Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 16
16 --M6RG«NBtAÍM&,-PíMMTtJDAetfR BER-1-988- Arfgeng heilablæðing: Ný rannsóknartækni skilar okkur ört áfram Arfgeng heilablæðing hefur á allmörgum undanförnum áratug- um höggvið stórt skarð i raðir níu íslenskra fjölskyldna. Fyrstu lýsinguna á meingerð sjúkdómsins eins og hún kom fram hjá tveim- ur íslendingum ritaði Árni Árnason læknir í Lancet árið 1946. Ritaði hann doktorsritgerð árið 1935 um heilaslag og arfgengi og var framlag hans brautryðjendastarf í erfðasjúkdómafræði hér- lendis. Viðamiklar rannsóknir fara nú fram hérlendis og erlendis á arfgengri heilablæðingu og hefur margt nýtt komið fram á siðustu árum, ekki síst vegna framfara í tækni sem beitt er við rannsóknirnar. Á Islandi hafa þessar rannsóknir aðallega farið fram í Blóðbankanum undir stjórn Ólafs Jenssonar en Gunnar Guðmundsson læknir hefur annast sjúklingana sem flestir hafa komið til meðferðar á taugalækningadeild Landspítalans. Síðustu misserin hefur félagið Heilavernd gengist fyrir Qársöfnun til að styðja við þessa rannsóknastarfsemi. Olafur Jensson og Ástríður Pálsdóttir greina hér á eftir firá því helsta sem gerst hefiir að undanfórnu en Ólafiir lýsir sjúkdómnum fyrst með nokkrum orðum: kanna eðli þess. Við vitum ekki af hveiju mýlildið tekur að mynd- ast og hlaðast upp í heilaæðunum og á meðan er erfitt eða ómögu- legt að gera tilraunir til lækninga." í Blóðbankanum er dr. Leifur Þorsteinsson með rannsóknir í gangi þar sem leitast er við að varpa ljósi á hvemig vissar líkams- frumur framleiða og nota það efni sem umbreytist í mýlildisefni hjá sjúklingum með arfgenga heila- blæðingu. Hann hefur samvinnu við hérlenda og erlenda vísinda- menn um þennan rannsóknarþátt. Ný tækni við rannsóknir skilar okkur hins vegar ört áfram og nú er unnt að greina strax á fóstur- stigi hvort bömin muni hafa erft þetta gallaða gen frá öðru for- eldrinu. Við vitum að þeir sem bera stökkbreytt gen sem fram- leiðir amyloid eða mýlildi sem safn- ast í heilaæðar, veikjast ungir, frá 25-30 ára og fram yfir fertugt. Þessir sjúklingar fá meiri eða minni heilablæðingu sera leiðir til lömunar eða andlegrar skerðingar og hún dregur þá yfírleitt til dauða á stuttum tíma og oft áðúr en þeir verða fertugir. Ólafur segir að auk rannsókn- anna í Blóðbankanum séu stöðugar rannsóknir í gangi erlendis. Sam- vinna frá árinu 1982 við rann- sóknahópa í New York University Medical Center, hjá Almanna sjuk- huset í Malmö og háskólanum í Lundi hefur skilað miklum árangri. Dr. Ástríður Pálsdóttir lífefna- fræðingur vinnur einkum að rann- sóknum á hinu stökkbreytta geni: „Með rannsóknunum var greind stökkbreyting í cystatin C-geninu og fannst hún hjá öllum sjúkling- „Það sem við vitum um sjúk- dóminn er í stuttu máli þetta: Sér- stakt efni safnast fyrir í heilaæða- veggjum sjúklinga og leiðir það til víðtækra æðaskemmda og að lok- um til heilablæðinga. Efnið heitir amyloid eða mýlildisefni og það er myndað úr sérstöku próteini, cystatin C, sem er afbrigðilegt í þeim sem hafa erft stökkbreytt gen sem veldur sjúkdómnum. Með öðrum orðum, þarna er um að ræða óeðlilega myndun á eggja- hvítu, próteini, sem eyðileggur heilaæðarnar. Hið stökkbreytta gen erfist jafnt frá föður og móð- ur. Það eru því nokkuð jafnar líkur á því að bömin erfí genið en ger- ist það ekki er hættunni þar með bægt frá þeirri fjölskyldu. Við vit- um eftir rannsóknir í 12 ár að á íslandi hefur þetta stökkbreytta gen erfst gegnum að minnsta kosti sex ættliði í meira en tvær aldir.“ Erfitt um tilraunir til lækninga Hvað með lækningu? „Rannsóknir síðustu ára hafa einkum beinst að því að greina mýlildið í einstökum líffærum og Morgunblaðið/Sverrir Dr. Ástríður Pálsdóttir lífefnafræðingur, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson varaformaður Heilaverndar og dr. Ólafiir Jensson forstöðumaður Blóðbankans. um í öllum ættunum. Við höfum getað rannsakað sýni úr sjúkling- um sem látist hafa á síðasta ára- tug en þau höfðu einmitt verið geymd með það í huga að hægt yrði einhvern tíma að fá ýmsum spurningum svarað. Fram til þessa hefur orðið að taka sýni úr mænu- vökva til rannsókna en nú nægir að fá lítið blóðsýni sem gerir þessa athugun miklu þægilegri fyrir fólk. Við höfum þegar athugað 22 böm sjúklinga, sem eru í áhættuhópi. Áf þeim eru 17 án hins stökk- breytta gens og þess vegna heil- brigð en 5 erfðu það og má því búast við að þau eigi eftir að veikj- ast. Þessi stökkbreyting sýnir al- gjöra fylgni við sjúkdóminn og hefur hún aldrei fundist í heilbrigð- um viðmiðunarhópi sem nú telur tæplega hundrað manns. Fram- undan er að þróa nýja greiningar- tækni sem tekur aðeins tvo daga í staðinn fyrir tíu. Fólkið í þessum fjölskyldum sýn- ir mikinn kjark með því að koma í þessar rannsóknir. Æskilegt er að sem oftast verði samkomulag um að nýta þessa greiningaraðferð til að fá sem fullkomnastar upplýs- ingar um meingenið í þeim fjöl- skyldum, sem eiga á hættu að fá sjúkdóminn. Með slíkum upplýs- ingum er mögulegt að greining verði einkum nýtt við upphaf með- göngu, þ.e. á fæðingardeildum, og verði þannig traustur grundvöllur erfðaráðgj afar. “ Heilavernd aflar fjár Félagið Heilavemd er hópur aðstandenda sjúklinga og annarra sem styðja vilja við bakið á þeim. Hefur félagið stutt við rannsóknir þessar með því að afia fjár til tækjakaupa fyrir Blóðbankann og reyndar líka rannsóknarhópinn í Malmö. Vilhjálmur Þór Vilhjálms- son varaformaður félagsins segir að sér virðist að á síðustu misser- um hafí orðið mikil viðhorfsbreyt- ing til batnaðar hjá almenningi til arfgengrar heilablæðingar. Megi þakka það aukinni umræðu og meiri vitneskju sem fólk hafi feng- ið um sjúkdóminn og segir hann að Heilavemd muni áfram standa að ýmiss konar fjáröflun til að styðja rannsóknirnar frekar. BILL FRA HEKLU Bí HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Morgunblaðið/PPJ Shackleton-flugvél breska flughersins á flugi yfir Reykjavík. SUNDABORG 1 S. 688588-688589 Uppþvottavél með þremur þvottagrindum. rúmar meira, betri meðferð, enn betri þvottur, 10 gerðir til afgreiðslu Mxele Flogið til heiðurs föllnum hermönnum ÞAÐ VAKTI viða athygli í Reykjavík sunnudagsmorguninn 13. nóv- ember sl. þegar dökkgrá Qögurra hreyfla flugvél sást sveima yfir borginni og renna sér til vesturs yfir Fossvoginn og flugvöllinn án þess þó að lenda, en vélin hvarf síðan á haf út. Margir héldu að þar væri á ferð- inni gömul Lancaster-sprengjuflug- vél, sem frægar urðu á ámm síðari heimsstyijaldar, en svo var ekki, þó ekki væri það fjarri lagi. Reynd- ist þama vera á ferðinni Avro Shac- kleton-ratsjárflugvél konunglega breska flughersins, sem yfírflaug Fossvogskirkjugarð í heiðursskyni við fallna hermenn, en á sama tíma fór fram minningarathöfn við graf- reit breskra hermanna í kirkjugarð- inum. Avro, Shaekleton er ekki með öllu óskyld Lancaster-flugvélinni því tegundin er þróun af arftaka Lan- caster, Avro Lincoln, sem var sjálf betrumbætt útgáfa sprengjuflug- vélarinnar frægu. Shackleton-vélin er knúin §óram 2.450 hestafla Rolls Royce Griffon-bulluhreyflum og er hver hreyfill með tveimur þriggjablaða gagnsnúandi loft- skrúfum. Fyrsta flug vélar af þess- ari gerð var farið árið 1949 og vora Shackleton-vélar lengi vel not- aðar við kafbátaleit og eftirlit á hafi úti. Hin síðari ár hafa þær Shackleton-vélar sem eftir eru í notkun breska flughersins þjónað sem fljúgandi ratsjárpallar en bún- aður þeirra er orðinn helst til úrelt- ur. Áður en langt um líður munu Boeing E-3 AWACS flugvélar leysa gömlu Shackleton-vélarnar af hólmi og munu tengslin við síðari heims- styijöldina þá endanlega rofin. - PPJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.