Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1988
Viðkvæmu málin gleymd-
ust á flokksþingi fram-
sóknarmanna
Er sameiningartalið í
samræmi við steftiuna?
EF marka má stjórnmálayfírlýsingar þings Alþýðuflokksins, sem
haldið var um síðustu helgi, virðist endanlega staðfest að flokkurinn
hafí slitið „trúlofun“ sinni við Sjálfstæðisflokkinn og biðli nú til
vinstri í staðinn. Mikið var rætt á þinginu um að nú yrði að sameina
íslenska jafnaðarmenn á ný í stórum flokki, og komu bæði flokks-
formaðurinn Jón Baldvin og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, inn
á það í ræðum sínum á þinginu og sendu Sjálfstæðisflokknum föst
skot. Hins vegar var greinilegt af orðum Jónanna beggja að þótt nú
sé biðlað til hinna félagshyggjuflokkanna hafíia þeir markaðslausn-
um í efnahagslífínu alls ekki eins eindregið og samstarfsmenn þeirra
í ríkisstjóm, framsóknarmenn, gerðu á sínu flokksþingi. Sú stefna
á varla hljómgmnn hjá Alþýðubandalagsmönnum heldur. Að þessu
leyti virðist forystan vera í dálítilli mótsögn við sjálfa sig, og hóp-
ar, sem era málsvarar ólíkra sjónarmiða innan flokksins, þykjast
því hafa ástæðu til að vera óánægðir með hana af mismunandi ástæð-
um. Það er líklega ofeinföldun að tala þar um togstreitu milli hægri
og vinstri, einnig kemur við sögu ágreiningur um menn og vinnu-
brögð.
Að sögn nokkurra viðmælenda
Morgunblaðsins hefur Jón
Baldvin, formaður flokksins, verið
gagnrýndur fyrir að hafa lítil sam-
skipti við „gamla flokkinn“.
Ákvarðanir séu ekki teknar á
flokksskrifstofunni heldur á Vestur-
götunni með vinum og kunningjum.
Þá sé oft ekki leitað inn í flokkinn
þegar þurfi að skipa menn í nefnd-
ir og ráð, vegna þess að Jón treysti
ekki sínum eigin flokksmönnum. í
• staðinn séu fengnir utanaðkomandi
menn, sem lítið hafi sést í flokks-
starfí, en hafí trúnað Jóns Baldvins.
Jóhanna vill félagshyggju
Jóhanna Sigurðardóttir hafði fyr-
ir þingið látið í ljósi efasemdir um
að hún myndi gefa kost á sér í
embætti varaformanns áfram.
Margir túlkuðu það sem missætti
við Jón Baldvin Hannibalsson, og
að sögn þeirra sem til þekkja var
Jóhanna óánægð með það hversu
lítið samráð Jón Baldvin hefur haft
við hana og fleiri flokksmenn, en
þeim mun meira við Jón Sigurðsson
og þröngan hóp í kring um þá tvo.
Þennan ágreining tókst greinilega
að jafna fyrir þingið, að minnsta
kosti á yfírborðinu. Jóhanna hélt
ræðu við setningu þingsins á undan
Jóni Baldvin. Þar kom óánægja
hennar greinilega í ljós, en hún forð-
aðist allar yfírlýsingar um innan-
flokksmál. Sagðist aðeins hafa orð-
ið fyrir vonbrigðum með fram-
kvæmd stefnu flokksins og varpaði
fram þeirri spurningu hvort grund-
vallaratriði jafnaðarstefnunnar
hefðu fallið í skuggann í efnahags-
málaargaþrasi. Þótt hún boðaði aft-
urhvarf til félagshyggju og baráttu
launþega gegn gróðaöflum og for-
réttindahópum talaði Jóhanna hins
vegar ekki um sameiningu vinstri
flokkanna.
Jóhanna hlaut glæsilega kosn-
ingu í varaformannsembættið (202
af 209), töluvert betri en Jón Bald-
vin í formannsstöðuna. (190 af
206) Að sögn innanbúðarmanna
hefur Jóhanna betri tengsl inn í
flokkinn en formaðurinn. Staða
hennar í flokksforystunni er talin
hafa styrkst, meðal annars vegna
kjörs Láru V. Júlíusdóttur í ritara-
stöðu, en Lára er fyrrum aðstoðar-
maður Jóhönnu og á ágæt sam-
skipti við almenna flokksmenn að
sögn viðmælenda blaðsins. Fram-
bjóðandi Jóns Baldvins til æðstu
embætta í flokknum var hins vegar
Elín Alma Arthúrsdóttir, gamall
nemandi hans úr Menntaskólanum
á ísafírði.
OLAFUR Þ. STEPHENSEN
AF INNLENDUM-
VETTVANGI
GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON
Framsóknarflokkurinn er greinilega tiltölulega sáttur við sig og
sína um þessar mundir, að minnsta kosti ef marka má flokksþing
fí'amsóknarmanna um siðustu helgi. Þar lýsti hver ræðumaðurinn
á fætur öðram yfír ánægju með rikisstjórnina og þær aðgerðir
sem hún hefíir lofað. Þær era enda flestar í þeim anda, sem
Steingrímur Hermannsson boðaði í vor, þegar hann talaði á fíind-
um þar sem framsóknarmenn fengu að blása út, vegna óánægju
sem stjórnarsamstarfið þá.
Fyrir nokkrum árum var
Framsóknarflokkurinn í
kreppu eftir kynslóðaskipti í for-
ustunni og tilraunir til að breyta
þeirri ímynd að flokkurinn væri
bænda- og landsbyggðarflokkur.
Þetta var m.a. undirstrikað með
því að Steingrímur Hermannsson
fór í framboð fyrir Reyknesinga.
Þessi breyting fór verulega fyr-
ir brjóstið á mörgum landsbyggð-
armönnum, sem samfara auknum
erfíðleikum á landsbyggðinni
magnaði umræðuna um lands-
hlutamisrétti, þar sem menn töldu
sig vera að missa málsvarann
suður. Nú virðist hins vegar sem
breytingin hafi tekist nokkuð vel,
ef tii vill vegna þess að á sama
tíma hefur félagsstarfíð í flokkn-
um tekið nokkrum stakkaskipt-
um.
Menn þakka það Sigurði Geir-
dal, sem tók við sem fram-
kvæmdastjóri flokksins haustið
1986. Sigurður var áður fram-
kvæmdastjóri Ungmennasam-
bands íslands og hefur mikla
reynslu af félagsmálum á landsv-
ísu. Og undanfarið hefur Fram-
sóknarflokkurinn lagt mun meiri
áherslu á að kjördæmasamböndin
taki þátt í flokksstarfinu, þannig
að þótt flokkurinn réyni að höfða
meira til þéttbýlisins, hefur hann
um leið bætt samskiptin við lands-
byggðina. '
A flokksþinginu 1986 var sam-
þykkt að formenn kjördæmasam-
bandanna tækju sæti í fram-
kvæmdastjóm. Á þinginu nú
kvörtuðu raunar sumir yfir þess-
ari breytingu. Finnur Ingólfsson
gjaldkeri flokksins sagði m.a. að
eftir þessa stækkun væri fram-
kvæmdastjómin algerlega óstarf-
hæf. En aðrir segja að þetta hafí
aukið verulega lýðræði í flokkn-
um, og um leið hafí dregið úr
óánægjuröddum á landsbyggð-
inni. Og á þinginu um helgina var
samþykkt að skipa nefnd til að
endurskoða flokksstarfið, sem í
sitja formenn kjördæmasambanda
og landssambanda flokksins, en
ekki fulltrúar „flokksapparatsins"
í Reykjavík.
Einn framámaður flokksins á
Norðurlandi sagði við Morgun-
blaðið að það hefði verið áberandi
minna um hörð átök á milli manna
um byggðamál á nýliðnu þingi en
áður. Það stafaði örugglega af
því að formenn kjördæmasam-
bandanna væm komnir inn í
flokksstjórnina, og tillögur undan-
genginna kjördæmisþinga hefðu
verið hafðar til hliðsjónar við
ályktanasmíði fyrir flokksþingið.
Framsóknarmenn hafa einnig
fengið aukið sjálfstraust vegna
skoðanakannana sem sýna æ of-
aní æ, að Steingrímur Hermanns-
son og Halldór Ásgrímsson eru
vinsælustu stjómmálamenn
landsins. Og flokksþingið sýndi
raunar vel hvers vegna Steingrím-
ur Hermannsson er jafn vinsæll
meðal framsóknarmanna og ann-
ara og raun ber vitni.
Hann hefur mjög sérstæðan
ræðustíl, þar sem hann rabbar við
áheyrendur frekar en flytur yfir
þeim ræðu. Einnig virtist hann
fínna hvað áheyrendur vildu helst
heyra og var oft á undan að
brydda upp á málefnum sem gátu
orðið umdeild.
Hann tók síðan mikinn þátt í
störfum þingsins, svaraði flestum
ræðumönnum ef þeir höfðu verið
með einhveija gagnrýni og stjórn-
aði starfshópi sem fjallaði um
stjómmálaályktun.
Þetta allt færði Steingrím nær
þingfulltrúum. En í fréttatímum
sjónvarpsins undirstrikaði svið-
setningin að þarna var forsætis-
ráðherra að tala: í baksýn var
merki Framsóknarflokksins með
íslenska fánann á hvora hlið.
Á þinginu töluðu ekki allir í
takt við setningarræðu
Steingríms. Til dæmis flutti Valur
Amþórsson þau skilaboð frá Sam-
bandinu að gengisfelling væri
lífsnauðsynleg fyrir útflutnings-
Steingrímur Hermannsson á flokksþingi Framsóknarflokksins,
með flokksmerkið og fánann í baksýn.
greinamar, þótt Steingrímur hefði
áður sagt að hann teldi slíkt ekki
koma til greina eins og staðan
væri.
En þótt mörgum framsóknar-
mönnum finnist sjálfsagt að ríkis-
stjóminni gangi hægt að fram-
fylgja ýmsum stefnumálum, svo
sem raunvaxtalækkun, má segja
að í heild hafi þingheimur þjappað
sér á bak við formanninn, ekki
síst við að svara þeirri gagnrýni
sem sjálfstæðismenn komu með á
stjómarstefnuna og Framsóknar-
flokkinn á flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins vikuna áður.
Kannski vegna þessa, „gleymd-
ist“ að ræða ýmis mál á þinginu.
Margir óttuðust til dæmis að tog-
arakaupamálið á Suðumesjum
myndi blossa þar upp, vegna veru-
legrar óánægju Sauðkrækinga og
annara Skagfirðinga með fram-
göngu Steingríms í því máli.
Þegar minnst var á hvalamálið,
var það einungis til að lýsa stuðn-
ingi við stefnu Halldórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra en
enginn nefndi það upphlaup sem
varð, þegar Steingrímur gaf undir
fótinn með það að ef til vill yrði
vísindahvalveiðum hætt. Lítið sem
ekkert var rætt um stóriðju, eða
utanríkismál og varaflugvöll, sem
allt eru viðkvæm mál, bæði innan
flokksins og ríkistjómarinnar.
Það var þvi ekki að ófyrirsynju
að Steingrímur Hermannsson
túlkaði flokksþingið þannig að það
hefði fyrst og fremst sýnt góða
samstöðu framsóknarmanna, og
að flokksforustan hefði umboð til
að gera nánast hvað sem er, til
bjargar atvinnuvegunum. Um við-
kvæmu deilumálin í flokknum er
ijallað á öðrum vettvangi.
Flokksþing Alþýðuflokksins:
Jón Baldvin hefíir ekki einhuga stuðning allra flokksmanna þott
hann fengi góða kosningu. Þeir sem styðja sljórnarsamstarfið og
tal um sameiningu við félagshyggjuflokka, era á móti utanríkis-
stefíiu hans og borgaralegum áherslum í efíiahagsmálum. „Viðreisn-
arkratar“ eða „hægrikratar" era sammála honum um utanríkismál-
in en hatast út í Alþýðubandalagið og Framsókn.
Þingið sýndi greinilega að öfugt
við „viðreisnarkratana", sem vilja
óbreytta stefnu í utanríkismálum
og eru hlynntir samstarfí við Sjálf-
stæðisflokkinn, er hluti flokks-
manna hlynntur samstarfinu til
vinstri, en gagnrýnir Jón Baldvin
fyrir of borgaralegar áherslur. í
þessum hópi eru til dæmis Birgir
Ámason, formaður SUJ, og fleiri
ungir jafnaðarmenn og Guðmundur
Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafn-
arfirði. Bæði Birgir og Guðmundur
Ámi veittust harkalega að Jóni fyr-
ir afstöðuna til tillagna á allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna og Sam-
band ungra jafnaðarmanna flutti
tillögur um róttækar breytingar á
utanríkisstefnunni. Þar eru ungir
jafnaðarmenn þó ekki á einu máli,
frekar en eldri menn í flokknum.
Sumir ungu jafnaðarmennirnir tala
um Birgi og stuðningsmenn hans
sem „kommana" og láta litla hrifn-
ingu í ljósi yfír stefnu hans.
Uppruninn gleymdur?
Guðmundur Ámi gagnrýndi
harðlega of mikla áherslu á einka-
rekstur og markaðslausnir í efna-
hagslífínu hjá forystunni og taldi