Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 271. tbl. 76. árg. FOSTUDAGUR 25. NOVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sovéskur öryggismálasérfræðingur: Bandar í kj aher tryggir öryggi Brussel. Reuter. SERGEI Karaganov, varaforstöðumaður sovéskrar stofnunar sem Qallar um öryggismál í Evrópu, sagði á ráðstefnu í Brussel í gær að vera bandaríska hersins í Evrópu væri nauðsynleg til að tryggja öryggi í álfunni. „Ef Bandaríkjamenn draga herafla sinn út úr Evr- ópu að fullu . . . gæti það leitt til óstöðugleika í Vestur-Evrópu," sagði Karaganov meðal annars. í erindi sínu sagði Karaganov að í framtíðinni yrði unnt að leysa upp Atlantshafsbandalagið og Varsjár- bandalagið ef Evrópubúar lærðu að lifa í sátt og samlyndi. Hann bætti því við að þátttaka Bandaríkja- manna í öryggiskerfi Evrópu væri nauðsynleg „bæði við núverandi kringumstæður og við þær sem síðar kynnu að skapast". Hann sagði að ef bandaríski herinn yfirgæfi álf- una myndi það vekja ótta með Vest- ur-Evrópubúum því öryggi þeirra væri svo mjög undir Bandaríkjunum komið. Hann sagði einnig að honum þætti æskilegra að Evrópuríki hefðu áhrif á hernaðarstefnu Bandaríkja- manna en að Bandaríkin hefðu engra öryggishagsmuna að gæta í Evrópu. Þegar Karaganov var spurður um herstyrk Sovétríkjanna sagðist hann harma að sovésk yfirvöld hefðu ekki opinberað tölur um hergagnafram- leiðslu sína. Hann sagðist telja að hægt væri að draga í efa hugmynd- ir á Vesturlöndum um yfirburði Sovétríkjanna í hefðbundnum her- afla með því að vísa til mismunandi aðferða við talningu hermanna og hergagna og mismunandi mats á vígstöðu heijanna. Nýtt alnæmispróf markar tímamót New York. New York Times. HRAÐVIRKT, nákvæmt og til- tölulega ódýrt alnæmispróf fáer að öllum likindum blessun banda- rískra heilbrigðisyfirvalda innan skamms og verður þá tekið i notkun á almennum læknastof- um og rannsóknastofum sjúkra- húsa, að sögn sér&æðinga. Læknar, sem hafa kynnt sér þetta nýja próf, segja, að það marki tímamót í alnæmisgreiningu. Prófið gæti auðveldað baráttuna gegn út- breiðslu sjúkdómsins meðal eitur- lyijaneytenda, en í þeirra hópi er útbreiðslan örust. Gerald F. Buck, stjórnarformað- ur og aðalframkvæmdastjóri Cam- bridge Bioscience í Worcester i Massachusetts, segir, að prófið, sem fyrirtæki hans hefur gert úr garði og verður markaðssett undir nafn- inu Recombigen, skili niðurstöðum á fimm mínútum. Hann segir, að prófið geri „mögulegt að rannsaka fólk í áhættuhópum á almennum lækna- stofum, þar sem viðkomandi geta notið viðeigandi ráðgjafar á eftir“. Talið er, að Matvæla- og lyfjaeft- irlit Bandaríkjanna samþykki prófið fyrir áramótin. Prófið felst í því, að nál er stung- ið í fingur og blóðdropi látinn dijúpa á örsmáar plastbólur, sem þaktar hafa verið með erfðatæknilega gerðu eggjahvítuefni úr yfirborði alnæmisveirunnar. Blóð þeirra, sem smitast hafa, inniheldur oftast nær mótefni (eftii sem ónæmiskerfi líkamans fram- leiðir sem vopn á veiruna). Mótefn- in bindast eggjahvituögnunum á plastbólunum og valda því, að ból- urnar hlaupa saman í kekki. Það sést strax við smásjárskoðun. Talið er, að ein og hálf milljón Bandaríkjamanna hafi smitast af alnæmi og um 73.000 tekið sjúk- dóminn. Yfir 30.000 manns hafa látist af völdum alnæmis þar í landi. Reuter Mandela ekki setturinn Nelson Mandela, leiðtoga blökkumanna í Suður-Afríku, verður ekki stungið aftur í fangelsi þegar hann hefúr náð sér af veikind- um, sem leiddu til þess að hann var fluttur í sjúkrahús 12. ágúst sl. Dómsmálaráðherra S-Afríku skýrði frá þessu í gær og sagði, að ýmsum hömlum yrði aflétt af Mandela, m.a. fengi fjölskylda hans greiðari og tíðari aðgang að honum. Ekki var gefið í skyn hvort Mandela yrði leystur úr haldi. Fregninni var fagnað og sömuleiðis þeim tíðindum, að dauðadómum yfir sex blökkumönn- um, sem kenndir eru við atburði í Sharpville, hafi verið breytt í fangelsisdóma. A myndinni auðsýna bróðir og eiginkona eins mannanna gleði sína. Sjá „Náðuninni vel fagnað“ á bls. 20. Mitterrand örlátur við Sovétmenn París. Reuter. MITTERRAND Frakklandsfor- seti heldur í dag í opinbera heimsókn til Moskvu og meðal þess, sem hann hefúr í fartesk- inu, eru lánsloforð upp á 12 milljarða franka, eða jafnvirði 92,5 milljarða íslenzkra króna. Með þessu móti slær Mitterrand út Helmut Kohl kanzlara Vestur- Þýzkalands, sem heimsótti Sovét- menn nýlega og færði þeim lán að jafnvirði 77,5 milljarðar króna. ítalir urðu fyrstir vestrænna ríkja til að lána Sovétmönnum er þeir létu þeim í té jafnvirði 33 milljarða króna í október. Hermt er að Sovétmönnum standi til boða lán að jafnvirði allt að 320 milljarðar króna á Vestur- löndum í ár. Pierre Beregovoy bankastjóri Credit Lyonnais verður í föruneyti Mitterrands til Moskvu og er talið að hann muni ganga endanlega frá lánveitingunni til Sovétmanna. Banki hans er sagður hafa komið henni í kring. Hermt er að franska stjórnin hafi sett það sem skilyrði fyrir lán- veitingunni að venjulegum vopnum sovézku heijanna yrði fækkað. Sovézki heriirn bælir uppþot í Bakú niður Moskvu. Reuter. SOVÉZKAR hersveitir tóku sér stöðu á götum Bakú, helztu borg Az- erbajdzhan, í gær. Voru sveitirnar sendar inn i borgina til að bæla niður þjóðernisróstur og neyðarástandi lýst yfir. Auk vopnaðra manna á hveiju götuhorni brunuðu skriðdrekar og brynvagnar um götur hennar. Gennadíj Gerasímov, talsmaður utanrikisráðuneytisins í Moskvu, staðfesti að sovézki herinn hefði verið sendur inn í Bakú. Sovézki herinn gætti hverfa Arm- ena í borginni til þess að koma í veg fyrir frekari aðgerðir af hálfu Azera. Gerasímov sagði að komið hefði til uppþota á Lenín-torginu og fyrir utan höfuðstöðvar miðstjómar kommúni- Reuter íeinnikös Flutningalest fór út af teinunum f Lakeland á Flórída í gærmorgun með þeim afleiðingum, sem myndin sýnir. Rúmlega 30 vagnar voru í lestinni og voru 15 tonn af áburði í hveijum þeirra. Þeir gjöreyðilögðust. Talið er líklegt að teinarnir hafi skemmst er fellibylurinn Keith fór yfir Flórída á dögunum. staflokksins. Sagt var í armenska sjónvarpinu að ólætin beindust gegn Armenum. Á borðum mótmælenda hefði staðið: „Drepum Armeníumenn- ina“ og „Drepum Rússana". Embætt- ismaður í Bakú harðneitaði þessu. Heimildir úr röðum Armena skýrðu einnig frá mótmælum, þar sem fánum með tákni múhameðstrúarmanna var veifað og „hetjumar frá Súmgajt" hylltar með hrópum. Þar mun m.a. hafa verið átt við Azerana, sem dæmdur var til dauða fyrir aðild að morðum á Armenum í borginni Súmgajt í febrúar sl. í rúma viku hafa allt að 400 þús- und manns efnt daglega til mótmæla gegn Armenum i Azerbajdzhan. Skarst í odda með Armenum og Azer- um í borginni Kírovabad og héraðinu Nakhítsjevan á þriðjudag. Biðu þrír hermenn bana í Kfrovabad er her- sveitir reyndu að stilla þar til friðar. Verkföll lömuðu allt athafnalíf í Jerevan, höfúðborg Armeníu í gær. Efht var til þeirra í mótmælaskyni við aðför að Armenum í Azerbajdz- han, að sögn talsmanns fréttaþjón- ustu Armeníu. Hann sagði að múgur og margmenni hefði komið saman á aðaltorgi Jerevan og krafist fregna frá Azerbajdzhan. Sá orðrómur gekk í gær meðal Armena í Moskvu, að Qöldamorð hefði verið framið á Arm- enum í Kírovabad. BBC-fréttstofan sagði í gærkvöldi að herþyrlur hefðu flutt 1.700 armenskar konur og böm á brott frá borgum Azerbajdzhan vegna aðfarar að Armenum. Þing Grús- íu andvígl breytingum Moskvu. Reuter. ÞINGIÐ I Kákasuslýðveldinu Grúsfu lýsti í fyrradag andstöðu við fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Sovétríkjanna þar sem þær yrðu til þess að efla mið- stýringarvald frá Moskvu. Þing Grúsíu vill fá breytingartil- lögunum breytt í ýmsum atriðum, sem ekki var skýrt frá hver væru. Þing Eistlands, Lettlands og Látháen hafa einnig lagst gegn breytingun- um. Æðstaráðið fjallar um stjómar- skrármálið næstkomandi þriðjudag. Um 200.000 manns mótmæltu fyrirhuguðum stjómarskrárbreyting- um fyrir utan þinghús Grúsíu meðan á þingfundinum stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.