Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 16
16 --M6RG«NBtAÍM&,-PíMMTtJDAetfR BER-1-988- Arfgeng heilablæðing: Ný rannsóknartækni skilar okkur ört áfram Arfgeng heilablæðing hefur á allmörgum undanförnum áratug- um höggvið stórt skarð i raðir níu íslenskra fjölskyldna. Fyrstu lýsinguna á meingerð sjúkdómsins eins og hún kom fram hjá tveim- ur íslendingum ritaði Árni Árnason læknir í Lancet árið 1946. Ritaði hann doktorsritgerð árið 1935 um heilaslag og arfgengi og var framlag hans brautryðjendastarf í erfðasjúkdómafræði hér- lendis. Viðamiklar rannsóknir fara nú fram hérlendis og erlendis á arfgengri heilablæðingu og hefur margt nýtt komið fram á siðustu árum, ekki síst vegna framfara í tækni sem beitt er við rannsóknirnar. Á Islandi hafa þessar rannsóknir aðallega farið fram í Blóðbankanum undir stjórn Ólafs Jenssonar en Gunnar Guðmundsson læknir hefur annast sjúklingana sem flestir hafa komið til meðferðar á taugalækningadeild Landspítalans. Síðustu misserin hefur félagið Heilavernd gengist fyrir Qársöfnun til að styðja við þessa rannsóknastarfsemi. Olafur Jensson og Ástríður Pálsdóttir greina hér á eftir firá því helsta sem gerst hefiir að undanfórnu en Ólafiir lýsir sjúkdómnum fyrst með nokkrum orðum: kanna eðli þess. Við vitum ekki af hveiju mýlildið tekur að mynd- ast og hlaðast upp í heilaæðunum og á meðan er erfitt eða ómögu- legt að gera tilraunir til lækninga." í Blóðbankanum er dr. Leifur Þorsteinsson með rannsóknir í gangi þar sem leitast er við að varpa ljósi á hvemig vissar líkams- frumur framleiða og nota það efni sem umbreytist í mýlildisefni hjá sjúklingum með arfgenga heila- blæðingu. Hann hefur samvinnu við hérlenda og erlenda vísinda- menn um þennan rannsóknarþátt. Ný tækni við rannsóknir skilar okkur hins vegar ört áfram og nú er unnt að greina strax á fóstur- stigi hvort bömin muni hafa erft þetta gallaða gen frá öðru for- eldrinu. Við vitum að þeir sem bera stökkbreytt gen sem fram- leiðir amyloid eða mýlildi sem safn- ast í heilaæðar, veikjast ungir, frá 25-30 ára og fram yfir fertugt. Þessir sjúklingar fá meiri eða minni heilablæðingu sera leiðir til lömunar eða andlegrar skerðingar og hún dregur þá yfírleitt til dauða á stuttum tíma og oft áðúr en þeir verða fertugir. Ólafur segir að auk rannsókn- anna í Blóðbankanum séu stöðugar rannsóknir í gangi erlendis. Sam- vinna frá árinu 1982 við rann- sóknahópa í New York University Medical Center, hjá Almanna sjuk- huset í Malmö og háskólanum í Lundi hefur skilað miklum árangri. Dr. Ástríður Pálsdóttir lífefna- fræðingur vinnur einkum að rann- sóknum á hinu stökkbreytta geni: „Með rannsóknunum var greind stökkbreyting í cystatin C-geninu og fannst hún hjá öllum sjúkling- „Það sem við vitum um sjúk- dóminn er í stuttu máli þetta: Sér- stakt efni safnast fyrir í heilaæða- veggjum sjúklinga og leiðir það til víðtækra æðaskemmda og að lok- um til heilablæðinga. Efnið heitir amyloid eða mýlildisefni og það er myndað úr sérstöku próteini, cystatin C, sem er afbrigðilegt í þeim sem hafa erft stökkbreytt gen sem veldur sjúkdómnum. Með öðrum orðum, þarna er um að ræða óeðlilega myndun á eggja- hvítu, próteini, sem eyðileggur heilaæðarnar. Hið stökkbreytta gen erfist jafnt frá föður og móð- ur. Það eru því nokkuð jafnar líkur á því að bömin erfí genið en ger- ist það ekki er hættunni þar með bægt frá þeirri fjölskyldu. Við vit- um eftir rannsóknir í 12 ár að á íslandi hefur þetta stökkbreytta gen erfst gegnum að minnsta kosti sex ættliði í meira en tvær aldir.“ Erfitt um tilraunir til lækninga Hvað með lækningu? „Rannsóknir síðustu ára hafa einkum beinst að því að greina mýlildið í einstökum líffærum og Morgunblaðið/Sverrir Dr. Ástríður Pálsdóttir lífefnafræðingur, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson varaformaður Heilaverndar og dr. Ólafiir Jensson forstöðumaður Blóðbankans. um í öllum ættunum. Við höfum getað rannsakað sýni úr sjúkling- um sem látist hafa á síðasta ára- tug en þau höfðu einmitt verið geymd með það í huga að hægt yrði einhvern tíma að fá ýmsum spurningum svarað. Fram til þessa hefur orðið að taka sýni úr mænu- vökva til rannsókna en nú nægir að fá lítið blóðsýni sem gerir þessa athugun miklu þægilegri fyrir fólk. Við höfum þegar athugað 22 böm sjúklinga, sem eru í áhættuhópi. Áf þeim eru 17 án hins stökk- breytta gens og þess vegna heil- brigð en 5 erfðu það og má því búast við að þau eigi eftir að veikj- ast. Þessi stökkbreyting sýnir al- gjöra fylgni við sjúkdóminn og hefur hún aldrei fundist í heilbrigð- um viðmiðunarhópi sem nú telur tæplega hundrað manns. Fram- undan er að þróa nýja greiningar- tækni sem tekur aðeins tvo daga í staðinn fyrir tíu. Fólkið í þessum fjölskyldum sýn- ir mikinn kjark með því að koma í þessar rannsóknir. Æskilegt er að sem oftast verði samkomulag um að nýta þessa greiningaraðferð til að fá sem fullkomnastar upplýs- ingar um meingenið í þeim fjöl- skyldum, sem eiga á hættu að fá sjúkdóminn. Með slíkum upplýs- ingum er mögulegt að greining verði einkum nýtt við upphaf með- göngu, þ.e. á fæðingardeildum, og verði þannig traustur grundvöllur erfðaráðgj afar. “ Heilavernd aflar fjár Félagið Heilavemd er hópur aðstandenda sjúklinga og annarra sem styðja vilja við bakið á þeim. Hefur félagið stutt við rannsóknir þessar með því að afia fjár til tækjakaupa fyrir Blóðbankann og reyndar líka rannsóknarhópinn í Malmö. Vilhjálmur Þór Vilhjálms- son varaformaður félagsins segir að sér virðist að á síðustu misser- um hafí orðið mikil viðhorfsbreyt- ing til batnaðar hjá almenningi til arfgengrar heilablæðingar. Megi þakka það aukinni umræðu og meiri vitneskju sem fólk hafi feng- ið um sjúkdóminn og segir hann að Heilavemd muni áfram standa að ýmiss konar fjáröflun til að styðja rannsóknirnar frekar. BILL FRA HEKLU Bí HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Morgunblaðið/PPJ Shackleton-flugvél breska flughersins á flugi yfir Reykjavík. SUNDABORG 1 S. 688588-688589 Uppþvottavél með þremur þvottagrindum. rúmar meira, betri meðferð, enn betri þvottur, 10 gerðir til afgreiðslu Mxele Flogið til heiðurs föllnum hermönnum ÞAÐ VAKTI viða athygli í Reykjavík sunnudagsmorguninn 13. nóv- ember sl. þegar dökkgrá Qögurra hreyfla flugvél sást sveima yfir borginni og renna sér til vesturs yfir Fossvoginn og flugvöllinn án þess þó að lenda, en vélin hvarf síðan á haf út. Margir héldu að þar væri á ferð- inni gömul Lancaster-sprengjuflug- vél, sem frægar urðu á ámm síðari heimsstyijaldar, en svo var ekki, þó ekki væri það fjarri lagi. Reynd- ist þama vera á ferðinni Avro Shac- kleton-ratsjárflugvél konunglega breska flughersins, sem yfírflaug Fossvogskirkjugarð í heiðursskyni við fallna hermenn, en á sama tíma fór fram minningarathöfn við graf- reit breskra hermanna í kirkjugarð- inum. Avro, Shaekleton er ekki með öllu óskyld Lancaster-flugvélinni því tegundin er þróun af arftaka Lan- caster, Avro Lincoln, sem var sjálf betrumbætt útgáfa sprengjuflug- vélarinnar frægu. Shackleton-vélin er knúin §óram 2.450 hestafla Rolls Royce Griffon-bulluhreyflum og er hver hreyfill með tveimur þriggjablaða gagnsnúandi loft- skrúfum. Fyrsta flug vélar af þess- ari gerð var farið árið 1949 og vora Shackleton-vélar lengi vel not- aðar við kafbátaleit og eftirlit á hafi úti. Hin síðari ár hafa þær Shackleton-vélar sem eftir eru í notkun breska flughersins þjónað sem fljúgandi ratsjárpallar en bún- aður þeirra er orðinn helst til úrelt- ur. Áður en langt um líður munu Boeing E-3 AWACS flugvélar leysa gömlu Shackleton-vélarnar af hólmi og munu tengslin við síðari heims- styijöldina þá endanlega rofin. - PPJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.