Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
31
Færeyjar:
Lúskruðu á lögreglunni
Þórshöfh. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FIMM menn á aldrinum 17-21 árs, sem lúskruðu á tveimur lögT'eglu-
þjónum í Þórshöfn í síðustu viku, geta í versta falli átt von á sex
ára fangelsisvist og sekt.
Arásin átti sér stað er lögreglu-
mennimir komu á vettvang vegna
innbrots í hljómtækjaverzlun í Þórs-
höfn aðfaranótt sl. miðvikudags.
Skyndilega réðust fímm menn, sem
dregið höfðu nælonsokka yfir höfuð
sér, til atlögu gegn lögregluþjónun-
um. Rifu þeir af þeim kylfumar og
létu högg og spörk dynja á þeim.
Létu þeir síðan til skarar skríða
gegn bifreið lögregluþjónanna,
bratu í henni rúður og eyðilögðu
bílsíma.
Arásarmennimir náðust síðar um
Bandaríkin:
Brj óstastækkan-
ir leyfðar áfram
Washington. Reuter.
DÓMNEFND á vegum bandaríska Matvæla- og lyfjaráðsins komst
að þeirri niðurstöðu í gær að ekki væri hægt að banna brjóstas-
tækkunaraðgerðir sem framkvæmdar eru með því að koma gervi-
efiiinu silíkoni fyrir í bijóstum. í niðurstöðum nefiidarinnar sagði
að ekki hafi verið sannað með læknisfræðilegum rökum að kon-
um stafi hætta af aðgerðinni.
Nefndin mælti með þvi að kon-
ur yrðu varaðar við því að aðgerð-
in gæti haft heilsuspillandi áhrif
og vildi að gerð yrði spjaldskrá
yfir þær konur sem gangast und-
ir aðgerðina.
Það var mat nefndarinnar að
bandaríska Matvæla- og lyfjaráð-
ið ætti að kreQast þess að læknar
fái skriflegt samþykki þeirra
kvenna sem vilja gangast undir
bijóstastækkun.
Um tvær milljónir bandarískra
kvenna hafa gengist undir
bijóstastækkunaraðgerðir. Að-
gerðin er fólgin í því að silíkons-
ekkjum er komið fyrir í brjóstun-
um í þeim tilgangi að stækka þau
eða breyta lögun þeirra.
Ástæður þess að rannsókn
hófst á skaðsemi bijóstastækkana
með silíkon var rannsókn sem
framleiðandi silíkons, Dow Com-
ing, gerði og leiddi í ljós að æxli
geta myndast í rottum þegar silí-
koni er sprautað í þær. Neys-
lusamtök í Bandaríkjunum kröfð-
ust banns við notkun silíkonefna
f bijóststækkunaraðgerðum.
nóttina og vora úrskurðaðir í 14
daga gæzluvarðhald. Við yfir-
heyrslur sögðust þeir hafa ráðist á
lögregluþjónana í hefndarskyni þar
sem nokkrir þeirra höfðu verið
handteknir nokkram dögum áður.
Um fyrri helgi bratust mennimir
inn í hús í Þórshöfn og er maður
úr næsta húsi hugðist stugga við
þeim hótuðu þeir honum og fjöl-
skyldu hans lífláti. Fékk fjölskyldan
taugaáfall.
Þar sem það er ekki til siðs að
hafa menn í haldi meðan á rann-
sókn innbrots stendur vora menn-
imir fimm látnir lausir. Létu þeir
þá til skarar skríða á ný og lú-
skraðu á lögreglunni, sem fyrr seg-
ir.
Verkföllin ekki að leysast
ENGIN lausn er í sjónmáli í verk-
falli útvarpsmanna og starfsmanna
á sjúkrahúsum. Langur tími líður
milli samningafunda og þykir það
m.a. benda til að samningsaðilar
séu ekki á þeim buxunum að semja
í bráð.
Almennt er talið að endir verði
bundinn á verkfall sjúkrahúss-
manna þegar nær dregur fyrir-
hugaðri vinnustöðvun starfsmanna
á rannsóknarstofum þeirra. Hún
hefur verið boðuð 1. desember
næstkomandi.
Aðeins átta starfsmenn útvarps-
ins hafa mætt til vinnu að undanf-
ömu, þ.á.m. útvarpsstjórinn, og
hefur þeim tekizt að halda uppi
útsendingum í klukkutíma í hádeg-
inu og frá klukkan 18.30-20.00.
Hillir ekki undir samkomulag í
deilu, sem stendur yfir þar á bæ.
Tekur sfjórn
sjálfstæðismanna við?
LEIÐTOGAR Fólkaflokksins
freista þess enn á ný að mynda
nýja landsstjórn í Færeyjum en fyrri
samningalotur flokka þar í landi
hafa engan árangur borið.
Sem stendur bendir flest til þess
að mynduð verði stjórn flokka, sem
hafa sjálfstæði Færeyja á stefnu-
skrá sinni. Jógvan Sundstein, form-
aður Fólkaflokksins, segist ekki
útiloka myndun stjórnar með þátt-
töku Þjóðveldisflokksins, Sjálvstýr-
isflokksins og Kristilega fólka-
flokksins. Stjórn af því tagi hefði á
bak við sig 18 lögþingsmenn af 32.
Tilraunir til þess að mynda stjóm
Fólkaflokksins, Jafnaðarflokksins
og Sambandsflokksins hafa engann
árangur borið. Fyrirhugað er að
lögþingið komi saman til síns fyrsta
fundar eftir kosningar í næstu viku.
Hvernig ersnjórinn á bragðið?
Eins og fram hefur komið hefur veturinn tekið völdin í Evrópu með
fannkomu og frosthörkum. Þessi mynd var tekin eftir að fyrsti snjór-
inn féll í Vestur-Berlín, nánar tiltekið í dýragarðinum þar í borg. Sjimp-
ansar era forvitnar og fróðleiksfúsar skepnur og þessi kynnti sér fyrir-
bærið með því að bragða á því.
Bresk spá um málmmarkaðinn:
Álverðið lækk-
ar á næsta ári
London. Reuter.
LÍKLEGT er, að málmverð lækki nokkuð á næsta ári frá því, sem
það hefur verið hæst á þessu. Er ástæðan sú, að betra jafnvægi
verður á milli framboðs og eftirspumar en verið hefur. Kemur þetta.
fram í breskri könnun á málmmarkaðnum.
Engin hætta er á verðhrani
vegna þess, að framleiðendur hafa
gætt þess að auka ekki framleiðsl-
una um of, en jafnvægið mun nást
þegar dregur úr iðn- og bflafram-
leiðslu í aðildarríkjum OECD. Kem-
ur þetta fram í skýrslu frá EIU
(Economist Intelligence Unit),
rannsóknastofnunar á vegum Ec-
onomist-útgáfunnar í Bretlandi.
Búist er við, að framboð á áli og
kopar muni aukast það mikið miðað
við eftirspum, að verðið á báðum
málmunum verði um 0,90 dollarar
pundið á næsta ári. Trúlegt er, að
jafnaðarverð fyrir ál á þessu ári
hafí verið um 1,20 dollarar pundið.
Minni breytingum er spáð á verði
annarra málma eins og blýs, zinks,
tins og nikkels.
Ef bú finnur bennan stað
geturðu gert reifarakaup á
bókum, leikföngum og
Þeir sem hafa þegar komið auga á Jólamarkaðinn í Fellagörð-
um hafa sparað drjúgt með hagstæðum jólainnkaupum. hað er
ekki að furða því að þetta er eini bókamarkaðurinn með mikið
magn ódýrra bóka og leikföng og jólavöru að auki. Bættu
Fellagörðum inn á kortið þitt og gerðu góð kaup fyrir þessi jól.
JÓIAMARKAÐURINN
DRAFNARFELL 16, FELLAGÖRÐUM, S. 78588