Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 22

Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 22
22 AFSLÁTTUR af öllum fatnaði til mánaða- móta. Opið laugardag. KVENFATAVERSLUN Mosfellsbæ. S. 666676. Honda 89 Civic 3ja dyra 16 ventla Verð frá 623 þúsund, miðað við staðgreiðsju á gengi 1. nóv. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. iiHOIUDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 TOSHIBA OG TATUNG sjónvarpstæki 14-15-20-21-22 25 og 28“ skermar. Tæknilega fullkomin tæki í öllum verðflokkum. Góð greiðslukjör. _________ Einar Farestveit&Co.hf. BOROARTÚNI28, SÍMI1699B. Lalð 4 stoppar vlð dymar MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Murry Sidlin hljómsveitarstjóri: / 4- Sljóma hvers konar tón- list - ef hún er góð SVIÐIÐ er anddyn Hótels Sögn á sunnudagskvöldi. Viðmælandinn er bandariski hljómsveitarstjórinn Murry Sidlin. Tilefnið eru auka- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands sem hann stjórnar á fimmtu- dagskvöld. Þar verða í boði kaflar úr ýmsum söngleikjum, West Side Story, Candide, Porgy og Bess og Cats. Umræðuefiiið er aðal- Iega tónlist og hann sjálfúr með ýmsum útúrdúrum. Fyrst er spurt hvemig hann hafi komist í samband við Sinfóniuhljómsveit íslands þaraa vestan frá Ameriku. — Aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar hér, Petri Sakari, sem var einu sinni nemandi minn — og ég veit raunar ekki hvort hann lærði meira hjá mér eða ég af honum — hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti hugsað mér að stjóma hér. Mér fannst þetta spennandi kostur og það tók ekki langan tíma að ganga frá þessu. Nú er ég kominn og búinn að stjóma einum áskriftartónleik- um og framundan eru aukatónleik- amir. Og hvemig leist þér nú á þig? — Mér fannst þetta mjög gam- an. Hér er mjög góð sinfóníuhljóm- sveit sem áheyrendur mega vera stoltir af. Af þessum stuttu kynnum fram til þessa virðist mér sem hljómsveitin sé skipuð góðum tón- listarmönnum sem taka starf sitt alvarlega og vilja leggja sig fram. Ég marka það meðal annars af þeim sólóköflum sem einstakir hljóðfæraleikarar léku svo vel á tónleikunuín á fímmtudagskvöldið. Mér fannst þannig reglulega gaman að kynnst þessari hljómsveit og fannst hreinlega gaman á æfíngun- um. _ Þvert yfir Bandaríkin Nóg um það í bili en það má geta þess að bæði áheyrendur og ekki síður hljómsveitarmenn fögn- uðu hljómsveitarstjóranum eftir tónleikana á fimmtudag. Skoðum þá aðeins feril Sidlins. Hann nam við Comeli-háskóla og lauk tónlist- amámi frá P eabody-tónlistarhá- skólanum. Þá nam hann á Ítalíu og hefur síðan stjómað hljómsveit- um þar, í ísrael, Portúgal og Svíþjóð. Hann hefur síðustu 11 árin verið aðal tónlistarráðgjafi og stjómandi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í New Haven í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum. í átta ár fór hann þvert yfír landið til vesturstrandar- innar og stjómaði hljómsveit í Long Beach, rétt fyrir sunnan Los Angel- es. Þess á milli hefur hann síðan verið fenginn til að stjóma víða í Bandaríkjunum og Kanada. — Ég er nýlega hættur störfum með hljómsveitinni í Los Angeles. Mér fannst nóg að ferðast og skipta mér í tvær vikur í senn á milli starfa á austur- og vesturströnd landsins í átta ár og núna sinni ég frekar einstökum verkefnum við hljómsveitarstjóm og kennslu. Á hveiju sumri kenni ég til dæmis á námskeiði í Aspen í Colorado sem haldið er fyrir tónlistarmenn hvað- anæva úr heiminum og þar hitti ég einmitt Petri Sakari. Hvemig berðu þig að þegar þú kemur í fyrsta sinn á æfingu hjá hljómsveit? — Mér finnst mikilvægast að vera eðlilegur og kurteis, hvetja hljómsveitarmenn og örva til þess að leggja sig fram og gera þeim ljóst að þama em allir að keppa að sama markmiðinu, að koma tón- listinni eins vel til skila og okkur er unnt. Ég byija yfirleitt þannig að við lesum tónlistina saman, þ.e. við forum hratt yfir verkefnin. Hljóm- sveitarmenn kyonast því hvernig hendur mínar vinna að stjóminni — báðir aðiiar byrja á að kynnast ör- lítið vinnubrögðum hins. Með þessu kemst á samband milli okkar og þessi fyrsti þáttur tekur kannski 45 mínútur. Éftir það ganga æfing- amar út á það að ég geri þeim grein fyrir því hvað ég vil leggja áherslu á og hvað þarf að gera til að skapa þann hljóm sem mér finnst þurfa í það og það skiptið. Og hvað gerir svo Murry Sidlin þegar tóm gefst frá æfingum með hljómsveit í ókunnri borg? — Þá fer ég út, skoða mig um og virði fyrir mér borgina og bygg- ingamar. Ég fer á söfn og sýning- ar, leikhús eða kvikmyndahús og mér sýnist nóg um slíkt hér. Ég skoða líka tónverk og vinn ýmis verkefni á hótelherberginu og les blöð og bækur. Svo stunda ég heilsuræktina, annað hvort inni á Murry Sidlin hljómsveitarstjóri frá hótelinu eða að fer út og skokka og það hefur verið mjög þægilegt í þessu milda veðri hér síðustu daga. Ég hef haft mjög gaman af því að ganga um borgina, Reykjavík er hrein og fögur borg. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvemig bláókunnugt fólk vindur sér að mér og fer að ræða um tónleik- ana á fimmtudaginn var og þakka mér fyrir þá. Ég vil lfka nefna annað og það er hversu hrifinn ég var af sýning- unni á Ævintýrum Hoffmanns. Þar var á ferð mjög vönduð og góð Morgunblaðið/Bjami Bandaríkjunum. sýning og þótt ég skilji ekki íslensku þá segi ég óhikað að ég myndi aft- ur vilja fara í leikhús á fslandi ef annað í leikhúsunum er á borð við þetta. Ég fullyrði að það er engin álíka stór borg og Reykjavík í Ameríku sem gæti státað af svona leiksýningu. Svipað tölvuvinnslu Aftur segjum við nóg komið um hólið og snúum okkur að tónlist- inni. Hvemig undirbýr Sidlin sig fyrir æfingar, ákveður hann fyrir- fram á hótelherberginu hvað hann HAFRÚN FLYTUR FARÞEGA MILLI AKRANESS OG REYKJAVÍKUR EYJAFERÐIR, sem gera út bát á Breiðafirði á sumrin, hafa hafið farþegaflutninga milli Akraness og Reykjavíkur. Við flutningana er notaður báturinn Hafrún, sem tekur 63 í sæti. Ætlunin er að nýta Hafrúnu yfir vetrartímann með þessum hætti, en að öðrum kosti væri báturinn bundinn við bryggju á Stykkishólmi. Svanborg Siggeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Eyjaferða, sagði að ætlunin væri að kanna í tvo mán- uði hvort grundvöllur væri fyrir þessum ferðum. „Við höfðum Haf-.. rúnu ti! sýnis í Akraneshöfn um helgina og fjöldi bæjarbúa kom til að kynna sér þennan nýja mögu- leika," sagði Svanborg. „Ferðin tekur um hálfa klukkustund með Morgunblaðið/Emilía Hafrún, bátur Eyjaferða á Stykkishólmi, er nú í farþegaflutningum milli Akraness og Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.