Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Gunnar Bjarnason „Það á að hagnýta þá neikvæðu auglýsingu á vörum okkar, sem grænfriðungar hafa komið af stað úti í heimi. Með réttum vinnubrögðum og réttri túlkun í sterkustu §öl- miðlum heims á að heQa kröftuga gagn- sókn.“ hross frá áhorfendasætum og veð- málastúkum. Lítum aðeins á þorskastríðið. Þar áttum við í átökum um mikilvæg hagsmunamál sjómanna og útgerð- armanna í nágrannalöndunum. Þessir menn vissu ekkert um veiði- þol íslenzkra fiskstofna. Að því stríði loknu hófum við rannsóknir eftir fjárhagslegi-i getu þjóðarinnar á veiðiþoli fiskistofnanna. Af þessu starfi okkar hafa nágrannar okkar lært, og nú hrósa þessir fyrrum and- stæðingar íslendinga okkur fyrir framsýni og alla framkomu í málinu. Þetta var alvöru stríð. Þetta ástand í dag vegna hvalveiða og fisk- sölu er stríð við fífl og ósvífna mála- liðsterrorista. í þessu stríði högum við okkur ekki rétt. Hvað á að gera? Þetta, sem hér á efir verður sagt: Það á ekki að híma undir hús- vegg eins og maður með vonda samvizku og snökta út í veröldina og biðja um miskunn og hjálp. Það á að hagnýta þá neikvæðu auglýs- ingu á vörum okkar, sem grænfrið- ungar hafa komið af stað úti í heúni. Með réttum vinnubrögðum og_rétt.ri túlkun í sterkustu fjölmiðlum heims á að hefja kröftuga gagnsókn og nota þar bæði „fallbyssur" og „sprengjur" svo að almenningur í heiminum hrökkvi við og fari að hugsa um málin. Hvernig má þetta vera gert? Auðvelt mál, þannig: Alþingi feli samróma ríkis- stjórninni að setja sölubann á alla verzlunarhringi og sölusamtök úti í heimi, sem láta hvalfriðunar- terroristana segja sér fyrir verk- um. Þetta verði öllum samtökum og verzlunum tilkynnt og um leið það, að þeir muni aldrei, hvorki í styij- öld eða hungursneyð, fá keyptar matvörur frá íslandi — aðeins hinir, sem standast hótanir terr- oristanna, fá að njóta þessara við- skipta. Þessi ákvörðun verði þannig kynnt heiminum, að stærstu sjón- varpsstöðvum vestan hafs og austan verði boðið hingað og tekið vel þeim gestum með útsýnisferðum og veisluhöldum að fornum höfð- ingjasið, og loks lesi forseti Íslands þessa ályktun Alþingis á fjórum tungumálum af svölum þinghússins með góðri myndatökuaðstöðu fyrir fréttamennina, og þar að auki verði þangað safnað svo mörgu fólki inn á Austurvöll, að þar verði þéttskip- að. Þannig mundi boðskapurinn komast til skila til almennings þess, sem fískinn borðar. Það er auðvelt að gera stutta greinargerð með tillögunni, og ein- mitt liggur í dag hér á borði mínu ágætlega skrifuð grein eftir Jón Sæmund Sigurjónsson, þingmann Alþýðuflokks á Norðurlandi. Hann segir allt, sem segja þarf. Það þarf enga nefíid sérfræðinga í það mál. Hættan er að bulla of mikið og kæfa meginkjarnann með vísindaþvælu, sem neytendur skilja ekkert í. Það þarf að koma skýrt fram í textanum að þetta gerum við íslend- ingar samkvæmt fyrirmynd hinna stærri þjóða í NATO, að láta ekki undan skemmdarverkamönnum. Síðan og strax að þessari athöfn lokinni verði sendir til útlanda 100—200 stúdentar með nokkrar milljónir af litlum og auðskildum bæklingi á frönsku, ensku og þýzku og þeir dreifi bæklingnum í allar meiriháttar matvöruverzlanir og heildverzlanir, og þó því aðeins að þeir samþykki að skipta við okk- ur og dreifi pésanum, en textinn á fremstu síðu verði sem næst þessi með eins stóru letri og þar kemst fyrir: Við eigendur þessarar verzlun- ar fordæmum terroristaaðgerðir Greenpeace-hreyfingarinnar og ann- arra þeirra samtaka, sem beijast með óheiðarlegum hætti gegn hefð- bundnum atvinnuháttum Islendinga og annarra norðlægra þjóða, sem lifa af fískveiðum. Við metum vinnubrögð Islendinga til að vernda lífríki sjávarins í norðri og fylgjast með stærð og ástandi fiski-, sela- og hvalastofna, sem þeir stunda öðrum þjóðum framar og til fýrirmyndar. Vegna hins tandurhreina sjávar og aldagamallar fiskveiðimenningar íslenzku þjóðarinnar er það löngu viðurkennt, að þaðan kemur lang- besti fiskur heimsins að flestra dómi. Okkur er því ánægja af því, kæru viðskiptavinir, að geta boðið ykkur nú og í framtíðinni til sölu og neyzlu það besta fiskmeti, sem heimsbyggð- in hefur upp á að bjóða. Höfundur er útflutningsráðunaut- ur hjá Félagi hrossabænda. 8S ________________________39 Aðalfimdur Borgara- flokksins á Reykjanesi AÐALFUNDUR kjördæmisfé- lags Borgaraflokksins í Reykja- neskjördæmi var haldinn í veit- ingahúsinu Gaflinum þriðjudag- inn 1. nóvember 1988. Halldór Pálsson í Hafnarfirði var endurkjörinn formaður en stjórn félagsins'skipar 21 maður víðs veg- ar úr kjördæminu. Félagið hefur haldið uppi þróttmiklu starfi í kjör- dæminu frá því það var stofnað 4. júní 1987. Skrifstofa félagsins er í Hafnarfirði og eiu þingmenn Borg- araflokksins í kjördæminu þar til viðtals alla þriðjuddaga kl. 17—19. A fundinum, þar sem um 100 félagar og gestir voru mættir, ræddi formaður Borgaraflokksins, Albert Guðmundsson, um stjómmála- ástandið í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar og svaraðí fjölda fyrir- spurna fundarmanna ásamt þing- mönnum kjördæmisins, þeim Júlíusi Sólnes og Hreggviði Jónssyni. (Fréttatilkynning) nýja sið fylgdu lög. í þessum lögum stóð og stendur enn þá, ef ég man rétt: „Þú skalt ekki mann deyða.“ Flest lönd þar í Evrópu gengust undir þenna nýja sið og lögin, sem honum fylgdu. Ja, það voru stór loforð gefin, mikið í fang færst, enda gengið illa víða að halda loforðin. Það er stolt, það er fjöregg, það er hátindur okkar menningar, að við höfum ekki vopn, en tekist hef- ur að leysa deilur með samningum. Svo mikið er rætt og ritað um frið og afvopnun í heiminum, að áreiðanlega öfunda okkur margir og spytja: „Hvernig fóm íslending- ar að þessu?“ Því er til að svara: Verið ljúf og góð við börnin, hafið ekkert ljótt fyrir þeim, þá verða þau ljúfar og góðar manneskjur, jjjóðum sínum til sóma og geta með gleði minnst æsku og bernskustöðvanna og sagt: Allt var þar glatt hið góða, því göfuga opnaðar dyr. Það var innlegg í alþjóða sóma, það er eilífðar vermandi hyr. Andlit Islands! Eg hef reynt að hugsa, en ekki tekist að skilja eða getað sætt mig við þetta heiti, minnist heldur ekki að Kafa séð eða heyrt slíkt áður. Hins vegar eru mörg nöfn tengd landinu, svo sem faðir, móðir, fóstra og fleira. Lengi hefur landið okkar átt sína Fjallkonu eða drottningu, saman- ber: „Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjarta bundin." Ekki skortir drottninguna hirð- ina: „Huldar landsins vemdarvættir, vonarglaðar stíga dans. Guðm. Guðm. Er það nauðsynlegt að bæta and- liti á Island ofan á öll nöfnin, ljóðin og — ættjarðarástina!! Ef svo er, er þá afsakanlegt að sækja það |jót- asta aftur í heiðni til að stimpla þetta andlit með? Ég bara spyr! Höfundur er rithöfundur. ALSTIGAR ALLAK GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahrauni 7, S 651960 10 ARA ABYRGÐ Þegar Soffía fermist hefur hún að eigin dómi náð því marki að verða fullorðin. En fullorðna fólkið er á öðru máli, að minnsta kosti þegar það hentar því. Metsöluhöfundurinn Iðunn Steinsdóttir fer á kostum í bók sinni „Víst er ég fullorðin“ sem fjallar um eftirvæntinguna, öryggisleysið, forvitnina og hræðsluna um að vera örðuvísi en hinir, sem togast á í okkur meðan við erum að breytast úr barni í fullvaxta manneskju. Iðunn, uppá sitt besta, er gulltrygging fyrir góðum lestri. Bók fyrir unglinga á öllum aldri. Víst er ég fullorðin eftir Iðunni Steinsdóttur Barnaoé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.