Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
29
Nýr forsætisráðherra í Ungveijalandi:
Hagfræðingur og um-
bótasinni tilnefhdur
Búdapest. Reuter.
Kommúnistaflokkur Ungveijalands tilnefhdi í gær nýjan forsætisráð-
herra og tekur hagfræðinginn Miklos Nemeth við embættinu af Kar-
oly Grosz. Þetta var tilkynnt á höfuðstöðvum flokksins eftir að Grosz,
sem verður áfram leiðtogi flokksins, hafði komist að samkomulagi við
Þjóðernishreyfinguna, samtök hópa sem eru óháðir kommúnistaflokkn-
um. Ennfremur hefúr verið lagt til að Rezsoe Nyers, sem margir töldu
líklegan eftirmann Grosz, yrði efnahagsmálaráðherra, sem er nýtt og
valdamikið embætti.
Grosz dregir sig í hlé sem forsætis-
ráðherra en verður áfram leiðtogi
flokksins. Tilnefningarnar verða
Beirút:
Shítar vega
hver annan
lagðar fyrir ungverska þingið í dag
og er talið næsta vist að þær verði
samþykktar án mikilla umræðna.
Nemeth er fyrrum háskólakennari
í hagfræði, byijaði að starfá fyrir
efnahagsdeild kommúnistaflokksins
árið 1981, tók sæti í miðstjóm
flokksins og varð ritari hennar í efna-
hagsmálum í júní í fyrra. Nemeth
var kjörinn í stjórnmálaráð flokksins
í maí ásamt nokkrum umbótasinnum,
meðal annars Nyers.
Janos Lukacs, sem á sæti í stjóm-
málaráðinu, sagði á blaðamánna-
furidi að flokkurinn hefði komist að
þeirri niðurstöðu að hann þyrfti á
„ungum, dugmikiklum vinnuhesti"
að halda, manni sem gæti tekið
raunsæjar ákvarðanir fljótt.
Vestrænir stjómmálaskýrendur
sögðu að líklega yrðu ekki miklar
breytingar á efnahagsstefnu stjóm-
arinnar undir forystu Nemeths.
„Hann hefur mikla reynslu hvað
efnahagsumbætur varðar," sagði
Mark Palmer, sendiherra Banda-
ríkjanna í Ungveijalandi. „Hann nýt-
ur augljóslega stuðnings Grosz og
þekkir mjög vel til Vesturlanda. Við
teljum að hann sé mjög hlynntur
umbótum og að hann komi þeim í
framkvæmd,“ bætti sendiherrann
við.
Reuter
Gat kom á framhlið höfúðstöðva Þjóðvarðliðsins í miðborg Madrídar
þegar geysiöflug bílsprengja sprakk þar á þriðjudag. Tveir létust í
sprengjutilræðinu og 45 manns særðust. Lögreglan telur að aðskiln-
aðarsamtök Baska hafi staðið fyrir tilræðinu.
Spánn:
Tveir létust og 45 særð-
ust í sprengjutilræði ETA
Beirut. Reuter.
TVEIR menn féllu og tíu særð-
ust í hörðum átökum milli
tveggja fylkinga shíta í suður-
hverfúm Beirutborgar i gær,
þeim mestu síðan i maí í vor.
Bardagamir stóðu í alla fyrrinótt
á milli Amal-shíta, sem styðjast við
Sýrlendinga, og Hizbollah-hreyf-
ingarinnar en hún er á snærum
Irana. Var beitt sprengjuvörpum
og alls kyns skotvopnum og segja
vitni, að miklar skemmdir hafi orð-
ið í borgarhlutanum. Þegar kom
undir morgun í gær tókst að semja
um vopnahlé. I suðurhluta Beirut-
borgar býr hálf milljón shíta við
mikla fátækt og hafa hreyfingamar
tvær barist þar um völdin frá árinu
1984.
Madríd. Reuter.
TVEIR létust og 45 særðust þeg-
ar bílsprengja sprakk fyrir utan
höfúðstöðvar spænska Þjóðvarð-
liðsins í Madrid síðastliðið þriðju-
dagskvöld. í sprengingunni, sem
var geysiöflug, eyðilögðust 20
bílar og rúður brotnuðu í 300 m
fjarlægð. Talið er að aðskilnað-
arsamtök Baska hafi staðið fyrir
sprengjutilræðinu.
Starfsmaður spænska ríkissjón-
varpsins, sem ók framhjá höfuð-
stöðvum Þjóðvarðliðsins í þann
mund sem sprengjan sprakk, lést
samstundis. I gær lést tveggja og
hálfs árs gamall drengur á sjúkra-
húsi og foreldrar hans liggja þungt
haldnir. Að sögn lögreglunnar lögðu
tilræðismennimir, sem taldir em
tilheyra aðskilnaðarhreyfingu
Baska, ETA, sendibíl hlöðnum 100
kg af sprengiefni á gangstétt fyrir
utan höfuðstöðvar Þjóðvarðliðsins.
Þeir fóm yfir í annan bíl sem beið
þeirra og sprengdu samstundis upp
fjarstýrða sprengjuna í sendibíln-
um. Þetta er fyrsta bílsprengjan
sem sprengd er í Madríd í 17 mán-
uði.
„Það leikur enginn vafí á því að
tilgangurinn var að valda miklu
manntjóni," Sagði Jose Luis Corcu-
era, innanríkisráðherra Spánar, á
blaðamannafundi í gærmorgun.
Lögreglan setti upp vegartálma
umhverfis borgina til að hindra að
tilræðismennimir kæmust undan.
Bíll þeirra fannst mannlaus og lög-
reglan sprengdi hann í loft upp
vegna ótta um að sprengju hefði
verið komið fyrir í honum. .
Sprengingin varð aðeins nokkr-
um kiukkustundum áður en fundur
Felipes Gonzalez, forsætisráðherra
Spánar, og Francois Mitterrands,
forseta Frakklands, hófst. Á fundi
þeirra átti meðal annars að ræða
áframhaldandi aðgerðir lögreglu
gegn ETA. t
15 manns hafa látist á þessu ári
í hryðjuverkum Baska sem krefjast
sjálfstæðs ríkis.
Bandarísk rannsókn:
Strangur matarkúr get-
ur dregið úr æðakölkun
New York. New York Times.
BREYTINGAR á lífsháttum geta einar og sér stöðvað eða dregið
úr æðakölkun — án tilstyrks lyíja eða skurðaðgerðar, að sögn
vísindamanna. Æðakölkun leiðir í mörgum tilvikum til hjartaá-
falls, en helsta orsök bráðrar æðakölkunar er hátt kólesterólstig
blóðsins.
Vísindamennimir slá þann var-
nagla, að þetta séu aðeins bráða-
birgðaniðurstöður, sem byggist á
rannsókn á fáum sjúklingum. Þeir
segja þó, að rannsóknarskýrsla
þeirra, sem kynnt var á mánudag,
kunni að hafa víðtæk áhrif á
meðferð hjartasjúkdóma.
Sjúklingamir, sem allir þjást
af hjartasjúkdómum, voru settir á
fitusnautt fæði, látnir sækja
streitunámskeið og stunda létta
líkamsþjálfun.
„Það skiptir miklu, ef sýnt
verður fram á, að unnt sé að
stöðva framrás kransæðasjúk-
dóma með því einu að breyta
lífsháttum fólks — án þess að
grípa til lyfjagjafa," segir dr.
Alexander Leaf, forstöðumaður
hjartadeildar Massachusetts Gen-
eral Hospital í Boston.
Niðurstaða vísindamannanna
kom á óvart, því að skammt er
síðan í ljós kom, að unnt er að
vinna á blóðtappa með sterkum
lyfjum.
Dr. Dean Omish, aðstoðarpró-
fessor við læknadeild Kalifomíu-
háskóla, fór fyrir hópnum, sem
rannsóknina gerði.
„Ef niðurstöðumar verða
jafnjákvæðar hér eftir sem hingað
til, hljóta þær að vega þungt,
þegar læknar ákveða, hvort gripið
skuli til hjartaígræðslu, hjárása-
raðgerðar eða annarra hátækni-
legra aðgerða, sem þeir hafa lagt
traust sitt á fram til þessa," bæt-
ir dr. Leaf við, en hann stjómar
tilraunum með forvarnalækningar
við læknadeild Harvardháskóla og
er fyrrum yfirlæknir á Massac-
husetts General Hospital.
Fólkið í rannsóknarhópnum
hafði allt fengið þann úrskurð,
að það væri með alvarlega hjarta-
sjúkdóma. Alls fímmtíu manns var
af handahófí skipt niður í tvo
hópa. Annar hópurinn fékk hefð-
bundna meðferð; var meðal ann-
ars ráðlagt að lækka kólesteról-
stig blóðsins og blóðþrýsting og
að hætta að reykja.
Fólkið í hinum hópnum fékk
miklu strangari fyrirmæli um heil-
brigt lífemi. Það var sett á fitu-
snautt grænmetisfæði — minna
en 10% hitaeininganna úr fitu,
ómettaðri. Þetta er aðeins þriðj-
ungur þeirrar fitu, sem er að
meðaltali í fæðu Bandaríkja-
manna. Líkamsþjálfun einstakl-
inganna var sniðin við hæfí hvers
fyrir sig, og hópurinn allur tók
þátt í námskeiði í slökun, jóka og
hugleiðslu, auk þess sem
reykingafólkinu var fyrirskipað
að hætta.
Ef gerður er samanburður á
þeim 12 sjúklingum, sem búnir
em að ganga í gegnum ströngu
meðferðina, og 17 sjúklingum,
sem fengið hafa hefðbundna með-
ferð, kemur í ljós, að æðar hinna
fyrmefndu (í tilraunahópnum)
hafa víkkað mælanlega.
Fyrir meðferðina úrskarðuðu
læknamir, að lokunarstig í krans-
æðum sjúklinganna í tilrauna-
hópnum væri 44,4% að meðaltali
(þ.e. í sumum kransæðanna var
að minnsta kosti 70% lokun, en
aðrar vom tiltölulega vel opnar).
Eftir eitt ár hafði meðallokunin
minnkað niður í 40,8%, og dr.
Omish segir, að árangurinn hafi
orðið bestur, þar sem lokunin var
mest.
Á hinn bóginn jókst meðallok-
unin hjá þeim, sem fengu hefð-
bundna meðferð, úr44,l 146,2%.
Bæklingar með umsóknareyðublöðum liggja frammi
í öllum VERSLUNUM SAMVINNUMANNA, öllum af-
greiðslum SAMVINNUBANKA ÍSLANDS, SAM-
VINNUTRYGGINGA og SAMVINNUFERÐA-
LANDSÝNAR. Auk þess má snúa sér
til afgreiðslu SAMKORTS hf. ^ ÆJfF,
.. ....................................................
Ármúla3~ 108 Reykjavík- Sími91-680988