Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 36 Guðmunda Þorgeirs- dóttir - Minning Fædd 8. júnf 1918 Dáin 17. nóvember 1988 Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd á einhvern sem vér unnum. Að hún Munda okkar sé dáin. Hún lést af slysförum 17. nóvember. Vér minnumst hennar sem glaðværrar og skemmtilegrar frænku. Síðasta árið bjuggum við í sama húsi. Betri húsfélaga var ekki hægt að hugsa sér. Hún vildi allt fyrir okkur gera. Bað oft um að fá að passa fyrir okkur, ef við ætluðum eitthvað út. Óli fór oft upp að heilsa upp á Mundu. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir hann. Og alltaf þótti honum gaman að fara til Mundu. Hægt væri að skrifa langa grein um allt sem Munda gerði og um alla þá hjálp er hún veitti öðr- um. Nú hefur hún fengið hvíldina. Hvíli hún í Guðs friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Br.) Blessuð sé minning góðrar konu. Megi góður Guð styrkja ættingja og vini. Agnes Eiríksdóttir og fjölskylda. • Guðmunda Þorgeirsdóttir tengdamóðir mín er látin, það er X. hinn kaldi og sári veruleiki sem við samferðafólk hennar stöndum frammi fyrir og verðum að læra að sætta okkur við. En eftir skilur hún minningar sem í mínum huga eru allar bjartar. Og hvemig á annað að vera þeg- ar í hlut á persóna sem kunni öðrum betur að gleðjast og gleðja aðra. Frá henni stafaði nefnilega þetta hógværa glaðlyndi, jákvæðni og þessi einlægi og fölskvalausi áhugi fyrir öðru fólki. Enda var hún vinamörg og vin- sæl. Fáum hef ég kynnst sem hafa haft jafn einlægan áhuga á listum sem Munda. Mér þætti ekki ótrú- legt að hún hafi séð flestar upp- færslur á leiksviðum borgarinnar síðustu áratugi, hún las mikið, sótti tónleika og listsýningar af miklum krafti, þetta var henni sem orku- gjafi og lífsnauðsyn. Hún fylgdist af áhuga með lands- málum og hafði sínar fastmótuðu og ákveðnu skoðanir í þeim efnum. Það skorti því sjaldnast umræðuefni á Öldugötunni þegar Munda var sótt heim, hvort sem farið var í grjónagrautinn eða skroppið í kaffi og voru þá oftast fyrir einhveijir gestir. Það var stutt í hláturinn þegar Munda var annarsvegar, því hún var einkar glöggskyggn á hinar skoplegu hliðar mannlífsins. Samband hennar við systur sínar, þær Guðrúnu og Sigríði, svo og börn sín og fjölskyldur þeirra var með þeim hætti að hún var ekki einvörðungu systir og móðir heldur einlægur vinur og félagi og brim- btjótur þegar á reyndi. I mannlýsingum er stundum gripið til líkinga úr ríki náttúrunnar til skýringar á persónueinkennum. Eik og fjóla hafa verið notuð í þeim efnum. Þær stöllur finnast mér eiga vel við um Mundu. Hún var hvor tveggja eik og fjóla, sterk og traust, blíð og gefandi. Með innilegu þakklæti kveð ég sómakonuna Guðmundu Þorgeirs- dóttur. Bjarni G. Bjarnason „Mínir vinir fara fjöld," kvað skáldið forðum. Þetta er eitt af því sem óhjákvæmilega fylgir ellinni. Vinimir hverfa og sífellt verða færri og færri til að deila minningum með þeim sem eftir lifa. Margs er að minnast eftir sextíu ára vináttu. Ég minnist þess er ég hitti Mundu í fyrsta sinn. Við vorum að hefja skólagöngu í Miðbæjar- skólanum, ég tæpra átta ára en hún níu ára. Hvað hún hafði fallega ljósa lokka og bjart bros! Og þó ég fyndi aðeins til afbrýði fyrst í stað, af því að það var Obba vinkona mín úr tímakennslunni sem kynnti okk- ur og hafði auðsjáanlega miklar mætur á henni, þá hvarf afbrýðin fljótt. Fleiri vinkonur bættust í hóp- inn, Adda og seinna Sigga, og við gerðumst sjálfskipaðir skemmti- kraftar bekkjarins með því að leika fyrir bekkinn á jólaskemmtun og þar fannst mér Munda hafa mesta hæfileika þó að hún fylgdi því ekki eftir síðar. En hún var mjög hóg- vær. Bamaskólaárin liðu áfram með sínum venjulegu sigmm og ósigr- um. Við vomm heldur duglegar við námið, en Munda var best í reikn- ingi óg bar þar af í bekknum. Síðasta bamaskólaárið skildu leiðir okkar því að ég varð að fara í Austurbæjarskólann. En við hitt- umst aftur í inntökuprófi inn í Menntaskólann vorið 1932 og ákváðum að sitja saman ef við næðum prófínu. Okkur tókst það og settumst í fyrsta bekk um haust- ið og nú hófst með okkur innileg vinátta sem aldrei slitnaði. Leiðir hafði skilið með hinum vinkonun- um; þær fóm í aðra skóla. Frá þess- um tíma em mér minnisstæðir for- eldrar Mundu, þau Þorgeir Guðjóns- son verkamaður og Jódís Ámunda- dóttir. Þau em í huga mér ímynd alls hins besta í íslensku skaplyndi og athöfn: hógværðar, heiðarleika og vinnusemi. Þorgeir var veðurbit- inn af áralangri vinnu við óblíð kjör á hafnarbakkanum og dálítið htjúf- ur við fyrstu kynni, en það var hýra í augunum og handtakið hlýtt. Jódís var lítil, brosmild og blíð og hafði þessa góðlátlegu kímnigáfu sem Mundaerfði, kímni sem sáþað bros- lega en særði aldrei neinn. Þessum sómahjónum hafði tekist að koma upp stóm og myndarlegu steinhúsi með ráðdeild sinni og sparsemi sem aldrei var þó um of því að vel var okkur, vinum systkin- anna, tekið og gott var að sitja í hominu í eldhúsinu hjá henni Jódísi og borða kleinumar og pönnukök- umar hennar sem alltaf vom bakað- ar á laugardögum. Jódís hlustaði á okkur og margt hefur eflaust flogið sem sumir foreldrar hefðu kannski ekki haft gott af að heyra en hún Jódís hneykslaðist aldrei og brosti bara sínu góðlátlega brosi. Þessi góðu hjón mótuðu afkomendur sína með fordæmi sínu. Bera þeir þess allir merki. Öldugata 25a var aðsetur fyöl- skyldunnar. Eldri dæturnar, tvíbur- amir Gunna og Sigga, stofnuðu sín heimili þar og Einar bróðir þeirra bjó þar til hann lést árið 1971. Eldri systumar fluttu seinna burt með fjölskyldur sínar en Munda bjó áfram á Öldugötu 25a ásamt for- eldrum sínum þar til þeir dóu, Þor- geir árið 1953 af afleiðingum vinnu- slyss, en Jódís lést árið 1961, átta- tíu og fimm ára gömul. Annaðist Munda hana er hún lá banaleguna af kærleika og æðmleysi eins og hennar var von. Enn bjó Munda á Öldugötu, nú síðast með dóttur sinni, Þórdísi. Unglingsárin okkar Mundu í menntaskólanum liðu líkt og hjá öðmm unglingum á þeim tíma. Við reikuðum um í rómantískri leiðslu í sólarlagsgöngur út í Eyju eða suður með Tjörn og trúðum hvor annarri fyrir, ef síðasta „svermer- íið“ hafði sent okkur augnskot. Og ef hann hafði bmgðist vonum okkar tókum við innilega þátt í því hvor hjá annarri. Fyrr en varði var kom- ið að gagnfræðaprófínu. Við lásum saman undir prófið og þá gerðist það sem skipti sköpum. Munda hafði alltaf haft slæma sjón, þoldi ekki lesturinn, og að læknisráði hætti hún í prófinu og lagði ekki í frekari skólagöngu. Hún lauk að vísu prófínu seinna og hafði rétt til framhaldssetu, en trúði lækninum og lagði ekki í það, þó að hún næði nógu hárri einkunn. Alla tíð var þetta mikið sorgarefni. Hana dreymdi ófá skipti að hún væri að taka stúdentspróf. Hún fór að vinna, fyrst í bakaríi Jóns Símonar- sonar og síðan á lögfræðiskrifstofu Ólafs Þorgrímssonar. Það fymtist ekki yfir vináttu okkar þó að við gengjum ekki sömu braut. Við héldum áfram að hitt- ast, fara saman út að skemmta okkur eða í smáferðalög. Bráðlega var alvara lífsins komin til sögunn- ar. Við stofnuðum heimili og eign- uðumst fyrstu börn okkar um svip- að leyti. Báðar eignuðumst við sjö böm. Það var því ýmislegt sem tengdi okkur. Nokkur sumur fómm við saman í sumarbústað, fyrst með tvö böm hvor og eitt sumarið vorum við með átta við fremur lélegar aðstæður. Aldrei varð okkur sund- urorða út af bömunum eða nokkr- um hlut, enda hafði Munda einstakt skap. Bömin uxu úr grasi en við héld- um áfram að hittast; glöddumst saman þegar vel gekk en sóttum styrk hvor tit annarrar þegar á móti blés. Þá var Munda fremur veitandinn en ég þiggjandinn. Við fórum saman í leikhús og á tónleika og nú síðast í sumar í ógleymanlega ferð til Sorrento og Rómar. Guðmunda Þorgeirsdóttir var fædd 8. júní 1918. Hún varð því sjötíu ára í vor og hélt þá vinum sínum og skyldfólki veglega veislu. Vinnuþrek hennar var með afbrigð- um gott og hélt hún áfram vinnu sinni í Alþingi, en þar hafði hún unnið síðastliðin tuttugu ár sem aðstoðarbókavörður og húsvörður. Alltaf var fullt hús af börnum hennar og bamabömum á Öldugöt- unni og lét hún sig ekki muna um að hafa þau öll í mat ef svo bar undir. Samheldnari fjölskyldu er vart að finna. Hún hafði yndi af leiklist og yfírleitt allri list og sagði mjög vel frá, þó að mér fyndist hún stundum færa nokkuð mikið í stílinn. Viðmót hennar var ljúft og stutt í brosið. Hún var mjög per- sónufróð og fylgdist vel með mönn- um og málefnum og hafði góða dómgreind á hvort tveggja. Hún vildi hvers manns vandræði leysa, ef hún gat, og sérhlífni eða leti var ekki að finna í skaphöfn hennar. Hún giftist manni sínum, Gunn- ari Péturssyni málara, vorið 1941, góðum og grandvörum dreng. Hann lést 1983. Þau eignuðust sjö börn eins og áður segir. Þau eru: Þórdís, starfsstúlka hjá 0. Johnson og Kaaber; Gunnar Birgir bifreiða- smiður að Arnarstöðum í Flóa, gift- ur Guðríði Valgeirsdóttir; Pétur Gunnarsson rithöfundur, giftur Hrafnhildi Ragnarsdóttur; Sigrún bankastarfsmaður, gift Bjarna Bjarnasyni; Þorgeir kvikmynda- gerðarmaður á Stöð 2; Ásdís banka- starfsmaður, gift Guðlaugi Her- Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ INGIBJÖRG SIGVALDADÓTTIR, Sandhólum, Tjörnesi, sem andaöist i Sjúkrahúsi Húsavíkur þann 21. nóvember verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 10.30. Margrét Bjartmarsdóttir, Sveinn Egilsson, Sigrún Bjartmarsdóttir, Sigurjón Ingimarsson, Baldur Bjartmarsson, Kristfn Kristjénsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um KRISTIN RÚNARSSON og ÞORSTEIN GUÐJÓNSSON, er létust af slysförum 18. október í Nepal, fer fram í Hallgríms- kirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Hildur Björnsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson, Björk Arngrímsdóttir, Guðjón Þorsteinsson, og systkini hinna látnu. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANNIBALS GUÐMUNDAR EINARSSONAR frá ísafirði, Einigrund 34, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aöstandenda, Gróa Egilsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu, systur og mágkonu okkar, ÞÓRDÍSAR AÐALBJÖRNSDÓTTUR. Kristján Theodórsson, Ingólfur Aðalbjarnarson, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Jón Pálmason. mannssyni; Siguijón leikmynda- smiður, giftur Eddu Kjartansdóttur. Barnabömin eru fjórtán. Öll sjáum við á bak mikilhæfri konu. Engin vandalaus manneskja hefur staðið mér nær. Gerður Magnúsdóttir Eitt af þeim ótal undrum við að eignast barn er að þessi nýja mann- eskja, sem bætist í líf þitt, á hér líka ýmsa aðra að, sem þú — annað foreldrið — þekktir kannski ekkert fyrir. Og sjá, þarna stendur allt í einu inni á stofugólfi heill hópur af velviljuðum manneskjum, frænd- um og frænkum, og sem betur fer í flestum tilfellum amma. Og hún amma Munda átti svo sannarlega ekki erfitt með að opna faðminn móti sínu tólfta barna- bami, því hvemig svo sem allt var í pottinn búið, þá hafði lífið sjálf- sagðan forgang á hennar bæ. Lífið hafði forgang og var rétt og gott í sjálfu sér, eins og hún var í sjálfri sér. Það tók mig töluverðan tíma að átta mig á að ég væri jafn hjartan- lega velkomin í hennar líf og hitt fólkið hennar, þótt ég væri ekki eiginleg tengdadóttir, og ekki bara ég, heldur vinir mínir, starfsfélagar og frændur; það var endalaust pláss í hjartanu hennar Mundu. Leikhúsin í borginni þurfa hér áð sjá á bak einum þrautþjálfuðum áhorfanda því í tugi ára hefur hún varla látið sig vanta á eina einustu af uppfærslum þeirra. Við skipt- umst því gjaman á skoðunum um leikhúsið, þó ég kæmist sjaldan yfir helminginn af því sem hún var búin að sjá. Ekki vorum við nú allt- af sammála þar, því hún hafði sínar skoðanir og ég mínar, en það voru ekki palladómarnir og fordómarnir hjá henni, styttra í þá hjá mér; henni þótti einungis leitt fyrir okkar hönd ef illa tókst til. Ég hélt eiginlega að svona fólk væri ekki til, svona gjörsneytt því að fordæma aðra, og þó ég hafi oft tekið þannig til orða að það sé nú til lítils að vera góður í þessum heimi afsannast það á Mundu, því hér skilur hún eftir sig heilan hóp af börnum sem standa saman; ekki til að veija digra ættarsjóði, heldur það sem meira er um vert: lífið, sem er gott í sjálfu sér. Héma, þar sem nú er bílastæðið, var hús foreldra minna. Það stóð á malarkambi, og það var svo grunnt niður í sjávarseltuna, að þar gat enginn gróður þrifist. En mömmu langaði til að eignast tré, sem stæði laufgað um sumur fyrir utan stofugluggann. Einn af sonum hennar gróf djúpa holu. Svo fór hann upp á hjalla, langa leið margar ferðir, og bar á bakinu mold í strigapoka handa lítilli hrislu, sem kom með rót að sunnan. Hin bömin sóttu hreint fjörugijót, brimsorfin egg allra vestfirskra fugla, til að setja kringum húsið. Og þá var komið sumar. (Jón úr Vör: Bílastæðið.) Eitthvað í þessa veru var andinn kringum Mundu og börnin hennar. Mig langar að votta þessari stóru konu síðustu virðingu mína, og ég og mín litla fjölskylda sendum fólk- inu hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún S. Gísladóttir Hún Munda mágkona er dáin. Þetta virðist vera svo ótrúlegt, líkast martröð. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölskyldu Guðmundu, börnunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.