Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKIIDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 45 KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Morgunblaðiö/Einar Falur Ekki ég! Þorvaldur Geirsson og ísak Tómasson eigast hér við í leik Vals og Njarðvikur í gær. Hvorugur þeirra vill þó kannast við að hafa komið við boltann sem virðist á leið í fangið á saklausum ljósmyndaranum. TeKurlórá kostum Ekki kæmi á óvart að liðið ynni Vesturdeildina í vetur. Magic Jo- hnson og félagar gætu þó haft aðr- ar hugmyndir! Denver Nuggets Hinn skemmtilegi Doug Moe er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Nuggets. Láðið vann riðilinn á siðasta keppnistímabili, en í úrslita- keppninni settu meiðsl lykilmanna strik í reikninginn. Liðið spilar hrað- ann og skemmtilegan körfuknatt- leik og virkar sterkt á pappímum. Walter Davis er kominn frá Phoen- ix og mun hann styrkja liðið, en eini veikleikinn er í stöðu miðvarð- ar, þar sem vöðvafjallið Danny Schayes ræður ríkjum. Nuggets munu veita Dallas harða keppni í vetur. UtahJazz Utah kom á óvart í úrslitakeppn- inni gegn Los Angeles Lakers í vor og vantaði aðeins herslumuninn að slá Lakers út. Frank Layden (Einar Bollason NBA-deildarinnar!) hefur byggt upp sterkt fímm manna lið, með John Stockton, mark Eaton og Karl Malone sem aðalmenn. Jazz (nafnið er alltaf jafn hlægilegt!) skortir þó tilfínnanlega breydd og bekkurinn er alls ekki nægilega sterkur, sem kom liðinu í koll f erfíð- um leilq'um gegn Lakers í vor. Ef liðið fær annað tækifæri gegn La- kers næsta vor gæti alit gerst, því Utah gengur ávailt vel gegn Lakers. Houston Rockets •i Famir eru Bili Fitch þjálfari, Joe Barry Carroll og Ralp Sampson á einu ári. Eftir erfíðleika í samskipt- um þjálfara og leikmanna, einkum milli Fitch og Akeem Olajuwon, er andrúmsloftið hjá Rockets nú allt annað og betra. Don Chaney er fær þjálfari og honum og Olajuwon semur vel. Olajuwon er langbesti miðvörðurinn í deildinni og Chaney hefur lýst því yfír að spil liðsins muni veða aðlagað hæfíleikum Olajuwon meir en áður. Segja má að lið Houston sé til alls líklegt í vetur og ekki ólfklegt að batnandi andrúmsloft skili sér í betri árangri en á sl. keppnistímabili. San Antonio Spurs Síðustu fréttir benda til að nokkr- ar sviptingar séu í kringum mið- varðarstöðuna hjá Spurs, en þar spila einmitt Pétur Guðmundsson. A sl. keppnistfmabili spilaði Frank Brickowski mest í þeirri stöðu og Pétur mátti verma varamannabekk- inn mest allt tímabiiið. Brickowski er með lausan samning við Spurs og hefur neitað nýju tilboði liðsins. Taiað er um að hann fari e.t.v. til Evrópu í vetur. í sl. viku keypti lið- ið hinsvegar Mike Smrek frá Los Angeles Lakers, en Smrek er þriðji miðvörðurinn sem kemur frá Lakers á tveimur árum og mun hann eflaust keppa við Pétur um afleys- ingarstöðu f stöðu miðvarðar. Ef Brickowski semur við Spurs, er ekki óiíklegt að Pétur verði að fara annað ef hann ætlar að spila eitt- hvað í vetur. Líklegt er að Greg „Cadillac" Anderson verði aðalmið- vörður liðsins þvi David Robinson fær ekki leyfi frá sjóhemum fyrr en næsta sumar. Vonandi fær Pétur þó tækifæri á að sýna hvað í honum býr nú í upphafi keppnistímabilsins. Nýji þjálfarinn, Larry Brown frá Kansas-háskóla, á erfítt starf fyrir höndum með liðið án Robinson, en ekki er útiiokað að Spurs skríði inn í úrslitakeppnina í vor. MiamlHoat Það sama á við um Miami og Charlotte, áhangendur liðsins ættu ekki að búast við neinu kraftaverki af þessu nýja liði. forráðamenn liðs- ins hafa safnað saman mikið af ungum leikmönnum og ætla greini- lega að vera þolinmóðir í upp- byggingu þess. Á meðan geta áhorfendur í Miami dáðst að and- stæðingunum. NJARÐVÍKINGAR geta þakkað Teiti Örlygssyni sigurinn á Valsmönnum í gœr. Hann fór f gang þegar mjótt var á munum og dreif Njarðvíkurliðið áfram af krafti og dugnaði. Undir lok- in var staða Njarðvíkinga nokk- uð trygg og sigurinn öruggur, 92:83. Leikurinn var jafn framan af og þrátt fyrir að bæði lið gerðu mikið af mistökum mátti sjá góða. kafia. Helgi Rafnsson hélt Njarðvíkingum á LogiB. floti í fyrri hálfleik Eiðsson með 22 af 47 stigum skrifar liðsins en slæm vöm Valsmanna kom í veg fyrir að þeim tækist að ná undirtökunum. Valsmenn byijuðu vel í síðari hálfleik og voru yfír framan af. Þá fór Teiti að leiðast þófíð og tvær þriggja stiga körfur komu Njarðvík- ingum af stað að nýju. Segja má að þessi kafli hafi gert útum leik- inn, því þrátt fyrir að munurinn hafí ekki verið mikill, virtust Vals- menn aldrei líklegir til sigurs. Njarðvfkingar léku vel með Teit Örlygsson sem besta mann. ísak Tómasson átti einnig góðan leik og Helgfi Rafnsson var iðinn við kolann í fyrri hálfleik. Tómas Holton bar lið Vais uppi í þessum leik. Einar Ólafsson og Hreinn Þorkelsson áttu góða spretti en gerðu einnig slæm mistök. Njarðvíkingar eru nú efstir í A- riðli og eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað leik. Valsmenn eru í öðru sæti en þetta var flórða tap þeirra í deildinni. Grlndavík vann slaka Stúdenta Grindvíkingar unnu slaka Stúd- enta auðveldlega í gærkvöldi er liðin mættust í íþróttahúsini í Grindavík. ■■■■ ÍS byrjaði af Kristinn krafti en þá tóku Benediktsson Grindvíkingar við og skrifar höfðu 8 stiga for- skot í leikhléi. í seinni hálfleik voru Stúdentar nálægt því að jafna, 41:43, enda áhugaleysi þá algjört hjá heima- mönnum. Þegar sjö mínútur voru eftir náði Hjálmar Hallgrímsson að skora þijár körfur ( röð úr hraða- upphlaupum fyrir Grindavík. Við það var sem heimamenn vöknuðu að dvala, hristu af sér slenið og sýndu góðan leik á lokamínútunum. Valur-UMFN 83 : 92 íþróttahús Vals, íslandsmótið í körfu- knattleik, þriðjudaginn 8. nóvember 1988. Gangur leiksins: 0:2, 10:6, 23:20, 27:28, 35:35, 42:36, 42:45, 47:45, 51:47, 56:60, 56:65, 64:73, 68:81, 76:86, 81:87, 83-92. Stig Vals: Tómas Holton 26, Matthías Matthíasson 17, Hreinn Þorkelsson 15, Þorvaldur Geirsson 8, Einar ólafsson 8, Amar Guðmundsson 4, Ragnar Þór Jónsson 2 og Bárður Eyþórsson 1. Stig UMFN: Helgi Rafnsson 27, Teitur Örlygsson 24, Isak Tómasson 15, Kristinn Einarsson 13, Friðrik Ragn- arsson 8, Agnar Olsen 3 og Hreiðar Hreiðarsson 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Jón Otti Ólafsson. — Hafa oft dæmt betur. Áhorfendur: 150. UMFG—ÍS 81 : 65 íþróttahúsið í Grindavík, íslandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 8. nóv- ember 1988. Gangur leiksins: 3:7, 9:9, 17:15, 31:20, 39:31, 45:35, 45:43, 52:47, 64:52, 72:56, 77:60, 81:65. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 24, Jón Páll Haraldsson 23, Hjálmar Hallgrímsson 11, Sigurbjöm Sigurðar- son/9, ólafur Jóhannsson 8, Eyjólfur Guðmundsson 3, Ástþór Ingason 2, Guðlaugur Jónsson 1. Stig ÍS: Páll Amar 21, Valdimar Guð- laugsson 16, Hafþór óskarsson 13, Jón Júlíusson 9, Þorsteinn Guðmundsson 4, Auðunn Elísson 2 og Heimir Jónas- son 2. Dómarar: Sigurður Valgeirsson og Kristinn Óskarsson og dæmdu þeir Teitur Öriygsson UMFN. m Tómas Holton Val. Helgi Rafnsson og ísak Tómasson UMFN. Guðmundur Braga- son, Jón Páll Haraldsson UMFG. Páll Amar ÍS. Ekki benda á mig! -eftir SigmundÓ. Steinarsson UNDANFARIN ár hefur þaö aukist mikfö hjá íslenskum íþróttamönnum, aö þeir stunda íþrótt sína eftir setn- ingunni kunnu: „Ekki benda á mig." Hver kannast ekki við aö knattspyrnumenn hafi haldið því fram að þeir vaeru ekki í liði vegna þess að þjálf- arinn vœri á móti þeim? Hver kannast ekki við að þegar illa gengur, hafi dómarinn verið á móti þeim? Þessir frasar sjást reglulega. Keppnismenn eru oft að leita eftir sökudólgum til að skella skuldinni á - þegar illa gengur. Dómari hefur verið kunnasti söku- dólgurinn fram til þessa, en nú eru breytingar að verða þar á. Eftir Ólympíuleikana I Seoul var fréttamönnum kennt um að árangur náðist ekki. Fréttamenn eru orðnir ofarlega á blaði í „Sökudólgaleik" íþróttamanna, þegar þeir standa sig ekki eða gera mistök. Á meðan íþróttamenn lifa I ríkari mæli eftir setningunni: „Ekki benda á mig,“ eru þeir komnir af braut. Knattspymumenn eru komnir út á hálan ís þegar þeir eru byijað- ir að tala um þekkingarieysi þjálf- ara, dómara og fréttamanna. Þjálfara vegna þess að þeir velja þá ekki í lið, þrátt fyrir að knatt- spymumennimir séu ekki nægi- lega góðir. Þekkingarleysi dómara - fyrir að þeir dæmi ekki eftir höfði leikmanna og reki þá af leik- velli fyrir brot sem þeir áttu ekki að fremja í leik og þekkingarleysi fréttamanna fyrir að segja satt og rétt frá þegar knattspymu- maðurinn var rekinn af leikvelli, fyrir gróft brot í ieik. í gær birtist í Morgunblaðinu grein eftir knattspymumann, sem hefur leikið á íslandi, Belgíu, Noregi og Sviss. Sá leikmaður hefur greinilega orðið fyrir barð- inu á þjálfurum, dómurum og blaðamönnum, sem hafa ekki haft nægilega þekkingu á kunnáttu hans og hæfileikum, til að vega og meta rétt hveiju sinni, að hans mati. Tilfróðlalks íþróttamenn með þá hugsun að þeir ráði yfír svo mikilli þekk- ingu, að hinn almenni Iþróttamað- ur er hættur að skilja út á hvað (þróttir ganga, em komnir á villi- götur. Knattspymumaðurinn upplýsti fyrir blaðamenn, svona til fróð- leiks, eins og hann sagði, að iandsliðið í knattspymu hafí leikið kerfið 3-5-2 í Tyrklandi og A- Þýskalandi. öllu má nú nafn gefa. Það er ekki nema von að við sem þekkjum svo Ktið til, að mati knattspymumannsins, bregði í brún þegar okkur er sagt frá þessu 3-5-2 leikkerfí. Sérstaklega eftir að við sáum hreinan vamar- leik i Tyrklandi og A-Þýskalandi. Þessi hártogun um leikaðferð minnir mig á þegar þjálfarinn sagði um árið: „Strákar nú leikið þið 4-4-2,“ án þess að útskýra þá leikaðferð nánar. Við unnum og hann sagði hróðugur eftir leik- inn: „Já, það borgaði sig að breyta leikaðferðinni - það bar árang- ur.“ Já, sögðum við undrandi, því að við vissum ekki annað en við hefðum leikið svokallaða 3-3-4 leikaðferð eins og við vomm bún- ir að leika í tvö ’ár. Eftir áður- nefhdan leik lék liðið alltaf 4-4-2 að mati þjálfarans, þó svo að við lékum áfram gömlu leikaðferðina, 3-3-4. Já, vel á minnst. Sú leikað- ferð breyttist stundum í 3-5-2 þegar við átti. Báðir útheijamir drógu sig til baka á miðjuna. Við lögðumst þó aldrei i vöm, þvi að það þekktist ekki þá að útheijar léku sem bakverðir. Þetta er aðeins smá úturdúr, en sýnir að ýmsu er hægt að gefa nafn, eða eftir þvi hvað hentar hveiju sinni. Það getur vel verið að leikaðferð landsiiðsins hafí ver- ið kölluð 3-5-2 fyrir leikina í Tyrklandi og A-Þýskalandi. í leikjunum sjálfum var hún ein- faldlega 5-3-2. „Sökuldólgal«lkurínn“ Þeir sem lásu bréf landsliðs- mannsins, sáu strax hvers vegna hann skrifaði. Hann var að sjálf- sögðu sár yfír þvi að hafa verið rekinn af leikvelli í landsleiknum í A-Þýskalandi. Vildi kenna dóm- aranum um það hvemig fór. Hann kom Bér samt ekki strax að efn- inu, heldur sá hann sig knúinn til að ráðast að fréttamönnum og tala um „rétt“ félög og „lituð“ skrif. „Eflaust hefði ég fengið vægari dóm ef ég hefði verið ( „réttu" félagi," skrifaði hann. Átti landsliðsmaðurinn von á því að ekkert yrði skrifað um fyrsta brottrekstur, sem islenskur landsliðsmaður hefíir orðið fyrir i landsleik. Landsliðsmaðurinn veit það sjálfur að hann gerði ekki rétt í landsleiknum, þegar hann hrinti mótherja sínum. Dómarinn gat ekkert annað gert í stöðunni, en sýna honum rauða spjaldið — hvað sem áður hafði gerst í leikn- um. Það er ehgin afsökun fyrir landsliðsmanninn, þó að hinn eða þessi hefði fengiö slæmt spark að hans mati. Landsliðsmenn íslands eiga að hafa yfír það mikilli reynslu að ráða, að þeir eiga ekki að láta hanka sig á óþarfa brot- um. Þekking þeirra á reglum knattspymunnar á að vera orðin það mikil, að þeir eiga að vita að ekki á að hrinda mótheijum sínum með höndum. En á meðan að leik- menn telja sig hafa meiri þekk- ingu en dómarar, þá á þessi at- burður eftir að endurtaka sig. HÖfunúur er blaðamaður á Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.