppsöngvari, verði í framtí- ðinni uppnefndur Grétar Garbo. Heyrst hefúr að þrátt fyrir ung- an aldur sé gulldrengurinn orð- inn þreyttur á frægðinni. Hann hefúr víst sagt vinum sinum að hann ætU að draga sig í hlé, eins og Gréta Garbo gerði á sinum tíma. Einnig segja heim- ildarmenn að hann sé órólegur vegna þess að faðir hans ætU að skrifa bók um líf Michaels. COSPER - Að Brennerskarði? Keyrið þið bara beint áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.