Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
Ja,hver
þrefaldur!
Þrefaldur fyrsti
vinningur í kvöld!
Þreföld ástæða
til að vera með!
LEIÐRÉTTING:
Að sjálfsögðu verður dregið í Lottóinu
á laugardag - og þá er hann þrefaldur.
Leíkandi og létt! Upplýsingasími: 685111
m
Þ- CO vh co Blaóid sem þú vaknar við!
Umferðarslysum flölg-
ar í ljóðagerðinni
eftir Guðmund
Guðmundarson
í tilefni af 75 ára afmæli Morg-
unblaðsins var efnt til verðlauna-
samkeppni um ljóð. Heitið var
200,000, — fyrir hvort af tveimur
bestu ljóðunum.
Verðlaunaljóðin urðu flestum
geysileg vonbrigði, ekki síst þar sem
431 ljóð bárust í keppnina. Það
skal þó tekið skýrt fram, að hér er
ekki verið að hallmæla höfundunum
persónulega, sem bæði eru vafa-
Íaust vænstu manneskjur, eftir við-
tölum við þau að dæma og vel að
því komin að blessaður Mogginn
splæsi á þau kr. 200,000, sem vafa-
laust komu í góðar þarfir.
Hinsvegar er það alvarlegt
áhyggjuefni allra þeirra, sem ljóð-
list unna, ef menning okkar í þess-
ari listgrein er þar á vegi stödd,
að aldrei sjáist brúkleg verðlauna-
ljóð á þessum síðustu og verstu
tímum í ljóðagerð. Er skemmst að
minnast 200 ára afmælis Rvíkur
og mörg fleiri dæmi.
En lítum nú á ágæta ræðu, sem
Matthías Johannesen, rithöf. skáld
og ritstjóri hélt í afmælishófinu.
Þar segir m.a.:
„Ástæða er nú að minnast þeirr-
ar hugmyndar Valtýs Stefánssonar,
að komið verði á fót kennarastóli
við Háskólann í fögrum bókmennt-
um og ljóðlist sérstaklega og yrði
embættið tengt nafni Jónasar
Hallgrimssonar. Vildi hann þannig
efla íslenzka blaðamennsku enda
er tungað það tæki, sem blaða-
maðurinn þarf helzt á að halda og
öðru mikilvægara að hann kunni
nokkur skil á henni. Hún er for-
senda allrar íjölmiðlunar hér á landi
og sker úr um sérkenni okkar. Með
þá vitneskju að leiðarljósi ákvað
stjóm Árvakurs að efna til Ijóða-
samkeppni vegna 75 ára afmælis
Morgunbiaðisins og fór vel á.
Arfur okkar er skjólgott athvarf
á viðsjárverðum tímum. Oft hefur
verið nauðsynlegt að líta í eigin
barm og þá ekki sízt nú þegar við
eigum náttból undir exi útlendra
gervitungla og tízku.“
Var ekkert ljóð af 431 rímað eða
stuðlað eða var slíkt e.t.v. næg
ástæða til að hinir virtu menningar-
vitar í dómnefndinni dæmdu þau
úr leik?
Er líklegt að embætti í fögrum
bókmenntum tengt nafni Jónasar
Hallgrímssonar við Háskólann hefði
úrskurðað áðumefnd Ijóð til hæstu
verðlauna. Ég held að þjóðin öll
verði að gera upp við samvizku sína
eins og ritstjórinn segir „að arfur
okkar er skjólgott athvarf á viðsjár-
verðum tímum."
Varla verður lengur við það un-
að, að ljóðagerðin „eigi náttból und-
ir exi útlendra gervitungla og tízku“
— (úr sömu ræðu).
Verðlaunaljóð verða að vera með
þeim glæsibrag, að þjóðin fagni
þeim og njóti þeirra. Svo fór ömgg-
lega ekki að þessu sinni.
Tízkulúsin
í framhaldi af þessu skal vitnað
í viðtal við ungan mann og verð-
andi „skáld“ í Mbl. 30/10 ’88. Taldi
hann Islendinga hafa alltof lengi
haldið tryggði við rímið. „Já, alltof
margir gera það enn eftir að bylt-
ingin hefur skeð og betri tímar
framundan." — Annar ungur maður
sagði í útvarpsviðtali: „Hva atli
maður gete vereð að pæl í hövöðstö-
um og soleiðis drasíi, þa er alltof
mekeð pöð.“ Það leynir sér ekki að
lauslæti í ljóðagerð hefnir sín í lé-
legu málfari!
Það er óhjákvæmilegt að fara
að kemba tízkulúsina úr ruglukoll-
um leirskáldanna og láta þá fínna
fyrir því að nú sé meira en nóg
komið. Þeir séu í reynd búnir að
kveða sjálfa sig í kútinn!
Við skulum athuga, hvað einhver
okkar mikilhæfasti bókmennta-
frömuður Sig. Nordal segir:
„Það er óhætt að fullyrða, að
hefði íslenzka nokkum tíma hætt
að vera skapandi bókmál, hefði
málfar alþýðu aldrei beðið þess
bætur. Og hefði íslenzk ljóðagerð
nokkurn tíma niður fallið, þótt
eigi hefði verið nema um hálfrar
aldar skeið, og risið síðan upp aft-
ur fyrir aðkomin áhrif, er ósenni-
legt, að stuðlasetningin hefði átt
sér viðreisnar von — þetta forna
einkenni allrar germanskrar ljóð-
listar, sem vér erum nú einum um
að varðveita.
— Menning framtíðar vorrar
verður að rísa á traustum grund-
velli fortíðar. Draumar vorir mega
verða að því skapi djarfari sem
minnið er trúrra og margspakara.“
(Lokaorð í ritgerð Sigurðar Nordals
Samhengið í íslenzkum bókmennt-
um.)
Hálf öld er nú liðin síðan tilrauna-
starfsemi óljóða hófst. Það er búið
að umbera þau alltof lengi með
þögninni.
Það þolir enga bið að þjóðin segi
gerviskáldum og „óljóðum stríð á
hendur! Þau hafa um langt skeið
verið í vitund þjóðarinnar einskonar
útilegumenn í ódáðahrauni óljóða
og feigðarganga þeirra heldur
áfram eftir sprengisandi eftiröpun-
ar á því lélegasta í ljóðagerð ann-
arra þjóða.
Það verður að rétta þeim höfuð-
staf og stuðul að styðja sig við út
úr sífelldri holtaþoku og eyðimerk-
urgöngu!
„Er ekki kominn tími til, að ung-
mennum Islands sé kennt í skólun-
um það allra helzta, sem lýtur að
Guðmundur Guðmundarson
„Málsmekk hrakar
sífellt í skólum. Og
verkefiiaheftin eru oft
með þeim hætti að
snilldarljóðum og óljóð-
um er gert jafii hátt
undir höfði og börnin
geta ekki greint þar á
milli“
bragfræði? Tungumál vort er svo
dýrt að fom skáldmennt vor svo
fræg um allan heim, að ekki virðist
fjarri sanni, að þetta málefni væri
nokkuð athugað. Löghlýðnin við
frumreglur rímlistar vorrar er á
góðum vegi til glötunnar hjá ýmsum
íslenzkum mönnum. Er ekki tíminn
kominn til þess að taka þar í streng-
’nn’ (Einar Benediktsson.)
Málsmekk hrakar sífellt í skólum.
Og verkefnaheftin eru oft með þeim
hætti að snilldarljóðum og óljóðum
er gert jafn hátt undir höfði og
bömin geta ekki greint þar á milli.
Ljóðspor
Ljóðspor er ný ljóðabók fyrir
börn á aldrinum 9—12 ára. Það er
margt gott hægt að segja um þetta
ljóðasafn, þótt hlutur margra yngri
skálda virðist meiri en efhi standa
til. Engin ljóð fyrirfinnast þar eftir
t.d. Sveinbjöm Egilsson, Jón Helga-
son, Theódóm Thoroddsen, Jónas
Guðlaugsson, Stefán frá Hvítadal
o.fl. Bólu Hjálmar á aðeins eitt
kvæði í bókinni.
Eitt ljóð vekur furðu og er dæmi
um, hvað ömurleg lágkúra er talin
birtingarhæf i skólaljóðum 1988:
Þau keyptu sér hund
sem þau kalla blund
og graffífón og segulband
og skrifuðu undir varið hland
svo áttu þau bam og buru
klæddu húsið tekki og furu
og barinn rúmar hersveit heila
Las úr Gunnlaðar-
sögu í Jónshúsi
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
Svava Jakobsdóttir rithöfundur
las nýlega upp úr nýjustu bók sinni
Gunnlaðarsögu í félagsheimilinu í
Jónshúsi. Áheyrendur vom fjöl-
margir og vom meðal þeirra nem-
endur í íslenzku í Studieskólanum
og ríkti hin bezta stemmning í saln-
um.
Svala Þormóðsdóttir, sem stund-
ar nám í bókmenntum í Kaup-
mannahöfn, kynnti Svövu og bauð
hana velkomna fyrir hönd gestgjaf-
ans í félagsheimilinu. Fagnaði rit-
höfundurinn því að fá að lesa fyrir
íslendinga í Kaupmannahöfn. Oft
væri hún sögð skrifa aðallega um
konur og víst væri um það, að hún
skrifaði út frá sjónarmiði konu, en
alls ekki í augnamiði pólitískrar
kvennabaráttu, heldur sem uppgjör
við hefðina er hún mótaði sinn stíl
sem rithöfundur fyrir rúmum 20
ámm, fann sína rödd. Fyrir mér
vakti, sagði Svava Jakobsdóttir, að
flytja konuna af jaðrinum og inn í
miðja söguna. Gunnlaðarsögu
mætti nefna leitarsögu og hún
væri nútíma „gral“-saga að breyttu
breytanda. Las höfundurinn síðan
2 kafla úr bókinni, og rakti sögu-
þráðinn að nokkm.
Preben Meulengracht Sörensen
norrænufræðingur hefur þýtt kafla
úr Gunnlaðarsögu á dönsku, að
gamni sínu að hann sagði, en full
ástæða væri að þýða hana í heild.
Las hann kaflann, sem eru um Dís
í goðsögninni og vígslu Óðins.
Ákveðið er, að bókin komi út hjá
Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir
Svava Jakobsdóttir les upp í
Jónshúsi.
forlaginu Otawa í Finnlandi á næsta
ári.
- G.L.Ásg.
~\