Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 13 Láklega tekst þeim að koma á kreppu o g atvinnuleysi eftir EyjólfKonráð Jónsson Fólkið hefur nú fengið um það upplýsingar að halli ríkissjóðs verði a.m.k. fimm milljarðar. Það kom undirrituðum svo sem ekkert á óvart. En fjármálaráðherra upplýsti sl. þriðjudag í þingræðu að hallinn ykist um einn milljarð í hvert skipti sem hann greindi Alþingi frá stöðu ríkisfjármála. Vonandi birtist engin ný áætlun fyrr en þá við lokaaf- greiðslu fjárlaga. Nú er það mál út af fyrir sig, sem áður hefur verið vikið að og verður gert betur, að íslenska ríkið (og ríkið í ríkinu) hefur sogað að sér ógrynni fjármuna fýrir opnum tjöldum en þó fyrst og fremst að baktjaldaleiðum. Þessum fjármun- um hefur verið illa varið. Og allt er þetta víst á hausnum, gjald- þrota, a.m.k. SÍS, ef marka má ummæli forustumannanna. Mér er ljóst að sparnaður er dyggð, í hófi þó, eins og allt ann- að, t.d. mont. Þess vegna er skiljan- legt að hagsýn húsmóðir og jafnvel hagsýnn húsbóndi, ef hann er til, segi sem svo að ríki, rétt eins og fjölskylda, verði að borga sínar skuldir og í öllu falli að eiga fýrir útförinni, eins og óhappaþrennan gerir' nú lokatilraun til á okkar kostnað. En þjóð er ekki sama og íjöl- skylda. Þjóðir lifa æðimarga ætt- liði, flestar. Okkar þjóð hefur á þessari öld myndað ótrúlegan auð. Samt er sagt að engir peningar séu til. Peningar eru þó auðvitað ekkert annað en ávísanir á auð, fyrst kýr Eyjólfur Konráð Jónsson „Ríkissjóðsdæmið hef- ur aldrei gengið upp hjá kerfiskörlum, því að skattahækkanir hafa knúið áfiram verð- lagshækkanir, kaup- hækkanir og gengis- lækkun — verðbólgu.“ og hross, svo lélegan málm, sem gullið er óneitanlega, en nú alls staðar nema á íslandi ávísanir á ríkisauðinn sem vex margfalt á við auð atvinnuvega og alþýðu. Og tölvuvæddri óhappaþrennu er líklega að takast að koma á alvöru- kreppu, atvinnuleysi og gjaldþroti heimila og atvinnuvega. Aðferðin er sú að skattleggja brýnustu nauðsynjar fólks svo hátt að það verði að borga í ríkishítina að minnsta kosti helming aflafjár síns. Þá er glatt í höllinni. Þannig átti það líka að vera hjá fyrrver- andi fjármálaráðherra, sem mest hefur hælt sér af skattkerfisbylt- ingu sem byggðist á sjálfvirkri og stöðugri skattahækkun. Ríkissjóðsdæmið hefur aldrei gengið upp hjá kerfiskörlum, því að skattahækkanir hafa knúið áfram verðlagshækkanir, kaup- hækkanir og gengislækkun — verð- bólgu. Væntanlega vita menn að gengislækkun þýðir verðlagshækk- un ef ekkert annað gerist. Þegar viðtekna venjan er notuð að hækka í leiðinni neysluskatta að hundraðs- tölu í viðbót við hækkaðan útreikn- ingsgrunn við fall gengisins tekur verðbólguvinurinn nýtt gleðihopp, hliðarspor með hliðarráðstöfunum. Vöruverð æðir upp, útgjöld aukast alls staðar og fólk reynir að bjarga því sem bjargað verður. Halli ríkis- sjóðs vex en minnkar ekki við skattahækkanir, því að útgjöld ríkisins hækka á undan tekjunum. Og þegar svo óhappaþrennunni tekst að koma kreppunni í algleym- ing gufa ríkissjóðstekjurnar upp og enn hækka þeir skattana þar til enginn hefur tekjur til að borga þá. Og loks hefur félagshyggjan sigrað. Listalíf á Islandi Tímarit á ensku frá Iceland Review Útgáfufyrirtækið Iceland Review hefiir sent frá sér fyrsta heftið i safni um menningarmál og listir á íslandi, The Arts in Iceland. Þaft er á ensku og í tíma- ritsbroti, 112 blaðsíður að stærð, að mestu litprentað og með yfir 100 litmyndum. The Arts in Iceland er safn greina, sem hafa birzt í Iceland Review og News from Iceland á síðustu árum. „Þetta er ekki útekt á því merkasta í menningarlífinu, því hér er fyrst og fremst lögð áherzla á að gera grein fyrir hinni miklu fjölbreytni, sem er og hefur verið í listalífi landsins. I heftinu er meðal annars íjallað um efni á sviði bókmennta, myndlistar, leik- listar, kvikmyndagerðar, ballets, hljómlistar og efni varðandi menn- ingararf íslendinga," segir meðal annars í frétt um útgáfuna. Meðal þeirra listamanna, sem við sögu koma í þessu fyrsta hefti má nefna Halldór Laxness, Louisu Matthíasdóttur, Svavar- Guðnason, Thor Vilhjálmsson, Hrafn Gunn- laugsson, Ágúst Guðmundsson, Einar Kárason og Viðar Eggerts- son. Höfundar efnis eru meðal ann- arra Matthías Johannessen, Illugi Jökulsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kjart- Þetta er staðreynd, sem allt venjulegt fólk veit, sér og skilur. Þrátt fyrir allt mun láta nærri að tveir þriðju hlutar umsvifa í þjóð- félaginu séu enn í svokölluðum einka- og félagarekstri. Ekki hefur hann skattlagningarvald eins og ríkið sem reynir að bjarga sínu þriðjungsskinni með látlausum skattahækkunum án árangurs. En hvað með atvinnuvegina? Jú, þjónustugreinar geta hækkað sitt verð meðan fólk getur borgað, en „þenslan", það er að segja réttur til atvinnu, skal sko stöðvuð og þar með pakka þær saman. En hvert eiga útflutningsat- vinnuvegirnir að sækja fé fyrir sinni útgjaldaaukningu? Kannski skiptir það ekki máli. Þeir bara loka og þá hverfur þenslan úr atvinnulífinu þótt hún aukist líklega einhvers staðar annars staðar, t.d. í orðræð- um manna. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn íReykjavík. Forsíða heftisins. an Ámason og Ámi Þórarinsson. Flestar ljósmyndir tók Páll Stefáns- son. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Aðalsteinn Ingólfsson. gott frá Snakkiðjuvini Hefur þú heyrt hvað nýja Snakkiðju snakkið er ótrúlega gott. Sumir halda að það geti ekki verið tilviljun. , Og það er heldur engin tilviljun: Hráefnið er úrvals maís og soja. DSÍ Eingöngu eru notuð náttúruieg bragð- og litarefni. Snakkið er bakað en ekki djúpsteikt. Bragðtegundirnar eru fjórar: Laukhringir, sterkir laukhringir, paprikuskeljar og chilikúlur. Og allt fæst í tveimur stærðum af pokum. Pað besta við Snakkiðjusnakkið er samt örugglega bragðið, því það er svo hljómandi gott. Snakkiðjan, Trönuhrauni 7. Hafnarflrðl. simi 54300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.