Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 47
8801 H3HM3VOV. .£S 3TJí)A(lUi ■Hii ,(flCiAJaM JOHOH
mörgunbeaðtit;'fimmtudagur; 24. nóvember;iw
m
~37
Hvalveiðar Islendinga
eftir Grím Karlsson
Hvalveiðar okkar eru jafngamlar
íslandssögunni.
En í tæpa hálfa öld höfum við
gert út 4 hvalbáta, og veiðin verið
allar götur söm og jöfn, eða um
400 dýr á ári. íslendingar hafa
ekki eitt einasta skipti freistast til
að taka meira þótt oft hafi verið
þörf á auknum útflutningi.
Erlendis hefur verið bent á hval-
veiðar íslendinga, sem fyrirmyndar-
veiðar, vegna stöðugleika, fyrir-
hyggju og framsýni.
Auk þess hafa 1.500-2.000
hrefnur verið veiddar af Norðmönn-
um, aðallega á íslensku hafsvæði.
Hrefnuveiðimenn fyrir norðan og
vestan hafa orðið fyrir gífurlegu
tjóni því í stað þess að auka veiðam-
ar í 1.500-2.000 hrefnur á ári, þá
veiða þeir ekki neitt. Menn tala um
mikla eða litla hagsmuni, en aðalat-
riðið í hvalveiðimálinu er, að við
erum hluti af lífkeðjunni, eigum
lífsafkomu okkar undir viðgangi
hennar og varðveislu.
Það er íslenska þjóðin sem á
landið í nútíð og framtíð, gögn þess
og gæði, og það ætti ekki að vera
í huga nokkurs lifandi manns að
hugsa um að breyta því.
Þótt háværar raddir út í heimi,
þrátt fyrir bitra reynslu, séu enn
að flokka bæði menn og dýr_í æðri
og óæðri verur, og vilji nú að íslend-
ingar víki eða hverfi af eigin vett-
vangi, verðum við að sameinast og
mótmæla því harðlega enn einu
sinni.
Við ísiendingar megum ekki
horfa um of á tiltekin aukaatriði.
Við þurfum að þjappa okkur um
að varðveita og viðhalda lífríki okk-
ar hafsvæðis sem tilvera þjóðarinn-
ar byggist á.
Skuldir og vonlaus rekstur mega
ekki heltaka hugi ráðamanna þann-
ig að þeir sjái ekki vanda arðbærra
og lífsnauðsynlegra atvinnugreina.
Það er eins og sumir ráðamenn
vilji ekki hugsa nema um þá sem
sitja í skuldasúpunni. Eru hvalveið-
ar kannski of arðbærar til að njóta
athygli? En ef þeim verður hætt
þá verða það fleiri en hval- og
hrefnuveiðimenn sem sitja í skulda-
súpunni, innan fárra ára verður það
þjóðin öll.
Óvinum lífkeðjunnar, Grænfrið-
ungum, er mikið í mun að eyði-
leggja tækifæri okkar og sjálfsagð-
an rétt til að sanna fyrir opnum
tjöldum veiðiþol og fæðuþörf hvala-
Grímur Karlsson
„Ef alþjóðahvalveiði-
ráðið getur ekki séð til
þess að við fáum frið
til að ljúka okkar rann-
sóknum þá höfum við
ekkert að gera lengur
í þeim félagsskap.“
stofna ásamt fleiru, með vísinda-
veiðum.
í upphafi árása Grænfriðunga
voru þeir ósparir á að bjóða pen-
ingagreiðslur ef við vildum selja og
svíkja rétt okkar og óborinna ís-
lendinga. Ef Grænfriðungar hætta
ekki skemmdarverkum á atvinnu-
starfsemi og viðskiptum okkar við
önnur lönd og vilja ekki skilja eða
skoða rök okkar Islendinga í hval-
veiðimálinu, er ekki um annað að
ræða en að halda vísindaveiðunum
sér næsta sumar, en að auki gera
hina hvalbátana út af fullum krafti.
Og þó við veiðum 1.500 hrefnur
þá mun ekki sjá högg á vatni á
þeim stofni.
Ef alþjóðahvalveiðiráðið getur
ekki séð til þess að við fáum frið
til að Ijúka okkar rannsóknum þá
höfum við ekkert að gera lengur í
þeim félagsskap. Grænfriðungar
ættu að hugsa sig um áður en þeir
ganga of langt — og það hafa þeir
raunar þegar gert.
Það má líka beina þeirri spum-
ingu til Grænfriðunga, hvort þeir
telji málunum betur komið ef við
þurfum að selja Rússum og Japön-
um hval- og hrefnuveiðiréttindi í
íslenskri lögsögu.
Höfundur er skipstjóri í Njarðvík.
Bjart skrifborðsljós,
heima og á vinnustað:
DULUX*TABLE
Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og
kaupfélögum. Heildsölubirgöir:
— Fallegur skrifborðslampi
með sparnaðarperunni
DULUX® S 11W; sem jafn-
gildir birtu 75W glóperu.
— Hreyfanlegur í allar
stellingar.
— Litir: svartur, hvítur.
OSRAM
Ijóslifandi
orkusparnaður
ts
JÖHANN ÚLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 — 104 Reykjavík - Sími 688 588
sem jafn gaman er að gefa og þiggja
N
JL, n úna er tími jólakortanna, tíminn til að senda
ættingjum og vinum ljúfar jóla- og nýárskveðjur.
Fallegt jólakort með skemmtilegri ljósmynd af
„uppáhalds“ fólkinu þínu er sannarlega ein gleðilegasta jólagjöf sem völ er á.
EIÐIST0RGI
FUJI framköllunin við Eiðistorg býður stór og litrík íslensk
jólakort,ætluð fyrir ljósmyndir, ásamt umslagi á aðeins 28.- kr.
Við framköllum litljósmyndir og göngum frá kortum með mynd
sé þess óskað. Tilbúið kort með mynd og umslag kostar 45.- kr.
FUJI framköllunin, Eiðistorgi 15. Síminn er (91)-611215.
VERK) HAG/Vn
VEUIÐ
GÆÐAVÖRUR Á CÓÐU VERÐI