Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 7

Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 7 Fjöldi bíla Qarlægður með krana Eigendurnir sinntu ekki aðvörun LÓGREGLAN í Reykjavík lét í vik- unni fjarlægja á annan tug bíla sem lagt hafði verið á merkta ak- rein á Snorrabraut við Bíóborgina. Aður en gripið var til þessara að- gerða höfðu starfsmenn bíósins, að beiðni lögreglunnar, lesið skráningarnúmer bílanna upp fyr- ir bíógesti. Að 20 mínútum liðnum þótti ljóst að enginn mundi gefa sig firam. Því voru bílarnir dregn- ir á brott. Að lokinni sýningu kom í Ijós að flestir bílanna höfðu til- heyrt bíógestum. Vegna þessa þárf umráðamaður hvers bíls að greiða 2300 krónur í gjald. Bílamir voru fluttir í port lögreglu- stöðvarinnar við Hverfisgötu, steinsnar frá bíóinu, en ekki á afgirt svæði sem lögreglan hefur nýlega fengið til umráða við Elliðavog til að nota í tilfellum sem þessu. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar var þessi háttur hafður á til að valda bíleigendunum ekki óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Eftir breytingar, sem gerðar voru á umferðarmannvirkjum við Snorra- braut nýlega, hefur borið á því að menn leggi bílum sínum, líkt og af gömlum vana, við vinstri brún ak- brautarinnar. Þar er nú greinilega auðkennd akrein. Bílastæði, sem þama vom áður, hafa nú verið flutt að hægri brún akbrautarinnar og umferðarmerki sett niður með fárra metra millibili til að benda ökumönn- um á nýbreytnina. Einn bílanna festur aftan í kranabíl Einars Finnssonar. Umferðaröngþveiti við Snorrabraut: Góð aðsókn að sýningu Kristjáns MIKIL aðsókn hefur verið að málverkasýningu Kristjáns Davíðssonar í Gallerí Borg. Sýn- ingin var opnuð síðastliðinn fimmtudag og í gær höfðu á þriðja þúsund manns komið á hana. Að sögn Úlfars Þormóðssonar hjá Gallerí Borg hefur rúmlega helming- ur myndanna á sýningunni selst, og hafa margir skráð sig á biðlista eftir sumum myndanna. Regnboginn: Japanskir kvikmynda- dagar JAPANSKIR kvikmyndadagar heQast í Regnboganum í dag. Sýndar verða kvikmyndirnar „Fljót eldflugnanna" og „Fyrsta ástin“ og eru sýningar kl. 19.00 og 21.00. Leikstjóri myndarinnar „Fljót eldflugnanna“ er Sugawa Eizo en „Fyrsta ástin“ er í leikstjórn Omori Kazuki. Báðar myndirnar fjalla um ungt fólk, ástir þeirra og leið til þroska. Aðalhlutverkin í „Fljót eld- flugnanna" leika Sakazume Takay- uki og' Sawada Tamae en aðal- hlutverkið í „Fyrsta ástin“ er leikið af Saito Yuki. Sjá kvikmyndaþátt á bls. 43. FYRIR KRAKKA OG TÁNINGA IKEA hannar líka húsgögn fyrir yngra fólkið. Nógu sterk fyrir krakka. Nógu fjölbreytt fyrir tóninga. Og nógu örugg til að þú haldir ró þinni. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. 103 Reykjavík. Sími 686650 BOJ skrifborð kr. 9.835- hilla kr. 1.740- fataskópur kr. 10.760- kr. 22.335- BOJ rúm kr. 12.990- KENTHA stóll kr. 1.490-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.